Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 33
Tveggja ára gamall missti Gísli móður sína, Magnesi Signýju Jóns- dóttur, og var þá tekinn í fóstur af móðursystur sinni, Guðrúnu Jóns- dóttir, sem þá bjó ennþá í föðurhúsum í Stóra-Ási. Þar ólst Gísli upp til átta ára aldurs þar til Guðrún fóstra hans flutti til Reykjavíkur. Árið 1924 fluttu foreldrar okkar Stóra-Ássystkina frá Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu að Stóra-Ási og tóku við búi af ömmu okkar, Þorgerði Hann- esdóttur, sem þá var orðin 83 ára ekkja og rak búið með elsta syni sín- um, Þorsteini, sem þá var farinn að heilsu. Næstu ár var Gísli sem upp- eldis- og leikbróðir okkar. Hann var okkar elstur og því sjálf- kjörinn leiðtogi í okkar uppátækjum. Eftir að Gísli fluttist aftur heim til föður síns að Hraunsási þá 8 ára gam- all héldum við samt áfram að hittast eftir því sem færi gáfust, gjarnan í námunda við Barnafoss. Síðan liðu árin, við tók barnaskóla- ganga sem þá var í formi farskóla. Eftir það lá leið okkar í Reykholts- skóla. Gísli var góður námsmaður og áttu auðvelt með að tileika sér náms- efnið. Um 1942 flutti hann til Reykja- víkur. Fljótlega eftir að Gísli kom suður komst hann í kynni við svifflug og annað sem að flugi laut. Má því segja að eftir það hafi ævistarf Gísla verið tengt málum tengdum flugi. Á árumum eftir síðari heimsstyrj- öldina lærði Gísli flugvéla- og svif- flugusmíði í Þýskalandi og Svíþjóð og var hann eini lærði flugvélasmiðurinn á Íslandi, með réttindi í því fagi, stað- fest með ráðherrabréfi. Gísli starfaði fyrir Svifflugfélag Ís- lands frá 1942, sat í stjórn félagsins 1949-1978. Var gerður heiðursfélagi árið 1963. Frá því 1988 til æviloka vann Gísli fyrir Flugsögufélagið við að gera upp gamlar flugvélar. Við kveðjum Gísla í Hraunsási með virðingu og þökk. Stóra-Ássystkinin. Það var Gísla frænda mínum líkt og samkvæmt hans hógværa og hljóð- láta lífsstíl að nota „thermic-bóluna“ og silfur „C“ réttindi sín við morg- unverðarborðið á Grund hinn 19. júlí sl. til þess að svífa á vængjum vind- anna í hæstu hæðir. Án nokkurs asa eða fyrirhafnar öðrum. Ég sé fyrir mér hæðnisglampann í augunum, þegar hann hugsaði með sjálfum sér, eins og Fats Waller forðum, „Lets fly a way from it all“. Báðir vorum við „stór ættaðir frá Stóra-Ási í Hálsasveit“. Frá fyrstu kynnum fór ávallt vel á með okkur, þótt Gísli minn væri svo sannarlega ekki allra. En tryggðatröll þeim, sem hann tók. Í veikindastríði fyrir nokkr- um árum og í meðalarússi upplifði ég eftirfarandi: Mér fannst ég vera kom- inn á endurhæfingarstofnun í Borg- arfirði, þar sem blasti við æskuheimili Gísla, Hraunsás. Stofnuninni var skift í tvennt, endurhæfing sjúklinga í suð- urenda, en elliheimili í norðurenda. Dag nokkurn koma þau heiðurs- hjón Sigrún og Kristleifur í Húsafelli og með þeim er Gísli. Þau heilsa og Kristleifur segir að Gísli vilji endilega ljúka ævinni hér. Þú lítur til með honum, ef hann þarf einhvers með. En um nóttina deyr Gísli. Aftur koma Húsafellshjónin og Kristleifur segir: Við ætlum að sjá um útför einstæðingsins, en hann gerði mér þann óleik að vilja greftrun í Vil- borgar-reit, en þar hefur ekki verið grafið síðan 1877. Ég fylgdist síðan með útförinni úr glugganum og sá, þegar kistan var borin inn í Hraunsás og út aftur, eftir húskveðjuna. Síðast sá ég líkfylgdina standa í hnapp í Stóra-Áss kirkjugarði. Næst, þegar ég hitti Gísla spurði ég hann ítarlega, hvort hann kannaðist við Vilborgar-reit. Hann hugsaði sig vel um, en sagði svo ekki vera. Þá sagði ég honum ofansagða vitrun mína. Hann þagði góða stund, en sagði svo: „Ég ætla þá að biðja þig, að vera ekki að þvælast þar næst, þegar ég verð jarðaður.“ Svo mun og verða frændi. Heiður og þakkir skulu hér færðar, félögum hans í Flugsögufélaginu, en þeir voru honum ómetanlegur stuðn- ingur og gleðigjafar er ellimæði sótti að og að ógleymdum velgjörðarmanni hans og reyndar öllu flugi á Íslandi Agnari sáluga (Papa-Flug) Kofoed- Hansen. Gísli vann að hugðarefni sínu og lífs áhugamáli fram á síðasta dag og dó að síðustu frá endursmíði sömu svifflug- unnar í þriðja sinn. En þær þurfa sitt viðhald rétt eins og aðrir forgengileg- ir hlutir. Hann er eini Íslendingurinn, sem hlotnast hefur ráðherraskipuð meist- araréttindi í flugvélasmíði og nýtti þau í okkar allra þágu til hins ítrasta og dugar þar að nefna TF-SUX, sem hann endurbyggði að öllu leyti. Þjóð- verjar sem hingað komu fyrir seinni heimsstyrjöldina til þess að kenna svifflug skildu þessa flugvél eftir við brottför sína. Agnar heitinn flaug sitt síðasta flug í þessari flugvél og þökk sé Ómari Ragnarssyni, eins og fyrir svo margt annað, er það flug varð- veitt. Klemminn hefur nú hin seinni ár hangið uppi í flugstöð Vestmanna- eyja. Mér er til efs að nokkur, sem þar fer um sali, hafi hugmynd um, að það voru þeir Agnar og hinn aldni flugbrautryðjandi Bergur G. Gísla- son, sem fyrstir manna lentu flugvél í Vestmannaeyjum, einmitt þessari vél. Það verður eigi héraðsbrestur, þótt öldungur kveðji með fjóra um áttrætt á herðum, en hitt er víst að okkar litli flugheimur stendur mun fátækari eft- ir. Ágúst Karlsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 33 STEFÁN Kristjánsson (2.404) hlaut 5½ vinning og varð efstur ís- lensku keppend- anna á opna tékk- neska meistaramótinu í A-flokki. Mikil spenna ríkti fyrir lokaumferðirnar þar sem bæði Jón Viktor Gunnars- son (2.411) og Sigurbjörn Björnsson (2.302) áttu möguleika á titiláföngum. Sérstaklega var beðið með eftirvæntingu eftir úrslitunum í skákum Jóns Viktors sem átti möguleika á fyrsta stórmeistara- áfanga Íslendings í mörg ár. Báðir voru þeir þó hársbreidd frá því að ná áfanga, en fengu hins vegar ágæta stigahækkun sem skilar þeim áleiðis að þeim mörkum sem ná þarf vegna titlanna. Þeir sýndu að þeir búa yfir nægum styrkleika svo að áfanginn hlýtur að nást innan skamms ef þeir halda áfram að tefla af krafti. Lokastaða Íslendinganna á mótinu varð þessi: 92. Stefán Kristjánsson 5½ v. 104. Jón V. Gunnarsson 5 v. 141. Bragi Þorfinnsson 5 v. 150. Sigurbjörn Björnsson 4½ v. 185. Ingvar Jóhannesson 4½ v. 187. Lenka Ptacnikova 4½ v. 212. Dagur Arngrímsson 4 v. 238. Sigurður P. Steindórs. 4 v. 282. Guðmundur Kjartanss. 3½ v. 297. Jón Árni Halldórsson 3 v. Keppendur í A-riðli voru 350. Í B-riðli tefldu sex Íslendingar og varð lokastaða þeirra þessi: 165. Kjartan Maack 5 v. 186. Guðni S. Pétursson 5 v. 222. Haraldur Baldursson 4½ v. 345. Einar K. Einarsson 3½ v. 387. Ólafur Kjartansson 3 v. 396. Kjartan Guðmundsson 3 v. Keppendur í B-riðli voru 456. Arnar Sigurðsson tefldi í C-riðli og fékk 2½ vinning. Einhverjir Íslendinganna ætla að dveljast áfram í Tékklandi og halda nú til borgarinnar Olomouc þar sem alþjóðlegt skákmót hefst 31. júlí. Eftirfarandi staða kom upp í skák frá Czech Open, sem birtist í Morg- unblaðinu fyrir mokkrum dögum. Það var Jón Viktor sem stýrði hvítu mönnunum, en stórmeistarinn Bor- ovikov (2.590) þeim svörtu. Skákin var sótt á heimasíðu móts- ins og þar var næsti leikur hvíts ranglega gefinn upp 24.Dh2. Jón Viktor og lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum, en Jón Viktor lauk skákinni á glæsilegan hátt gegn þessum sterka andstæðingi: 24.Dh7+ Kf8 25.Re6+!! Hxe6 Eftir 25...fxe6 26.Bxc4 Rxc4 (26.-- bxc4 27.Bxe5 dxe5 28.Hhf1+ Ke7 29.dxe6! Hg8 30.Hf7+ Kxe6 31.Dxg6+ Bf6 32.Dxf6+ mát) 27.Hhf1 Ke7 28.Dxg7+ Kd8 29.Df6+ Kc8 30.Dxg6 He7 31.dxe6 og hvítur á tvö peð yfir og unnið tafl. 26.dxe6 Ha7 27.exf7 Hxf7 28.Bc1 Dc5 29.Bxc4 Rxc4 30.Hhf1 Ra3+ 31.bxa3 Dc3 32.Hxf7+ Kxf7 33.Hf1+ Ke7 34.Hf6 – og svartur gafst upp, því að bisk- upinn á g7 fellur og mát er óumflýj- anlegt eftir nokkra leiki. Politiken Cup Þrír íslenskir skákmenn tefldu á Politiken Cup sem fram fór í Kaup- mannahöfn dagana 14.–25. júlí. Það voru þeir Sverrir Norðfjörð (2.057), Hafsteinn Ágústsson (1.929) og Atli Freyr Kristjánsson (1.560). Haf- steinn hlaut 6 vinninga, Sverrir 4½ og Atli Freyr fékk 4 vinninga. Indverski stórmeistarinn Krishn- an Sasikiran (2.654) sigraði á mótinu, fékk 9 vinninga. Stærstu tíðindin á mótinu voru þau, að hinn 12 ára gamli Magnus Carlsen (2.385) frá Noregi, tryggði sér alþjóðlegan meistaratitil með sigri í lokaumferðinni, þótt jafn- teflið hefði dugað honum. Andstæðingur hans var efnileg- asta stúlka heims, hin 16 ára, ind- verska Humpy Koneru (2.468), en hún er stórmeistari. Humpy er í 13. sæti á listanum yfir sterkustu skák- konur heims og mörgum árum yngri en þær sem eru hærri á listanum. Stefán Kristjánsson varð efst- ur Íslendinganna í Pardubice SKÁK Tékkland OPNA TÉKKNESKA MEISTARAMÓTIÐ 18.–26. júlí 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is Stefán Kristjánsson ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Verkstjóri, tæknimað- ur og gröfumaður Óskum eftir að ráða verkstjóra, tæknimann og gröfumann strax. Mikil vinna framundan. Aðeins menn vanir jarðvinnu koma til greina. Klæðning ehf., Bæjarlind 4, Kópavogi, símar 565 3140 og 899 2303. RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. HÚSNÆÐI ERLENDIS Íbúð í Kaupmannahöfn Lítil, hugguleg íbúð á góðum stað er laus í ágúst. Leiga hluta úr eða allan ágúst kemur til greina. Nánari upplýsingar: Freyja í síma +45 26147179, e-mail: freyja@dsr.kvl.dk . NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. hæð, sem hér segir: Höfrungur BA 60, sknr. 1955, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimild- um, þingl. eig. Þórður Jónsson ehf., gerðarbeiðendur Hafnarsjóður Vesturbyggðar og Íslandsbanki hf. föstudaginn 8. ágúst 2003 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 25. júlí 2003. Þórólfur Halldórsson. TILBOÐ / ÚTBOÐ ÚU T B O Ð Auglýsing 13363 - Kaup á íbúðum fyrir fatlaða á Ísafirði Ríkiskaup, fyrir hönd félagsmálaráðuneytis og framkvæmdasjóðs fatlaðra, óska eftir að kaupa fjórar íbúðir á Ísafirði, sem henta fötluðum ein- staklingum. Æskilegt er að íbúðirnar séu staðsettar sem næst hver annarri, helst í sama húsi og í ná- grenni verslunar og þjónustu. Íbúðirnar skulu uppfylla kröfur um ferlimál fatlaðra. Óskað er eftir þremur 4ra herbergja íbúðum a.m.k. 85 fm að stærð og einni 2ja til 3ja her- bergja íbúð a.m.k. 75 fm að stærð. Gera skal ráð fyrir snjóbræðslu í gangstéttum við íbúðrinar, góðri hljóðeinangrun við nær- liggjandi húsnæði og brunaviðvörunarkerfi. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar afhendist fullbún- ar, eigi síðar en um mitt ár 2004. Með sölutilboðum skulu fylgja útlits- og grunn- teikningar af viðkomandi íbúðum ásamt áætlun seljanda um greiðslur. Sölutilboðum, merktum: „13363 - Kaup á íbúð- um fatlaða á Ísafirði“, skal skilað til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, fyrir kl. 11.00 föstu- daginn 15. ágúst 2003. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA  www.nudd.is  Fleiri minningargreinar um Gísla Sigurðsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.