Morgunblaðið - 09.08.2003, Side 38
38 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HVERT tímabil í garðinum hefur
sitt sérstaka yfirbragð. Þær jurt-
ir, sem blómstra fyrst á vorin,
eru flestar fíngerðar og smávaxn-
ar, en eftir því sem líður á sum-
arið verða þær
plöntur, sem eru
mest áberandi í
garðinum, stærri og
stærri. Ágústmánuð-
ur er tímabil risanna.
Það er stórfurðulegt
hvað sumar plöntur
geta vaxið mikið á
því stutta sumri sem
er á Íslandi. Sumar-
blóm, sem heitir sól-
blóm, vex trúlega
mest allra, þegar
tekið er tillit til þess
að það byrjar á byrj-
unarreit, sem lítið
fræ, en getur orðið
tveir og jafnvel þrír
metrar á hæð.
Stundum sér maður í
garðyrkjublöðum heitið verðlaun-
um þeim sem á stærsta sólblómið,
en hvort þannig keppni hefur
nokkurn tímann verið haldin hér-
lendis veit ég ekki.
Þeir risar, sem ég hef haft
mest kynni af, eru hins vegar
fjölærir. Ef nefna á nokkrar
blómjurtir, sem verða hátt í
tveggja metra háar, dettur mér
fyrst í hug bjarnarklóin, risa-
hvönn, sem ég reyndi svo mikið
að fá fræ af í gamla daga. Sem
betur fer gekk það aldrei því
bjarnarkló er ófreskja, sem ekki
ætti að vera í neinum garði. Hún
ber sannarlega nafn með rentu,
því hún getur klórað óþyrmilega,
líkt og björninn, og getur valdið
slæmum bruna og ljósóþoli jafn-
vel í mörg ár, ef safinn úr henni
lendir á bert hörund. Því miður
hefur mér áskotnast bjarnarkló í
ríkulegu magni þótt ekki sé það
heima í garði og nú dugir ekkert
minna en heilagt stríð gegn henni
og eins og í öðrum heilögum
stríðum eru engin vopn bönnuð.
En ég ætlaði að tala um góða
risa, ekki þá vondu. Þá má nefna
riddaraspora, sem þurfa besta
skjólið í garðinum því þeir standa
varla undir sér ef nokkuð blæs að
ráði, risamjaðurtina, sem bæði er
til með rósrauðum og rjómahvít-
um blómum, gýgjarkollinn, sem
ber litlar, ljósgular blómkörfur
svo hátt uppi og langt fyrir ofan
laufið, að maður þarf nánast sjón-
auka til að koma
auga á þær, bláfíf-
ilinn, sem er svo
duglegur og frekur
til fjörsins að hann
leggur undir sig
nokkra fermetra ef
hann er ekki beittur
aga og svo eru það
öll skjaldmeyjar-
blómin.
Þessum risum hef
ég safnað á einn stað
í garðinum okkar og
þeir vekja sannar-
lega eftirtekt þegar
líður fram í ágúst.
Ég hef nokkrum
sinnum verið spurð
af vegfarendum, sem
bent hafa á alstærsta
risann minn: „Hvaða risafífill er
þetta eiginlega?“ Við Íslendingar
grípum ótrúlega oft til orðanna
sóley eða fífill þegar um blóm er
að ræða og liljunafnið setjum við
á nær hvaða blóm sem er, bara ef
það er nógu fallegt. Ef ég svara
spurningunni um hæl og segi
„risafífill“, verður fólk stundum
hálfmóðgað og heldur að ég sé að
snúa útúr, en þetta heitir blessað
blómið, risafífill eða risaskjöldur.
Risafífill er fjarskyldur ættingi
túnfífilins okkar, þar sem þeir eru
báðir af körfublómaættinni, en
hann er af ættkvísl, sem ber
latneska heitið Ligularia en er
kölluð skjaldmeyjarblóm eða
skjöldur á íslensku. Í þessari ætt-
kvísl eru 80–100 tegundir, sem
flestar eru upprunnar í Asíu,
einkum Kína, Japan eða Síberíu,
en a.m.k. ein tegund vex villt í
Evrópu. Þó er aðeins lítill hluti
þessarar ættkvíslar vinsæll í
görðum. Skjaldmeyjarblóm þau,
sem hafa fengið fótfestu hérlend-
is, eru bæði harðgerð og langlíf.
Risafífillinn minn er a.m.k. tví-
tugur. Helsta sérkenni þessarar
ættkvíslar eru blöðin, sem oft eru
geysistór. Blöðin, sem oftast hafa
langan legg, mynda hvirfingu sem
blómstöngullinn vex upp úr.
Blaðkan er oft hjarta- eða nýra-
laga, stundum smátennt en getur
líka verið mikið skert, líkt og hjá
sóley. Á stönglinum eru svo nokk-
ur blöð, sem minnka eftir því sem
ofar dregur. Blómstönglarnir eru
langir, oftast meira en 1 m og
blómin í ýmsum gulum litum, fjöl-
mörg saman á blómstönglinum og
raða sér í blómskipanir, sem eru
kallaðar toppar, sveipir eða klas-
ar, allt eftir því hvað teygist úr
þeim. Í hverri blómkörfu eru
bæði pípukrýnd hvirfilblóm og
tungukrýnd jaðarblóm, sem sagt
blómskipun eins og hjá baldurs-
bránni okkar.
Risafífillinn, Ligularia macro-
phylla, er stærsti meðlimurinn í
þessarri fjölskyldu enda er hann
engin smásmíði. Blöð hans minna
á fíflablöð að því leyti að blaðkan
teygist niður eftir blaðleggnum
alveg til jarðar. Blöðin eru aflöng,
þykk og blágræn á lit. Blaðjaðr-
arnir eru smátenntir, en að öðru
leyti er blaðkan heil. Stærsta
blaðkan núna er ekki undir 150
cm á lengd en blómstöngullinn
gnæfir hátt yfir eða nær í 250 cm
hæð, ekkert smáræði það. Það
gefurauga leið að risi af þessari
stærð þarf allmikið olnbogarými
og skjaldmeyjarblómin njóta sín
jafnvel best stakstæð. Þau kjósa
helst deigan jarðveg, vaxa gjarn-
an í námunda við tjarnir eða læki,
en vilja þó ekki vatnsósa jarðveg.
Að öðru leyti gera þau ekki mikl-
ar kröfur til jarðvegs, en fúlsa þó
ekki við skóflu og skóflu af safn-
haugamold eða vel veðruðum
hrossaskít að vorlagi. Skjald-
meyjarblóm þola nokkurn skugga
en það kemur auðvitað niður á
blómguninni, en í staðinn verður
vatnsþörfin ekki eins mikil. Skild-
irnir eru oft æði bráðlátir á vorin
og blaðvindlarnir fara oft illa í
vorfrostum, sem getur líka
skemmt blómgunina. En
skemmdu blöðin hverfa fljótt
undir næstu óskemmdu blöðum.
Þótt skildirnir séu stórvaxnir, eru
bæði blað- og blómleggir stinnir
og að öllu jöfnu þurfa þeir ekki
stuðning ef þeir eru ekki á vinda-
samasta stað garðsins. Blóm af
skjaldmeyjarættkvíslinni sóma
sér vel við tjarnir, í stórum görð-
um eða jafnvel náttúrugörðum
eða á ræktunarsvæðum við sum-
arbústaði.
Staðarvalið skyldi íhuga vel frá
upphafi því erfitt er að flytja
skildina, rótarklumpurinn verður
stór og erfiður viðureignar.
Skjaldmeyjarblómum má fjölga
með því að stinga utan af rótar-
klumpinum á vorin eða að haust-
lagi. Eins er auðvelt að fjölga
þeim með sáningu en fræ ýmissa
tegunda eru oft á frælista Garð-
yrkjufélags Íslands.
Risarnir í garðinum
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
Nr. 498
Risafífill
S.Hj.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Erlend útgerð
á vegum Samherja hf.
óskar eftir 1.stýrimanni/afleysingaskipstjóra,
vönum flottrollsveiðum og frystingu.
Einnig vantar vana flottrolls og vinnslumenn
á sama skip.
Launakjör eru samkvæmt íslenskum kjara-
samningum.
Upplýsingar veittar í síma 899 9080 eða virka
daga í síma 460 9025 á milli kl. 11 og 12.
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Húsnæði óskast
í Vesturbænum
Eldri kona austan af fjörðum óskar eftir lítilli
einstaklingsíbúð eða herbergi með aðgangi
að eldhúsi og baði hjá góðu og skemmtilegu
fólki í vesturbæ Reykjavíkur.
Tilboð sendist Láru Björnsdóttur á netpósti
larab@fel.rvk.is eða í síma 562 3178 á kvöldin.
KENNSLA
Innritun í fjarnám í FG
á haustönn 2003
Fjarnám við Fjölbrautaskólann
í Garðabæ haustönn 2003
Umsóknarfrestur um fjarnám við FG á haust-
önn 2002 er til 1. september nk. Boðið er upp
á fjarnám í flestum bóknámsgreinum.
Fjarnám er góður kostur fyrir þá, sem vilja ljúka
því námi sem þeir á sínum tíma byrjuðu á; fyrir
þá sem vilja bæta við sig námsgreinum og fyrir
þá sem finnst gaman að rifja upp og/eða læra
eitthvað nýtt.
Fjarnám er hugsað fyrir fólk á öllum aldri.
Fjarnám er hægt að stunda þegar manni hentar
— innan ákveðinna marka þó!
Umsóknareyðublað um fjarnám fæst á skrif-
stofu skólans, sem er opin virka daga kl. 9—16
og á heimasíðu skólans - www.fg.is.
Nánari upplýsingar veitir Helga Lind Hjartar-
dóttir, kennslustjóri fjarnáms, í síma 520 1600,
netfang: helgah@fg.is .
Verðskrá er á heimasíðu skólans.
Skólameistari.
Gigtarfélag
Íslands
Vísindasjóður
Gigtarfélags Íslands
Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Vísinda-
sjóði Gigtarfélags Íslands til rannsókna á sviði
gigtarsjúkdóma. Umsóknarfrestur er til 1. sept-
ember nk. Styrkúthlutun verður 12. október nk.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Gigtar-
félags Íslands, Ármúla 5, 108 Reykjavík.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 3600.
Gigtarfélag Íslands.
FÉLAGSLÍF
Dagsferð 10. ágúst Kaldidal-
ur - Ok - Húsafell. Ekið verður
inn á Kaldadal og gengið þaðan
frá Langahrygg upp á Ok og
komið niður í Húsafell. Göngu-
tími er áætlaður um 6—7 klst.
Lagt af stað kl. 9.00 frá BSÍ með
viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr.
4.000/4.300. Fararstjóri er
Höskuldur Frímannsson. Ferða-
langar hafi sundföt meðferðis.
16.—17. ágúst Fossaganga í
Gnúpverjaafrétti. ATHUGIÐ
BREYTTA DAGSETNINGU —
(var 9.—10. ágúst). Fararstjór-
ar eru Björg Eva Erlendsdóttir
og Sigþrúður Jónsdóttir. Lág-
marksfjöldi þátttakenda í ferðina
er 20.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
SMÁAUGLÝSINGAR