Morgunblaðið - 22.07.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 22.07.2003, Síða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRESKIR fjölmiðlar réðust harka- lega gegn breska ríkisútvarpinu BBC í gær eftir að það staðfesti á sunnudag að dr. David Kelly hefði verið meginheimild vegna fréttar um að bresk stjórnvöld hefðu „ýkt“ skýrslu um vopnabúnað Íraka til að réttlæta stríð gegn landinu. Andrew Gilligan, blaðamaður BBC og höf- undur fréttarinnar, sagði í tilkynn- ingu af því tilefni: „Ég vil að það sé ljóst að ég hafði hvorki rangt eftir dr. David Kelly né var með rangfærslur um hann.“ Að því er kemur fram í hinu vinstrisinnaða breska dagblaði The Guardian í gær hafnaði BBC boði um að ljúka deilunni við ríkisstjórnina vegna fyrrnefndrar fréttar áður en Kelly dróst inn í hana. Þannig kaus BBC að velja ekki málamiðlunarleið- ina vegna þess að stöðin var stað- ráðin í að gefa ekkert eftir. Í öðru vinstrisinnuðu dagblaði, Daily Mirr- or, kom fram að það hvernig frétta- stöðin varði Gilligan og staðhæfði að Kelly væri heimildarmaður hans benti til þess að hún væri að væna hinn látna um lygar. Þá sagði í leið- ara The Sunday Times: „Hann [Kelly] var, án þess að vilja það sjálf- ur, peð í leik breska forsætisráðu- neytisins og BBC og það virðist hafa gert hann örvinglaðan. Þessi leikur snerist, þar til sl. föstudag, um mannorð. Nú snýst hann um líf og dauða og allir þeir sem hlut eiga að máli – forsætisráðuneytið, varnar- málaráðuneytið, hin óvenju fjand- samlega þingnefnd og BBC – ættu að skammast sín ...“ Robert Jackson, þingmaður kjör- dæmis Kellys, hefur krafist afsagnar Gavyns Davies, stjórnarformanns BBC, vegna málsins auk þess sem hann hvatti Greg Dyke, fram- kvæmdastjóra stöðvarinnar, til að „hugleiða stöðu sína“. Blair fellur mjög í áliti Málið hefur þegar skaðað pólitískt orðspor Tonys Blairs, forsætisráð- herra landsins, og sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar að 39% Breta telja að hann ætti að segja af sér. Þá segja 59% forsætisráð- herrann hafa fallið í áliti vegna máls- ins og 50% segja hið sama um varn- armálaráðherrann, Geoff Hoon. Jafnframt telja 47% Breta að ríkis- stjórnin beri ábyrgð á dauða Kellys. Clare Short, fyrrum ráðherra þró- unaraðstoðar í bresku stjórninni, sem sagði af sér vegna þess að hún taldi Blair hafa beitt sig blekkingum í Íraksmálinu, hélt því fram í gær að árásir á BBC væru notaðar til að beina athyglinni frá „spurningum um það hvers vegna við tókum þátt í stríðinu í Írak“. Robin Cook, fyrrum utanríkisráð- herra Bretlands, sem einnig sagði af sér vegna Íraksmálsins, lét hafa eftir sér í blaðinu The Independant að op- inber rannsókn ætti að fara fram ekki einungis á dauða Kellys, heldur einnig á réttlætingu stjórnarinnar á Íraksstríðinu. „Bretland á jafnframt skilið virðulegri stjórnmál og þrosk- aðri fréttaflutning af pólitík,“ sagði hann ennfremur. Asíuför Blairs lýkur á fimmtudag en hann er nú staddur í Kína. Hann átti fund með breskum fjárfestum í Peking í gærmorgun en vildi ekki svara spurningum fjölmiðla. Málið er það erfiðasta sem Blair hefur þurft að svara fyrir í sex ára stjórnartíð. Breskir fjölmiðlar harðorðir í garð BBC Reuters Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, tekur á móti Tony Blair í Peking í gær. London. AFP. 39% Breta vilja að Tony Blair segi af sér vegna dauða Davids Kellys BRESKA útvarpið, BBC, hefur frá upphafi notið virðingar um heim allan og hefur skapað sér afar jákvætt orðspor. Hins vegar hefur fréttastofan skapraunað ráðamönnum, úr hvaða flokki sem þeir hafa komið, frá því hún var stofnuð árið 1922. Þannig hefur BBC löngum verið í erfiðri aðstöðu enda er stöðin rekin með afnotagjöldum sem breskum skattborgurum er skylt að greiða en um leið leggur hún áherslu á eigið sjálfstæði. BBC átti fyrst í útistöðum við ríkisstjórnina aðeins áratug eftir að útsendingar hófust. Síðan hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar hirt stöðina ýmist fyrir að aðhyllast róttæka vinstri- stefnu eða fyrir að vera þvermóðskufull í hægri- sjónarmiðum, allt eftir því á hvorum pólitíska ásnum stjórnin hefur verið hverju sinni. Þetta samræmist þó engan veginn orðstír BBC erlend- is en þar hefur nákvæmur og varfærinn frétta- flutningur stöðvarinnar skapað henni virðingu, sérstaklega fólks sem ekki heyrir óhlutdrægar fréttir í heimalöndum sínum. Vilja stýra fréttaflutningnum Að sögn Rod Allen, prófessors í blaðamennsku við London City University vilja breskir stjórn- málamenn, fremur en nokkuð annað, geta stýrt BBC. „Þeir geta keypt velvilja eigenda dagblað- anna með pólitískum greiðum en BBC er stjórn- málamönnum ofviða og það þola þeir alls ekki,“ segir hann. Hin bitra deila sem BBC á nú í við rík- isstjórnina vegna skýrslu um gereyðing- arvopnaeign Íraka sem fréttastöðin segir stjórn- ina hafa ýkt til að færa rök fyrir Íraksstríðinu, breyttist í liðinni viku í harmleik er heimild- armaður BBC, David Kelly, svipti sig lífi. Þrátt fyrir þá miklu gagnrýni sem nú beinist að BBC vegna þáttar stöðvarinnar í harmleiknum eru þetta þó ekki erfiðustu tímar sem stjórnendur rík- isútvarpsins hafa gengið í gegnum. Þannig var rík- isstjórn íhaldsmanna árið 1956 verulega óánægð með umfjöllun BBC um Súez-deiluna og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra, var mjög ósátt við umfjöllun ríkisútvarpsins um Falklandseyjastr- íðið árið 1981 sem og verkfall breskra námaverka- manna 1984. Ennfremur hlaut fréttastofan gagn- rýni fyrir umfjöllun sína um stríðið við Persaflóa árið 1991 og Kosovo 1999. „Þessi nýjasta deila er ekkert frábrugðin hinum,“ sagði Allen í gær. „BBC móðgar alltaf stjórnvöld óháð því hvaða flokkur er við völd.“ Áhrifamiklir þingmenn Verkamanna- flokksins hafa krafist þess að stjórn breska rík- isútvarpsins verði leyst upp og að fréttastöðinni verði héðan í frá stjórnað frá fjarskiptaráðuneyt- inu. Að mati Allens myndi BBC þannig missa sér- stæða stöðu sína og slíkar aðgerðir því ekki ákjós- anlegar. BBC er eini fjölmiðillinn á Bretlandi sem ekki er rekinn með tekjum af auglýsingum. Áratuga útistöður BBC og breskra stjórnvalda London. AFP. BRESKI rithöfundurinn Jeffr- ey Archer var látinn laus úr fangelsi í gær en þá hafði hann afplánað tvö ár og tvo daga af alls fjögurra ára dómi. Var hann dæmdur fyrir meinsæri, fyrir að hafa logið í máli, sem hann höfðaði gegn dag- blaðinu Daily Star 1987. Hélt blaðið því fram, að hann hefði greitt fyrir þjónustu vændis- konu, sem síðar reyndist rétt, en Archer lávarður neitaði því og fékk blaðið dæmt til að greiða honum miklar skaða- bætur. Archer var í svokölluðu opnu fangelsi og var oft í frétt- um meðan hann sat inni og gerðist raunar sekur um brjóta fangelsisreglurnar. Gerði hann það m.a. með því að taka þátt í veislu á heimili eins fyrrver- andi ráðherra Íhaldsflokksins. Aralvatn horf- ið eftir 15 ár FRAM kemur í nýrri rann- sókn, að Aralvatn, fjórða stærsta vatn í heimi, verði að mestu horfið eftir 15 ár, miklu fyrr en áður hafði verið talið. Má rekja örlög þess til ákvarð- ana Sovétstjórnarinnar á sjötta og áttunda áratug síðustu ald- ar en þá var hafist handa við mikla baðmullarrækt í Mið-As- íu og við hana notað vatnið í án- um, sem í það renna. Aralvatn er nú aðeins fjórðungur af fyrri stærð og hefur skipst upp í tvö vötn, mjög seltumikil. Af vatns- botninum, sem áður var, standa saltstormar og hafa þeir valdið sjúkdómum í fólki og eyðilagt stór landbúnaðarhér- uð. Áætlað er, að dag hvern rjúki 200.000 tonn af salti og sandi yfir land í 300 km radíus frá vatninu. Hitar í Þýskalandi MIKLIR hitar hafa verið í Þýskalandi að undanförnu og á sunnudag sýndi mælirinn 37,9 gráður á celsíus í Karlsruhe og 37,7 gráður í Mannheim. Hit- unum hafa fylgt þrumuveður og eldingar, sem valdið hafa nokkrum eldsvoðum. Hótel Moskva rifið og reist YFIRVÖLD í Moskvu hafa ákveðið að rífa eitt kunnasta mannvirki borgarinnar, Hótel Moskvu, og reisa það aftur, að mestu leyti í sömu mynd. Hót- elið var reist 1935 og stundum hefur verið sagt, að ekki þurfi vodka til, nóg sé að horfa á það litla stund til að verða sér úti um timburmenn. Er ástæðan sú, að álmurnar tvær, hvor sín- um megin við miðbygginguna, eru ekki alveg samhverfar. Er önnur með stórum gluggum og skreytingum en hin með litlum gluggum og látlausum. Það kom þannig til, að arkitektinn skilaði teikningunni þannig og ætlaðist til, að Stalín veldi aðra hvora útfærsluna. Hann sam- þykkti hins vegar bara teikn- inguna eins og hún kom fyrir og þar sem enginn þorði að andæfa einræðisherranum, var húsið byggt í tvenns konar stíl. STUTT Jeffrey Archer lát- inn laus BANDARÍSKUR hermaður virðir fyrir sér leifarnar af herjeppa sem eyðilagður var í sprengjuárás íraskra harðlínumanna norður af Bagdad í gær. Einn Bandaríkjamað- ur lést í árásinni og einn íraskur túlkur Bandaríkjahers. Þá særðust þrír til viðbótar í árásinni. Setið var fyrir Bandaríkjamönnunum þar sem þeir komu akandi á fararskjótum sínum og sprengja síðan sprengd með fyrrgreindum afleiðingum. AP Tveir féllu í árás í Írak EINN af þingmönnunum sem tók þátt í yfirheyrslunni yfir dr. David Kelly, efnavopnasérfræðingnum breska sem svipti sig lífi fyrir helgi, hefur beðist afsökunar á því hversu fast var sótt að Kelly er hann kom fyrir þingnefnd á þriðjudag í síðustu viku. „Ég harma mjög dauða Kellys. Ég biðst afsökunar á því að hafa hugs- anlega valdið honum hugarangri, þó að það hafi verið óviljandi, með spurningum á fundi utanríkismála- nefndar,“ sagði þingmaðurinn, Andrew Mackinlay, í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér um helgina. Vottaði Mackinlay eiginkonu Kellys og fjölskyldu samúð sína en mörgum þótti þingmaðurinn býsna hvass í tóni í spurningum sínum til Kellys. Breska útvarpið, BBC, hefur stað- fest að Kelly var heimildarmaður fyr- ir frétt um að bresk stjórnvöld hefðu átt við skýrslu um vopnabúnað Íraka til að réttlæta stríð gegn landinu. Þingmað- ur biðst afsökunar London. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.