Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 37 DAGBÓK vinnupallar Sala - leiga Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is STJÖRNUSPÁ Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú hefur miklar gáfur til að bera og lætur ekki minnstu smáatriði framhjá þér fara. Þú nýtur mikils trausts og er það verðskuldað. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þig langar til þess að sækja veislur og skemmta þér í dag! Njóttu þess að eiga góðar stundir með vinum þínum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að einbeita þér að heimili og fjölskyldu þessa stundina. Samtöl við for- eldra eða aðra fjölskyldu- meðlimi eru mikilvæg. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur afskaplega mikið á þinni könnu í dag. Stuttar ferðir, samtöl við sam- starfsfólk og samninga- viðræður munu halda þér við efnið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur möguleika á betra starfi, bættu starfsumhverfi eða auknum tekjum. Í dag er frábært að huga að fjár- málum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Staða himintunglanna gerir það að verkum að þú nýtur töluverðra vinsælda í dag. Þú hefur mikið sjálfstraust og ert full(ur) af orku. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Í dag þarft þú að eiga sam- skipti við hið opinbera og stórfyrirtæki. Ef þú færð tækifæri til skaltu hvíla þig eilítið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú nýtur mikilla vinsælda í dag og hittir margt fólk. Njóttu þess að ræða við vini og kunningja. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fólk tekur eftir þér! Þú átt auðvelt með að hafa góð áhrif á aðra. Þú skalt njóta þess á meðan á því stendur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er mikilvægt að þú bregðir út af vananum í dag. Þú sækist eftir örvandi ævintýrum og ert til í að gera hvað sem er. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hæfileikar þínir til hvers kyns rannsókna eru miklir í dag. Þú munt ekki hika við að líta undir hvern stein í leit þinni að sannleikanum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Félagslíf þitt hefur verið í miklum blóma undanfarið. Njóttu þess á meðan það varir því það er ekki alltaf svo. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt auðvelt með að skipuleggja þig í dag. Reyndu eftir fremsta megni að bæta heilsu þína því þú kýst að komast í fremstu röð. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓN Móðir mín Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? – Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís, hjá góðri og göfugri móður? Ég man það betur en margt í gær, þá morgunsólin mig vakti skær og tvö við stóðum í túni: Þú bentir mér yfir byggðar hring, þar brosti við dýrðin allt í kring og fjörðurinn bláöldum búni. Þú bentir mér á, hvar árdagssól í austrinu kom með líf og skjól. Þá signdir þú mig og segir: „Það er guð, sem horfir svo hýrt og bjart, það er hann, sem andar á myrkrið svart og heilaga ásján hneigir.“ Matthías Jochumsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. EinarJónsson, fyrrver- andi gjaldkeri hjá SÍS, er níræður í dag, þriðjudaginn 29. júlí. Hann og kona hans Jóhanna Árnadóttir verða að heiman á afmælisdaginn. 80 ÁRA afmæli. Átt-ræður er í dag þriðjudaginn 29. júlí Bald- vin Grani Baldursson fyrr- verandi bóndi og oddviti, Rangá í Ljósavatnshreppi. Hann verður með fjöl- skyldu sinni í dag. VESTUR hittir á gott útspil og vörnin tekur strax bók- ina gegn þremur gröndum suðurs. En ef sagnhafi kann til verka í eldhúsinu getur hann líka gert sér mat úr út- spilinu. Sjáum hvað setur. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ DG ♥ Á ♦ D76 ♣KG96532 Suður ♠ 9752 ♥ KDG ♦ ÁK85 ♣Á10 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Spaðaþristurinn kemur út og austur tekur tvo slagi á kóng og ás í spaða og spilar þriðja spaðanum. Vestur reynist hafa byrjað með 108xx, svo að vörnin fær fjóra fyrstu slagina. Sagn- hafi kemst að í fimmta slag þegar vestur spilar blindum inn á hjartaás. Hver er áætl- unin til að byrja með? Ef tígullinn fellur 3-3 þarf ekki að leita frekar að ní- unda slagnum, svo það er rétt að bíða með laufið og taka þrjá efstu í tígli. Í ljós kemur að austur hefur byrj- að með fjórlit. Nú verður ekki hjá því komist að spila laufinu. Báðir láta smátt í ásinn og vestur fylgir með smáspili þegar tíunni er spilað að blindum. Á að svína eða toppa? Norður ♠ DG ♥ Á ♦ D76 ♣KG96532 Vestur Austur ♠ 10863 ♠ ÁK4 ♥ 9643 ♥ 108752 ♦ 92 ♦ G1043 ♣D74 ♣8 Suður ♠ 9752 ♥ KDG ♦ ÁK85 ♣Á10 Við sjáum að svíningin er nauðsynleg eins og spilið liggur. En er ekki bara um hitting að ræða? Alls ekki. Vestur kaus að koma út frá fjórlit í spaða eftir lokaðar sagnir. Sem bendir til að hann eigi ekki lengri lit – sem sagt, ekki fimmlit í hjarta og því ekki skiptinguna 4-5-2-2. Ef rétt er ályktað, þá á hann því þriðja laufið – drottninguna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 a6 5. c5 Rbd7 6. Bf4 Rh5 7. e3 Rxf4 8. exf4 g6 9. Bd3 Bg7 10. O-O O-O 11. He1 Dc7 12. g3 b6 13. cxb6 Rxb6 14. Db3 e6 15. Hac1 Bd7 16. Re5 Hfb8 17. Dd1 Be8 18. h4 Dd6 19. a3 c5 20. dxc5 Dxc5 21. De2 Da5 22. Ra2 Bb5 Staðan kom upp í A-flokki skákhátíðarinnar í Pardubice í Tékklandi. Sig- urvegari mótsins, tékkneski stórmeist- arinn Vlastimil Babula (2550), hafði hvítt gegn Petr Neuman (2438). 23. Rxf7! Hf8 23. ...Bxd3 gekk ekki upp vegna 24. Dxe6 og hvítur mátar eft- ir t.d. 24. ...He8 25. Rh6+ Kh8 26. Dg8+ Hxg8 27. Rf7#. Í framhaldinu reyndist staða svarts einnig von- laus. 24. Rg5 Bxd3 25. Dxd3 Bxb2 26. Hxe6! Hfe8 hvítur myndi máta eftir 26. ...Bxc1 27. Hxg6+. 27. Hxg6+ hxg6 28. Dxg6+ Bg7 29. Df7+ Kh8 30. Hc7 og svartur gafst upp. Loka- staða efstu manna varð þessi: 1. Vlastimil Babula (2550) með 7½ vinning af 9 mögulegum. 2.–8. Ernesto Inarkiev (2582), Gennady Gutman (2513), Vladimir Burmakin (2575), Mikhaíl Gurevitsj (2644),Vladimir Potkín (2518), Vadim Mal- akhatko (2498) og Andrei Kovalev (2554) með 7 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 55 ára brúðkaupsafmæli. Hinn 29. júlí 1948 gengu í hjóna- band Elsa Magnúsdóttir og Ásmundur Daníelsson flug- vélstjóri, hann lést 2001. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Í sumar verður opið hús á vegum kirkjunnar fyrir eldri borgara í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16. Spilað og spjallað. Þorlákur sér um akstur fyrir þá sem óska. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir velkomn- ir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Ómar Grindavíkurkirkja MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.