Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 31 faðma og þóttu þetta nokkuð innileg- ar kveðjur þar sem við værum að hitt- ast eftir þrjá daga. Ég er þakklátur fyrir faðmlagið og finn það enn. Kynni okkar Ólafs og vinátta á sér fjögurra áratuga sögu sem ekki er ætlun að rekja hér í smáatriðum, en þakka honum samstarf og samfylgd með því að rifja upp nokkra áfanga á þessari leið. Þegar ég kom heim að námi og starfi loknu í Kaupmannahöfn árið 1963 var Ólafur starfsmaður Arki- tektafélagsins og Byggingarþjónustu arkitekta. Ég hóf snemma störf í stjórn og nefndum félagsins og þar lágu leiðir okkar saman sem ekki hafa skilið síðan. Glaðbeittur, lipur og fal- legur drengur sem síðan hefur verið drengurinn í mínum huga – drengur góður. Ólafur gerði sér sennilega betur grein fyrir því en við hinir, nokkuð sjálfumglaðir, að arkitektar eru einn aðili af mörgum í samstarfi stétta sem koma að byggingar- og skipulagsmál- um. NBD – Norrænn byggingardagur – eru norræn samtök aðila sem tengj- ast byggingarmálum og skipulags- málum og hafa starfað frá árinu 1927. Samtökin stóðu fyrir ráðstefnu á þriggja ára fresti í löndunum til skipt- is en var í fyrsta sinn haldin hér á landi 1968. Ólafur var framkvæmda- stjóri ráðstefnunnar sem var stærsta ráðstefna sem hér hafði verið haldin með um 1.000 þáttakendum og tókst mjög vel. Næst var haldin NBD ráð- stefna hér árið 1983 sem Ólafur stýrði einnig af myndugleik og lipurð. Ólafur hefur verið ritari stjórnar NBD síðan á ráðstefnunni 1968 og var því með í undirbúningi ráðstefn- unnar hér í Reykjavík haustið 1999 sem var síðasta ráðstefna í Reykjavík á tuttugustu öldinni. Nú síðustu tvö árin var Ólafur í forystu með stjórn NBD við undirbúning ráðstefnu sem halda á hér í borginni haustið 2005 um Heilsuborgina og gæði borgar. Þar er nú skarð fyrir skildi. Sumarhús þeirra hjóna í landi Eyr- ar í Kjós hefur verið þeim og fjöl- skyldunni dýrmætt en einnig sam- komustaður vina, ættingja og fulltrúa stjórna NBD á Norðurlöndum um árabil og eru oft rifjaðar upp gleði- stundir frá þessum unaðsreit. – „Eitt orð af viti!“ Uppgræðslan og skógræktin í landi þeirra fram á fjörukamb og í safamýri hefur vakið athygli og aðdáun ekki einungis vinafólks og gesta heldur og fagmanna um skógrækt og fylgjast þeir með framvindu þessa undra reits. Trén vaxa þótt við sofum. Fyrir hönd núverandi stjórnar NBD á Íslandi og allra þeirra sem hann starfaði með í NBD bæði hér á landi og á öðrum Norðurlöndum eru Ólafi færðar þakkir með söknuði og Maríu og börnunum hughreystandi samúðarkveðjur. Við hjónin biðjum Maríu og börn- unum guðs blessunar. Við söknum öll drengsins góða. Þorvaldur S. Þorvaldsson. Það er skammt stórra högga á milli í félagahóp Kiwanisklúbbsins Esju. Með stuttu millibili höfum við séð á bak tveim félögum yfir móðuna miklu. Nú er það Ólafur Jensson, fyrsti forseti klúbbsins og heiðurs- félagi, sem við kveðjum. Þegar klúbburinn var stofnaður ár- ið 1970 varð Ólafur þess heiðurs að- njótandi að verða fyrsti forseti hans og gegndi hann því embætti með stakri prýði eins og öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Ólafur gegndi ótal trúnaðarstörf- um fyrir Kiwanishreyfinguna, var t.d. umdæmisritari 1971 – 1972, svæðis- stjóri Þórssvæðis 1972 – 1973 og síð- ast en ekki síst umdæmisstjóri 1977 – 1978. Það má með réttu segja að það var fyrir tilverknað Kiwanisklúbbsins Esju sem Ólafur tók að sér að gegna því starfi sem kannski átti hug hans allan seinni árin en það var starf fyrir Íþróttasamband fatlaðra. Þar var hann stjórnarmaður og seinna for- maður til fjölda ára. Það var á þeim vettvangi sem undirritaður kynntist honum fyrst og vill þakka þau kynni. Ólafur var virkur klúbbfélagi svo lengi sem heilsa hans leyfði en árið 2000 gerðum við hann að fyrsta heið- ursfélaga klúbbsins og vildum með því þakka honum fyrir allt það mikla starf sem hann hafði lagt á sig fyrir klúbbinn og Kiwanishreyfinguna sem heild. Við Esjufélagar viljum þakka þá vináttu sem hann sýndi okkur og klúbbnum alla tíð og megi allar góðar vættir styrkja vini og ættingja í sorg þeirra. F. h. Kiwaniskúbbsins Esju. Jón Eiríksson, forseti. Ótímabært andlát Ólafs Jenssonar, sem var félagi í Styrktar- og sjúkra- sjóði verslunarmanna í Reykjavík, kom okkur félögum hans sem öðrum í opna skjöldu. Styrktar- og sjúkrasjóður verslun- armanna í Reykjavík var stofnaður 24. nóvember 1867 af kaupmönnum og faktorum í Reykjavík, Hafnarfirði og Suðurnesjum. Sjóðurinn var stofn- aður til að styðja fátækar ekkjur og efnalitla starfsmenn. Fyrir hart nær 40 árum átti að leggja sjóðinn niður, en fyrir áræði og framsýni náðist menningarsöguleg björgun sjóðsins, sem er í dag einn hinn elsti starfandi á landinu. Ólafur var 17. formaður félagsins og leiddi stjórn þess í 13 ár. Í stjórn- artíð hans hafa áherslur sjóðsins breyst nokkuð, þannig að undanfarið á fimm ára fresti hefur verið staðið að öflugum stuðningi við stofnanir og þannig nýst þeim landsmönnum til góðs sem þangað hafa þurft að leita. Má þar nefna laser-skurðtæki til Landsspítalans – háskólasjúkrahúss og öflugan tölvubúnað til endurhæf- ingardeildar á Reykjalundi. Þessu hefur verið áorkað undir „fjarstýringu“ Ólafs og óeigingjörnu og útsjónarsömu starfi starfshópa eða „akademíu“ sem hefur verið tilkvödd hverju sinni. Það var gott að vinna með Ólafi, hann lagði málefni vel fram, jafnan vel hugsuð, lundgóður og stutt í spaugsyrði og það sem mikilvægt er fyrir svona lítt áberandi félag, vina- margur en þó vandlátur í vinavali. En Ólafur hugsaði ekki einvörð- ungu um gróanda mannlífsins og eitt af áhugamálum hans var ræktun og uppbygging sumarbústaðarlands síns við Hvalfjörðinn, sunnan megin. Við samstjórnarmenn Ólafs eigum góða minningu frá þeim sælureit sem Ólaf- ur og María hafa með alúð og nostri byggt upp nánast á fjörukambinum. Eiginkonu hans, Maríu, börnum þeirra og ættingjum sendum við ein- lægar samúðarkveðjur. Stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna í Reykjavík. Elsku Óli. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta en munum varðveita minn- inguna um þig að eilífu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við vottum Möllu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Guð geymi þig, elsku Óli okkar, þínar vinkonur, Margrét, Marta og María.  Fleiri minningargreinar um Ólaf Jensson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Kæri maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSTRÁÐUR JÓN SIGURSTEINDÓRSSON fyrrum skólastjóri, verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtu- daginn 31. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta starf KFUM njóta þess. Ingibjörg H. Jóelsdóttir, Valgeir Ástráðsson, Emilía B. Möller, Sigurður Ástráðsson, Guðný Bjarnadóttir, Herdís Ástráðsdóttir, Þorvaldur Sigurðsson, barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 21. júlí, verður jarðsungin frá Seljakirkju miðvikudaginn 30. júlí kl. 13.30. Haraldur Jónsson, Jón Haraldsson, Þóra Björgvinsdóttir, Gunnar Haraldsson, Stella Benediktsdóttir, Stefán Haraldsson, Fanney Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRGVIN GUÐMUNDUR JÓHANNESSON, Ægisíðu 125, Reykjavík, lést föstudaginn 25. júlí. Magnea Kristín Hjartardóttir, Jónína H. Björgvinsdóttir, Ólafur Björgvinsson Ragnheiður Ragnarsdóttir, Haraldur Björgvinsson, Sonja Gestsdóttir, Logi Björgvinsson, Margrét Gústafsdóttir, barnbörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTJÁN PÉTUR INGIMUNDARSON blikksmíðameistari, Suðurtúni 29, Bessastaðahreppi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 26. júlí síðastliðinn. Jóhanna Margrét Axelsdóttir, Sævar Kristjánsson, Sigurbjörg Vilmundardóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Úlfar Albertsson, Pétur Kristjánsson, Inga Rós Skúladóttir, Guðmunda Kristjánsdóttir, Sigurður Már Andrésson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ELÍNBORG SIGURÐSSON, Ljósvallagötu 10, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 27. júlí. Gunnar Sigurðsson, Borghildur Aðils, Jón Aðils, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Jakob Gunnarsson, Þuríður Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KJELLFRID EINARSSON, síðast til heimilis á Kirkjuvegi 5, Keflavík lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn 25. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Indíana Sigurðardóttir, Rósmary Aðalsteinsdóttir, Guðrún Kari Aðalsteinsdóttir, Björn Viðar Unnsteinsson og ömmubörnin. Móðir okkar, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR McKENZIE, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey í Caterham, Surrey í Englandi. Rosalind Dearlove, Donald McKenzie, Andrew McKenzie. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, GUÐMUNDUR S. KRISTJÁNSSON, Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Reykjanesvegi 8, Ytri-Njarðvík, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristrún Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.