Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 23 Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is • Hagstætt verð AÐ undanförnu hafa heyrst raddir um að Íslendingar taki sjálfir að sér varnir eigin lands og stofni í því skyni herlið sem sæi um það hlutverk. Ýms- ir hafa kvatt sér hljóðs á þeim vett- vangi og hefur þar oft og tíðum mátt sjá áhugaverðar umfjallanir um málefni sem hing- að til hefur frekar verið fjallað um í hæðnistón en á málefnalegum grundvelli. Fari svo að Íslend- ingar stofni eigin her væru það merk söguleg umskipti. Þótt Íslandi sé tryggt ákveðið öryggi með aðildinni að Atlants- hafsbandalaginu er það nú skammgóður vermir. Varnarleysið þýðir það að óvinveitt ríki gæti sett lið á land og látið það búa það vel um sig að hjálparlið frá banda- lagsþjóðum þyrfti að koma að ströndum landsins grátt fyrir járnum til að eiga möguleika á að rétta Íslendingum hjálparhönd. Þrátt fyrir göfuglyndi og góðan vilja nágrannaþjóða myndu þær samt hugsa sig um tvisvar áður en þau sendu syni sína og dætur til að frelsa þjóð sem hingað til hefur lítið viljað leggja sjálf til þeirra mála. Þegar rætt er um ógnun við ör- yggi Íslands kemur tvennt til greina. Annars vegar hryðjuverka- menn og hins vegar aðilar sem í framtíðinni gætu orðið Íslandi óvinveittir. Íslandi sem sjálfstæðu ríki ber skylda til þess að standa vörð um landamæri sín og verja sig gagnvart hugsanlegri hættu. Þótt árás hryðjuverkamanna á Ís- land þyki ýmsum fjarstæðukennd hugmynd er hún samt möguleiki sem íslensk yfirvöld þurfa að íhuga af fullri alvöru. Það má færa rök fyrir því að hryðjuverkaárás á Ísland myndi verða skilin í því samhengi að þar sé verið að ráð- ast á Evrópu sem heild. Með því væri Evrópubúum gert ljóst að enginn er óhultur, ekki einu sinni ríki sem staðið hefur utan við ný- lendubrölt síðustu alda og sjálft hefur þurft að þola yfirráð annars ríkis í margar aldir. Til að mæta þessari ógn hafa heyrst raddir þess eðlis að Íslend- ingar komi sér upp eigin herliði til að standa vörð um mikilvæg mannvirki og sem hægt væri að kalla til ef flugvöllum, höfnum og hafskipaflota Íslendinga væri ógn- að. Með samstarfi við Evrópuríki og ef til vill Bandaríkjamenn líka væri hægt að búa slíkt herlið vopnum svo viðunandi væri. Við uppbyggingu íslenskra land- varna þarf að taka tillit til fjög- urra þátta: Í fyrsta lagi efnahags- legt bolmagn íslenska ríkisins til að kaupa hergögn og viðhalda þeim ásamt því að greiða fyrir daglegan rekstur herliðsins. Svim- andi háar upphæðir fara í kaup og rekstur nútíma hergagna en slík framkvæmd yrði íslenskum rík- isbúskap afar erfiður baggi að bera. Í öðru lagi umhverf- isfræðilegar aðstæður á Íslandi hvað varðar landafræði og veð- urfar en hergögn og þjálfun her- manna verður að taka mið af því. Í þriðja lagi þá staðreynd að Ís- land er of stórt land miðað við fólksfjölda. Og í fjórða lagi að landið er aðili að Atlantshafs- bandalaginu og nýtur því góðs af sameiginlegri hernaðargetu þeirra ríkja sem eiga aðild að því. Fram að þessu hafa Íslendingar ekki viljað vopnast og standa þannig vörð um öryggi lands og þjóðar og því verið undarlegur félagi í hern- aðarbandalagi þar sem hern- aðargetan var sameiginlegt fram- lag ríkjanna til öryggis hvers annars. Hlutverk og hernaðargeta ís- lensks landvarnarliðs þarf því að taka tillit til ofangreindra þátta. Fari svo að á Íslandi verði stofn- aður her er raunhæft að gera ráð fyrir um 3.000 manna fastaher auk heimavarnarliða með Svisslend- inga sem fyrirmynd. Meginhlut- verk slíks liðs væri þríþætt. Í fyrsta lagi að verja Ísland fyrir árás fjölmenns óvinaliðs þar til liðsauki bærist. Í slíkri baráttu ríður á að eiga frumkvæðið og þarf því slíkur herafli að vera vel þjálfaður, snar í snúningum og bú- inn öflugum vopnabúnaði. Í öðru lagi væri markmið slíks liðs að verja mikilvæg mannvirki fyrir hryðjuverkaárás. Í raun er afar erfitt ef ekki ómögulegt að koma alveg í veg fyrir hryðju- verkaárásir. Ekki frekar en aðrar þjóðir geta Íslendingar orðið full- komlega öruggir fyrir slíkri árás en með íslensku herliði væri kom- inn til sögunnar heftandi aðili fyr- ir ákveðnar tegundir hryðjuverka. Í þriðja lagi yrði það markmið íslensks landvarnarliðs, ásamt hefðbundnum hjálparsveitum, að vera til taks við björgun fólks vegna náttúruhamfara og vegna slysfara. Þegar þessi grein er skrifuð eiga íslenskir embættismenn enn í viðræðum við fulltrúa Bandaríkja- stjórnar um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fari svo að Bandaríkjamenn dragi megnið af herliði sínu aftur til Bandaríkj- anna er Íslendingum vandi á höndum. Ólíklegt er að aðrar bandalagsþjóðir séu í stakk búnar til að taka að sér hlutverk Banda- ríkjamanna. Stofnun íslensks hers væri umtalsvert skref í átt frá hinu gamalgróna friðsemdarsam- félagi sem margir Íslendingar hafa verið stoltir af að tilheyra. Samt sem áður hafa Íslendingar átt fulltrúa í hermannastétt. Áhugavert væri nú að heyra þeirra álit á þessu málefni. Hugleiðingar um íslensk landvarnarmál Eftir Baldur A. Sigurvinsson Höfundur er mannfræðingur. NÚ, fyrst 52 árum eftir að varn- arsamningurinn var gerður milli Ís- lands og Bandaríkjanna á grundvelli Norður-Atlantshafs- bandalagins, eru ráð- herrar og þingmenn farnir að ræða um varnar- og öryggis- mál þjóðarinnar. Þegar Bandaríkja- menn virðast ætla að gera alvöru úr að fara héðan gera þessir menn sér fyrst grein fyrir að veigamesti þáttur fullvalda ríkis, ör- yggismálin, komi okkur í reynd við, en sem kunnugt er hafa Íslendingar treyst viðsemjanda sínum, Bandarík- unum, fyrir öllum hernaðarlegum varnaraðgerðum í meira en hálfa öld. Áhugi Íslendinga á veru bandaríska varnarliðsins hefur fyrst og síðast grundvallast af fjárhagslegum ástæð- um, og að skapa atvinnu fyrir þús- undir Íslendinga hjá varnarliðinu og næg verkefni fyrir verktakafélögin við nýframkvæmdir, viðhalds- og þjónustusamninga. Bandaríkin hafa varið hundruðum milljarða til upp- byggingar og reksturs varnarsvæð- anna frá því varnarsamningurinn var gerður. Augljóst er að heildareignir Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli eru ekki í neinu samræmi við það gíf- urlega fjármagn, sem þeir hafa greitt til verktakafélaga, enda virtist ríkja samkomulag um að verðleggja þessar varnarliðsframkvæmdir á margfalt hærra verði en gilti um almenna verksamninga, þó efni og tæki nytu tollfrelsis. Það voru því ekki varn- armál þjóðarinnar sem viðkomandi stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hafa borið fyrir brjósti í gegnum árin, heldur hinn gífurlegi fjárhagslegi ávinningur af veru varnarliðsins. Hermangarar nýttu sér til hins ýtr- asta með tilstyrk íslenskra stjórn- valda að blóðmjólka herinn og her- stöðvarandstæðingar höfðu reyndar áhrif á örlæti hersins. Samkvæmt 7. gr.Varnarsamnings- ins getur hvor ríkisstjórnin farið fram á endurskoðun samningsins. Ef slík málaleitun um endurskoðun leiðir ekki til þess, að ríkisstjórnirnar verði ásáttar innan 6 mánaða frá því mála- leitunin var borin fram, getur hvor ríkisstjórnin, hvenær sem er, sagt upp samningnum og skal hann þá falla úr gildi l2 mánuðum síðar. Við þessi ákvæði samningsins verða Bandaríkjamenn að standa, einhliða ákvarðanir þeirra um brottflutning hersins varða einnig sameiginlega varnarhagsmuni þjóðanna innan NATO. Verði sú raunin að varnarliðið fari verða Íslendingar að axla þá ábyrgð sem fullvalda þjóð í fyrsta sinn að sjá um sín öryggismál í samráði við önn- ur NATO-ríki. Það verður ekki gert án heimavarnarliðs, sem verður að fá herþjálfun í samræmi við þau vopn og varnaraðgerðir, sem herfræðingar telja að okkur nýtist best við aðsteðj- andi hættu vegna hryðjuverka. Sam- eiginlegar og einstakar aðgerðir þjóða til að takast á við hryðjuverk munu þróast á næstu árum. Það er oft spurt hvaða hættur geti steðjað að okkur hér á Íslandi. Það er hægt að nefna ýmsar hugsanlegar aðgerðir hryðjuverkamanna, svo sem flugrán, árásir á alþjóðlega fundi og heim- sóknir þjóðhöfðinga, sem hryðju- verkasamtök eru andstæð, samstarf erlendra hryðjuverkamanna sem fá greiddar háar upphæðir til illverka, gegn íslenskum og erlendum aðilum sem dvelja hér tímabundið. Þá geta orðið hér til andspyrnuhreyfingar af ýmsum toga, sem við sjáum ekki fyrir og löggæslan ræður ekki við. Hryðju- verk eiga engin landamæri, manns- lífum er fórnað af algjöru miskunn- arleysi, herlaus og friðelskandi þjóð getur ekki frekar en hernaðarveldi treyst á guðlega forsjá sér til varnar. Hins vegar er ég sammála öllum þeim sem telja að hvers konar mis- rétti, menntunarskortur, hungur og fátækt séu undirrót styrjaldarátaka og hryðjuverka.Við kunnum að standa frammi fyrir því að þurfa að verja tugum milljarða til varnarmála og reksturs Keflavíkurflugvallar í stað 0-framlagsins hingað til og að tímabundið atvinnuleysi Suðurnesja- manna verði þeim þungt í skauti. Það er dapurleg staðreynd að allir þeir fjármunir, sem hafa orðið til á vell- inum, vinnusvæði Suðurnesjamanna, skuli ekki hafa orðið þar til frekari at- vinnuuppbyggingar. Varnar- og öryggismál Eftir Kristján Pétursson Höfundur er fv. deildarstjóri. NÝLEGA var greint frá því að fjöldi sjúklinga sem bíða eftir plássi á hjúkrunardeildum væri kominn yfir 500. Á þessum bið- lista eru sjúklingar sem hafa verið metn- ir af fagaðilum og taldir vera í bráðri þörf fyrir slík pláss. Þessi listi hefur stöð- ugt verið að lengjast á undanförnum árum. Sú spurning hlýtur því að vakna hvaða tilgangi þessi biðlisti eigi að þjóna. Er hann til fyrir sjúklingana eða er hann hugs- aður til að spara opinbert fjármagn. Hjúkrunarsjúklingar Þeir sjúklingar sem hér um ræðir er fólk sem orðið hefur fyrir alvar- legum sjúkdómum, heilablóðfalli, hjarta- og lungnasjúkdómum, krabbameini og fleiri slíkum. Þeir eru flestir aldraðir og ófærir að sjá um sig sjálfir og því algerlega upp á aðra komnir um alla hjálp. Hjúkrun í heimahúsum skapar því mikið álag á umhverfið, aðstandendur og aðra. Oft er hér um að ræða síðustu ævistundir þessa fólks. Í flestum menningarlöndum er það talin sjálfsögð skylda þjóðfélagsins að mæta þörfum þessara sjúklinga á við- eigandi hátt. Réttur þeirra til þjón- ustunnar er ótvíræður. Margir sjúklingar veikjast brátt og þurfa innlagnir á bráðadeildir. Á Landspítala er talið að þar liggi að jafnaði allt að 150 sjúklingar sem hægt væri að flytja á hjúkrunar- deildir væri þörfinni mætt. Ríkissjóður og hjúkrunar- sjúklingar Tilgangur ríkisstjórnarinnar er lík- lega sá að halda útgjöldum til heil- brigðismála niðri. Legudagur á hjúkrunardeildum kostar mun minna en legudagur á deildum Landspítala. Legudagur á hjúkrunaheimilinu Sól- túni sem er eitt það fullkomnasta sinnar tegundar kostar rúmlega 20 þúsund krónur. Kostnaður á legudag á þeim deildum Landspítala sem þessir sjúklingar liggja á er mun meiri að meðaltali sem eðlilegt er. Hlutverk þeirra er allt annað. Gróft reiknað má því finna út að kostnaður við þessa 150 hjúkrunarsjúklinga er hundruðum milljóna króna meiri á hverju ári en ef þeir væru vistaðir á deildum sem hentuðu þörfum þeirra mun betur. Það er því ljóst að ríkissjóður tapar miklu á að viðhalda þessu ástandi. Sú niðurskurðar- og biðlistastefna sem fylgt hefur verið undanfarinn áratug hefur einfaldlega runnið sitt skeið. Biðlistar eru heimska Niðurstaðan er því ljós. Biðlistar á þessu sviði eins og á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustunnar eru hrein heimska. Sennilega er ekki til í þjóðfélagi okkar hagkvæmari fjárfesting en að byggja hjúkrunarheimili sem geta fullnægt þörfinni. Með því móti væri hægt að sinna hverjum hjúkr- unarsjúklingi á hagkvæmasta hátt og með því myndi jafnframt rýmkast á Landspítala þannig að möguleiki væri á að tæma biðlista þeirrar stofn- unar sem einnig myndi spara stórar fjárhæðir. Það þyrfti ekki nema brot af kostnaði við ein jarðgöng til að leysa málið. Tölum ekki um mannúðarþáttinn. Hvað segir heilbrigðisráðherra? Hver er tilgangur biðlista hjúkr- unarsjúklinga? Eftir Ólaf Örn Arnarson Höfundur er læknir. EINHVERN veginn hafa nýleg kraftaverk á Ís- landi alveg farið fram hjá mér þótt ég reyni að fylgjast með fréttum og hvað sé að gerast á Íslandi. Til þess hef ég Netið góða og get þar lesið blöðin og hlustað á fréttir í sjón- varpi og hljóðvarpi. En það var þetta með kraftaverkin. Ég fór í stutta heimsókn til Namibíu um daginn að beiðni gamalla vinnu- félaga hjá flugmálastjórn Namibíu og mikið var ánægjulegt að koma aftur til Namibíu eftir þriggja ára fjarveru. Mér tókst meira að segja að sækja messu á sunnudagsmorgni í Katutura, hinu gamla svertingjahverfi Windhoek, höfuðborgar Namibíu. Nú mætti ætla að ég væri mikill trúmaður þar sem ég nýtti takmarkaðan tíma í Afríku til þess að fara í messu, en ég verð víst að játa að svo er ekki. Það er hins vegar mikil og ógleymanleg upplifun að fara í messu meðal hinna svörtu íbúa í Namibíu. Þar er sko engin lognmolla og enginn kemur ósnortinn frá slíkri samkomu. Þar verða ekki einungis einstök kraftaverk, heldur ske þau í „lange baner“ í hverri messu. Þetta eru líka sérstaklega kristin krafta- verk, ekki kraftaverk múslima, búddatrúarmanna eða hindú. Namibía er nefnilega kristið land, hreinkristið að mati okkar sem játum lúterskan sið. Um miðja 19. öld komu finnskir og síðar þýskir trúboðar, lút- erskir að sjálfsögðu, og sneru svörtum íbúum Nam- ibíu til lútersks rétttrúnaðar og síðan hafa Namibíu- menn ekki kvikað frá hinni einu og sönnu kenningu. Talið er að um 85% íbúa Namibíu aðhyllist lút- erskan sið, innan við 3% séu kaþólsk og aðrir séu annarrar trúar. Fyrir nokkrum mánuðum var allmikil umræða á Íslandi um kraftaverkamann frá Nígeríu, ef ég man rétt, sem kom til Íslands og gerði undur mikil og stórmerki. Af umræðunni mátti ráða (fyrir þann sem hefur aðeins Netið og fréttirnar þar til þess að styðjast við) að hér væri um að ræða þvílíkan snill- ing að brátt væri hægt að leggja niður sjúkrahúsin og læknar yrðu óþarfir. Hvílík blessun þetta yrði fyrir íslenska skattgreiðendur. Það hvarflar nú samt einhvern veginn að mér, að ef til vill sé málið ekki svona einfalt. Getur einhver kraftaverkamaður frá Nígeríu leyst, þótt ekki sé nema að hluta, heilbrigðisvandamálin á Íslandi? Getum við sem sannkristin þjóð, sem játar lúterskan sið, treyst því að kraftaverka-maðurinn frá Nígeríu sé réttrar trúar? Stór hluti íbúa Nígeríu trúir á Al- lah, játar islamska trú, þá trú sem Múhammeð boð- aði. Er það kannski Allah, sem er að gera krafta- verk á Íslandi gegnum kraftaverkamann frá Nígeríu, en ekki Jahve eða Jesú? Í Namibíu ske kraftaverk, eins og ég sagði áðan, í „lange baner“ á hverjum sunnudegi í messum „sannkristinna“ lúterstrúarmanna. Mikil og góð samskipti hafa alla tíð verið milli Íslendinga og Namibíumanna. Aðstoð og þróunarhjálp hefur hing- að til verið að mestu í aðra áttina, frá Íslandi til Namibíu, en hvernig getur Namibía hjálpað okkur? Hvernig væri að fá kraftaverkamenn frá Namibíu til þess að spreyta sig á Íslandi, þótt ekki væri nema til samanburðar við kraftaverkamenn frá öðr- um löndum? Það var þetta með kraftaverkin Eftir Grétar H. Óskarsson Höfundur er flugvélaverkfræðingur í Kosovo og f.v. flugmálastjóri Namibíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.