Morgunblaðið - 29.07.2003, Page 42

Morgunblaðið - 29.07.2003, Page 42
GÓÐ spóluvika er framundan. Vik- an hófst með þeim Robert De Niro og Billy Crystal í Analyze That sem er framhald myndarinnar Analyze This. De Niro er mafíuforingi sem, ekki ósvipað Tony Soprano, leitar til sálfræðings til að koma ró á sál- artetur sitt. Hann er núna kominn í steininn og andlegir örðugleikar fara að gera vart við sig aftur sem birtist meðal annars í því að hann syngur upp úr þurru lög úr West Side Story. Sálfræðingurinn, leik- inn af Billy Crystal, fær það verk- efni að komast að hvort hans gamli skjólstæðingur sé í raun geggjaður eða bara að reyna að komast hjá fangelsisvist. Endar það með því að hann þarf að taka hann að sér á heimili sínu sem gengur ekki vand- ræðalaust enda eiga margir gamlir félagar úr undirheimunum mafíós- anum grátt lamb að gjalda. Óskarsverðlaunaheimildar- myndin Í Keilu fyrir Columbine (Bowling for Columbine) kemur á spólu í dag, þriðjudag. Hér er á ferð einhver umtalaðasta og vinsælasta heimildarmynd sem gerð hefur ver- ið í seinni tíð og fjölmenntu íslensk- ir kvikmyndahúsagestir á myndina þar sem hún var m.a. sýnd á kvik- myndahátið 101 og Regnbogans. Þjóðfélagsrýnirinn Michael Moore reynir þarna að varpa ljósi á banda- ríska þjóðarsál með það fyrir aug- um að útskýra yfirþyrmandi tíðni morða, ofbeldis og skot- vopnaeignar hjá banda- rísku þjóðinni. Moore er skarpur í gagnrýni sinni og kynnir áhorfendur fyrir ýmsum kynlegum kvistum og sérkenni- legum siðum, eins og bankanum þar sem fólk fær gefins byssu ef það stofnar reikning og drengnum sem að dundar sér við að búa til napalm-sprengiefni. Hryllingsmyndirnar Hringingin 2 (Ring 2) og Undir niðri (Below) koma út í vikunni. Sú fyrrnefnda er framhald af jap- anskri hryllings- mynd sem sló rækilega í gegn og gerð var amerísk út- gáfa af seinna meir. Andi hinnar illu Sadako lifir enn og myrðir fólk á hrottafenginn hátt. Í Below er sagt frá skipverjum á kafbát sem taka skipreka áhöfn um borð. Fljót- lega fara dularfullir hlutir að ger- ast og ekki virðist allt lengur með felldu í skipinu heldur yfirnátt- úrulegir hlutir á ferð. Einnig koma á myndband teikni- myndin um hinn káta Kalla á Þak- inu, eftir samnefndum bókum um persónu Astridar Lindgren, og kvikmyndin Foyle’s War 2: The White Feather sem segir frá lög- reglumanninum Christopher Foyle sem leiðist út í dularfulla atburða- rás í seinni heimsstyrjöldinni. Kate Blanchett er í aðalhlutverki í myndinni Charlotte Gray. Þetta er enn ein seinnastríðs-myndin, en hér túlkar Kate skoska konu sem er vel fær í frönsku og býður sig fram til verkefna í Frakklandi til að mega komast að af- drifum elskhuga síns sem hvarf þar á meðan hann var í sendiför fyrir breska herinn. Í lok mánaðarins kemur síðan grín- myndin National Security með Mart- in Lawrence og Steve Zahn í aðal- hlutverkum. Martin er fyrir löngu þekktur fyrir gríngeiflur sínar og galsaskap en Steve Zahn hefur sömuleiðis hægt og bítandi haslað sér völl á þeim vettvangi, meðal annars með leik sínum í myndum á borð við Daddy Day Care. Martin Lawrence virðist einkar tamt að leika spaugilega lögreglumenn og gerir hann það hér enn einu sinni, nú sem maður sem rekinn hefur verið úr löggunni með skömm og neyðist til að fara að vinna hjá einkareknu öryggisfyrirtæki. Brátt kemst hann þó á snoðir um glæpa- hring sem teygir anga sína í efstu raðir innan lögreglunnar. Allt er þetta síðan matreitt á eins spaugi- legan máta og framast er unnt. Michael Moore skoðar allskyns afkima banda- rísks samfélags og reynir að skýra háa morðtíðni hjá þess- ari merkilegu þjóð. Skúrkar í sálarkrísu og keiluferð um kanaland                                                           !"  #  $  $    !"  #  $  $    !" $  $  $    !"   !"   !"   !"   !"   !"  #    !" %   & & %   & %   %   & & %   '  & & %   & %   %   %   & '                  !   ! "  !    "# # $ %  ! &  ' ("   " (    #  )*+, -./-0 #  )*+, -1/23 #  )*+, 2-/24 56  7 8    Heimildarmyndin Í keilu fyrir Columbine er meðal myndbanda vikunnar 42 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Varðandi Schmidt (About Schmidt) Þrátt fyrir alvöruna og hlífðarlaust raunsæið er Varðandi Schmidt gráglettin í aðra röndina, krydduð háðskum athugasemdum um fall- valtleikann og fánýti mannlífsins. Örugglega með bestu og mætustu myndum stórleikarans Jacks Nich- olsons. (S.V.) Hvergi í Afríku (Nowhere in Africa)  Vel leikin, vel gerð mynd með fal- legum boðskap, þótt framvinda reynist heldur ótrúverðug á stund- um. (S.V.) Blood Work (Blóðrannsókn)  Leikstjórinn Eastwood gerir þokkalega hluti en leikarinn Eastwood er ósannfærandi sem harðsvíraður lögreglumaður og kvennagull í eltingaleik við rað- morðingja. (S.V.) The Banger Sisters (Grúppíurnar)  Tvær frábærar leikkonur Susan Sarandon og Goldie Hawn halda líf- inu í gamanmynd um miðaldra kon- ur sem eyddu bestu árunum sem hjásvæfur poppara. 20 árum síðar hefur margt breyst. (S.V.) Gríptu mig ef þú getur (Catch Me If You Can)  Þeir eru allir í toppformi; Di Caprio sem barnungur svikahrappur; Hanks sem FBI-maðurinn á hælum hans og Walken sem lánleysinginn faðir pilts. Frábær endursköpun sjöunda áratugarins og myndin sú fyndnasta frá Spielberg. (S.V.) Talandi um kynlíf (Speaking of Sex)  Ekta kynlífsfarsi í anda þeirra gömlu (mis)góðu sem Ítalir og Dan- ir eru hvað frægastir fyrir. Bill Murray frábær, James Spader al- veg eins og fífl. (S.G.) May  Athyglisverð B-mynd sem svipar um margt til Carrie Kings og De- Palma. Leggið nafn leikstjórans Lucky McKee á minnið. (S.V.) Bara koss (Just a Kiss)  ÞESSI rómantíska gamanmynd er blessunarlega ekki eins og þær flestar. Hún er fyrir það fyrsta frumlegri. Hún er klikkaðri og þar af leiðandi langsóttari. (S.G.) Villtar vegalöggur (Super Troopers)  Ótrúlega heimskuleg mynd en glettilega fyndin. En það er búið að vara ykkur við, hún er heimskuleg! (S.G.) Í augnsýn allra (My Little Eye)  Fersk hrollvekja um ungmenni sem eru vöktuð öllum stundum af net- myndavélum. (S.G.) Gengi New York-borgar (Gangs of New York )  Metnaðurinn og hæfileikarnir hefðu tvímælalaust notið sín betur hefði Scorsese farið styrkari höndum um hina áhugaverðari þræði sögunnar, en á heildina litið er þetta mögnuð kvikmynd. (H.J.) GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson/Sæbjörn Valdimarsson  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Stríðið er hafið! Sýnd kl. 8 og 10.10. Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV YFIR 18.000 GESTIR! YFIR 29.000 GESTIR! Sýnd kl. 6. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr.Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV Sýnd kl. 4, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. kl. 6, 8.30 og 11. Stríðið er hafið! Sýnd kl. 6. Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV YFIR 18.000 GESTIR! YFIR 29.000 GESTIR! 19. SÝNING MIÐVIKUDAG 30/7 - KL. 20 UPPSELT 20. SÝNING FIMMTUDAGINN 31/7 - KL. 20 UPPSELT 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 ÖRFÁ SÆTI LAUS 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 LAUS SÆTI 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 LAUS SÆTI 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.