Morgunblaðið - 09.08.2003, Page 22

Morgunblaðið - 09.08.2003, Page 22
HEILSA 22 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ BERJALÖND eru löngu farin að blána og eins og komið hefur fram í fréttum gefa þau vel af sér í ár enda sumarið verið hlýtt og gott. Nú ætti því að vera rétti tíminn til þess að skella sér í berjamó, ennþá er bjart og hlýtt og næturfrost ekki farið að leika berin grátt. Af þeim berjum sem vaxa villt í íslenskri náttúru eru bláber og krækiber vinsælust að ógleymdum aðalbláberjum en einnig eru hrútaberin nýtt þótt mörgum þyki bragðið eilítið súrt. Bláber ríkust af C-vítamíni Ber eru herramannsmatur en þau eru líka meinholl og stútfull af vít- amínum, meðal annars C vítamíni, kalki og kalíumi. Bláber eru sér- staklega auðug af C-vítamíni, inni- halda um það bil þrisvar sinnum meira af því en krækiber og aðal- bláber. Bláber og aðalbláber inni- halda einnig B-vítamínið fólasín sem er meðal annars talið minnka líkur á skaða í miðtaugakerfi fósturs og því hefur konum á barnseignaraldri verið ráðlagt að taka þetta bætiefni. Krækiber innihalda hins vegar járn og eru því fyrirtaksfæða fyrir blóð- litla. Aðalbláber bæta nætursjón Ber og berjalyng hafa ýmsa góða eiginleika sem menn hafa nýtt sér í gegnum aldirnar. Lauf aðalblá- berjalyngsins þykir til dæmis ágætt telauf en berin sjálf hafa þótt duga vel gegn ýmsum sjónkvillum og hafa rannsóknir bent til þess að þau geti bætt nætursjón, að minnsta kosti tímabundið. Þeir sem neyta aðalblá- berja geta því stytt þann tíma sem það tekur augun að venjast myrkri og eins verða augun fljótari að jafna sig eftir að hafa orðið fyrir skerandi birtu. Þeir sem fara gjarnan um jarðgöng á ferðum sínum ættu því að prófa aðalbláberin. Þessi bragðgóðu ber eru því mið- ur ekki innan seilingar fyrir alla landsmenn þar sem sjaldgjæft er að menn finni þau á sunnanverðu land- inu. Fyrir norðan eru þau algengari og vex lyngið helst í skógum, mó- lendi og lautum, ekki síst á snjó- þungum stöðum. Berin eru auð- greinanleg frá bláberjum þar sem þau eru mun dekkri, allt að því svört á lit, og innvolsið dökkrautt. Þótt lækningarmáttur og almenn holl- usta séu mikilvægir kostir er ljúf- fengt berjabragðið þó sjálfsagt það sem vekur hrifningu flestra á villt- um berjum. Mörgum finnst ekkert jafnast á við að týna berin beint upp í sig af ilmandi lynginu. Öðrum finnst þau best nýtýnd með sykri og þeyttum rjóma eða með hrærðu skyri. En berin er hægt að nýta á margan hátt í matreiðslu, svo sem í kökur, sultur, saft og til ísgerðar svo eitthvað sé nefnt. Áður en berin eru notuð er rétt að skola þau og týna burt rusl en passa jafnframt að þau merjist ekki. Berin þola frystingu vel en þau skulu vera þurr þegar þau fara í frystinn og nauðsynlegt er að nota ílát sem ver þau fyrir hnjaski því annars geta þau skemmst. Mjólk- urfernur eru góður og umhverfis- vænn kostur en passa verður upp á að þrífa þær vandlega og þurrka fyrir notkun. Nú blánar yfir berjamó 1 kíló bláber, hreinsuð 1 kíló sykurmolar 4 dl vatn Berin eru sett í stóran pott og hituð hægt að suðu. Þau eru látin malla í 20 mínútur og hrært í þeim af og til. At- hugið að ekki skal setja lok á pottinn. Þegar berin eru rétt orðin meyr er potturinn tek- inn af hitanum. Gætið þess að sjóða berin ekki í mauk. Syk- urmolarnir eru leystir upp í vatninu yfir lágum hita í þykkbotna potti. Blandan er hituð hægt að suðu en þegar hún er farin að sjóða má ekki hræra í henni heldur er beðið þar til áferðin verður gullin og karamellukennd. Þá er blöndunni hellt yfir berin. Sykurinn og berin eru hrærð saman yfir lágum hita í 8 til 10 mínútur. Þá ætti sultan að vera tilbúin. Hún er sett í tandurhreinar krukkur og kæld áður en krukkurnar eru innsiglaðar. (Heimild: Larousse, Prat- ique) Frönsk blá- berjasulta með karamellukeim NEYTENDUR AÐSÓKN í Kringluna jókst um 5,2% í júlímánuði miðað við sama tíma í fyrra að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar kemur einnig fram að aukn- ingin hafi orðið þrátt fyrir mjög gott veður í mánuðinum sem alla jafna hefur neikvæð áhrif á að- sókn. Útsölum í Kringlunni er nú lokið og nýjar vörur komnar í flestar verslanir. Á morgun tekur vetraraf- greiðslutími Kringlunnar gildi en hann er eftirfarandi: Mán. – mið. 10.00 til 18.30 Fimmtudaga 10.00 til 21.00 Föstudaga 10.00 til 19.00 Laugardaga 10.00 til 18.00 Sunnudaga 13:00-17:00 Veitingastaðir og kvikmyndahús eru opin lengur. Breyttur opnunartími Aukin aðsókn í Kringluna Krækiber eru lítil og harðger og algengust í mólendi. Morgunblaðið/Árni Sæberg SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtist í nýjasta hefti breska læknaritsins Lancet eiga konur frekar hættu á að fá brjóstakrabbamein séu þær á hormónameðferð á breytinga- skeiði. Niðurstöðurnar styðja fyrri grunsemdir um tengsl milli samsettrar hormónameðferðar og krabbameins í brjóstum. Rann- sóknin er sú viðamesta sem gerð hefur verið á fyrrnefndum tengslum og tók hún til meira en milljón kvenna á aldrinum 50 til 64 ára. Fylgst var með þátttak- endum rannsóknarinnar á ár- unum 1996–2001 og hafði um helmingur þeirra tekið hormóna vegna einkenna á breytingaskeiði. Niðurstöðurnar sýndu að á síðasta áratug hefur slík hormónameð- ferð orðið þess valdandi að 20.000 breskar konur hafa fengið brjóstakrabbamein. Vísindamenn- irnir telja að 15.000 þeirra tilfella megi rekja til samsettrar horm- ónameðferðar. Þannig er ferfalt meiri hætta á að fá krabbamein í brjóst vegna samsettrar horm- ónameðferðar en meðferðar þar sem einungis er notast við prog- esteron. Samsett hormónameðferð er ætluð konum sem hafa ekki farið í legnám og samanstendur af östrogeni og progesteroni en hafi leg verið fjarlægt þurfa konur ekki progesteron og er þá ein- göngu gefið östrogen. Valerie Beral, vísindamaðurinn sem stýrði rannsókninni, starfar við faralds- fræðirannsóknir á bresku krabba- meinsrannsóknastöðinni. Hún segir að sé konum sem ekki hafa farið í legnám eingöngu gefið östrogen á breytingaskeiði sé auk- in hætta á krabbameini í legi. Þær þurfi því að vega og meta hættuna sem stafar af samsettri hormóna- meðferð annars vegar og östrogenmeðferð hins vegar. „Það er hins vegar engan veg- inn einfalt að bera þetta tvennt saman og því getur verið að konur vilji ræða þá valkosti sem þær hafa við lækninn sinn,“ sagði Beral í viðtali við Lancet. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að líkur á brjósta- krabbameini aukast í réttu hlut- falli við þann tíma sem hormóna- meðferð hefur varað en svo dregur aftur úr hættunni nokkr- um árum eftir að meðferð er hætt. Hormónameðferð eykur líkur á brjóstakrabba París. AFP. Morgunblaðið/Ásdís Hormónameðferð eykur líkur á brjóstakrabbameini. FÆSTIR hafa gaman af því að fá fólk upp á móti sér og flestir vilja hafa ánægjuleg samskipti við fólkið í kring- um sig. Að vera góður í mannlegum samskiptum er góður kostur. Líklega eig- um við misauðvelt með sam- skipti við annað fólk en það er öruggt að allir geta bætt samskipti sín við aðra. Ágreiningur milli manna verður oft þegar fólk gleym- ir að setja sig í spor annarra og einblínir á málin frá eig- in sjónarhóli. Lykillinn að bættum samskiptum er að reyna að skilja aðra betur í stað þess að vilja fyrst og fremst að fólk skilji mann sjálfan. Það er kjarni málsins. Mikilvægt er að hlusta vel á aðra þegar þeir eru að tala og leyfa þeim að ljúka máli sínu áður en við byrjum sjálf. Með öðrum orðum: Hættum að grípa fram í. Góður hlust- andi hlustar á alla hugsun viðmælandans í stað þess að bíða í óþreyju eftir tækifæri til að svara. Við tölum oft við aðra eins og við séum að taka þátt í keppni þar sem mestu máli skiptir að byrja að tala eins fljótt og hægt er eftir að viðmælandi okkar hefur sleppt orðinu. Veitið þessu athygli næst þegar þið sitjið á kaffihúsi eða annars staðar þar sem fólk situr á spjalli. Hrós og hvatning Til að bæta samskipti okkar enn frekar er mikilvægt að kunna að hrósa öðrum og hvetja þá áfram. Hrós og hvatning eru mjög uppbyggjandi fyrir samskipti og með því drögum við úr afbrýðisemi og öfund sem brjóta niður og eyðileggja. Við þekkjum það öll hversu mikilvægt það er að fá hrós og hvatn- ingu frá þeim sem við tökum mark á. Yfirmenn á vinnustöðum ættu að vera ósparir á að hrósa starfsmönnum sínum því það skilar sér í ánægðari starfs- manni sem er reiðubúinn að leggja enn meira á sig en áður. Foreldrar ættu einnig að vera duglegir að hrósa börnum sínum og hvetja þau áfram því þann- ig styrkja þau sjálfsmynd þeirra. Vinir geta einnig gefið hver öðrum mikið með hrósi. Það er engin ástæða til þess að spara hrósin og hvatninguna. Innantómt hrós sem ekki á við rök að styðjast er að sjálfsögðu gagnslaust en það tapar enginn á því að hrósa þeim sem á það skilið. Til þess að fólki líði vel í návist okkar ættum við að reyna eins og við getum að skilja og hvetja aðra í kringum okkur og þá verða samskipti okkar við aðra ánægjulegri. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Geðræktar. Frá Landlæknisembættinu. 7. geðorð: Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig Til þess að fólki líði vel í návist okkar ættum við að reyna að skilja og hvetja aðra í kringum okkur. AÐ SÖGN Reynis Tómasar Geirssonar, yfirlæknis og pró- fessors á kvennadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss, eru niðurstöður bresku rann- sóknarinnar svipaðar tölum sem hafa verið þekktar und- anfarin fimm ár. Þær niður- stöður hafi leitt til þess að bæði kvensjúkdóma- og heimilis- læknar hafi á liðnum árum síð- ur mælt með því að konur taki hormónalyf. „Þetta gefur okk- ur læknum tilefni til þess að draga frekar úr því að konur noti hormónameðferð nema þær þurfi virkilega á því að halda og stytta þann tíma sem þær nota lyfin.“ Þannig segir Reynir Tómas hormónalyf geta hjálpað konum við að komast yfir erfiðan tíma þegar einkenni tíðahvarfa eru sem mest en bendir jafnframt á að konur með væg einkenni ættu jafnvel ekki að velja horm- ónameðferð. „Það er nauðsyn- legt að hver kona ræði málið út frá sínum eigin persónulegu forsendum við sinn lækni því ástæður hverrar konu fyrir hormónameðferð geta verið af- ar mismunandi.“ Hann segir enn fremur mikilvægt að notk- un hormónalyfja sé reglulega endurskoðuð hjá hverri konu með tilliti til þess hvernig líðan hennar er og hvernig lífsgæðin batna með lyfjatökunni. „Þessi nýja rannsókn ýtir undir að farið sé varlega í að ávísa lyfj- unum og að konur séu meðvit- aðar um það að taki þær horm- ónalyf sé frá 30–70% meiri hætta á brjóstakrabbameini en ella, allt eftir því hvaða lyf eru notuð og hvað þau eru notuð í langan tíma. Þá skiptir líka máli að ef konan hættir að taka lyfin minnkar áhættan á ný, hún er mest meðan lyfin eru tekin,“ segir Reynir Tómas. Meðal einkenna tíðahvarfa eru hita- og svitakóf, þurrkur í leg- göngum og óþægindi í þvag- blöðru en þau síðastnefndu má ráða við með því að gefa horm- ón inn í leggöngin með kremi eða stílum. Aðspurður segir Reynir Tómas erfitt að benda á aðrar lausnir á einkennum tíðahvarfa en hormónameðferð því aðrar vel virkar meðferðir séu ekki þekktar. Reynir segir rannsóknina sýna að á tíu ára tímabili fái 40 konur af 1000 brjóstakrabbamein ef þær taka ekki hormónalyf við ein- kennum tíðahvarfa en 59 séu þær á samsettri hormóna- meðferð og heldur færri ef þær taka eingöngu östrogen. Hér á Íslandi fá um 160 kon- ur á ári brjóstakrabbamein. Ástæða til að draga úr hormóna- meðferð Heilsan í brennidepli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.