Morgunblaðið - 29.07.2003, Page 39

Morgunblaðið - 29.07.2003, Page 39
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 39  KAJSA Bergqvist setti í fyrradag sænskt kvennamet í hástökki er hún vippaði sér yfir 2,06 metra á móti sem fram fór í Þýskalandi. Hún átti gamla metið sjálf, 2,05 metra, en ár- angur hennar er besti árangur árs- ins í hástökki kvenna. Stökk hinnar 27 ára gömlu Bergqvist er þar með í þriðja sæti yfir hæstu stökk allra tíma en hún reyndi í þrígang við nýtt heimsmet, 2,10, en mistókst að bæta heimsmetið sem er í eigu Stefka Kostadinova frá Búlgaríu, 2,09, sett árið 1987 í Róm á Ítalíu.  CURT Wadmark, fyrrverandi landsliðsþjálfari Svía í handknatt- leik og formaður sænska hand- knattleikssambandsins, lést á sunnudaginn. Curt, sem var 88 ára, starfaði mikið á vegum Alþjóða- handknattleikssambandsins, IHF.  KRISTINN Magnússon, KR-ing- ur, lék sinn fyrsta leik í efstu deild í knattspyrnu í fyrrakvöld þegar KR bar sigurorð af Fram. Þetta var samt ekki fyrsti stóri leikur hans með félaginu því Kristinn hóf feril sinn með því að spila með KR í for- keppni Meistaradeildar Evrópu gegn Pyunik frá Armeníu á dög- unum en þar var hann í byrjunarlið- inu, rétt eins og gegn Fram.  FRAMARAR tefldu líka fram ný- liða í leiknum því hinn 17 ára gamli bakvörður Kristján Hauksson spil- aði sinn fyrsta leik í efstu deild.  DARRELL Armstrong hefur ákveðið að leika með New Orleans Hornets næsta vetur í NBA-deild- inni í körfubolta en Armstrong hef- ur verið í herbúðum Orlando Magic síðustu fjögur ár. Armstrong er bakvörður og skoraði að meðaltali 9,4 stig og gaf 3,9 stoðsendingar í leik á síðasta tímabili en hann er þekktur fyrir að vera sterkur varn- armaður.  ELDEN Campbell mun leika með Detroit Pistons á næstu leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta. Camp- bell var samningslaus en hann spil- aði með Seattle og New Orleans síðasta vetur. Campbell er 35 ára gamall og leikur í stöðu miðherja en hann skoraði 6,1 stig og tók 3,2 frá- köst að meðaltali í leik sl. tímabili. FÓLK ÞAÐ er skammt stórra högga á milli í golflífi Íslendinga þessa dagana. Íslandsmótinu í höggleik lauk á sunnudag og í gær fór hið árlega Canon Pro-Am-mót fram hjá Keili. Ís- lensku keppendurnir áttu í fullu tré við bresku atvinnu- mennina Justin Rose og Peter Baker og sigraði Sigurpáll Geir Sveinsson, GA, eftir „bráðahögg“ við Magnús Lárusson, GKj þar sem þeir slógu eitt högg hvor af 100 metra færi og sá hafði betur sem hitti nær holu. Það gerði Sigurpáll, en þeir léku báðir völlinn á 70 höggum, einu höggi undir pari. Rose og Baker léku á parinu eins og Björgvin Sigurbergs- son. Þeir léku sama leikinn og gert var í keppninni um fyrsta sætið og varð Baker þriðji, Rose í fjórða sæti og Björgvin í því fimmta. Höggi á eftir voru Ólafur Már Sigurðsson og Örn Ævar Hjartarson, Heiðar Davíð Bjarnason lék á 73, Birgir Leifur Hafþórsson á 74, Úlfar Jónsson á 75 höggum, Auðunn Einarsson á 76, Sigurður Pétursson á 78 höggum eins og Haraldur Heimisson. Davíð Már Vilhjálmsson var á 80 höggum og Sigurþór Jónsson á 83 en Ottó Sigurðsson varð að hætta keppni um miðbik leiksins. Morgunblaðið/Golli Sigurpáll Geir Sveinsson, GA, sigraði á Canon Pro-Am- mótinu. „Bráðahögg“ til að sigra á Canon-mótinu ANTON Collins, 26 ára gamall bandarískur körfu- knattleiksmaður, er genginn til liðs við KFÍ frá Ísa- firði, nýliðana í úrvalsdeildinni. Collins er hávaxinn og sterkur, 2,06 m á hæð og 110 kíló, og hefur spilað í Dóminíska lýðveldinu, Mexíkó, Ekvador og Kól- umbíu síðustu árin. Áður spilaði hann eitt tímabil með Saint Troyen í Frakklandi en í háskóla lék hann með Chicago. Samkvæmt heimasíðu KFÍ skor- ar Collins grimmt undir körfunni og tekur mikið af fráköstum. Þar með er ljóst að tveir bandarískir leikmenn spila með KFÍ í vetur en áður hafði félagið samið við Jeb Yvey. Þeir eru báðir væntanlegir til Ísafjarðar í lok ágúst og fara með KFÍ til Englands í byrjun september þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti. Annar Banda- ríkjamaður til Ísfirðinga HK sendi 3. flokk sinn til keppni íIshöj, alls 28 leikmenn, og léku árgangarnir tveir í flokknum sinn í hvorum aldursflokki mótsins. Eldra lið HK, skipað piltum fæddum 1987, sigraði í sínum riðli eftir harða keppni við lið frá Svíþjóð, Póllandi, Tékklandi og Danmörku, og vann að lokum pólska liðið Kujawa- Pomorski, 6:5, í framlengdri víta- spyrnukeppni eftir markalausan úr- slitaleik. Elvar Þór Alfreðsson, markvörður HK og drengjalands- liðsins, tryggði liði sínu titilinn með því að verja sjöundu spyrnu Pól- verjanna. Yngra liðið, leikmenn fæddir 1988, vann líka sinn riðil en tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir sænsku liði, Malmslätts, í undanúrslitum eftir 2:2 jafntefli. HK vann hinsvegar Bílovec frá Tékklandi, 2:0, í úrslita- leik um bronsverðlaunin. HK-liðin tvö léku samtals 14 leiki á mótinu og töpuðu engum þeirra í venjuleg- um leiktíma, unnu níu leiki og gerðu fimm jafntefli. Alls tóku um 150 lið frá 15 löndum þátt í mótinu sem haldið var í þriðja skipti en HK er fyrsta íslenska félagið sem þar tek- ur þátt. Fram komst í úrslitaleik Jafnaldrar HK-inga í 3. flokki Fram voru í Danmörku á sama tíma og tóku þátt í Lyngby Cup, rót- grónu móti í Kaupmannahöfn. Þeir stóðu sig líka mjög vel og komust alla leið í úrslitaleik en biðu þar lægri hlut fyrir KB, 3:0. Áður höfðu Framarar tapað fyrir Bröndby, 1:2, en sigrað Holstebro frá Danmörku, 6:1, Helsingborg frá Svíþjóð, 4:2, og Lyngby frá Danmörku, 3:2. Sex af Danmerkurförunum, fjórir leikmenn úr HK og tveir úr Fram, hafa í nógu að snúast því þeir fóru í gær til Noregs með drengjalands- liðinu, U17, sem mætir Englend- ingum í fyrsta leik Norðurlanda- mótsins í dag. Leikmenn HK-liðanna úr 3. flokki karla sem gerðu það gott í Danmörku, fengu gull og brons á knattspyrnumóti. HK úr Kópavogi sigraði í flokki 16 ára pilta á Denmark Soccer Festival, alþjóðlegu knattspyrnumóti, sem fram fór í Ishöj í Dan- mörku í síðustu viku. Kópavogsfélagið hreppti ennfremur brons- verðlaunin í flokki 15 ára pilta á mótinu. HK sigraði í Danmörku STÓRSTJÖRNURNAR hjá Real Madrid eru mættar til leiks í Kína, en þar hóst Asíuferð meistaranna frá Spáni. Það er valinn maður í hverju rúmi hjá Real Madrid og margar spurningar hafa vaknað um hvernig David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, falli inn í leik- mannahópinn. „Ég sé ekki annað en að Beckham hafi náð að falla vel inn í hópinn. Hjá okkur eru leikmenn af ýmsu þjóðerni og þeir tala allir sama málið inni á vellinum – knatt- spyrnu,“ segir Argentínumaðurinn Jorge Valdano, sem er tæknilegur ráðgjafi hjá Real Madrid. Það er sagt að portúgalski þjálf- arinn Carlos Queiroz, fyrrverandi aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, glími við skemmtileg vandamál – það er að púsla öllum stórstjörnunum hjá Real Madrid saman í liðsheild. Queiroz er með geysilega öflugan 25 manna leikmannahóp í Kína, þar sem eru stórstjörnur á borð við Ronaldo, Zinedine Zidane, Luis Figo, Raul Gonzalez, David Beckham og Ro- berto Carlos. Einnig eru með í för leikmenn sem hafa verið orðaðir við önnur lið víðs vegar í Evrópu, eins og enski landsliðsmaðurinn Steve McManaman, fyrrverandi leik- maður Liverpool, og spánski lands- liðsmaðurinn Fernando Morientes. „Við munum nýta þær tvær vikur sem við ferðumst um Asíu til að finna út hvað við getum gert til að hafa lið okkar sem sterkast. Allir leikmennirnir eru tilbúnir í slaginn og við ætlum að tefla fram öflugu liði frá byrjun keppnistímabilsins,“ sagði Valdano, en Real Madrid leik- ur sinn síðasta leik í Asíuferðinni í Bangkok í Taílandi 10. ágúst. Hefja vörnina í Madrid Leikmenn Real hefja meist- aravörn sína á heimavelli við Real Betis 31. ágúst. Leikurinn sem flest- ir bíða eftir á Spáni – viðureign Barcelona og Real Madrid í Barce- lona í byrjun desember og Barce- lona kemur síðan til Madrid 1. maí. Stjörnur Real Madrid í Kína AP Luis Figo og David Beckham ræða málin í Kína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.