Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 43 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Stríðið er hafið! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Ein besta gamanmynd sumarsins með stórleikaranum Michael Douglas. YFIR 18000 GESTIR! YFIR 29.000 GESTIR! MICHAEL DOUGLAS ALBERT BROOKS Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11.10. B.i. 14 ára. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Stríðið er hafið! Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Ein besta gamanmynd sumarsins með stórleikaranum Michael Douglas. YFIR 18.000 GESTIR! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. YFIR 29.000 GESTIR! Laugavegi 91 s.511-1717 - Kringlunni s.5689017 - www.sautjan.is Ný sending af DIESEL gallabuxum DIESEL gallabuxur frá: 7.990 DIESEL DIESEL DIESEL DIESEL skór bolir jakkar háskólabolir frá: frá: frá: frá: 4.990 1.990 10.990 3.990 alltaf á föstudögumDAGLEGT LÍF LEIKARINN Bob Hope lést í gær á 101. aldursári. Hope fæddist í Lundúnum 29. maí 1903 en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkj- anna þegar hann var fjög- urra ára þar sem fyrir hon- um lá að verða kvik- myndastjarna. Hann var skírður Leslie en breytti nafni sínu í Bob, að því er sagan segir vegna þess að í kennslustundum var hann kallaður upp sem „Hope, Leslie“ sem skólafélagar hans styttu í „hopeless“ (vonlaus). En snemma á ferli sínum varð hann þó uppnefndur „Skíðabrekku- nef“ vegna sérstæðrar lög- unar nefs síns. Hann var meðal annars titlaður „Skemmtikraftur 20. aldarinnar“ og á að baki yfir 70 kvikmyndir. Hann hlaut á lífsleiðinni fjölda verðlauna og viðurkenninga en Hope er skráður í Heimsmetabók Guinness sem sá leikari sem flestar viðurkenningar hefur hlotið og eru þær eru taldar vera yfir 1.500 í heildina. Það var honum mikið kappsmál að styðja við bakið á bandarískum hermönnum og heimsótti hann og skemmti þeim í flestum stríðsátök- um sem Bandaríkin komu nálægt allt frá seinni heimsstyrjöldinni til Persaflóastríðsins. Eftir að hann dró sig í hlé fyrir um 20 árum hefur nokkrum sinnum komið fyrir að því hafi ranglega ver- ið haldið fram að hann væri látinn. Um miðjan 10. áratuginn birti vef- síða frétt þess efnis sem þingmaður í fulltrúadeild bandaríkjaþings las og tilkynnti þingheimi að leikarinn væri látinn. Bob Hope lék meðal annars með Bing Crosby og Dorothy Lamour í Road to...-myndaröðinni en meðal annarra þekktra mynda sem hann lék í má nefna The Cat and the Can- ary, My Favourite Blonde, The Sev- en Little Foys, The Paleface, The Great Lover, The Princess and the Pirate og Fancy Pants sem var fyrsta af mörgum kvikmyndum þar sem hann fékk að leika á móti Luc- ille Ball. Um hver jól var sýndur sérstakur gamanþáttur með honum sem var í hugum margra Banda- ríkjamanna ómissandi þáttur í jóla- haldinu. Undir lokin var Bob Hope orðinn mjög tæpur á heilsu en hann var þó allur hinn brattasti þegar aldar- afmæli hans var fagnað fyrr á árinu en þá vottaði fjöldi fyrirmenna hon- um virðingu sína fyrir framlag sitt til að skemmta heimsbyggðinni. Hann lætur eftir sig eiginkonu sína til 69 ára en þau áttu fjögur börn og fjögur barnabörn. Einn ástkærasti grínleikari sögunnar fallinn frá, aldargamall Bob Hope látinn Reuters Bob Hope Bob Hope var ekki hvað síst þekktur fyrir smellin tilsvör. Meðal helstu gullkorna hans eru þessi: „Það var mjög hart í ári þá. Ég hefði ekki haft neitt að éta ef ekki hefði verið fyrir grænmetið sem áhorfendur grýttu í mig.“ „Hvar annars staðar en í Bandaríkjunum gætu kvenréttindasinnar fjarlægt brjóstahaldarana sína og síðan farið í sjónvarpið að kvarta yfir skorti á stuðningi?“ „Víetnam-stríðinu lauk loks með samkomulagi sem hvorugur að- ilinn hyggst heiðra. Það var eins og brúðkaup hjá Zsa Zsa Gabor.“ „Strákarnir í Washington verða að fara að laga gengismálin. Það er búið að teygja svo úr dollarnum að George Washington er kominn með frekjuskarð.“ „Þú veist að þú ert orðinn gamall þegar kertin kosta meira en kak- an.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.