Morgunblaðið - 19.07.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 19.07.2003, Síða 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÆTLI það varði við lög að kalla það „hryðjuverk og rakið skemmdarverk – tilraun til að spilla áliti og trausti á virtu fyr- irtæki í alþjóðaviðskiptum“, þegar vonsvikið fólk skrifar af prúð- mennsku um reynslu sína af því að ferðast með Heimsklúbbnum? Ekki nóg með það, heldur eru skrif okkar nefnd „níðskrif“. Dæmi nú hver fyrir sig sem lesið hefur „Krækiberið og melónan“ í Morgunblaðinu 11. júlí sl. og „svar til Marshópsins um krækiberið og melónuna“ í blaðinu 15. júlí. Það var ekki lungabólgufaraldri eða innrás í Írak um að kenna að við fengum engan fararstjóra í ferðinni, eins og auglýst var þegar við pöntuðum ferðina og greiddum fyrir, því ferðin kostaði 176.900 krónur með fararstjóra Orlando– Dominikana–Orlando og 176.900 krónur með engri fararstjórn. Hvernig eigum við að skilja aug- lýsinguna um flug, Keflavík– Orlando, „daginn eftir flogið niður til Dominikana“, 11 dagar þar, „þá er flogið aftur upp til Orlando“? Getur einhver lesið millilendingu á Miami út úr þessu? Ingólfur sér þarna „fáfræði bréfritara“. Far- gjald og laun starfsmanns frá Heimsklúbbi Ingólfs sem nefnt er í grein Ingólfs sem bónus fyrir okkur, er þannig til komið að tvær konur úr hópnum voru ákveðnar í að hætta við ferðina þegar farar- stjórnin var ekki lengur á Dóm- iníkana og millilending á Miami komin inn. Þessi starfsmaður fylgdi okkur frá Orlando til Miami og tók svo á móti okkur aftur í Orlando (ath. ekki Miami) fylgdi okkur á hótelið og strikaði svona í leiðinni yfir morgunverðinn sem óvart hafði verið skráður á hótel- miðana okkar. Það var heldur ekki lungna- bólgufaraldi eða innrás í Írak um að kenna að við vorum bókuð á nær mannlaust hótel, „í einhverju millibilsástandi“ eins og Ingólfur orðar það í grein sinni. Við vissum fyrir ferðina að banki rak hótelið. En kemur okk- ur eitthvað við hver rekur hótelið sem við búum á, þegar virðingar- verð ferðaskrifstofa á í hlut? 2 kvöld af 10 var lifandi tónlist á hótelinu, þegar innfæddir gistu með fjölskylduna. Öll hin kvöldin heyrðum við óminn af dynjandi músík og feiknafjöri frá hótelinu við hliðina á okkur. Þar var okkur meinaður aðgangur þó svo að Ing- ólfur hefði hvatt okkur til, kvöldið fyrir ferðina, að njóta skemmt- unar á næstu hótelum líka. Til allrar Guðs lukku var þessi 10 manna hópur ótrúlega jákvæð- ur og reyndi að gera gott úr þess- um óvæntu aðstæðum. En vonbrigðin með ferðina standa eftir. Fundurinn sem Ingólfur efndi til, eftir að 10 manns höfðu greitt ferðina, var tveimur dögum fyrir brottför, þar sem farmiðarnir voru afhentir. „Á fundinum samþykktu allir bréfritarar (tveir voru reynd- ar ekki á fundinum) að fara ferð- ina án sérstaks fararstjóra alla leið“. Alveg er það undarlegt að eng- inn að þeim 8 manns sem á fund- inum voru skyldi meðtaka það á fundinum að við hefðum ekki far- arstjórann hana Guðrúnu í Or- lando, eins og við héldum þangað til að við hittum hana í Orlando á bakaleið. Það er ekki rangt með farið hjá okkur að „ekki kom til greina að Ingólfur talaði við okkur sjálfur“. Allir, líka þau tvö sem ekki skrifa undir höfðu samband við Heims- klúbb Ingólfs við heimkomuna og kvörtuðu. Okkur fannst sjálfsögð kurteisi að láta vita á ferðarskrifstofuna að við, „illa svekktir ferðalangar“, ætluðum að senda fjölmiðlum ferðasögu okkar. Ef þau vildu hafa samband, var vinsamlegast bent á netfang. Það undarlega gerðist næst að Heimsklúbburinn hafði símasamband við alla aðra en þá sem áttu netfangið, til að athuga hvort þeir hefðu veitt leyfi til að setja nafnið sitt undir bréfið. Viðbrögð okkar voru sannarlega þess eðlis að full ástæða hefði verið fyrir forstjóra „virts fyr- irtækis í alþjóðaviðskiptum“ að ræða við okkur og reyna að gera gott úr þessu leiðindamáli. Virtur ferðafrömuður sem kann sitt fag á ekki að vera í vandræðum með að gera farþega sína ánægða þó að á móti blási. Hvar er nú virðingin? Í þessari grein sinni, hinn 15. júlí, er Ingólfur að nota tækifærið til að reyna að niðurlægja okkur. Meira um krækiberið og melónuna Eftir Guðrúnu Björk Pétursdóttur, Friðrik Gylfa Traustason, Sigurlaugu Alberts- dóttur, Eyþór Þórarinsson, Ragnheiði Guð- mundsdóttur, Svanhildi Björnsdóttur, Þor- geir Haraldsson og Guðríði Halldórsdóttur Höfundar eru viðskiptavinir Heimsklúbbs Ingólfs. Í KOSNINGABARÁTTUNNI í Finnlandi sl. vor svöruðu leiðtogar flokkanna spurningum í sjónvarpi um þúsaldarmark- mið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í þró- unarmálum. Þar í landi sem og í Sví- þjóð, Danmörku og Noregi hafa utanrík- isráðuneyti og þró- unarsamvinnustofnanir haft for- göngu um myndun samstarfsnefnda opinberra aðila, samtaka atvinnu- lífs, hjálparstofnana og frjálsra fé- lagasamtaka sem hafa það verkefni að vekja fólk til umhugsunar og ábyrgðar á markmiðunum. Veruleg- um fjármunum er varið til kynning- arstarfsemi. Samhliða þessu eru stjórnvöld að semja nýjar áætlanir á forsendum SÞ þar sem þúsaldar- markmiðin eru fléttuð inn í alla póli- tík á vegum hins opinbera. Heitstrenging þjóðanna Á Íslandi var varla minnst á þró- unarmál í nýliðinni kosningabar- áttu, hvað þá að þúsaldarmarkmiðin næðu inn í sjónvarpsumræður. Þó eru nú komnar upp áhyggjur vegna þess að hugsanlega verði það notað gegn framboði Íslands til Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna hve op- inbert framlag til þróunarmála hef- ur lengi verið lítið hér á landi. Í nýútkominni skýrslu UNDP – þró- unarstarfs Sameinuðu þjóðanna – er Ísland næstefst á velsældarlista en nær ekki einu sinni inn á lista um þróunaraðstoð sem birtur er í sömu skýrslu. Þúsaldarmarkmiðin eru gagn- merk í sjálfu sér en merkilegast er þó að með þeim settu þjóðir heims sér í fyrsta sinn skýr, afmörkuð og tímasett markmið í þróunarstarfi. Í þeim felst skuldbinding, m.a. skuld- binding ríkisstjórnar Íslands, um að helminga fjölda þeirra sem lifa við hungurmörk; tryggja öllum jarð- arbörnum grunnskólamenntun; auka jafnrétti og styrkja stöðu kvenna; minnka barnadauða um 2⁄3; fækka dauðsföllum af völdum þung- ana og fæðinga um 3⁄4; stöðva og draga úr útbreiðslu HIV/eyðni, mal- aríu og berkla og stórbæta vatnsbú- skap og hreinlæti. Þessum mark- miðum á að ná eigi síðar en 2015. Hvað gerir ríkisstjórnin? Engin ein uppskrift er til fyrir þjóðir sem vilja komast úr fátækt til bjargálna. Fátæku löndin verða sjálf að taka ábyrgð á fram- faraþróun sinni. Mörg þeirra eru sjálfum sér verst og almenningur líður vegna spillts stjórnarfars, borgarastyrjalda, stríðsreksturs, átaka um auðlindir o.s.frv. Þróun- araðstoð getur aldrei orðið annað en viðbót og stuðningur við sjálfsbjarg- arviðleitni. Sjálfsagt er að gagnrýna kúgun, misbeitingu valds og út- breiðslu miðaldahugmynda þótt fá- tæk ríki eigi í hlut. Og við hvikum ekki frá þeirri afstöðu að varanlegar framfarir séu best tryggðar með lýðræðislegri þátttöku, almennri menntun og heilbrigðisþjónustu, réttarríki og fullum mannrétt- indum. Samhliða getum við á marg- an hátt greitt götu fátækra jarð- arbúa með pólitískri stefnumótun á heimavelli og í alþjóðasamtökum. Lækkun verndartolla á jarðyrkju- vöru er þar efst á blaði. Á undanförnum árum hefur dreg- ið úr framlögum ríkra þjóða til þró- unarmála. En nú eru stórþjóðir jafnt sem smáþjóðir að átta sig á því að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna munu ekki nást nema meira fé verði látið af hendi rakna og miklu sterkari vitund skapist meðal almennings í ríka heiminum um nauðsyn þess að hjálpa fátækum þjóðum. Það er aðeins rúmur ára- tugur til stefnu. Í því ljósi er eðli- legt að spyrja hvernig ríkisstjórn Íslands hyggist vinna þúsald- armarkmiðum SÞ brautargengi. Væri ekki t.d. ráð að fara að dæmi frændþjóða okkar og skapa sam- starfsvettvang til þess að sinna þessu verkefni fram til ársins 2015? Vert er að minna á að fyrirtæki, fé- lagasamtök og hjálparstofnanir gegna ekki síður mikilvægu hlut- verki í þróunarsamvinnu en opin- berir aðilar. Samstarf um þúsaldar- markmið SÞ Eftir Einar Karl Haraldsson Höfundur er stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar. Þ eir sem lögðu leið sína í eitthvert af söfnum landsins á árlegum safnadegi, sem var sl. sunnudag, hafa án efa sannfærst um að víða er vel staðið að rekstri safna á Íslandi. Þar er að finna mikinn fróðleik um sögu og menningu þjóð- arinnar. Söfnunum er hins vegar búin misgóð að- staða og greinilegt að sum þeirra líða fyrir fjár- skort. Um helgina kom ég við á Laugum í Sælingsdal, en þar er Byggðasafn Dalamanna til húsa. Safnið var ekki síst byggt upp fyrir áhuga og elju Magn- úsar Gestssonar safnvarðar sem lést fyrir nokkrum árum. Mikið vantar á að safninu hafi verið bú- ið viðeigandi húsnæði, en safnið er í kjallara skólans á Laugum. Húsnæðið er bæði þröngt og get- ur tæpast talist mjög heppilegt fyrir safn því að lagnir hússins eru í loftinu. Ekki skortir hús- næði að Laugum eftir að skólinn var lagður niður og spyrja má hvers vegna ekki er drifið í að búa safninu betri umgjörð á Laugum. Dalamenn hafa á seinni árum vaknað til vitundar um sögu sína og ætla sér greinilega að nýta hana til að efla ferðaþjónustu í héraðinu. Áformað er að byggja upp Vínlandssafn í gamla kaup- félagshúsinu í Búðardal. Enn- fremur er búið að reisa svokallað tilgátuhús að Eiríksstöðum í Haukadal, en þar er talið að Ei- ríkur rauði hafi búið áður en hann lagði á haf út og nam Græn- land. Eins og flestir vita var Leif- ur heppni sonur hans, en hann sigldi yfir hafið og fann nýja heimsálfu sem síðar fékk nafnið N-Ameríka. Greinilegt er að margir ferðamenn koma við á Ei- ríksstöðum og skoða bæinn. Þótt full ástæða sé til að hæla Dala- mönnum fyrir að hafa sýnt sögu Eiríks rauða og Leifs heppna þann sóma sem hún á skilið má velta fyrir sér hvort ástæða hafi verið til að setja peninga í að byggja þetta tilgátuhús á Eiríks- stöðum. A.m.k. heillast ég ekki af „smíðuðum fornminjum“. Mér nægir að skoða staðinn og lesa um sögu hans, en sjálfsagt á svona hús stóran þátt í að draga ferðamenn að Eiríksstöðum. Í þessu sambandi má minna á að enn eru til nokkrir gamlir og afar merkilegir torfbæir á Ís- landi. Það hlýtur að vera mikil- vægara að sjá til þess að þeim sé haldið vel við en að byggja eftir- líkingu af bæjum sem byggjast á takmörkuðum upplýsingum um gerð þeirra. En það eru fleiri en Dalamenn sem mættu standa betur að stuðningi við byggðasöfn sín. Minjasafn Reykjavíkur – Árbæj- arsafn skortir sárlega stærri og betri geymslur og mættu borg- aryfirvöld í Reykjavík taka sér tak til að bæta þar úr. Enginn vafi leikur á að geymslumálin eru farin að há uppbyggingu safns- ins. Borgin mætti taka Árnesinga sér til fyrimyndar, en á síðasta ári tók Byggðasafn Árnesinga í notkun nýtt og glæsilegt þjón- ustuhús á Eyrarbakka, en í hús- inu er rúmgóð aðstaða til að varð- veita og geyma muni safnsins. Greinilegt er að safnamenn líta til safnsins með aðdáun, en þeir veittu safninu íslensku safna- verðlaunin á síðasta ári. Byggðasafn Árnsesinga hefur verið í mikilli sókn á síðustu ár- um undir forystu safnstjórans, Lýðs Pálssonar. Safnið var fyrir nokkrum árum flutt frá Selfossi og í Húsið á Eyrarbakka. Í ná- grenni við það er Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Það er bæði skemmtilegt og fræðandi að koma í Húsið og kynnast sögu þess og þeim munum sem þar eru til sýnis. Byggðasafnið á Skógum undir Eyjafjöllum er líka lifandi sönnun þess hvað söfn geta verið öflugur stuðningur við ferðaþjónustuna. Safnið dregur til sín tugi þúsunda gesta á hverju ári. Þórður Tóm- asson safnvörður hefur unnið frá- bært starf við söfnun og varð- veislu muna. Safnið hefur notið öflugs stuðnings Rangæinga og stjórnvalda, enda hefur sýningar- aðstaða þess eflst mikið á seinni árum. Síldarminjasafnið á Siglufirði hefur einnig vakið verðskuldaða athygli. Safnið fékk íslensku safnaverðlaunin í fyrsta skipti sem þau voru veitt og Síldar- minjasafnið hefur verið tilnefnt sem framlag Ísland til alþjóð- legra safnaverðlauna. Ekki er langt síðan Alþingi samþykkti lög um safnasjóð, en sjóðnum er ætlað að styðja við safnastarf á Íslandi. Ljóst er að margir hafa vonast eftir að sjóð- urinn myndi verða til þess að efla safnastarf í landinu. Safnamenn hafa talið að of litlum fjármunum hafi verið veitt til sjóðsins á síð- asta ári og að sjóðurinn sé í reynd ekki megnugur að fram- fylgja ákvæðum laganna. Það vekur hins vegar athygli að á sama tíma og safnasjóð skortir fjármuni til að sinna brýnum verkefnum er Alþingi að sam- þykkja bein framlög til einstakra safna. Alþingismenn, sem reyna að beita sér á Alþingi fyrir verk- efnum í þágu sinna kjördæma, virðast kjósa að afgreiða málin með svipuðum hætti og gert hef- ur verið í mörg ár, þ.e. í gegnum fjárlaganefnd, en með því eru þeir að vinna gegn lögunum um safnasjóð sem þeir settu sjálfir. Byggða- söfnin á Íslandi Þótt full ástæða sé til að hæla Dalamönnum fyrir að hafa sýnt sögu Eiríks rauða og Leifs heppna þann sóma sem hún á skilið má velta fyrir sér hvort ástæða hafi verið til að setja peninga í að byggja þetta tilgátuhús á Eiríksstöðum. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Laugavegi 63 • sími 5512040 Vönduðu silkiblómin fást í Fíkustré Laugavegi 63 • sími 5512040 Túlipani Vönduðu silkiblómin fást í                   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.