Morgunblaðið - 19.07.2003, Page 18

Morgunblaðið - 19.07.2003, Page 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU SÍF hf. hefur gengið frá samningum um kaup á breska fyrirtækinu Lyons Seafoods Ltd. fyrir 14 millj- ónir punda, eða tæplega 1,8 millj- arða íslenskra króna. „Kaupin eru mikilvægur liður í stefnu SÍF-sam- stæðunnar um sterka markaðsstöðu á sviði fullunninna sjávarafurða á kjarnamörkuðum félagsins, öflugt aðgengi að smásöludreifingu, upp- byggingu vörumerkja og markvissa vöruþróun. Samkvæmt kaupsamn- ingi tekur SÍF nú þegar yfir rekst- ur Lyons Seafoods,“ segir meðal annars í frétt um kaupin. Sérhæfing í fullunnum skelfiskafurðum Lyons Seafoods Ltd. var stofnað árið 1958 og hefur einkum sérhæft sig í fullunnum skelfiskafurðum en rækjuafurðir eru stór þáttur í vöru- framboði fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum fjárfest markvisst í vöruþróun og fram- leiðslutækjum til framleiðslu á kældum afurðum, brauðuðum skel- fiskafurðum til hitunar og tilbúnum skelfiskréttum. Auk þess hefur fyr- irtækið lagt áherslu á fullvinnslu annarra afurða. Lyons er stærsta vörumerkið í kældum sjávarafurðum á breskum markaði og hefur einnig sterka markaðsstöðu hvað varðar frystar skelfiskafurðir. Lyons Seafoods er leiðandi fyrirtæki á sviði kældra skelfisksafurða, með um 40% mark- aðshlutdeild. Neysla á kældum skel- fiskafurðum í Bretlandi hefur á undanförnum árum vaxið um 8 til 12% á ári. Lyons Seafoods hefur góða reynslu af samstarfi við ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki sem eru mikilvægir birgjar þess á kald- sjávarrækju. Þá á félagið í nánu samstarfi við framleiðendur á heit- sjávarrækju bæði í Asíu og Suður- Ameríku og rekur fyrirtækið sér- stakar innkaupaskrifstofur með öfl- ugu gæðaeftirliti á Indlandi og í Pakistan. Ársvelta Lyons Seafoods er áætl- uð um 61 milljón punda eða um 7,6 milljarðar íslenskra króna og smá- söludreifing vegur um 50% af veltu fyrirtækisins. Þá eru um 35% af heildarsölu fyrirtækisins undir vörumerkinu Lyons. Flestar stærstu verslunar- og veitingahúsa- keðjur Bretlands eru meðal við- skiptavina Lyons Seafoods. Hagn- aður Lyons Seafoods hefur vaxið markvisst undanfarin ár og nam rekstrarhagnaður (EBITDA) á síð- asta rekstrarári félagsins um 2,8 milljónum punda (um 350 milljónum íslenskra króna). Lögð er rík áhersla á að rekstur Lyons Sea- foods raskist ekki við kaupin, en all- ir lykilstjórnendur Lyons Seafoods styðja kaup SÍF hf. á félaginu og framkvæmdastjórn þess verður óbreytt. Heildarvelta SÍF-samstæð- unnar á breska markaðnum eftir kaup á Lyons Seafoods er um 110 milljónir punda eða um 14 milljarð- ar íslenskra króna. Mikilvægt skref í stefnumótun SÍF-samstæðunnar „Stefna SÍF-samstæðunnar er að skapa félaginu sterka markaðsað- stöðu á sviði fullunninna sjávaraf- urða á kjarnamörkuðum félagsins sem eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Spánn. Kaupin á Lyons Seafoods eru gerð í kjölfar ít- arlegrar greiningar á breska mark- aðnum og skoðunar á tækifærum þar undanfarin tvö ár. Fyrir rekur SÍF-samstæðan eins og kunnugt er, öflug fyrirtæki í fullvinnslu sjávar- afurða í Frakklandi og Bandaríkj- unum sem og vaxandi fyrirtæki á Spáni. Stefna SÍF er að nýta þau tækifæri sem felast í samstarfi og samlegð fullvinnslufyrirtækjanna til að skapa félaginu forskot á kjarna- mörkuðunum,“ segir í fréttinni. SÍF Group kaupir Lyons Seafoods Ltd. Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF, kynnir kaupin á Lyons Seafoods. Fremst á myndinni hægra megin eru Örn Viðar Skúlason, aðstoðarforstjóri SÍF, Friðrik Pálsson stjórnarformaður og Jón Þór Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri söluskrifstofu SÍF í Bretlandi, sem einnig stóðu að kynningunni í húsakynnum SÍF. Eitt stærsta fyr- irtæki Bretlands í kældum sjávarafurðum „ÞESSI kaup gefa SÍF-samstæð- unni mikil tækifæri. Þau opna al- gjörlega dyrnar að brezka mark- aðnum fyrir fyrirtæki okkar í Frakklandi, en þar erum við með nýjar og mjög afkastamiklar verk- smiðjur. Einhverja fullkomnustu verksmiðju fyrir reykingu á laxi í Evrópu og einhverja fullkomnustu brauðunarverksmiðju sem til er í dag,“ segir Gunnar Örn Kristj- ánsson, forstjóri SÍF. „Lyons Seafoods er fyrirtæki sem er sérhæft í skelfiski og skel- fiskurinn er sú tegund sjávarafurða sem hefur aukizt hvað mest í sölu undanfarinn áratug. Rækja er til dæmis sú fisktegund sem er mest borðuð í Bandaríkjunum. Þá er rækjukokkteill söluhæsti tilbúni rétturinn í Bretlandi. Þetta er fyr- irtæki, sem er í örum vexti og hefur verið rekið mjög vel. Fyrirtækið hefur fjárfest mikið í nýrri fram- leiðslutækni og vöruþróun. Það er því mjög vel statt á því sviði. Við fáum nú aðgang að smásölu- dreifingunni og stóreldhúsamark- aðnum í Bretlandi fyrir afurðir þessara verksmiðja og annarra í okkar eigu í Frakklandi. Með þessu verður til ný vídd fyrir okkur á Bretlandsmarkaði. Síðan styrkir þetta verulega stöðu okkar í kald- sjávarrækju hér heima. Þetta styrkir okkur líka í innkaupum því við erum þarna að kaupa þekkingu og aðgang að innkaupum á heit- sjávarrækju og mjög mikilvæg við- skiptasambönd, sem munu nýtast okkur afar vel til framtíðar, ekki bara á Bretlandi, heldur einnig í Frakklandi og Bandaríkjunum. Við höfum skilgreint fjóra kjarnamarkaði í stefnumótun okk- ar. Það eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Spánn. Kaupin á Lyons Seafoods fylla mjög vel inn í þá mynd og þau skapa verulega möguleika á gagnkvæmri samvinnu milli þessara markaða og grunnein- ingarinnar hér heima. Þessi kaup auka líka vöru- framboð okkar. SÍF hefur fyrst og fremst verið í hefðbundnum fiski- tegundum úr Norður-Atlantshafi og verið mjög sterkt þar. Þarna fáum við inn fyrirtæki sem er mjög sterkt í heitsjávarrækju, með yfir- burðastöðu á brezka markaðnum,“ segir Gunnar Örn. Velta SÍF verður 70 milljarðar Kaupin á Lyons Seafoods eru að hluta til fjármögnuð með sölu ferskfiskdeildar og lagerhúsnæðis SÍF í Frakklandi og hlut SÍF í namibíska fyrirtækinu Seaflower. Þessar sölur skiluðu félaginu 700 milljónum króna. Auk þess voru kaupin fjármögnuð með aðstoð Kaupþings Búnaðarbanka. Eftir kaupin er áætluð ársvelta SÍF sam- stæðunnar um 70 milljarðar króna. Lyons Seafoods framleiðir árlega um 11.000 tonn af afurðum. Fram- leiðslugeta er 15.500 tonn og starfs- menn um 260. Framleiðsla kældra afurða á viku nemur um einni millj- ón pakkninga og frystra afurða um 150 tonnum. Vöruþróun er stöðug og 10 nýjar vörur eru 6% sölunnar. Opnar dyrnar fyrir SÍF inn á brezka markaðinn Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Laxinn unninn í reykingarverk- smiðju SÍF í Frakklandi. FARÞEGUM Icelandair, dóttur- félags Flugleiða, til og frá Íslandi fækkaði um 8,2% í júni miðað við sama mánuð á síðasta ári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Sætaframboð Icelandair í júní var 1,2% minna en í sama mán- uði 2002 og sætanýting versnaði um 5,6 prósentustig. Í Hálffimm-fréttum greiningar- deildar Kaupþings Búnaðarbanka er lýst vonbrigðum með tölur félagsins og þær sagðar nokkuð undir vænt- ingum. „Sú staðreynd að farþegum Ice- landair sem ferðast til og frá landinu skuli fækka svo mikið milli ára er at- hyglisverð í ljósi þess að farþegum um Leifsstöð fjölgaði um tæp 6% á sama tímabili. Það er því alveg ljóst að aukin samkeppni frá Iceland Ex- press er farin að segja verulega til sín á síðustu mánuðum,“ segir í Hálf- fimm-fréttum. Þar segir einnig að mikil fækkun farþega sem og verri sætanýting bendi til að afkoma Flugleiða á fyrri helmingi ársins verði verri en deildin hafi spáð fyrir um, en spáin hljóðaði upp á 100 milljóna króna tap. 9% fækkun í heildina Í heild voru farþegar Icelandair 9% færri í júní en í sama mánuði á síðasta ári. Fækkunin nemur 10,3% á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að á fyrstu sex mánuðum árs- ins hafi farþegum fækkað um 10,7% sem fyrst og fremst er rakið til tæp- lega 25% fækkunar Norður-Atlants- hafsfarþega. Farþegum til og frá Ís- landi fækkaði um 0,8% fyrstu sex mánuði ársins. Sætanýting fyrstu sex mánuði ársins versnaði því um 5,9 prósentustig. Í tilkynningunni segir að eitt af markmiðum félagsins sé að auka það hlutfall farþega sem ferðast með fé- laginu á leiðum til og frá Íslandi. Fyrstu sex mánuði ársins var það hlutfall 65% samkvæmt tilkynning- unni en var um 59% á sama tímabili 2002. Aukning í innanlandsflugi Farþegum Flugfélags Íslands fjölgaði um 3,7% í júní og hefur fjölg- að um 5,5 % það sem af er ári. Far- þegar Flugfélags Íslands fyrstu sex mánuði ársins voru rúmlega 130 þús- und, en voru tæp 124 þúsund á sama tímabili í fyrra. Sætanýting félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins hefur sömuleiðis batnað. Í júní fluttu Flugleiðir frakt 2.086 tonn sem er 2,9 % minna en í júní í fyrra og fyrstu sex mánuði ársins eru flutningar félagisins 13.549 tonn, sem er 4,3% minna en á sama tíma- bili í fyrra, að því er fram kemur í til- kynningu Flugleiða. Farþegum Icelandair fækk- ar milli ára SALA og framlegð hjá bresku barna- og meðgöngufataversluninni Mothercare hefur aukist á fyrsta fjórðungi yfirstandandi rekstrarárs frá sama tímabili ársins á undan. Þetta þykir benda til þess að þriggja ára björgunaráætlun fyrirtækisins sé farin að skila tilætluðum árangri undir stjórn hins nýja forstjóra, Ben Gordon. Á fyrstu 15 vikum fjárhagsársins, til 11. júlí, jókst salan um 3,4% á milli ára, þegar mið er tekið af þeim versl- unum sem voru starfandi á báðum tímabilum. Á heildina litið nam sölu- aukningin 1,9% á vikunum 15 og endurspeglar það þá 1,5% minnkun sem orðið hefur á verslunarplássi fyrirtækisins í kjölfar þess að fækk- að hefur verið um átta verslanir. Þá hefur framlegðin aukist um 5% frá fyrra ári en fyrirtækið hefur var- að við því að framlegðaraukningin fyrir fjórðunginn í heild kunni að lækka niður í 4% vegna áhrifa frá sumarútsölum. Verð hlutabréfa í Mothercare var 161,5 pens í lok dags í gær og var markaðsvirði félagsins þá 106 millj- ónir punda, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni í London, eða ríf- lega 13 milljarðar króna. Hvert pró- sent í eignarhlut er þá að markaðs- virði rúmar 130 milljónir króna. Baugur keypti í fyrra um 3,5% hlut í Mothercare en seldi af þeim hlut í síðastliðnum mánuði og á nú innan við 3%. Fyrirtækið er ekki á lista yfir þau félög sem Baugur hefur sagst vilja taka þátt í að móta. Aftur á móti er það á lista yfir fjárfestingar Baugs í félögum sem Baugur segir hafa gott sjóðstreymi, traustan efna- hag eða hvort tveggja. Mothercare að rétta úr kútnum SAMKVÆMT nýrri smásöluvísitölu Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, hafa neytendur varið 4,1% meira til dagvörukaupa á föstu verðlagi í júní á þessu ári en í sama mánuði í fyrra, þó svo að verð á matvælum hafi lækkað almennt, samkvæmt neysluverðsvísitölu Hagstofunnar. Í tilkynningu frá SVÞ segir að smásöluvísitala áfengis hafi hins vegar lækkað um 2% þegar borin eru saman tímabilin júní á þessu ári og í fyrra. Mælingar á smásöluvísitölu lyfja- verslana hófust í september í fyrra og því er sambærilegur saman- burður ekki til á því sviði en vísital- an hefur hækkað um 4,9% frá sept- ember til júní. „Hækkun smásöluvísitölu dag- vöru um 4,1% milli ára er athyglis- verð eins og áður segir þegar tekið er mið af því að á sama tímabili lækkaði verð matvæla, samkvæmt neysluverðsvísitölu Hagstofunnar, um 2,7%. Athyglisvert verður að sjá hvort þessi auknu útgjöld til matar- kaupa halda áfram það sem eftir er ársins,“ segir í tilkynningu SVÞ. Dagvörukaup aukast um 4,1% á milli ára Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.