Morgunblaðið - 09.08.2003, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.08.2003, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í SUMAR komu krakkar af nokkrum leikjanámskeiðum í heimsókn á Morgunblaðið. Þau fengu að fræðast aðeins um hvað fram fer á blaðinu og skoðuðu m.a. prentsmiðjuna. Krakkarnir voru prúðir og áhugasamir. Morgunblaðið þakkar þeim kærlega fyrir komuna. Krakkar á leikjanámskeiði Ársels úr Árbænum. Krakkar úr Félagsmiðstöðinni Selinu á Seltjarnarnesi. Morgunblaðið/Jim Smart Krakkar frá í þróttaleikjanámskeiði Hamars í Hveragerði. Litfríð og ljóshærð, og létt undir brún, handsmá og hýreyg, og heitir Sigrún. (Jón Thor.) Allt frá þeirri stundu er okkur bárust þau tíðindi að Sigrún væri látin hefur þetta ljóð ómað í höfði okkar. Hún raulaði oft þessar laglínur fyrir okkur þegar við vorum litlar stelpur. Sigrún lagð- ist til hvílu að kvöldi og vaknaði ekki aftur. „Hún er lögð af stað í langt ferðalag í 100 ár,“ sagði prinsinn hennar, ömmubarnið Andri Marinó. Sigrún var móðir Líneyjar vinkonu okkar sem fyrir tæpum 30 árum sneri sér að okk- ur systrunum og spurði hvort við vildum vera vinkonur hennar. Hún bauð okkur heim til sín að loknum skóladegi og þá hittum við Sigrúnu. Hún tók strax vel á móti okkur og milli okkar mynd- aðist vinskapur sem hefur haldist öll þessi ár. Þegar við vorum að vaxa úr grasi bjó fjölskyldan á Grenigrundinni. Þar var oft líf og fjör, mikið brallað og hlegið í litla borðkróknum. Og það er ekki hægt að minnast Sigrúnar án þess að nefna Marinó eiginmann hennar. Marinó var hógvær mað- ur. Hann blandaði sér ekki mikið í ærslalætin í okkur en átti það til að líta inn í eldhúsið til okkar þegar við töluðum sem hæst eða hlógum sem mest og koma með spekingsleg innlegg í annars „frumlegar“ samræður okkar. Hann kenndi okkur ýmislegt og ræddi alltaf við okkur sem jafn- ingja. Við stelpurnar kunnum vel að meta heilræðin hans og tókum þau gjarnan mjög alvarlega. Heimili þeirra hjóna var okkur alltaf opið og móttökurnar hlý- SIGRÚN EDDA GEIRSDÓTTIR ✝ Sigrún EddaGestsdóttir fæddist í Reykjavík 15. desember 1947. Hún lést á heimili sínu 24. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 31. júlí. legar. Sigrún var tilbúin að leggja mik- ið á sig til að taka þátt í ærslalátum okkar og uppátækj- um. Hún fylgdist með okkur fullorðnast og þroskast og að sjálf- sögðu tók hún vel á móti mannsefnum okkar þegar við kynntum þá fyrir henni. Síðustu árin fylgdist hún með börnum okkar og vildi vita hvernig þeim vegnaði. Fjöl- skyldan var Sigrúnu allt. Af natni og alúð lagði hún sig alla fram til að þeim vegnaði sem best. Fyrir fáum árum knúði sorgin dyra þegar Marinó veiktist alvarlega og dó ári síðar. Sigrún tók veik- indi hans og dauða mjög nærri sér. Hún lagði sig alla fram um að gera honum síðasta tímann sem bærilegastan og Marinó dó heima í faðmi fjölskyldunnar eins og hann óskaði sjálfur. Það er trú okkar að þau fái nú að njóta sam- veru hvort annars ásamt móður Marinós sem dó fyrir aðeins örfá- um dögum og föður Sigrúnar. Það hefur enginn lofað að lífið yrði alltaf auðvelt og án erfið- leika. Því hefur elskuleg vinkona okkar fengið að kynnast síðustu daga. Skyndilegt fráfall Sigrúnar er Líney, Kalla, Andra Marinó og Sigrúnu Ósk og öðrum aðstand- endum þungt áfall. Andri Marinó dýrkaði og dáði ömmu sína. Hann var sólargeislinn hennar, hún kallaði hann prinsinn sinn. Það var gott að sjá kærleikann á milli þeirra og Sigrún sagði okkur oft hversu mikils virði hann væri henni og prakkarinn litli fyllti líf hennar gleði og ánægju. Síðustu dagar hafa verið erfiðir og þungir elskulegri vinkonu okk- ar sem nú hefur misst móður sína og bestu vinkonu. Við reynum af öllum mætti að styrkja þessa litlu fjölskyldu, drúpum höfði í bæn og biðjum guð um styrk henni og þeim öllum til handa. Hvíl í friði, elskulega vinkona, Anna og Jóna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG B. GUÐMUNDSDÓTTIR VIKAR, Bugðulæk 10, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtudaginn 7. ágúst sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir, Jón Gunnar Þorkelsson, Sigrún Haraldsdóttir, Herdís Þorkelsdóttir, Einar Einarsson, Ágústa Þorkelsdóttir, Ólafur H. Óskarsson, Páll Þorkelsson, Lilja Þorkelsdóttir, Garpur Dagsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát ELINBORGAR SIGURÐSSONAR, Ljósvallagötu 10. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild E-2 Sóltúni. Gunnar Sigurðsson, Borghildur Aðils, Jón Aðils, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Jakob Gunnarsson, Þuríður Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.