Morgunblaðið - 09.08.2003, Side 4

Morgunblaðið - 09.08.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.500 kr. Óendanlegir möguleikar! Alltaf ód‡rast á netinu ALMENNT virðist hafa gengið vel að ráða í stöður grunnskólakennara fyrir komandi skólaár en ástandið er þó mismunandi frá stað til staðar. „Við fylgjumst að vísu ekki ná- kvæmlega með ráðningum en það sem við höfum heyrt bendir til þess að tiltölulega vel hafi gengið að manna stöður og eiginlega mun bet- ur en nokkru sinni fyrr. Þeir skóla- stjórar sem ég hef hitt hafa borið sig mjög vel,“ segir Finnbogi Sigurðs- son, formaður Félags grunnskóla- kennara. Hann segist gera ráð fyrir að hlutfall réttindakennara muni a.m.k. ekki lækka á milli ára. „En ég býst við að fjöldi leiðbeinenda standi nokkurn veginn í stað því kennara- stöðum fjölgar á hverju ári, þjóðinni fjölgar og það eru enn að koma stórir árgangar inn í grunnskólana. Í Fjarðabyggð eru þrír skólar, á Reyðarfirði, Neskaupstað og Eski- firði, og segir Gunnar Jónsson, for- stöðumaður stjórnsýslusviðs Fjarða- byggðar, að ráðningar gangi vel og hlutfall kennara með fullgild réttindi sé um 70% og þokist upp á við. Kristín Ósk Jónasdóttir hjá skóla- skrifstofunni á Ísafirði segir að búið sé að ráða í flestar stöður en ekki hafi tekist að fá faglært fólk í allar stöður. Hún segir sýnu verr hafa gengið að ráða í litlu og fámennu skólana í sveitarfélaginu en hina stærri og þar sé sums staðar óþægi- lega hátt hlutfall ómenntaðs starfs- fólks. „Í grunnskólunum á Ísafirði eru nokkur stöðugleiki í mannahaldi og flestallir leiðbeinendur sem hafa verið ráðnir þar eru að ljúka rétt- indum frá Kennaraháskólanum.“ Kristín segist ekki telja að betur hafi gengið að ráða kennara nú en undanfarin ár. Gengið vel á Suðurlandi og Norðurlandi vestra Eyjólfur Sturlaugsson, skólastjóri Vallaskóla á Selfossi, segir að vel hafi gengið að ráða í kennarastöður í ár. „Við vorum svotil búin að full- manna í júní og hlutfall réttinda- kennara er hátt hjá okkur, líklega 80–90%.“ Aðspurður segist Eyjólfur telja að að tiltölulega vel hafi gengið að ráða í kennarastöður á Suður- landi. Hjá skólaskrifstofu Húnvetninga á Blönduósi fengust þær upplýsing- ar að vel hafi gengið að ráða og að nánast sé fullmannað í stöður í Vest- ur- og Austur-Húnavatnssýslum. Gengur vel að ráða grunnskólakennara ÞAU voru þungt hugsi er þau gengu eftir slóð forfeðranna á brún Almannagjár á Þingvöllum. Almannagjá nefnist einu nafni hraunsprunga sú er liggur vestan að Þingvöllum, frá Þingvallavatni og upp í Ármannsfell. Í bókinni Landið þitt Ísland segir að Al- mannagjá sé um 8 kílómetra löng og gróin í botninn. Morgunblaðið/Kristinn Á slóð forfeðranna TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð- herra segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af stöðu nemenda í tón- listarnámi. Reykjavíkurborg hefur neitað að greiða kostnað við tónlist- arnám nemenda sem eiga lögheimili utan höfuðborgarinnar og hefur Sam- band íslenskra sveitarfélaga farið fram á að ríkið standi straum af kostnaði við framhaldsnám í tónlist. „Það verður að skoða málið í ljósi þeirra lagaákvæða sem um það gilda. Frá árinu 1989 hvílir greiðsluskylda launakostnaðar tónlistarskóla á sveit- arfélögunum einum. Þessi ákvörðun var ekki tekin einhliða af ríkinu held- ur var lagafrumvarp um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga í fullu sam- ræmi við heildarsamkomulag um verkaskipti ríkis og sveitarfélaga. Það var því góð sátt um málið,“ segir Tómas Ingi. Hann segir að samkvæmt sam- komulaginu sé ljóst að sveitarfélögum beri að standa undir launakostnaði kennara og skólastjóra tónlistarskóla í hverju sveitarfélagi fyrir sig. „Þessi skylda er óháð búsetu nemenda. Allir eiga rétt til tónlistarnáms og hvers konar mismunun byggð á búsetu er óheimil,“ segir hann. Af þessum ástæðum telur Tómas Ingi kröfur Reykjavíkurborgar á hendur þeim sveitarfélögum þar sem nemendur eiga lögheimili ekki hafa lagastoð. „Borgin hefur lögum sam- kvæmt ekki stöðu til þess að krefjast þess að nemendum sem eiga lögheim- ili utan borgarinnar fylgi greiðslu- þátttaka viðkomandi sveitarfélags,“ segir Tómas Ingi. Hann telur hins vegar að sanngirn- isrök liggi til þess að gerðir verði samningar um þennan kostnað og bendir á að Samband íslenskra sveit- arfélaga sé rétti vettvangurinn fyrir slíka umræðu. Skoðist í samhengi við verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga Tómas Ingi segir að krafa sem fram hefur komið um að ríkið fjár- magni framhaldsnám í tónlist gangi einnig í berhögg við samkomulag um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hann segir að ef vilji sé fyrir að end- urskoða það samkoumlag sé eðlilegt að slíkt sé gert á réttum vettvangi: „Sá vettvangur er nefnd á vegum fé- lagsmálaráðherra sem fjallar al- mennt um verkaskiptingu [ríkis og sveitarfélaga]. Á borði þeirrar nefnd- ar eru mál sem snerta mun fleiri mál- efni en þau sem eru á verksviði menntamálaráðuneytisins,“ segir Tómas Ingi. Deilur um kostnað vegna tónlistarnáms Ekki lagastoð fyrir kröf- um Reykjavíkurborgar ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra setti í fyrradag rækjuhá- tíðina Kampalampann 2003 á Ísa- firði. Hátíðin er haldin í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá upphafi rækjuveiða við Ísland en vagga þeirrar sjávarútvegsgreinar stóð á Ísafirði. Margháttuð dagskrá er fyrir- huguð vegna hátíðarinnar á næstu dögum. M.a. verður haldinn hafn- ardagur við Ísafjarðarhöfn. Þá verður grillveisla og sýning um sögu Ísafjarðarhafnar verður opn- uð. Á myndinni sést Árni M. Mathie- sen gæða sér á einum af þeim fjöl- mörgu rækjuréttum sem boðið var upp á við setningu hátíðarinnar og við borðið sést Halldór Halldórsson bæjarstjóri raða góðgæti á disk. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Rækjuhátíðin sett HÓPUR fimm breskra ofurhuga á gúmmíbát á leið yfir Norður-Atlantshafið kom í höfn í Reykjavík um kvöld- matarleytið í gær og verður hópurinn hér í nokkra daga. Leiðangurinn hófst í Nova Scotia í Kanada á fimmtudaginn í síðustu viku, þaðan var haldið um Labrador og komið til Grænlands á þriðjudaginn. Eftir dags viðdvöl í Grænlandi lá leiðin til Reykjavík- ur en bátsverjar lentu í miklum hrakningum og slæmu veðri á leiðinni og að sögn Bear Grylls, forsprakka hópsins, voru þeir orðnir æði skelkaðir um tíma og fegnir að hafa fast land undir fótum í nokkra daga. Héðan mun hópurinn halda til Færeyja en þaðan til Skotlands þar sem ferðinni lýkur. Þetta er í fyrsta sinn sem siglt er yfir Norður- Atlantshafið með þessum hætti en leiðangurinn er far- inn í góðgerðarskyni fyrir hjálparsjóð Karls Breta- prins. Sjóðurinn beitir sér fyrir að styrkja ungt fólk við að koma undir sig fótunum í viðskiptalífinu og stefna leiðangursmenn á að safna 50 þúsund pundum í sjóð- inn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bresku siglingarkapparnir. F.v.: Mick Crosweight, Charlie Lang, Andy Leavers, Nigel Thomson og Bear Grylls. Úthafið sigrað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.