Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI BÖRNUM sem standa í kofasmíðum á smíðavellinum við Ársel brá illilega í brún þegar þau komu á smíðavöll- inn í gærmorgun. Skemmdarvargar höfðu þá gengið berserksgang á vell- inum og brotið og bramlað allt sem fyrir varð. Öllum kofunum á vellin- um hafði verið velt og þök brotin. Hafði kofunum síðan verið sparkað mikið til og málningu skvett inn í einn þeirra. Börnin mjög vonsvikin „Það hefur verið eitthvað um svona skemmdir hverja helgi í júlí en aldrei svona rosalegt,“ segir Ragn- heiður Erna Kjartansdóttir, sem að- stoðar ungu smiðina ásamt sam- starfskonu sinni, Ernu Bryndísi Einarsdóttur. „Það sem er verst er að þetta er síðasta vikan sem smíða- völlurinn starfar og kofarnir voru allir næstum tilbúnir,“ segir Erna Bryndís um leið og hún hjálpar skjólstæðingi að saga. „Krakkarnir voru að undirbúa að fara með kofana heim og voru ofboðslega stoltir. Svo koma þau að þessu svona og urðu náttúrulega ofboðslega vonsvikin. Börn leggja sig öll fram við að búa eitthvað til og svo er það eyðilagt fyrir þeim. Sum þeirra gáfust hrein- lega upp þegar þau sáu eyðilegg- inguna en önnur láta sig hafa þetta og halda áfram. Þetta gerist náttúru- lega á nóttunni um helgar og völl- urinn er í miklu skjóli, þannig að það er engin fær leið til að koma í veg fyrir þetta nema kannski myndavél- ar á vellina, en viljum við það?“ Gott starf og einbeittir krakkar Vinkonurnar Tinna Níelsdóttir og Fríða Gylfadóttir létu þetta áfall ekki aftra sér og voru strax farnar að gera við þakið á húsinu sínu, sem er tvílyft timburhús. „Það var náttúru- lega ekkert gaman að láta skemma fyrir okkur, en við smíðum þetta bara aftur,“ segir Fríða og sagar þverspýtu einbeitt á svip. „Kannski voru þetta einhverjir einmana eða leiðir krakkar sem fá ekki að smíða.“ Sigurður Már Helgason, umsjón- armaður smíðavallanna hjá ÍTR, segir að þrátt fyrir að svona atburðir gerist öðru hvoru á sumrin megi ekki gleyma því góða starfi sem börnin eru að vinna og þeirri gríðarlegu sköpun sem á sér stað. „Það er alveg frábært að fylgjast með krökkunum vanda sig svona mikið við að smíða og sjá hvað þau gera mörg hver fal- lega kofa. Þetta eru fyrstu húsin sem þau byggja og þau leggja sig mikið fram við þetta. Þetta hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun ferða- manna sem fara hjá. Það komu til dæmis hingað bresk hjón á smíða- völlinn í Laugardal og létu í ljósi að- dáun sína á vönduðu handbragði og góðri smíði barnanna. Auðvitað er leiðinlegt að sjá svona eyðileggingu, en þetta er bara það sem krakkar sjá í sjónvarpinu, enda- lausa eyðileggingu og stríð, þetta er það sem fyrir þeim er haft og auðvit- að gera þau eins. Þau vantar ein- hverja útrás og fá hana í eyðilegg- ingunni. Grundvallaratriðið er þó það að við missum ekki sjónar á því hvað smíðavellirnir eru góðir staðir fyrir krakka sem langar að skapa eitthvað úti í góða veðrinu.“ Skemmdarvargar valda usla á smíðavelli Morgunblaðið/Svavar Þær stöllur Tinna Níelsdóttir og Fríða Gylfadóttir létu ekki áfallið aftra sér frá því að halda áfram með húsið, enda hin mesta völundarsmíð. SMÁMUNASAFN Sverris Her- mannssonar húsasmíðameistara á Akureyri var formlega opnað í fé- lagsheimilinu Sólgarði í Eyjafjarð- arsveit sl. laugardag. Sverrir og eiginkona hans Auður Jónsdóttir afhentu Eyjafjarðarsveit safnið til eignar og varðveislu en það þykir einstakt í sinni röð. Fjöldi muna er ótrúlegur og fjölbreytileikinn ekki síður en Sverrir, sem er fæddur ár- ið 1928, hefur safnað margs konar smáhlutum í áratugi og oft hafa honum áskotnast fast að þúsund hlutir á ári. Í safni hans eru fyrstu verkfærin sem hann sjálfur eign- aðist aðeins 7 ára gamall. Sverrir hefur á sinni löngu og farsælu starfsævi komið víða við í fagi sínu en þekktastur hefur hann orðið fyrir endurbyggingu og við- gerðir gamalla húsa. Þar má t. d. nefna Laxdalshús og Nonnahús á Akureyri og ófáar eru þær kirkj- urnar, sem hann hefur farið smiðs- höndum sínum um. Það þarf því engan að undra þótt trésmíðaverk- færi af ýmsu tagi séu fyrirferð- armikil í safninu enda er þar að finna fágætt úrval þeirra þar sem rekja má þróunarsögu hamra, hefla, hjólsveifa og annarra tækja og tóla, sem tengjast trésmíðinni, allt frá síðari hluta nítjándu aldar til dagsins í dag. Sverrir hefur einnig safnað áhöldum sem lúta að eldsmíði og járnsmíði og segja má að verkfæri af ólíklegasta uppruna séu aðall safnsins. Aldrei hent blýanti frá því að hann byrjaði að læra smíðar Í upphafi ætlaði Sverrir einungis að safna verkfærum, en fyrr en varði vatt söfnunin upp á sig og er magn og fjölbreytileiki munanna með ólíkindum. Í rauninni hefur Sverrir safnað og haldið til haga öllu sem hafa má í hendi, smáu sem stóru og hann hefur aldrei svo dæmi sé tekið hent nokkrum blýanti frá því hann byrjaði að læra smíðar árið 1946. Þó er safnið hvorki muna- né verkfærasafn, heldur þetta tvennt og ótal margt annað; búsáhaldasafn, lyklasafn, áhaldasafn og svo mætti lengi telja. Sverrir er fyrir löngu orðinn kunnur safnari og margir, hvaðan- æva af landinu, hafa fært honum góða muni. Við endurgerð og við- hald margra elstu og sögufrægustu húsa á Akureyri og í Eyjafirði hef- ur söfnunarárátta hans fengið að njóta sín út í æsar því Sverrir varð- veitti nagla, tré og ýmis smástykki úr þessum gömlu húsum, sem ann- ars hefðu lent á haugunum. Mörg þessara húsa voru byggð á 19. öld, svo naglar og tré eru komin til ára sinna. Úr þessum gripum hefur Sverrir útbúið nokkurs konar skúlptúra sem eru til sýnis á safn- inu, segir m.a. í fréttatilkynningu. Myndlistarmennirnir Þórarinn Blöndal og Finnur Arnar Arnarson höfðu veg og vanda af uppsetningu safnsins í Sólgarði. Smámunasafn Sverris Hermannssonar opnað Eignaðist fyrstu verkfærin sjö ára Morgunblaðið/Baldur Benjamínsson Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra skoðar safnið í Sólgarði með Sverri Hermannssyni húsa- smíðameistara. ULLA Mörch, myndlistarmaður frá Danmörku, opnar sýningu í Deiglunni í Listagili á Akureyri í dag kl. 13 og mun sýningin að- eins standa yfir í einn dag. Valdís Viðars, framkvæmda- stjóri Gilfélagsins sagði við Morgunblaðið að Ulla hefði verið gestur í Gestavinnustofu Gil- félagsins á Akureyri í júlí- mánuði. „Sýningin inniheldur verk sem hún hefur unnið meðan á dvöl hennar hefur staðið hér á landi. Á sýningunni eru stór grafísk verk, þar sem svarti liturinn er mjög áberandi í formi kínverskr- ar pensilskriftar í bland við vatnsliti. Ulla hefur mjög sterka tilfinningu fyrir íslenskri nátt- úru, jarðfræðilegum krafti landsins og sérstöðu. Þannig not- ar hún línur og form til að fanga ljós og skugga sem birtast henni í náttúrunni líkt og í kviksjá,“ sagði Valdís. Ulla Mörch segir það hafa verið alveg einstakt tækifæri fyrir sig að fá að dvelja og vinna að list sinni á stað sem sé svona nálægt nátt- úrunni og að það eigi eftir að hafa mikil áhrif á verk hennar í framtíð- inni. „Akureyrarbær getur verið stolt- ur af því að geta boðið erlendum listamönnum að koma hingað til Akureyrar og dvelja í Gesta- vinnustofunni við vinnu sína í lengri eða skemmri tíma. Það ber að varðveita þennan menning- arþátt vandlega, sem byggður hef- ur verið upp af Gilfélaginu síðustu 11 árin. Þessi möguleiki gefur ekki aðeins listamönnum víðsvegar að úr veröldinni tækifæri á að koma hingað til lands og upplifa og kynn- ast þessu einstaka landi og þjóð heldur er þetta einnig heilmikil og góð landkynning fyrir Ísland, sem við listamennirnir gerum ódauðlegt í verkum okkar,“ segir Ulla Mörch. Gestavinnustofa Gilfélagsins á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Ulla Mörch við eitt verka sinna. Akureyrarbær getur verið stoltur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.