Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM VIÐRÆÐUR standa yfir milli Burð- aráss, sem er í eigu Eimskipafélags- ins, Sjóvár-Almennra trygginga og Kaupþings Búnaðarbanka, um hugs- anlegt yfirtökutilboð í hlutabréf Skeljungs. Ekkert liggur fyrir á þess- ari stundu um þetta hugsanlega yf- irtökutilboð eða hver eða hverjir munu standa að því, en samanlagt eru 88,0% hlutafjárins í eigu þeirra þriggja fyrirtækja sem nú ræða sam- an. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að ef af yfirtökutilboði yrði væri það á genginu 15,9, en að öðru leyti sé á þessu stigi mála ekki ljóst hvernig slíkt tilboð yrði útfært. Í tilkynningunni segir að Burðarás sé eigandi að 23,35% hlut í Skeljungi, Sjóvá-Almennar tryggingar eigi 25,02% hlutafjár og Kaupþing Bún- aðarbanki eigi um 39,2% hlut. Sam- kvæmt upplýsingum frá Skeljungi í gær, sem miðast við lok viðskipta á föstudag, hefur Kaupþing Búnaðar- banki haldið áfram að bæta við sig og er kominn í 39,63% hlut. Yfirtöku- skylda miðast við 40% hlutafjár, þannig að ef Kaupþing Búnaðarbanki bætir við sig 0,37% eignarhlut ber fé- laginu skylda til að gera öðrum hlut- höfum yfirtökutilboð. Í tilkynningunni segir að viðræðum vegna málsins verði flýtt sem verða megi og stefnt sé að því að þeim verði lokið innan viku. Ekkert útilokað Benendikt Jóhannesson stjórnar- formaður Burðaráss og Skeljungs segir að hlutirnir hafi gerst mjög hratt og að ekki sé ljóst á þessari stundu hvert stefni í viðræðunum um yfirtöku á Skeljungi. Ljóst sé að Kaupþing Búnaðarbanki hafi verið nærri yfirtökuskyldu og meðal annars með hagsmuni fyrirtækisins og minni hluthafa þess í huga hafi verið ákveðið að fara út í þessar viðræður. Spurður að því hvort þessir þrír að- ilar, Burðarás, Sjóvá-Almennar tryggingar og Kaupþing Búnaðar- banki, muni hugsanlega standa sam- an að yfirtökutilboði til annarra, eða hvort einhver þessara þriggja eða tveir þeirra saman muni gera öðrum hluthöfum tilboð, segir Benedikt að allt sé inni í myndinni í því sambandi og ekkert sé útilokað. Umræðurnar séu á þessari stundu býsna opnar, en stefnt sé að því að þær gangi hratt fyrir sig og að þeim ljúki fljótlega. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka, segir að aðilar séu að ræða saman og telji að hagsmunir félagsins og hluthafa séu best tryggðir með því að gera yfir- tökutilboð til annarra hluthafa en ekki hafi enn verið ákveðið hvernig slíkt tilboð verði útfært. Breytingar á eignarhaldi Eignarhlutföll í Skeljungi hafa breyst mikið að undanförnu og mest- ar breytingar urðu mánudaginn 30. júní síðastliðinn. Þann dag seldi Haukþing, sem var fjárfestingarfélag í eigu Burðaráss, Sjóvár-Almennra trygginga og Skeljungs, allt hlutafé sitt, 12,4%, í Skeljungi, á genginu 12. Kaupendur voru Íslandsbanki og Landsbanki. Sama dag seldi Shell Petroleum Company Sjóvá-Almennum trygging- um og Burðarási allan hlut sinn, 20,69%, á sama gengi, eða 12. Þann dag keypti Kaupþing Búnaðarbanki um 7,7% hlut í Skeljungi á genginu 15–15,7 og fyrirtækið hefur áfram aukið nokkuð við hlut sinn frá þeim tíma. Fyrir þessi viðskipti átti Kaupþing Búnaðarbanki 27,6% í Skeljungi, Shell Petroleum átti 20,69%, Sjóvá- Almennar tryggingar átti 13,24%, Haukþing átti 12,35%, Burðarás 11,56%, Íslandsbanki 3,03% og aðrir minna. Þegar þessi miklu viðskipti voru um garð gengin, 2. júlí síðastlið- inn, var Kaupþing Búnaðarbanki komið í 36,56%, Sjóvá-Almennar tryggingar voru með 25,02%, Burðar- ás 23,34%, Íslandsbanki 3,95% og aðr- ir áttu minna. Áður en þessar nýjustu breytingar urðu á eignarhaldi í Skeljungi hafði Kaupþing, nú Kaupþing Búnaðar- banki, verið að auka hlut sinn í félag- inu um meira en tveggja ára skeið. Í janúar árið 2001 tilkynnti Kaupþing að eignarhlutur þess í Skeljungi hefði í lok árs 2000 farið úr 4,9% í 5,4%. Á meðfylgjandi línuriti sem sýnir geng- isþróun Skeljungs síðastliðin þrjú ár má jafnframt sjá þróun hlutafjáreign- ar Kaupþings. Í ágúst í fyrra var eign- arhlutur Kaupþings kominn yfir 20%, í febrúar í ár var hann tæplega 28% og eins og áður segir er hann nú 39,6%. Viðræður um yfir- töku á Skeljungi          !"#$%  &'     ( % )(# *( +  +%#   ,' $ (&-  ..)    /#  0 #&% &% ((1  2 3 (*&&  - 4 ## 2$((1  (&5(& ( $& #(                      Óljóst hvert viðræðurnar munu leiða eða hver mun gera yfirtökutilboð FRÁ árslokum 2000 hafa hluta- bréf í Skeljungi hækkað úr 8,5 í 14,7, eða um 73%, ef miðað er við lokagengi gærdagsins. Ef miðað er við það gengi sem tilkynnt hefur verið að boðið verði í hugs- anlegu yfirtökutilboði, 15,9, er hækkunin 87% á þessu tímabili. Tvö önnur olíufélög, Olíu- verzlun Íslands, Olís, og Ker, áð- ur Olíufélagið, voru líkt og Skelj- ungur skráð í Kauphöllinni á umræddu tímabili. Ker var af- skráð 30. maí síðastliðinn og yf- irtökutilboðið í bréf félagsins hljóðaði upp á 12,30. Lokagengi bréfanna árið 2000 var 11,10, sem þýðir að hækkunin á þessu tímabili var 11%. Olís verður afskráð í lok þessa mánaðar og yfirtökutilboð til hluthafa var 10,00. Lokagengi ársins 2000 var 8,5 og hækkunin frá þeim tíma var því 18%.             ! "   ## ! !  "#                     ! "#$  #%  %  $%       Mikil gengishækkun hjá Skeljungi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.