Morgunblaðið - 29.07.2003, Page 25

Morgunblaðið - 29.07.2003, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 25 ÍSLENSK stjórnvöld hafa fengiðlokaáminningu frá EFTA vegnainnleiðingar EES-reglna á sviðumsem varða t.a.m. vinnumarkaðs- mál, þriðju kynslóð farsíma (UMTS) og heilbrigðisskilyrði og markaðssetningu eldisfisks og afurða. Jafnframt höfðaði Eftirlitsstofnun í upphafi ársins mál gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna mismunandi upphæðar flugvallaskatts á innanlands- og millilandaflug. Jónas Fr. Jónsson segir að þessi mál séu þó frekar undantekning en venja. 60 manns frá 13 þjóðum að störfum hjá stofnuninni Jónas, sem er með meistaragráðu í lög- um og MBA, hefur starfað hjá Eftirlits- stofnun í fimm ár. Hann segir starfið vera mjög alþjóðlegt og spennandi enda sé þróunin hröð á ýmsum réttarsviðum. Hjá Eftirlits- stofnun starfa um 60 manns frá 13 þjóðum en störf hjá stofnuninni eru auglýst víða á hinu Evrópska efnahags- svæði í því skyni að fá sem hæfast fólk til starfa. Yfir stofnuninni er þriggja manna stjórn en starfsem- inni er skipt á milli fjögurra sviða: Innra markaðssvið, samkeppnis- og ríkis- styrkjasvið, laga- og stjórn- sýslusvið og starfsmanna- hald og rekstrarsvið. Á síðasta ári voru tvö svið sameinuð í eitt, innra mark- aðssvið, undir stjórn Jónas- ar en undir það heyrir hið svonefnda fjór- frelsi; frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og vinnuafls, og að auki falla þar undir tengd atriði svo sem vinnu- markaðsmál og neytendavernd. Að hans sögn er starfssviðið víðfeðmt og um 25 manns frá átta þjóðum starfa þar, flestir hámenntaðir sérfræðingar á sínu sviði. „Markmið stofnunarinnar er að fylgj- ast með því að EFTA-ríkin uppfylli skyldur sínar samkvæmt EES-samningn- um. Í grófum dráttum gerum við það á fimm vegu. Í fyrsta lagi fylgjumst við með því að reglur séu lögleiddar á réttum tíma. Í öðru lagi reynum við að skoða gæði innleiðingar og framkvæmd regln- anna, a.m.k. á ákveðnum sviðum. Í þriðja lagi fáum við kvartanir frá einstaklingum og lögaðilum um hugsanleg brot á samn- ingnum. Í fjórða lagi getum við tekið upp mál að eigin frumkvæði og að síðustu eru ýmsar stjórnsýslulegar skyldur sem hvíla á okkur, s.s. varðandi gerð skýrslna eða starfrækslu ákveðinna ferla, s.s. tilkynn- ingar um tæknilegar viðskiptahindranir. Við eigum mikil samskipti við fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins enda er markmiðið að réttarframkvæmd sé sem samræmdust á EES-svæðinu.“ Jónas segir að málin sem nefnd voru hér í upphafi falli flest undir fyrsta flokk- inn þó svo að flugvallarskattsmálið hafi stofnunin tekið upp að eigin frumkvæði enda hafi sambærileg mál verið rekin fyr- ir Evrópudómstólnum af hálfu fram- kvæmdastjórnarinnar. Sem dæmi um mál í öðrum flokki nefnir Jónas að ákveðið hafi verið að skoða gaumgæfilega reglur varðandi fjármálaþjónustu í öllum EFTA- ríkjunum og samræmi þeirra við EES- rétt, enda leggi Evrópusambandið mikla áherslu á fjármálamarkaðinn, m.a. í hinu svonefnda „Financial Services Action Plan“. Eftirlitsstofnunin hafi byrjað á því að skoða reglur á þessu sviði í Noregi ár- ið 2001, í Liechtenstein 2002 og nú sé verið að skoða reglurnar á Íslandi. 90% kvartana koma frá Noregi Jónas segir að hann merki ákveðna þróun í þá átt að fleiri mál snúi nú að þjónustu og fjármagnsviðskiptum, t.a.m. sé mun meira af kvörtunum varðandi þessi svið nú en var fyrir nokkrum árum. Jafnframt sé meira um að kvartað sé vegna framkvæmdar ýmiss konar skatta- reglna. Um skattamálin segir Jónas að þó svo að skattareglur séu almennt utan EES, megi framkvæmd þeirra ekki brjóta gegn samningnum og hindra hið frjálsa flæði á innri markaðnum. „Um þetta snýst flugvallaskattsmálið og menn muna ef til vill eftir athugasemdum stofn- unarinnar á sínum tíma við það að hluta- bréfaafslátturinn var einungis veittur til kaupa á bréfum í innlendum fyrirtækjum.“ Jónas segir að 90% kvart- ana síðustu tvö ár hafi komið frá Noregi sem sé nokkur breyting og veki upp spurn- ingar hvort fólk hér á landi sé nægjanlega upplýst um þann möguleika að skjóta málum til Eftirlitsstofnunar þó svo að auðvitað geti það líka þýtt að framkvæmd EES-reglna sé almennt góð og yfir litlu sé að kvarta. Hann segir að flest mál stofnunarinnar leysist á frumstigi, annaðhvort á þann hátt að ríkin breyti reglum í samræmi við athugasemdir eða gefi fullnægjandi skýringar við fyr- irspurnum Eftirlitsstofunar. Ef það ger- ist ekki er það stjórn stofnunarinnar sem tekur ákvörðun um að hefja svokallað samningsbrotamál með því að senda formlega athugasemd. Ef ekki sé fallist á svar viðkomandi ríkis geti stofnunin sent rökstutt álit og að síðustu stefnt máli fyr- ir EFTA-dómstólinn. Jónas bendir á að þótt Eftirlitsstofn- unin sé lítil stofnun og ríkin aðeinsþrjú sem undir hana heyra þurfi starfsfólk stofnunarinnar að fylgjast með sama regluverki og framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins. „Ég held að við séum ágætlega skilvirk og viðhöfum góða stjórnsýsluhætti, síðan getur það auðvit- að verið að einstaka mál dragist af því að þau eru flókin. Við erum stöðugt að leita leiða til að bæta skilvirknina. Samruninn á síðasta ári var hluti af því og í dag er unnið að því að taka upp nýtt tölvukerfi sem mun gefa aukna möguleika m.a. með samtengingu skráa og bættum leitar- möguleikum.“ Stefnt er að því að nýja kerfið verði tilbúið fyrir áramót. Jónas segir að breytingum ljúki aldrei og býst við að næsta verkefni verði að skoða hvernig innri markaðs stefnumótun (Internal Market Strategy) fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins horfi við stofnuninni. Hann segir að Ísland og hin EFTA- ríkin standi sig vel í alþjóðlegum sam- anburði í að innleiða tilskipanir sem sam- þykktar hafa verið á Evrópska efnahags- svæðinu og segist telja að ástæðan sé sú að málin hafi verið tekin föstum tökum í EFTA-ríkjunum. Þau hafi hannað ákveð- in ferli í stjórnsýslunni og hafi umsjón- araðila með innleiðingu tilskipana. „EES- rétturinn er víðfeðmur og teygir sig víða í löggjöf, og það þurfa menn almennt að hafa í huga við réttarframkvæmd,“ segir Jónas. Jónas Fr. Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Eftirlitsstofnun EFTA Þjónusta og fjár- magnsviðskipti æ meira áberandi Á undanförnum mánuðum hefur Eftirlitsstofnun EFTA sent íslenskum stjórnvöldum lokaáminningu, svokallað rökstutt álit, vegna innleiðingar EES-reglna á ýmsum sviðum. Jónas Fr. Jónsson, framkvæmda- stjóri hjá ESA, segir að Ísland standi sig engu að síður almennt vel varðandi innleiðingu EES-reglna. Jónas Fr. Jónsson k- a- a “ ð n- a f a - ekki á borði NATO, það er á borði aðilanna tveggja. Það var hins vegar eigi að síður gagnlegt að eiga þessar samræður með honum.“ Forsætisráðherra sagði, að- spurður hvaða hlutverki fram- kvæmdastjóri NATO gæti gegnt í þessu máli, að hann gæti átt þátt í að skýra línur á milli aðila og út- skýra fyrir hvorum aðilanum sjónarmið hins án þess að hann væri milligöngumaður eða sátta- semjari í málinu. „Málið er ekki komið á það stig,“ sagði forsætis- ráðherra. Þurfa að sýna meiri sveigjanleika Haldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra átti einnig viðræður við Robertson og sagði að fund- inum loknum ljóst að varnarmál Íslands hefðu athygli bæði fram- kvæmdastjóra NATO og forseta Bandaríkjanna. „Þetta mál komst inn á borð forsetans fyrir milligöngu Robertsons, sem við erum mjög þakklátir fyrir. Ég átti við hann gott samtal skömmu fyrir kosningar og þá var hann á leið til fundar við jafnt Colin Powell og forsetann og það er mjög mikilvægt að málið skuli vera í þeirri stöðu. Hins vegar er engin lausn komin en það er þó komið af því stigi að endanleg ákvörðun hafi verið tekin líkt og okkur var tilkynnt skömmu fyrir kosningar.“ Halldór sagði ljóst að þetta væri tvíhliða mál Íslands og Bandaríkjanna og yrði einungis leyst í beinum viðræðum milli ríkjanna. „Ég tel að að Banda- ríkjamenn þurfi að sýna meiri sveigjanleika í málinu og ég er vongóður um að það geti gerst og við finnum lausn sem þjóni fram- tíðarhagsmunum Íslands og framtíðarhagsmunum Atlants- hafsbandalagsins. Við skoðum málið í ljósi varnarsamningsins. Ef hann endurspeglar ekki leng- ur raunveruleikann, þ.e. þann vilja sem er hjá bæði Bandaríkja- mönnum og Íslendingum, þarf að breyta honum. Það er okkar krafa að þetta mál sé fyrst og fremst skoðað í ljósi varnarhags- muna Íslands. Það eru ákveðnar lágmarksvarnir sem eru nauð- synlegar. Ef þær geta verið tryggðar með einhverjum öðrum hætti, erum við opnir fyrir því að ræða það en við höfum ekki séð á þessu stigi neina lausn sem getur komið í staðinn fyrir vélarnar og þyrlurnar sem þeim fylgja. En það hefur verið alveg ljóst í okkar huga að þyrlurnar fylgja orrustu- vélunum.“ sins í kveðjuheimsókn m á aðstoð NATO Morgunblaðið/Kristinn amkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, átti í gær fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri a á Þingvöllum en Robertson er í kveðjuheimsókn hér á landi þar sem hann lætur af störfum í árslok. á ferli sínum lagt áherslu á að efla tengsl við stjórnmálamenn í mörgum Evrópulöndum. Bretar eiga heima í Evrópusambandinu segir Robertson og þeir eiga að leggja sitt af mörkum til að auka samstarf og sjálfstætt framlag Evrópuríkjanna til NATO. George Robertson er skoskur að uppruna, fæddur í bænum Port Ellen á eynni Isley á Suðureyjum 1946, hann lauk prófi í hagfræði 1968 við Dundee-háskóla. Eiginkona hans er Sandra og eiga þau þrjú börn. Ro- bertson gekk í Verkamannaflokkinn, var árum saman starfsmaður verka- lýðssamtaka og varð þingmaður 1978. Hann barðist eindregið gegn þeirri stefnu að Bretar afsöluðu sér einhliða öllum kjarnorkuvopnum eins og annars var opinber stefna flokks- ins um hríð. Einnig varði hann aðild- ina að NATO en margir flokksmenn vildu að Bretar gengju úr bandalag- inu. Robertson hefur staðið fyrir rót- tækum breytingum á skipulagi NATO, fækkað hefur verið stjórn- stöðvum og lögð áhersla á að gera heraflann og búnað hans sveigjanlegri og hæfari til að berjast gegn hryðju- verkum. Einnig hefur NATO tekið að sér að stjórna friðargæslunni í Afgan- istan og samskipti við Rússa gerð nánari. Oft hefur gefið á bátinn hjá Robert- son en líklega aldrei meira en í byrj- un þessa árs. Þá neituðu Frakkar, Þjóðverjar og Belgar að samþykkja að NATO sendi lið til Tyrklands til að tryggja varnir landsins ef Írakar réð- ust á Tyrki í kjölfar innrásar banda- manna sem þá var verið að undirbúa. Diplómatinn Robertson var harðorður og taldi að með þessari afstöðu væru ríkin þrjú að sýna mikið ábyrgðar- leysi. Þau væru að grafa undan sam- stöðunni í bandalaginu en honum tókst að lokum að ná sáttum um tæknilega leið út úr ógöngunum. Robertson lætur af störfum í des- ember og mun eftir áramótin taka við starfi aðstoðarstjórnarformanns hjá öflugu fjarskiptafyrirtæki, Cable & Wireless plc. pstokkunar Reuters ður, framkvæmda- aksýn er merki banda-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.