Morgunblaðið - 19.07.2003, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.07.2003, Qupperneq 48
ÍÞRÓTTIR 48 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ VISA-bikar kvenna, undanúrslit: Breiðablik – ÍBV.......................................2:6 Sigríður Ása Friðriksdóttir 28. (sjálfs- mark), Eyrún Oddsdóttir 85. – Olga Færs- eth 12., Mhari Gilmore 19., Íris Sæmunds- dóttir 30., 38., Karen Burke 65., Lind Hrafnsdóttir 71. 1. deild karla: Þór – Breiðablik .......................................3:2 Hlynur Birgisson 43., Jóhann Þórhallsson 84, Alexandre Santos 89. – Ívar Sigurjóns- son 40., sjálfsmark 90. Stjarnan – Keflavík ..................................1:1 Ólafur Gunnarsson 24. – Scott Ramsey 45. Staðan: Keflavík 10 7 2 1 26:11 23 Víkingur R. 10 5 4 1 14:7 19 Þór 10 5 3 2 23:17 18 Haukar 10 4 2 4 15:15 14 HK 9 3 2 4 11:12 11 Njarðvík 10 3 2 5 16:18 11 Stjarnan 10 2 5 3 12:14 11 Afturelding 10 3 2 5 11:19 11 Breiðablik 10 3 1 6 9:13 10 Leiftur/Dalvík 9 2 1 6 9:20 7 2. deild karla: ÍR – Léttir..................................................7:1 Hörður Magnússon 3, Engilbert Friðfinns- son 1, Jóhann Björnsson 1, Jón Þór Eyj- ólfsson 1, Lúðvík Gunnarsson 1 – Sveinn Magnússon. Selfoss – KFS ............................................3:1 Jón Guðbrandsson, Ingþór Guðmundsson, Brynjólfur Bjarnason – Yngvi Borgþórs- son. (víti). Staðan: Völsungur 10 8 0 2 34:16 24 Fjölnir 10 7 1 2 30:14 22 Selfoss 11 7 1 3 27:14 22 KS 10 5 2 3 18:15 17 ÍR 11 5 1 5 22:21 16 Víðir 10 4 1 5 12:14 13 Tindastóll 10 4 1 5 17:20 13 KFS 11 4 1 6 25:31 13 Léttir 11 2 1 8 9:39 7 Sindri 10 0 3 7 14:24 3 3. deild karla A: Skallagrímur – BÍ .......................................... Drangur – Bolungarvík ................................. Númi 10 6 3 1 30:21 21 Víkingur Ó 8 6 2 0 24:8 20 Skallagr. 10 5 2 3 25:17 17 BÍ 10 4 2 4 21:24 14 Drangur 9 3 1 5 19:28 10 Grótta 9 2 2 5 12:13 8 Bolungarvík 9 2 1 6 20:26 7 Deiglan 9 2 1 6 15:29 7 3. deild karla B: Reynir S. – Ægir .......................................6:0 3. deild karla C: Neisti H. – Reynir Á. ................................4:2 Snörtur – Magni ........................................0:3 Vaskur 10 8 1 1 32:12 25 Magni 10 5 2 3 25:15 17 Reynir Á 10 5 2 3 18:16 17 Hvöt 10 4 3 3 21:9 15 Neisti H. 10 2 2 6 18:27 8 Snörtur 10 0 2 8 9:44 2x 3. deild karla D: Höttur – Einherji ......................................1:1 Huginn – Neisti D. ....................................4:3 Leiknir F. – Fjarðabyggð.........................2:3 Staðan: Fjarðabyggð 9 7 0 2 24:10 21 Huginn 10 5 0 5 21:22 15 Höttur 9 4 2 3 15:10 14 Leiknir F. 10 4 0 6 20:23 12 Einherji 9 3 1 5 13:17 10 Neisti D. 9 3 1 5 11:22 10 KNATTSPYRNA Laugardagur: 1. deild karla: Kópavogur: HK - Leiftur/Dalvík ..............16 2. deild karla: Húsavík: Völsungur - Fjölnir ....................16 Sindravellir: Sindri - Tindastóll ................14 Siglufjörður: KS - Víðir .............................13 1. deild kvenna B: Sauðárk.: Tindastóll - Leiknir F. ..............16 Sunnudagur: Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 8-liða úrslit: Víkin: Víkingur - KA ..................................17 KR-völlur: KR - Fram ..........................19.15 3. deild karla A: Tungubakki: Deiglan - BÍ..........................14 Ólafsvík: Víkingur Ó. - Bolungarvík .........14 1. deild kvenna B: Dalvík: Leiftur/Dalvík - Leiknir F. ..........14 Vopnafj.: Einherji - Sindri.........................16 Mánudagur: Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 8-liða úrslit: Kaplakriki: FH - Valur .........................19.15 Akranes: ÍA - Grindavík .......................19.15 3. deild karla D: Eskifj.: Fjarðabyggð - Höttur ..................20 KRIKKET Úrvalslið EFG-bankans í Lundúnum leikur við Reykjavíkurúrvalið og íslenska lands- liðið í krikket í dag kl. 13 í Laugardal. UM HELGINA Leikurinn bar þess merki að veramikilvægur fyrir bæði lið. Heimastúlkur byrjuðu mun betur, sóttu fast að marki ÍBV en uppskáru fátt eitt nema horn- spyrnur. Eyjastúlk- ur vörðust vel og treystu á skyndisóknir og marka- maskínan Olga Færseth nýtti sér eina slíka á 12. mínútu er hún skor- aði. Blikunum óx nokkuð ásmegin við markið og á 16. mínútu átti Ólína G. Viðarsdóttir góðan sprett upp vinstri vænginn, lék inni í vítateig þaðan sem hún skaut föstu skoti sem Rachel Brown, markvörður ÍBV, varði vel og aftur skömmu síðar frá Margréti Ólafsdóttur. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins að Mhari Gilmour skoraði annað mark ÍBV. En Blikastúlkur voru ekki á því að leggja árar í bát og minnkuðu mun- inn með sjálfsmarki sem Sigríður Ása Friðriksdóttir gerði eftir horn- spyrnu. Nú áttu margir von á jöfnum og spennandi leik en Íris Sæmunds- dóttir, sem var besti leikmaður ÍBV, var á öðru máli og hún skoraði tví- vegis áður en flautað var til leikhlés. Fyrra markið skoraði hún með bak- fallsspyrnu eftir horn á 30. mínútu og seinna markið á 38. mínútu er hún fylgdi eftir hornspyrnu. Ólína G. Viðarsdóttir, sem lék best í liði Breiðabliks, var helsta ógnun við mark ÍBV og hún komst tvívegis í ákjósanleg marktækifæri á upphafs- mínútum síðari hálfleiks. Henni tókst þó ekki að skora en það gerði Karen Burke hins vegar á 65. mínútu er hún tók að því er virtist saklausa aukaspyrnu af um 30 metra færi. Boltinn virtist vera í höndum Elsu Einarsdóttur, markvarðar Breiða- bliks, en á einstaklega klaufalegan hátt missti hún boltann yfir höfuð sér og í netið. Lind Hrafnsdóttir jók síðan forskot ÍBV í fimm mörk á 71. mínútu með góðu skoti úr vítateig. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Breiðabliks, gerði þrjár breytingar á liði sínu í síðari hálfleik og varamað- urinn Eyrún Oddsdóttir lagaði stöð- una á 85. mínútu með skoti úr mark- teig eftir hornspyrnu. ÍBV er komið í úrslitaleik Visa- bikarsins í fyrsta sinn í sögu félags- ins og fögnuður þeirra var ósvikinn í leikslok. „Þetta var bara gaman,“ sagði Íris Sæmundsdóttir, besti leikmaður ÍBV í leikslok og lagði áherslu á orð- ið „bara“. Hún mátti vera sátt eftir að hafa leikið með liðinu öll þau 10 ár sem ÍBV hefur átt sæti í efstu deild Íslandsmótsins fyrir utan þann tíma sem hún hefur tekið sér frí vegna barneigna. „Við ákváðum að byrja af krafti og mörkin tvö í byrjun komu á mjög góðum tíma enda voru þær þá að pressa betur en við. Við vorum staðráðnar í að leggja okkur allar í þennan leik og vorum bjartsýnar á að okkur tækist að komast alla leið í úrslitin. Fyrir tveimur árum lágum við hér í undanúrslitum 6:0 og við ákváðum að hefna fyrir það. Stemn- ingin á leiknum var engu lík, við fengum mikinn stuðning frá leik- mönnum ÍBV sem eru á Gullmótinu og við ímynduðum okkur að við vær- um á Hásteinsvelli,“ sagði Íris Sæ- mundsdóttir. „Ef nýtingin á marktækifærum hefði verið eins í báðum liðum þá hefði þessi leikur ekki endað svona,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Breiðabliks, og var ekki kát- ur í leikslok. „Við fengum fullt af færum, en markvörður þeirra varði mjög vel og svo fengum við fullódýr mörk á okkur. Við áttum engan veg- inn von á að fá þessa útreið þó að við höfum gert okkur grein fyrir að þetta yrði hörkuleikur. En ég hef aldrei séð aðra eins nýtingu á færum og þær sýndu í þessum leik,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson. Morgunblaðið/Arnaldur Elín Anna Steinarsdóttir Breiðabliki og Michelle Barr ÍBV fylgjast vel með knettinum. Eyjastúlkur í bikar- úrslit í fyrsta sinn EYJASTELPUR komust í úrslit Visa-bikarkeppni kvenna í fyrsta sinn í gærkvöld er þær lögðu Breiðablik að velli í Kópavoginum 2:6. Í heild má segja að leikur liðanna hafi verið bráðfjörugur, átta mörk litu dagsins ljós og áhorfendur, sem voru óvenjumargir, skemmtu sér flestir konunglega. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar ÚRSLIT EIGINMAÐUR Írisar Sæmunds- dóttur og þjálfari ÍBV, Heimir Hall- grímsson, var mjög stoltur af stelp- unum sínum og ekki síst konunni sinni eftir leikinn. „Ég er ekki viss um að við höfum endilega verið betri í fótbolta heldur en Blikarnir í þessum leik. En við skoruðum úr færunum okkar og við vorum ógn- andi fram á við og það var fyrst og fremst það sem skildi liðin að. Við ætluðum að spila djarft í þessum leik og það herbragð okkar heppn- aðist. Stelpurnar gerðu það sem var lagt fyrir þær og ég er ofboðs- lega ánægður með þær. Það voru margar sem áttu sinn besta leik í sumar og það er synd að rifja upp leikinn gegn Stjörnunni þar sem við áttum miklu fleiri færi heldur en í dag en náðum ekki að skora mark. Svona er fótboltinn.“ Þetta er söguleg stund fyrir ykk- ur að vera komnar í bikarúrslit í fyrsta sinn og kannski ekki síst fyr- ir þig persónulega? „Já, þetta er það. Við höfum teflt fram liði í efstu deild í 10 ár og ég hef verið meira og minna í kringum þetta allan tímann og þetta er stund sem við höfum látið okkur dreyma um. Þetta hefur verið erfið ganga fyrir okkur og í þessari keppni höfum við lagt KR og Breiðablik svo við eru ekki að koma bakdyramegin í bikarúrslitin. Við erum að komast þangað á eigin verðleikum. Kvennalið ÍBV hefur aldrei unnið til verðlauna og með sigrinum í dag erum við búnar að tryggja okkur að minnsta kosti silf- urverðlaun.“ Eruð þið búin að festa ykkur í sessi meðal hinna bestu? „Já, ég myndi segja það. Við skil- um fleiri og fleiri stelpum frá Vest- mannaeyjum í boltann og þær eru fá meiri reynslu. Leikirnir sem við spilum verða alltaf erfiðari og þetta er að skila sér. Það er ekki hægt að ætlast til þess að lið stofni meist- araflokk og fari beint í toppbarátt- una. Það má nefna að í 22 manna æfingahópi hjá okkur eru 17 stelp- ur sem eru uppaldar í Eyjum og hafa aldrei leikið með öðru liði en ÍBV. Við erum með 5 aðkomumenn í liðinu og það er held ég ekkert annað lið sem er með jafnfáa að- komumenn í sínu liði. Það er ekki hægt að ætlast til að sveitarfélag með 4.500 íbúa skili 11 topp knatt- spyrnukonum. Því höfum við ákveðið að styrkja liðið og gera sem mest við megum fyrir þessar stelpur og uppskerum af því núna,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. Komumst í úrslit á eigin verðleikum  HÖRÐUR Magnússon, framherji og sjónvarpsmaður, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir ÍR í gærkvöld þegar liðið tók á móti Létti og vann 7:0. Þetta var annar leikur Harðar með ÍR, en í fyrsta leiknum tókst honum ekki að skora.  ÁSTÞÓR Valgeirsson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, fór holu í höggi á meistaramóti GS í vikunni, hann skellti boltanum beint í áttundu holuna í Leirunni. Ástþór keppir í flokki 70 ára og eldri og er þetta í annað sinn sem hann slær drauma- höggið.  MIKIL keppni er í meistaraflokki kvenna hjá Keili þar sem Þórdís Geirsdóttir og Ólöf María Jónsdótt- ir berjast um sigurinn. Þórdís stend- ur betur að vígi fyrir síðasta daginn, er á 233 höggum, en Ólöf María tveimur höggum þar á eftir. Það verður greinilega spennandi dagur hjá Keili í dag, bæði hjá stúlkunum og í karlaflokki.  HJÁ körlunum í Mosfellsbæ hefur Arnar Sigurbjörnsson forystu ásamt Heiðari Davíð Bragasyni á 225 höggum. Sá fyrrnefndi hefur sýnt gríðarlegt öryggi og hefur leikið hringina þrjá á sama skori, 75 högg- um, hvern dag og gæti því endað á sléttum 300 höggum. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.