Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 13 GREININGARDEILD Íslands- banka telur markaðsvirði Samherja vanmetið á hlutabréfamarkaðnum og ráðleggur kaup. Gengi hlutabréfa í Samherja er í greiningunni 8,85 og markaðsvirði félagsins samkvæmt því 14.691 milljón króna. Greining- ardeildin metur markaðsvirði Sam- herja um á 15.770 milljónir króna og er verðmatsgengið því 9,50. Reyndar var síðasta viðskiptaverð í Samherja 9,1. Greiningardeildin telur það já- kvætt í rekstri félagsins að aflaheim- ildir hafa verið auknar og gott ástand er á Íslandsmiðum. Áhættu sé dreift í rekstrinum og áherzla sé á breiðan rekstur. Fjárhagsstaða félagsins sé mjög sterk, mikil áherzla sé lögð á dreifingu, markaðs- og sölumál, um- fangsmiklar fjárfestingar í skipastól séu um garð gengnar og vaxandi áherzla sé á upplýsingagjöf til mark- aðsins. Neikvæðu hliðarnar telur bankinn að séu horfur á sterkri krónu næstu ár, löggjöf dragi úr mögu- leikum á stækkun innan lands og við- varandi sé pólitísk óvissa um stjórn- un fiskveiða, hægur vöxtur efnahagslífs í helztu markaðs- löndunum og mikil áhætta tengd fisk- eldi. Greiningardeildin spáir því að rekstrartekjur aukist á næstu árum og fari úr tæpum 12 milljörðum króna á þessu ári í 18,4 milljarða árið 2012. Sömu sögu er að segja um hagnaðinn. Gert er ráð fyrir 972 milljóna króna hagnaði í ár eftir skatta og fjármagnsliði og að hann verði orðinn 2,3 milljarðar árið 2012. Í greiningunni er fjallað um alla helztu þætti rekstrarins en um horf- ur í fiskeldinu segir meðal annars svo: Veruleg undirbúningsvinna Ekki verður sagt annað en að Sam- herji hafi lagt í verulega undirbún- ingsvinnu áður en ráðist var í fjár- festingar í fiskeldi. Miðað við núverandi verð á eldislaxi í heiminum má vænta þess að afkoman yrði í járnum. Félagið telur sig geta fram- leitt lax með a.m.k. jafnhagkvæmum hætti hér á landi og gert er í Noregi og raunhæft er að ná fram meiri eða sömu hagræðingu og í Noregi og ná framleiðslukostnaði til framtíðar undir núverandi heimsmarkaðsverði eða niður í kringum 12 NOK/kg. Í þessu sambandi telur Samherji að hagur felist í því að félagið er þátttak- andi nær alls staðar í framleiðslu, fóð- ur- og söluferlinu. Eftir þessa kreppu munu væntanlega standa eftir stærri fyrirtæki sem náð hafa bestum ár- angri í kostnaðaraðhaldi. Framundan kann þá að vera tímabil þar sem fisk- eldisfyrirtæki munu leggja minna kapp á öran vöxt heldur fremur kostnað, gæði og markaðsmál. Að mati Greiningar ÍSB er mikil áhætta fólgin í uppbyggingu félags- ins á sviði fiskeldis. Þróun af- urðaverðs er óvissu háð og framtíð- arspár sérfræðinga hafa hingað til reynst brokkgengar.“ Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Seiðum dælt í sjókvíar Sæsilfurs í Mjóafirði. Telur markaðsvirði Samherja vanmetið ESKJA hf., sem áður hét Hraðfrysti- hús Eskifjarðar, seldi í gær hluta- bréf í Tanga hf. á Vopnafirði að nafn- virði 107,5 milljónir króna eða 12,2% hlutafjár. Söluverð var 2,09 en kaup- andinn er óstofnað einkahlutafélag sem er í jafnri eigu Tanga hf., Vopna- fjarðarhrepps og Bíla og véla ehf. Eftir söluna á Eskja 35,3% hlutafjár í Tanga. Jafnframt var samið um valrétt Eskju til að selja sama kaupanda 24,4% eignarhlut til viðbótar í Tanga á sama verði, auk 2,95% af Skeljungi, á tímabilinu 25. ágúst til 15. septem- ber. Verði sá valréttur nýttur fer eign- arhlutur Eskju í Tanga niður í 10,9%. Kaupir kvóta af Tanga Í gær sömdu Eskja og Tangi um að kaup Eskju á 0,67% loðnukvóta af Tanga og flyst hann þá frá Vopna- firði til Eskifjarðar. Kaupverðið er 201 milljón króna og fékk Eskja val- rétt til að greiða þá upphæð með peningum eða með 10,9% eignarhlut í Tanga. Nýti Eskja sölurétt sinn á 24,4% eignarhlutnum og greiði fyrir kvót- ann með 10,9% hlutnum, verður eignarhlutur Eskju að engu orðinn í byrjun nóvember nk. Félagið eign- aðist hlut sinn allan í Tanga í sept- ember í fyrra þegar það keypti hluti af dánarbúi Jóns Guðmundssonar og nokkrum aðilum honum tengdum. Eftir að hluturinn var keyptur í Tanga keypti Eskja félögin Hóp og Strýthól frá Grindavík. Að sögn Elf- ars Aðalsteinssonar, forstjóra Eskju, verður rekstur og aflaheim- ildir þessara félaga fluttur til Eski- fjarðar á næstunni en hann segir kaupin hafa verið nokkuð fjármagns- frek. Þetta hafi meðal annars ýtt undir þá ákvörðun að ganga að til- boði Vopnfirðinga í hlutabréfin í Tanga. Nauðsyn að heimamenn stjórni Ólafur Kr. Ármannsson, stjórnar- formaður Tanga og framkvæmda- stjóri Bíla og véla, segir að ástæða kaupanna sé einfaldlega sú að heima- menn vilji halda um stjórnvölinn í fyrirtækinu. Þeir telji það nauðsyn- legt miðað við aðstæður í nágranna- bæjum Vopnafjarðar. Reiknað er með að aðrir fjárfestar komi að fé- laginu en Ólafur vildi ekki tjá um það frekar að svo stöddu. Eskja selur 12,2% í Tanga Réttur til sölu á 24,4% til viðbótar og að greiða fyrir kvótakaup með 10,9%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.