Morgunblaðið - 22.07.2003, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2003 25
ór leggur í þann slag enda
tsýnisins og verðráttunnar
aldi í Reykjavík. Og auðvit-
þröskuldarnir eftir
r misvel að komast yfir
sínu sem þó eru ekki nærri
ær sem mæta Ástþóri á
m. Hann segist vera kom-
íkamlega enda alltaf verið
aðið af sér flestar pestir.
ndurhæfingin er eftir; að
ð sem ég ætla mér að gera í
Hæstu þröskuldarnir eru
ir. Það eru allar þessar
sjá þá fram á hvort ég geti
hagslega. Það er svo margt
sar breytingar hér heima
ð sem ég þyrfti helst að
haustannir. Ég geri ekk-
mið er frost og snjóar. Ég
tölulega fljótur að átta mig
gera og hvernig.“
kennir að kvíða fyrir ein-
ns þar sem enginn jeppi er
g verð að vera þannig
a sótt læknisþjónustu og
einu sinni til tvisvar í viku á
g jafnvel suður. Það segir
sig sjálft að ég treystist ekki að komast
hér upp og niður Bjarngötudal á fólksbíl.
Það hefur ekki verið framkvæmanlegt
hingað til þó ég hafi getað mokað mig
áfram. Það er liðin tíð.“
Hann segir símasamband líka mjög
ótryggt og línuna á bæina við Rauðasand
lélega. „Þó svo ég myndi bregða búi og
vildi mennta mig eða vinna störf í gegnum
tölvu þá væri það ekki mögulegt eins og
staðan er í dag. Ég er sambandslaus
þannig líka.“
Teiknar og smíðar
„Ég hef komið að mörgu þó ég hafi ekki
menntað mig í neinu. Ég hef haft mikla
ánægju af því að teikna og mála,“ segir
Ástþór. „Eins hef ég töluvert stundað
smíðar bæði með tré og járn. Ég hef verið
í viðgerðum og þvíumlíku. Við margt slíkt
get ég auðvitað dundað mér. Það kallar á
nýbyggingu því þetta vélarhús er að fara í
veðrið og þar fyrir utan er aðgengið þann-
ig að ég kemst þangað ekki í hjólastóln-
um. Það eru bremsur þar líka.“
Þótt Rauðasandur sé afskekktur þá
hefur ferðamannastraumur þangað aukist
mikið. „Ég gæti kannski nýtt þennan
ferðamannastraum sem fer sífellt vax-
andi. Það er eins með það, það er engin
aðstaða fyrir hendi. Það er í raun og veru
sama hvað ég get tekið mér fyrir hendur,
það kostar allt ýmist breytingar eða ný-
byggingar. Ég verð því að vega þetta og
meta í framhaldinu, hvað væri hagkvæm-
ast að taka sér fyrir hendur.“
Þegar talið berst að búskap kemur í
ljóst að Ástþór hefur mjög afdrátt-
arlausar skoðanir á landbúnaðarpólitík-
inni. „Ég er ekkert skoðanalaus í pólitík
frekar en öðrum sviðum. Í því sauðahúsi
mætti nú taka ansi vel til að mínu mati.
Ég held að stjórnmálamenn hefðu mjög
gott af því að gerast bændur, sérstaklega
sauðfjárbændur, í eitt til tvö ár, og reyna
að lifa á því.“
Sjálfur segist hann ekki vera með rík-
isreknar rollur eins og hann kallar þær.
Hann framleiðir kindakjöt án þess að eiga
kvóta og er algjörlega bundinn sölumálum
með sínar afurðir.
Vitlaust styrkjakerfi
„Að mörgu leyti hefur ríkisvaldið full
mikil afskipti af landbúnaði. Ég held að
það sé eins með landbúnaðinn og hvert
annað fyrirtæki, það verður að vera hægt
að reka þetta á eigin forsendum. Þetta
styrkjakerfi allt saman finnst mér að
mörgu leyti mjög vitlaust.“
Hann segir nýjustu tískuna vera skóga-
bændur. Óhemju fjármagni sé ausið í
skógrækt þó hægt sé að nýta landið til
annarra hluta betur. „Tré er miklu hag-
kvæmara að rækta annars staðar í heim-
inum,“ segir hann yfirvegað.
„Það gerist enginn bóndi til að verða
ríkur. Hins vegar má segja að bændur eru
ríkir af svo mörgu öðru en endilega fjár-
magni. Ég myndi alla vega ekki vilja
skipta á minni reynslu og því lífi sem ég
lifi fyrir nokkurn pening. Það myndi ég
aldrei gera. Það hefur verið mér alveg
ómetanlegt að geta búið hérna. Þess
vegna þrjóskast maður við og vill halda
því áfram,“ segir Ástþór.
Vilja styrkja Ástþór
Hann segir margt hafa hjálpast að við
að koma honum yfir líkamlega og andlega
hjallann í lífinu í kjölfar slyssins. „Ég held
að það sé einna helst þessi þrjóska og
þvermóðska; að gefast aldrei upp. Það
hefur hjálpað mér mikið. Svo hef ég líka
átt góða að. Það er fólk sem hefur hlaupið
í skarðið fyrir mann og reddað hlutunum.
Það voru bæði vinir og ættingjar sem
komu og sáu um störfin.“
Ættingjar og vinir Ástþórs hafa líka
opnað reikning á hans nafni í Sparisjóði
Vestfirðinga á Patreksfirði. Þeir sem vilja
styðja við bakið á honum honum leggja
inn á reikning 1118-05-401445 og kenni-
tala Ástþórs er 200773-4979.
Ástþór segist ekki hafa orðið reiður eða
ásakað sjálfan sig eftir slysið. Í fyrstu hafi
sér vissulega þótt tilgangur með lífinu lít-
ill. Hann hafi lifað fyrir að ganga á fjöll.
En þar sem hann fór ekki alveg síðasta
vetur sé einhverjum verkefnum ólokið hér
á jörðu. Því trúir hann og lærir að sætta
sig við aðstæður. „Það þýðir ekkert ann-
að. Ég get ekki breytt hlutunum úr því
sem komið er. Það verður að reyna að
gera það besta úr því sem maður á eftir.
Ég stefni á það.“
Morgunblaðið/Björgvin Guðmundsson
on segir að fyrst hafi sú hugsun sótt að honum að betra hefði verið að fá að fara. Þegar hann fékk fréttirnar um að
eftir að ganga aftur fannst honum allt sem var einhvers virði farið. „En það er það náttúrulega ekki. Ég hef
yrir þó að ég sé lamaður.“
út af fjallvegi er kominn aftur heim á Melanes á Rauðasandi
u leið sína á Rauðasand fyrsta daginn eftir að Ástþór Skúlason kom
ar fallegt og þá sækir fólk á Rauðasand í sandinn og sjóinn. Ástþór
g spurðu margir um staðhætti og hvar best væri að labba eða keyra.
m bæjarhlað Melaness, bæ Ástþórs, þegar sögufrægt eyðibýli sem
er skoðað. Þar voru framin tvö morð árið 1802 og voru Bjarni
Steinunn Sveinsdóttir dæmd til dauða fyrir að hafa myrt maka sína.
arsson gerði morðin víðfræg í skáldsögu sinni Svartfugl.
r dregur nafn sitt ekki af rauðum skeljasandi eins og margir halda
aldið fram í alfræðibókum. Sandurinn dregur nafn sitt af Ármóði hin-
bjarnarsyni sem nam Rauðasand. Þetta kemur meðal annars fram í
segir Ástþór að fyrst hafi þetta heitir Rauðssandur.
r er að stórum hluta hörpudiskur en kúskel er að finna í bland að
Grunnt fyrir framan sandrifið er hlein eða klettabelti sem liggur
ströndinni. Þar sem þetta er opið úthafinu mylur sjórinn skeljarnar á
ndurinn berst upp á land og lokast þar af.
gjahvítuefni er í sandinum og gæsir sækja í hann. Fé sækir þangað
þór segir selina í húsdýragarðinu veidda á sandinum. Á laugardaginn
n hóp sela sóla sig á sandinum. Landselur kæpir þarna á vorin og seg-
ðeins hafi borið á útsel á haustin.
óður nam Rauðasand
ÁÆTLANIR Bush-stjórnarinn-ar um að flytja síðustu árás-arþoturnar frá Íslandi hafamætt mikilli andstöðu ís-
lenskra stjórnvalda og gætu stefnt í hættu
samskiptum [Bandaríkjanna] við enn eitt
bandalagsríkjanna í NATO.
Embættismenn í Pentagon [varnar-
málaráðuneytinu bandaríska] staðhæfa
að engin þörf sé lengur fyrir það að þot-
urnar, sem fyrst var komið fyrir á Íslandi
fyrir fjórum áratugum til að verja Norð-
ur-Atlantshafið fyrir hættunni sem staf-
aði af Sovétríkjunum, séu til staðar á Ís-
landi og segja að þær komi í betri þarfir
annars staðar. Íslendingar, sem engan
her hafa, líta hins vegar svo á að þoturnar
séu bráðnauðsynlegar fyrir loftvarnir
landsins og, það sem meira er, séu tákn
um þá skuldbindingu Bandaríkjanna að
verja landið.
Það hefur sett Íslendinga í jafnvel enn
meira uppnám hvernig stjórnvöld í Wash-
ington hafa haldið á málinu. Stjórnvöldum
í Reykjavík var tilkynnt um það snemma í
maí að Bandaríkin hefðu ákveðið að flytja
vélarnar á brott – örfáum dögum áður en
háðar voru tvísýnar þingkosningar.
Olli sú tímasetning því að George Ro-
bertson, framkvæmdastjóri NATO,
blandaði sér í málið og hvatti Bush-stjórn-
ina til að hætta við þá ákvörðun að flytja
vélarnar á brott í júní, sem hún síðan
gerði.
„Hann [Robertson] hringdi og sagði: Í
guðanna bænum, þetta er ekki rétti tím-
inn til að gera svona lagað,“ sagði emb-
ættismaður hjá NATO.
Hvað varðar fjölda starfsfólks og um-
fang tækjabúnaðar eru áætlanir varðandi
varnarstöðina á Íslandi aðeins lítill hluti
viðamikilla áætlana um liðsflutninga á
vegum Bandaríkjahers víðs vegar í heim-
inum sem Pentagon hefur ákveðið að
hrinda í framkvæmd í viðleitni til að
hverfa frá viðbúnaði er miðaðist við að-
stæður kalda stríðsins til viðbúnaðar sem
betur er fallinn til þess að takast á við
hryðjuverkaógnina. Þetta tiltekna dæmi
varpar hins vegar einnig ljósi á það hvern-
ig umræddar breytingar hjá Bandaríkja-
her geta komið þjóðum sem hýst hafa
bandaríska varnarstöð í uppnám og verið
andstæðar hagsmunum þeirra.
Miðhægristjórnin á Íslandi hélt völdum
í kosningunum 10. maí sl. en með ótrygg-
ari þingmeirihluta en áður. Í bréfi sem
Bush forseti sendi Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra snemma í júní var lýst vilja
til að efna til viðræðna um varnarskuld-
bindingar Bandaríkjanna en bréfið gerði
þó lítið til að draga úr sárindum Íslend-
inga. Embættismenn þar litu á einhliða
ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem brot á
anda varnarsamkomulagsins frá 1951.
Fundur sem bandarískir og íslenskir
embættismenn áttu 23. júní um fram-
kvæmd varnarsáttmálans frá 1951 bar lít-
inn árangur en þátttakendur í fundinum
segja að þar hafi menn gert lítið annað en
lýsa skoðunum sínum.
„Forsætisráðherrann hefur sagt að
hann telji litla þörf fyrir frekari viðræður
ef Bandaríkin halda fast við sinn keip,“
sagði Helgi Ágústsson, sendiherra Ís-
lands í Bandaríkjunum. „Við vonumst til
þess að þoturnar verði áfram [í Keflavík].“
Til að reyna að komast hjá meiriháttar
uppgjöri hittust helstu ráðgjafar Bush í
þjóðaröryggismálum á fundi í síðustu viku
og ræddu stöðu mála á Íslandi. Urðu þeir
sammála um að leggja aukna áherslu á
viðræður við stjórnvöld í Reykjavík. „Við
erum reiðubúnir til að taka málið upp á
æðstu stigum,“ sagði einn háttsettur emb-
ættismaður.
Frá lokum kalda stríðsins hefur flug-
herinn þrýst á um að fá að flytja herþot-
urnar frá Íslandi. Árið 1994 flutti Clinton-
stjórnin átta árásarþotur á brott en sam-
þykkti að fjórar yrðu áfram varanlega
staðsettar í Keflavíkurstöðinni, nærri
Reykjavík. Löndin tvö áttu [skv. bókun
við samninginn] að semja um málið á nýj-
an leik árið 2001 en öllum viðræðum var
frestað í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11.
september 2001 og endurskoðunar á
hernaðarmati Bandaríkjanna. Núna vill
Bush-stjórnin flytja F-15 árásarþoturnar
fjórar, sem enn eru á Íslandi, á brott og
með þeim fimm björgunarþyrlur og tvær
olíuáfyllingarvélar.
Bandarískir embættismenn halda því
fram að sú hætta sem steðjaði að Norður-
Atlantshafssvæðinu í kalda stríðinu sé
ekki lengur fyrir hendi en íslenskir emb-
ættismenn vara á móti við því að Ísland sé
svipt öllum loftvörnum.
„11. september átti ekki að geta gerst
heldur,“ segir [Helgi] Ágústsson. „Óvinur
leitar ávallt að veikasta blettinum.“
Embættismenn í Reykjavík eru sér
meðvitaðir um að Bush-stjórnin er nú
þegar upp á kant við áhrifamikil banda-
lagsríki úr NATO eins og Þýskaland og
Frakkland vegna árásinnar á Írak. Þeir
hafa því bent á að ríkisstjórn [Davíðs]
Oddssonar hefur stutt [Bandaríkin]
dyggilega á undanförnum árum. Ísland
hefur lagt sitt af mörkum til friðargæslu-
verkefna á Balkanskaganum og í Afgan-
istan og hét því nýlega að leggja til fjórar
milljónir Bandaríkjadala vegna mannúð-
ar- og uppbyggingarverkefna í Írak.
Deilan um herflugvélarnar hefur hins
vegar „skapað verstu kreppuna í sam-
skiptum Bandaríkjanna og Íslands frá því
snemma á áttunda áratugnum, þegar
vinstri stjórn gerði sig líklega til að ógilda
varnarsamninginn og vísa Bandaríkja-
mönnum á brott,“ sagði Valur Ingimund-
arson, sérfræðingur um utanríkismál við
Háskóla Íslands.
Grannt er fylgst með í höfuðstöðvum
NATO hverjar verða lyktir þessarar
deilu.
„Ég held ekki að nokkur muni halda því
fram í fullri alvöru að það sé enn hern-
aðarlega nauðsynlegt að hafa bandarískar
herþotur á Íslandi,“ sagði diplómatinn hjá
NATO. „En þegar menn eiga aðild að
bandalagi snúast varnir ekki aðeins um
þotur. Þá snúast varnirnar líka um þá
mynd sem aðrir hafa [af stöðu mála], þær
snúast um góð samskipti, þær snúast um
loforð og fyrirheit.“
Auk 680 liðsmanna flughersins sem
staðsettir eru í varnarstöðinni á Íslandi
hefur flotinn þar 1.200 liðsmenn og rekur
fjórar P-3C Orion kafbátaleitarvélar sem
hluta af eftirliti með Norður-Atlantshaf-
inu. Jafnvel þó að dregið hafi úr hernaðar-
legu mikilvægi Íslands sem herstjórnar-
legrar útvarðarstöðvar hefur flotinn
engin áform um að halda þaðan á brott, að
sögn háttsetts talsmanns Bandaríkja-
flota.
[Davíð] Oddsson hefur hins vegar gefið
í skyn að flotinn verði hugsanlega beðinn
um að fara líka ef flugherinn hættir sínum
viðbúnaði [á Íslandi] með því að segja að
án trúverðugrar og sjáanlegrar varnar-
viðveru Bandaríkjanna telji hann enga
ástæðu til að nokkur bandarískur her-
maður verði áfram í landinu.
Framganga Washington í málinu hefur
leitt af sér nokkrar skeytasendingar inn-
an stjórnarinnar. Einn fulltrúi í utanrík-
isráðuneytinu kenndi Pentagon um
hvernig málum er nú háttað því varnar-
málaráðuneytið hefði stillt íslensku ríkis-
stjórninni upp við vegg án þess að hafa
sinnt hinni eðlilegu diplómatísku undir-
búningsvinnu. En nokkrir aðrir embætt-
ismenn stjórnvalda segja að vilji Banda-
ríkjastjórnar hefði ekki átt að koma
íslenskum stjórnvöldum á óvart vegna
þess að Oddssyni hafi verið greint frá því
á síðasta ári að Bandaríkin hefðu áhuga á
að flytja flugvélarnar á brott.
„Við höfum ekki flutt neitt enn og engar
endanlegar ákvarðanir hafa verið tekn-
ar,“ sagði háttsettur embættismaður.
„Við viljum eiga einlægar viðræður við Ís-
lendingana um þetta mál. Þetta verður
gagnsær ákvarðanaferill þar sem við
munum ráðgast við Íslendinga á öllum
stigum málsins.“
Ísland vill ekki að
bandarísku árás-
arþoturnar fari
The Washington Post segir
frá því í gær að helstu ráð-
gjafar Bandaríkjaforseta
hafi í síðustu viku rætt
varnarsamninginn við Ís-
land. Frétt blaðamannsins
Bradleys Grahams fylgir
hér á eftir orðrétt.
bjorgvin@mbl.is
r mikill straumur fólks á Rauðasand og mannmargt á Melanesi.