Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 11 Stórkostlegt opnunartilboð á Vikingfellihýsum 9 feta Netsalan hefur opnað nýja sérverslun með útivistar- og húsbílavörur í Knarrarvogi 4. Takmarkað magn AÐEINS 3 STK. EFTIR! Verð nú 645.000* Verð áður 798.000 Dometic ísskápar í fellihýsi Fullt verð: kr. 75,000 Risakynningartilboð á tjöldum, borðum og stólum AÐEINS ÞESSA VIKU! Tilboðsverð: kr. 39,000 CE Gas, 12v, 220v. Netsalan ehf. Knarrarvogi 4, Reykjavík. Ath. nýtt símanúmer 517 0220 - Fax 517 0221 Netfang: netsalan@itn.is • Heimasíða: www.itn.is/netsalan Opið á virkum dögum frá kl. 10-19 Lokað laugardaga til 1. september. Nýtt Risaútsölutilboð *Sólskyggni fylgir ekki með vagninum alltaf á föstudögum OLÍU var dælt í fyrsta sinn úr olíuflutningaskipi í tanka Atlantsolíu í gær, en áður hafði fyrirtækið fengið nokkra gáma af olíu til að prófa dælur og annan búnað birgðastöðvarinnar. „Þetta gekk allt eins og í sögu,“ segir Guðmundur Kjærnested, einn af eigendum Altantsolíu. „Maður mundi nú búast við að það yrðu einhver vandamál svona í byrjun en það var ekki neitt.“ Einn tankur hannaður til að geta tekið við bensíni Samtals var dælt 2.200 tonnum, um 2,7 milljónum lítra, af olíu úr norska skipinu Norsk Drott. Alls er rúm fyrir tæplega 10.000 tonn í þremur tönkum Atl- antsolíu í Hafnarfjarðarhöfn, segir Guðmundur. Fyrirtækið hefur leyfi til að byggja einn tank til við- bótar á svæðinu, en Guðmundur segir að ekki verði þörf á fjórða tanknum í bráð. „Við getum komist upp í um 10% markaðshlutdeild með þessum tönk- um sem við erum með í dag.“ Einn af tönkunum er hannaður til að geta tekið bensín, en mun meiri kröfur eru gerðar til tanka sem geyma bensín en olíu vegna aukinnar eldhættu. Fyrstu olíunni dælt í tanka Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Olíuflutningaskipið Norsk Drott í Hafnarfjarðarhöfn. Starfsmenn Atlantsolíu unnu hörðum höndum við að mála merki félagsins á tankana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.