Morgunblaðið - 09.08.2003, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HAGNAÐUR Landsbanka Íslands
á fyrri hluta ársins nam 1.221 millj-
ón króna, sem er 32% aukning frá
fyrra ári. Greiningardeildir hinna
viðskiptabankanna tveggja höfðu
spáð 1.260 milljóna króna hagnaði
að meðaltali og er hagnaðurinn því
heldur undir meðalspá. Arðsemi
eigin fjár hækkaði úr 12% í 16%
milli ára og hagsauki tímabilsins,
sem er ávöxtun eigin fjár umfram
meðalávöxtun áhættulausrar fjár-
festingar, var 9,1%. Markmið bank-
ans um arðsemi er 13%-15% og
markmiðið er að hagsaukinn sé á
bilinu 6%-8%. Þess ber að geta að
rekstrarreikningur samstæðunnar
er ekki að fullu samanburðarhæfur
við fyrra ár þar sem SP-Fjármögn-
un var ekki inni í fyrra árs tölum
samstæðunnar á fyrstu sex mán-
uðum ársins í fyrra.
Ef litið er á annan fjórðung ársins
sérstaklega eykst hagnaður milli
ára um 112% í 408 milljónir króna.
Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri
segir að þrennt standi upp úr í milli-
uppgjöri Landbankans. „Bankinn
stækkaði mikið, eða um 48 milljarða
króna á öðrum ársfjórðungi, í um
328 milljarða króna. Helmingurinn
af því skýrist af kaupum Lands-
bankans á starfsemi Búnaðarbank-
ans í Lúxemborg en helmingurinn
er vegna innri vaxtar. Einnig er at-
hyglisvert að afkoman er mjög góð
þrátt fyrir að mikið hafi verið lagt
til hliðar í afskriftareikning, sem er
einsskiptis aðgerð hjá okkur til að
styrkja afskriftareikninginn. Við
teljum að bankinn standi sterkari á
eftir,“ segir Sigurjón.
Halldór J. Kristjánsson banka-
stjóri bætir því við að í raun skili
allir þættir starfseminnar jákvæðri
afkomu. „Hærra hlutfall tekna kem-
ur úr þóknanahlutanum og kjarna-
starfsemin öll skilar jákvæðri af-
komu,“ segir Halldór og bætir því
við að þrátt fyrir óreglulega liði sé
bankinn á áætlun og ekkert bendi
til annars en hann verði á áætlun á
árinu. Arðsemin sé betri en á síð-
asta ári og bankinn stækki, þannig
að uppgjörið sé á heildina litið mjög
gott.
Kostnaðarhlutfall lækkar
Vaxtagjöld drógust meira saman
en vaxtatekjur og hreinar vaxta-
tekjur, sem eru mismunur vaxta-
gjalda og -tekna, hækkuðu um 12%,
í 4,2 milljarða króna. Vaxtamunur,
sem mælir hreinar vaxtatekjur sem
hlutfall af meðalstöðu heildarfjár-
magns, hækkaði lítillega og nam
2,75%.
Tekjur af hlutabréfum og eignar-
hlutum lækka um nálægt þrjú
hundruð milljónir króna og nema 67
milljónum króna. Þetta skýrist aðal-
lega af því að bankinn hefur selt
hlut sinn í Vátryggingafélagi Ís-
lands, en í fyrra fékk hann hlutdeild
af hagnaði VÍS.
Þóknunartekjur jukust um 28%
milli ára og námu tæpum þremur
milljörðum króna. Aukninguna má
einkum rekja til sölu- og ráðgjaf-
artekna af verðbréfaviðskiptum.
Gengishagnaður hækkaði um
tæplega einn milljarð króna og nam
tæpum 1,2 milljörðum króna. Þar
munar mest um nær átta hundruð
milljóna króna viðsnúning í geng-
ishagnaði af hlutabréfum, en geng-
ishagnaður af skuldabréfum eykst
um rúmar tvö hundruð milljónir
króna. Þróunin í gengishagnaði af
hlutabréfum verður þrátt fyrir að
bankinn hafi fært niður umtalsvert
af óskráðum hlutabréfum sínum á
öðrum fjórðungi ársins, að því er
fram kemur í tilkynningu bankans.
Aðrar rekstrartekjur jukust um
nær fjögur hundruð milljónir króna,
í 548 milljónir króna, og skýrist sú
aukning af söluhagnaði eignarhluta
í tryggingafélögum.
Stöðugildi móðurfélagsins við
bankastörf voru jafn mörg, 907, við
upphaf og lok tímabilsins, en stöðu-
gildum í dótturfélögum fjölgaði úr
47 í 74.
Laun og tengd gjöld hækkuðu um
12% og námu 2,4 milljörðum króna
og í heildina hækkuðu rekstrargjöld
um 15% í 4,7 milljarða króna.
Hreinar rekstrartekjur hækkuðu
mun meira, um 34%, og námu 8,6
milljörðum króna. Kostnaðarhlutfall
bankans, hlutfall rekstrargjalda af
hreinum rekstrartekjum, lækkaði af
þessum sökum mikið, eða úr 64% í
55% á fyrri hluta ársins, en fyrir ár-
ið í fyrra í heild var hlutfallið 61%.
Eignir jukust um 18%
Eignir Landsbankans jukust um
18% á tímabilinu og námu 329 millj-
örðum króna í lok júní. Þar af námu
heildarútlán 264 milljörðum króna
og jukust um 23%. Tæpur helm-
ingur útlánaaukningarinnar er
vegna kaupa Landsbankans á dótt-
urfélagi Búnaðarbankans í Lúxem-
borg á öðrum fjórðungi ársins.
Innlán námu 129 milljörðum
króna í lok júní og jukust um 19% á
tímabilinu.
Eigið fé jókst um átta hundruð
milljónir króna á tímabilinu og nam
rúmum 17 milljörðum króna við lok
þess. Eiginfjárhlutfall, samkvæmt
eiginfjárákvæðum laga, lækkaði úr
10,6% í 9,1% á tímabilinu.
Í tilkynningu bankans segir að
hann geri ráð fyrir að afkoma ársins
í heild verði innan arðsemisviðmiða
og að arðsemi eigin fjár eftir skatta,
miðað við óbreytta ávöxtunarkröfu
áhættulausrar fjárfestingar, verði á
bilinu 13%-15%.
Hagnaður Landsbankans jókst um 32%
Kostnaðarhlut-
fall lækkar úr
64% í 55%
!"
"#$#
$$!
$%!#
!$&
'("
'"&
)
*
&%"
%
"+"
%#(!
!(+!
$!
! (
'%
'+
!(""
(& +
,-
)
./01
2
3 !4%"5
""4 5
+45
(4 5
+#
!4(%5
($4 5
4(5
!4 5
+"#
!"#"$
& (
!!%&
HAGNAÐUR Kaupþings Búnaðar-
banka hf. nam 3.065 milljónum króna
á fyrri helmingi ársins sem er 56,1%
aukning hagnaðar milli tímabila, sé
miðað við samanlagðan hagnað bank-
anna tveggja frá því á fyrri helmingi
síðasta árs. Spár greiningardeilda
hinna bankanna gerðu ráð fyrir 3.230
milljóna króna hagnaði og er upp-
gjörið því rúmum 5% undir spám.
Arðsemi eigin fjár nam 19,4% en
meðalarðsemi beggja bankanna á
sama tíma í fyrra nam 18,7%.
Sé annar ársfjórðungur tekinn sér-
staklega fyrir sést að hagnaður á
tímabilinu apríl-júní nam 1.689 millj-
ónum króna eftir skatta og jókst um
111,4% frá öðrum ársfjórðungi 2002.
Þá var samanlagður hagnaður bank-
anna tveggja eftir skatta 799 millj-
ónir króna. Hreinar rekstrartekjur
jukust um 63,7% milli fjórðunganna,
úr 4.523 milljónum króna í öðrum
fjórðungi 2002 í 7.404 milljónir króna
á sama tímabili þessa árs.
Haft er eftir Hreiðari Má Sigurðs-
syni forstjóra Kaupþings Búnaðar-
banka, í tilkynningu að þetta fyrsta
uppgjör sameinaðs banka sé vel við-
unandi. Arðsemi eigin fjár sé góð og
tekjumyndun bankans byggist nú á
fleiri stoðum en áður. Stjórnunar-
teymi bankans sé samhent og starfs-
menn staðráðnir í að gera betur, bæði
á kostnaðar- og tekjuhliðinni. „Sam-
runi Kaupþings og Búnaðarbanka
gefur okkur mörg færi til sóknar og
við erum staðráðin í að nýta þau. Það
er enn of snemmt að skera úr um hve
vel samruninn hefur tekist en óhætt
er að segja að byrjunin lofi góðu,“ er
haft er eftir Hreiðari Má í tilkynning-
unni.
Að því er haft er eftir Sóloni R. Sig-
urðssyni forstjóra Kaupþings Búnað-
arbanka í tilkynningunni lýsir upp-
gjörið árangri af þeirri miklu vinnu
sem liggi að baki samrunanum. Bæði
starfsmenn og viðskiptavinir hafi lýst
almennri ánægju með hvernig til hafi
tekist. „Þetta er þó aðeins upphafið
að því sem koma skal enda gerir auk-
inn fjáhagslegur styrkleiki bankans
okkur kleift að bjóða viðskiptavinum
enn betri þjónustu og treysta þannig
enn frekar stöðu okkar á markaðin-
um,“ er haft eftir Sóloni í tilkynningu
frá bankanum.
Þóknunartekjur jukust um 50%
Hreinar vaxtatekjur bankans á
fyrri helmingi ársins námu 4.601
milljónum króna sem er 37,2% aukn-
ing frá fyrri helmingi ársins 2002
þegar þær námu 3.354 milljónum
króna. Vaxtamunur bankans, sem
mælir hreinar vaxtatekjur sem hlut-
fall af meðalstöðu heildarfjármagns,
á fyrri helmingi ársins var 2,0%.
Hreinar þóknunartekjur jukust um
50,8% milli tímabila og námu 4.260
milljónum króna. Segir í tilkynningu
frá bankanum að aukning þóknunar-
tekna komi meðal annars til vegna
stórra verkefna í fyrirtækjaráðgjöf
og aukinna umsvifa í miðlun, mikið til
vegna kaupa á JP Nordiska sem nú
heitir Kaupthing Bank Sverige.
Gengishagnaður nam 4.725 millj-
ónum króna og jókst um 50,7% frá
því í fyrra. Um 37% gengishagnaðar
er innleystur hagnaður. Hreinar
rekstrartekjur Kaupþings Búnaðar-
banka námu 14.190 milljónum króna
sem er 49,1% aukning frá sama tíma
2002 þegar hreinar rekstrartekjur
bankanna námu 9.517 milljónum
króna.
Kostnaðarhlutfall hátt
Launakostnaður bankans jókst um
56,7% milli tímabila og nam 4.948
milljónum króna á fyrstu sex mán-
uðum ársins. Að því er segir í tilkynn-
ingu frá bankanum hækkaði launa-
kostnaður meira í öðrum
ársfjórðungi, eða um 66,5% milli
tímabila, einkum vegna kaupa á
Kaupthing Bank Sverige og kaup-
réttasamninga sem nú eru gjaldfærð-
ir. Annar rekstrarkostnaður jókst
um 40,3% á fyrstu sex mánuðunum
og nam 3.501 milljón króna. Rekstr-
arkostnaður bankans á fyrri helmingi
ársins nam samtals 9.077 milljónum
króna sem er 50,2% hærra en árið áð-
ur en þá var rekstrarkostnaður 6.042
milljónir króna.
Í afskriftarreikning útlána voru
færðar 1.378 milljónir króna fyrstu
sex mánuði þessa árs, þar af voru 317
milljónir króna framlag í almennan
hluta reikningsins. Reiknaður tekju-
skattur á fyrri helmingi ársins nam
668 milljónum króna.
Kostnaðarhlutfall bankans, sem
segir til um hlutfall rekstrargjalda af
hreinum rekstrartekjum, nam 64,0%.
Haft er eftir Hreiðari Má í tilkynn-
ingu að samlegðaráhrif af samrunan-
um eigi enn eftir að koma fram og að
kostnaðarhlutfall bankans muni fara
lækkandi eftir því sem á líður. Heild-
areignir Kaupþings Búnaðarbanka
jukust um 13,9% frá áramótum og
voru 493 milljarðar króna í júnílok.
Útlán námu 59,4% eigna þann 30.
júní sl. eða 293 milljörðum króna sem
er 8,7% aukning frá áramótum.
Eigið fé bankans nam 34,9 millj-
örðum króna í lok tímabilsins og hafði
aukist úr 33,4 milljörðum frá áramót-
um. Eiginfjárhlutfall samkvæmt
CAD reglum var 11,6% í júnílok. Á
sama tíma í fyrra var hlutfallið 14,7%
hjá Kaupþingi banka og 10,9% hjá
Búnaðarbanka Íslands. Hluthafar
bankans við lok tímabilsins voru um
40 þúsund talsins, að því er segir í til-
kynningu.
Erfiður rekstur á
Norðurlöndum
Kaupþing Búnaðarbanki skiptir
rekstri sínum í sex afkomusvið og
fimm stoðsvið. Jákvæð framlegð var
af öllum afkomusviðum á fyrri helm-
ingi ársins. Mest framlegð var af
markaðsviðskiptum eða 2.230 millj-
ónir króna.
Bankinn starfar á fjórum land-
svæðum: Íslandi, Norðurlöndum,
Evrópulöndum og Bandaríkjunum.
Reksturinn á Íslandi gekk vel, skilaði
2.966 milljónum króna í hagnað sam-
kvæmt tilkynningu. Verr gekk að
reka bankann á hinum Norðurlönd-
unum en af þeirri starfsemi var 399
milljóna króna tap eftir skatta. Í til-
kynningu segir að 143 milljónir króna
af þeirri upphæð komi til t.d. vegna
kostnaðar við uppsagnir starfsfólks.
Hagræðing og samlegðaráhrif við
önnur fyrirtæki innan samstæðunnar
hafi hins vegar leitt til þess að starf-
semin í Svíþjóð sé nú farin að skila
hagnaði. Hagnaður af rekstri annars
staðar í Evrópu nam 167 milljónum
króna og 331 milljón króna í Banda-
ríkjunum.
Hagnaður Kaupþings Búnaðarbanka
56% meiri en á sama tíma í fyrra
Tap af rekstri á
Norðurlöndum
' () *
$"%+
++%#
+"#+
+ %%
&%#
6(%
)
*
$"%%(%
&$+
&(#$
&&
((&
%
( $!
%(
'$&"
&++ &&
&&&%+
,-
)
./01
!4 5
($4 5
4(5
+4$5
!#!
(&4"5
#4%5
&(
!"#"$
& (
!!%&
LANDSBANKINN ríflega tvö-
faldaði framlag sitt í afskrifta-
reikning útlána frá fyrra ári og
nam framlagið nú 2.430 millj-
ónum króna. Í tilkynningu frá
bankanum segir að þrátt fyrir
aukið framlag í afskriftareikn-
ing útlána á tímabilinu bendi töl-
ur um þróun vanskila hjá bank-
anum til þess að viðsnúningur sé
að verða hjá fyrirtækjum í við-
skiptum við hann. Framlagið nú
gefi því ekki vísbendingu fyrir
komandi ársfjórðunga.
Ef framlagið hefði verið
óbreytt frá fyrra ári hefði hagn-
aður fyrir skatta ekki numið
1.439 milljónum króna heldur
2.663 milljónum króna. Hagn-
aður fyrir skatta í fyrra nam
1.107 milljónum króna og aukn-
ingin milli ára hefði því numið
140% í stað 30% eins og hún er
miðað við aukið framlag.
Framlag í afskrifta-
reikning tvöfaldað
KAUPÞING Búnaðarbanki áætl-
ar að spara 1–1,2 milljarða króna
á ári frá og með ársbyrjun 2004
vegna samruna Kaupþings
banka og Búnaðarbanka Íslands.
Kostnaður vegna samrunans hef-
ur verið áætlaður um 200 millj-
ónir króna og hefur tæplega
helmingur verið gjaldfærður.
Samlegðaráhrif eiga einkum
að felast í lægri fjármagnskostn-
aði og lægri almennum rekstrar-
kostnaði, svo sem launakostnaði,
markaðs- og sölukostnaði og
kostnaði við rekstur tölvu- og
upplýsingakerfa. Í útreikningum
um samlegðaráhrif er ekki gert
ráð fyrir aukningu eða lækkun
tekna vegna samrunans.
Stöðugildi bankans voru 1.282
í lok júní og hafði fækkað um 78,
eða 5,7%, frá áramótum.
Miðað við tölur úr rekstrar-
reikningi á fyrri hluta þessa árs
hefði kostnaðarhlutfall bankans
verið um 60% í stað 64% ef áætl-
uð samlegðaráhrif hefðu verið
komin fram, en sameinaður
banki hóf starfsemi 27. maí síð-
astliðinn.
Sparnaður vegna sam-
runa 1–1,2 milljarðar