Morgunblaðið - 09.08.2003, Side 20
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
20 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÝ SÆLKERAVERSLUN hefur verið opnuð í
Breiðumörk 21 í Hveragerði. Verslunin heitir
Kjöt og kúnst og er í eigu hjónanna Önnu Maríu
Eyjólfsdóttur og Ólafs Reynissonar matreiðslu-
meistara.
Í versluninni verður ferskt kjötborð þar sem
alltaf verður hægt að fá eitthvað gott á grillið og
einnig verður hægt að fá tilbúna rétti beint í ofn-
inn. Ólafur ætlar auk þess að bjóða upp á heitan
mat, súpu og salatbar og geta gestir þá borðað á
staðnum. Eldri borgurum verður boðinn 10% af-
sláttur af heitum mat í hádeginu út árið. Öll
brauð verða bökuð á staðnum og má segja að
verslunin verði kaffihús í leiðinni, þar sem boðið
verður upp á kaffi og kruðerí.
Þau Anna María og Ólafur hafa rekið heilsu-
kost sl. átta ár og einnig hafa þau verið með
Veisluþjónustuna. Núna sameinast þessi þrjú fyr-
irtæki undir sama þak. Húsnæðið hafa þau hjón
endurnýjað að stórum hluta síðastliðna mánuði,
bæði innandyra og utan og er árangur þeirrar
vinnu glæsilegt hús og aðkoman að húsinu hefur
breyst til mikilla muna. Ólafur segir aðspurður
að í nýja eldhúsinu sé allt keyrt á gufuafli og
hann hafi í hyggju að vera með nokkurskonar
„túristaeldhús“ þar sem hann sýnir fólki hvernig
brauð er bakað og allur matur eldaður með gufu-
afli.
Á veggjunum við veitingaborðin eru spakmæli
innrömmuð og eitt þeirra ættu allir að hafa í
huga og fara eftir, en það er svona: „Láttu engan
dag líða svo að þú brosir ekki.“
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Mannfjöldi var við opnun sælkeraverslunarinnar.
Kjöt og kúnst
Hveragerði
Á GÁMASVÆÐI Hveragerðisbæjar sem stendur
við áhaldahús bæjarins er regla á hlutunum. Það
er Kristján Sigurjónsson sem þar hefur ráðið
ríkjum í sumar.
Flokkun á sorpi er nú orðin algengari en áður
var og aðstoðar Kristján gesti gámasvæðisins til
að flokka rétt. Auk gáms fyrir almennt sorp eru
gámar fyrir garðaúrgang, járn og bílhræ, timb-
ur, dagblöð og tímarit, mjólkur- og drykkjar-
fernur, spilliefni og úrgangsolíu. „Það nýjasta
hér eru hjólbarðagámur og fatamóttaka. Fötin
fara síðan til Rauða krossins sem úthlutar þeim
til bágstaddra. Hér lánum við bæjarbúum líka
kerrur og er fólk ánægt með þá þjónustu. Fyrsta
mánudag í hverjum mánuði erum við svo með
flösku- og dósamóttöku,“ segir Kristján.
Í sumar hefur stöðin verið opin frá kl. 13-19
alla virka daga og einnig á laugardögum.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Kristján Sigurjónsson á gámasvæðinu.
Regla á hlutum
á gámasvæðinu
Hveragerði
„ÉG SÉ ekkert í farvatninu að
þessi mikli vöxtur hérna á Sel-
fossi minnki neitt,“ segir Bárður
Guðmundsson, byggingar-
fulltrúi Árborgar, en á fyrstu
sex mánuðum þessa árs hafa
framkvæmdir verið hafnar við
41 mannvirki á Selfossi og hýsa
þessi nýju mannvirki 36 íbúðir.
Þessar byggingar eru í takt
við uppsveiflu í framkvæmdum
sem hófst 1999 en það ár voru
hafnar framkvæmdir við 51
mannvirki en þrjú árin þar á
undan var byrjað á 25 mann-
virkjum. Í fyrra var hafist
handa við 68 mannvirki, 63 árið
2001 og 82 mannvirki árið 2000.
Bárður Guðmundsson segir
þessa uppsveiflu í beinu sam-
bandi við aukið lóðaframboð ár-
ið 1999, sem varð með tilkomu
nýs hverfis í Fosslandi á vegum
einkaaðila, Fossmanna ehf. Það
ár hófust einnig framkvæmdir
við gatnagerð í Suðurbyggð á
vegum bæjarins. Bæði þessi
hverfi hafa verið í örri uppbygg-
ingu og nú eru framkvæmdir
hafnar við nýja skólabyggingu í
Suðurbyggðinni. Frá 1999 til
júní 2003 hefur verið hafist
handa við 310 mannvirki með
samtals 321 íbúð.
„Ég fullyrði það að við önnum
ekki eftirspurn eftir lóðum því
öllum lóðum sem sveitarfélagið
hefur upp á að bjóða hefur verið
úthlutað. Nýjar lóðir verða aug-
lýstar nú í ágúst í Suðurbyggð-
inni fyrir 30 íbúðir en fyrsti
áfangi þeirrar auglýsingar gerir
ráð fyrir íbúðum í raðhúsum,
parhúsum og einbýlishúsum.
Síðan er gert ráð fyrir að 12 lóð-
ir bætist við í október en fram-
kvæmdir við þá gatnagerð
munu ráðast af eftirspurn. Þá
eru lóðir tilbúnar í fjórða áfanga
Fosslandsins með 96 íbúðum,“
segir Bárður Guðmundsson.
„Við þurfum að vera tilbúin
að mæta þeirri auknu þörf sem
er fyrir lóðir. Það er orðið afar
þróast . Bestu svæðin eru í Suð-
urbyggðinni, Fosslandinu og
Hagalandinu en þessi svæði eru
tilbúin að taka á móti íbúðar-
byggð. Svo kemur flugvallar-
svæðið inn í myndina sem mjög
ákjósanlegt byggingarsvæði til
framtíðar. Nú er og verið að
vinna deiliskipulag fyrir þétt-
ingu byggðar í miðbæ Selfoss
og ég geri ráð fyrir að auðir
skikar muni fyllast í bænum,“
segir Bárður.
Einkaaðilar bjóða lóðir
Hvað flugvallarsvæðið varðar
og deilur um nýtingu þess og
síðan það að sveitarfélagið nýtti
sér forkaupsrétt að landinu,
segir Bárður að þegar komi að
umræðu um þetta svæði þurfi
menn að spyrja sig grundvall-
arspurninga um framtíðarhlut-
verk landsins og nýtingu þess
ásamt því að horfa til góðrar
reynslu undanfarinna ára með
framboð einkaaðila á lóðum.
„Það hefur gefist mjög vel að
bærinn og einkaaðilar hafi verið
að bjóða upp á byggingarlóðir
en með því hefur bærinn fengið
mikla kynningu og góð eftir-
fylgni einkaaðila verið í þessum
málum með að bjóða lóðir og við
frágang og gatnagerð. Einu
gallarnir eru þeir að bærinn
getur ekki stýrt úthlutun lóða á
einkalandi en þarna tel ég að
finna þurfi gagnsæjar reglur
um úthlutun lóða þar sem meg-
inlínur yrðu þær sömu hjá báð-
um aðilum þannig að hvers kon-
ar einokun minnki eða hverfi á
ákveðnum tegundum lóða s.s.
fyrir fjölbýlishús eða atvinnu-
húsnæði. Hjá bænum er verið
að setja nýjar reglur um úthlut-
un lóða með það að markmiði að
menn geti ekki hangið á lóðum
án þess að hefja framkvæmdir.
Það er mjög ánægjulegt að
vera í hringiðu þessarar fólks-
fjölgunar og verða vitni að þeim
mikla áhuga sem er hjá fólki á
því að setjast að á þessu svæði
hérna. Það er alveg ljóst að fólk
trúir á hið svonefnda Stór-Ár-
borgarsvæði með Selfoss sem
aðalmiðstöð,“ segir Bárður Guð-
mundsson byggingafulltrúi Ár-
borgar.
brýnt að ákveða hvar eigi að
bera niður næst með íbúða-
hverfi. Á aðalskipulagi þarf að
taka ákvörðun um næstu skref
og ákveða hvert byggðin á að
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Starfsmenn Trésmiðju Agnars Péturssonar hf. við byggingu raðhúss í Suðurbyggðinni.
310 mannvirki hafa risið á Selfossi frá árinu 1999
Uppsveiflan í beinu
sambandi við aukið
lóðaframboð
Selfoss
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Bárður Guðmundsson byggingafulltrúi við nýju skólabygginguna.
og Valdís Bjarnadóttir, arkitekt
hjá Vinnustofunni Þverá ehf.,
undirrituðu samninginn
fimmtudaginn 31. júlí.
Í tengslum við aðalskipulags-
vinnuna verður haldið íbúaþing
þar sem óskað verður eftir þátt-
töku sem flestra íbúa sveitarfé-
lagsins. Með þátttöku í íbúa-
þingi er gert ráð fyrir að íbúar
geti komið sjónarmiðum sínum
á framfæri við forsvarsmenn
sveitarfélagsins og starfsmenn
Vinnustofunnar Þverár.
SVEITARFÉLAGIÐ Árborg
hefur samið við Vinnustofuna
Þverá um vinnu vegna aðal-
skipulags Árborgar en vinnu-
stofan tekur að sér að vinna nýtt
aðlaskipulag fyrir sveitarfélag-
ið og eru áætluð verklok haustið
2005.
Ekki er til aðalskipulagsáætl-
un fyrir sveitarfélagið í heild
sinni en til eru áætlanir fyrir
hvern þéttbýlisstað og má finna
uppdrætti á heimasíðu Árborg-
ar. Einar Njálsson bæjarstjóri
Vinna hafin við nýtt
aðalskipulag í Árborg