Morgunblaðið - 09.08.2003, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 43
DAGBÓK
Súlumót frá formaco
● úr pappa
● einföld og þægileg í notkun
● fæst í mörgum lengdum
og breiddum
Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík
Sími 577 2050 • Fax 577 2055
formaco@formaco.is • www.formaco.is
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú átt auðvelt með að ein-
beita þér og leysa erfið verk-
efni. Þú nálgast viðfangsefni
þín á skipulegan hátt og aðr-
ir treysta þér vegna þessa.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Nú væri tilvalið að gera sér
dagamun og líta á það sem
afþreyingariðnaðurinn hefur
uppá að bjóða. Taktu ein-
hvern af yngri kynslóðinni
með þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Í dag ættir þú að einbeita þér
að heimili þínu og gera eitt-
hvað til þess að fegra það. Þú
skalt þó ekki kaupa nýja
hluti í dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er töluverður hraði í
þínu lífi þessa stundina.
Fundir og umræður halda
þér við efnið. Það gefst eng-
inn tími til slökunar í dag.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Gætir þú haft betra starf?
Hugmyndir þínar um auknar
tekjur eiga rétt á sér. Ekki
hika við að hrinda þeim í
framkvæmd.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nýtt tímabil í þínu lífi er um
það bil að hefjast. Þú þarft að
kveðja ákveðið fólk og ýmsa
hluti. Gerðu þetta eins vel og
þú getur.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú þarft á frið og ró að halda.
Í dag skaltu gefa þér tíma til
þess að líta yfir farinn veg og
sjá hve vel þér hefur tekist
upp með ýmsa hluti.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Nú væri tilvalið að njóta
samvista með vinum og
kunningjum. Segðu vinum
þínum frá framtíðaráætl-
unum þínum. Þeir gætu gefið
góð ráð.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er meira tekið eftir þér
en venjulega. Í dag átt þú
auðvelt með að heilla fólk og
vinna það á þitt band.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Gerðu eitthvað óvenjulegt í
dag. Þig hungrar í ævintýri
og aukna þekkingu. Það væri
ekki úr vegi að gerast ferða-
maður á sínum eigin heima-
slóðum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú verður að koma til móts
við þarfir annarra í dag. Þú
skalt þó forðast það sem heit-
an eldinn að gera samninga
eða taka mikilvægar ákvarð-
anir.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Samtöl þín við ættingja og
nána vini einkennast af galsa
í dag. Þú skalt njóta þess að
ræða við þessa einstaklinga.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hugsaðu um það sem þú get-
ur gert til þess að bæta
heilsu þína. Hugsaðu fyrst og
fremst um það að hætta ein-
hverju sem er skaðlegt heils-
unni.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRNAÐ HEILLA
EINMANA
Engan trúan á ég vin,
auðnudagar þverra.
Einn ég harma, einn ég styn,
einn ég tárin þerra.
Einn ég gleðst, og einn ég hlæ,
er amastundir linna.
Aðeins notið einn ég fæ
unaðsdrauma minna.
Kristján Jónsson
LJÓÐABROT
70 ÁRA afmæli. KatrínKáradóttir, ljós-
myndari, er sjötug í dag,
laugardaginn 9. ágúst.
Eiginmaður hennar er Ei-
ríkur Svavar Eiríksson.
60 ÁRA afmæli. JónMagngeirsson pípu-
lagningarmeistari verður
sextugur á morgun sunnu-
daginn 10. ágúst. Eiginkona
Jóns er Margrét Snorra-
dóttir, öldrunarfulltrúi. Jón
óskar eftir að sjá sem flesta
í garðinum að Þykkvabæ 14,
milli 14 og 17, á afmælisdag-
inn.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2
Be7 4. Rgf3 Rf6 5. e5 Rfd7
6. c3 c5 7. Bd3 b6 8. O-O
Ba6 9. Bxa6 Rxa6 10. He1
b5 11. a3 Db6 12. Rf1 c4
13. Rg3 h6 14. h4
Dc6 15. h5 O-
O-O 16. Rh2 Rc7
17. Rg4 Hdg8 18.
Bd2 Rb6 19. Hf1
De8 20. De2 Bh4
21. Bf4 a5 22.
Re3 a4 23. Rg4
Rd7 24. Hae1
Dd8 25. Df3 Bg5
26. Re2 g6 27.
Bh2 gxh5 28.
Re3 De8 29. Dh3
Bd8 30. f4 h4 31.
f5 Bg5 32. Rg4
h5 33. Rf6 Bxf6
34. exf6 Hg4 35.
Bxc7 Kxc7 36.
Rf4 Rxf6 37. fxe6 De7
Staðan kom upp í ofur-
mótinu í Biel sem lauk fyr-
ir skömmu. Ilya Smirin
(2656) hafði hvítt gegn
Yannick Pelletier (2602).
38. Rxd5+! Rxd5 39. Hxf7
Hh7 40. Hxe7+ Hxe7 41.
Df3 Rf4 42. He4 og svartur
gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
VESTUR stendur
frammi fyrir athyglis-
verðum „teiknivanda“ í
þriðja slag. Hann er í vörn
gegn fjórum hjörtum og
horfir á bókina, en þarf að
teikna upp líklegasta mögu-
leikann á fjórða slagnum:
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ KDG7
♥ G4
♦ 75
♣ÁKD82
Vestur
♠ 10862
♥ K7
♦ 82
♣97653
Vestur Norður Austur Suður
-- 1 lauf 1 tígull 1 hjarta
Pass 1 spaði 2 tíglar 2 hjörtu
Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Útspilið er tígulátta og
austur tekur tvo slagi á
drottningu og ás, hugsar sig
aðeins um, en spilar svo tíg-
ulkóng í þriðja slag. Suður
fylgir lit alla leið, síðast með
gosanum. Nú er það spurn-
ingin: Á vestur að henda í
slaginn eða trompa með
hjartakóngi?
Það má slá því föstu að
austur eigi ekki spaðaásinn
– hann hefði tekið á ásinn
áður en hann spilaði þriðja
tíglinum. Eini raunhæfi
möguleikinn á fjórða slagn-
um er í trompinu og þá þarf
makker helst að eiga drottn-
inguna. Ef makker á D10
tvíspil er nauðsynlegt að
trompa með kóngi, en hins
vegar má alls ekki blæða
kónginum ef staðan er
þessu lík:
Norður
♠ KDG7
♥ G4
♦ 75
♣ÁKD82
Vestur Austur
♠ 10862 ♠ 95
♥ K7 ♥ D53
♦ 82 ♦ ÁKD1096
♣97653 ♣G10
Suður
♠ Á43
♥ Á109862
♦ G43
♣4
Þá nær sagnhafi drottn-
ingunni af makker með
tveimur svíningum. Ef
sagnhafi þarf hins vegar að
trompa þriðja tígulinn
kemst hann ekki hjá því að
gefa tvo slagi á tromp.
Eftir stendur spurningin
hvor „teikningin“ sé líklegri:
Dxx hjá makker eða D10
stakt. Síðarnefndi mögu-
leikinn er í raun mjög hæp-
inn. Suður á þá sjölit og
hefði sennilega stokkið í
þrjú hjörtu. Enn fremur
hefði (góður) makker spilað
LITLUM tígli í þriðja slag
ef hann hefði viljað háa
trompun.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
HLUTAVELTA
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu kr. 2.124 til styrktar
Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita Sara
Sólrún Aðalsteinsdóttir og Sigríður M. Ágústsdóttir.
MEÐ MORGUNKAFFINU
Slappaðu af! Ég er bara að passa þá fyrir stúlkuna í
hinu rúminu. Hún skrapp á klósettið.
Sumar samt við sig
Þrátt fyrir Verslunarmannahelgi
og ýmsar aðrar uppákomur hefur
Sumarbrids haldið sínu striki. Þriðju-
daginn 22. júlí mættu 12 pör til leiks
og fór „titillinn“ til Dalvíkur og ekki í
fyrsta sinn:
Ingvar Sigm. – Guðmundur Jónss. 65,5
Stefán Stefánss. – Björn Þorlákss. 57,9
Stefán Sveinbjörnss. – Jón Jónss. 57,6
Reynir Helgas. – Soffía Guðmundsd. 56,7
Hnn 29.júlí mættu 9 pör og fóru
leikar svo:
Sverrir Haraldss. – Pétur Guðjónss. 57,4
Björn Þorlákss. – Reynir Helgas. 55,6
Kolbrún Guðveigsd. – Gylfi Pálss. 52,3
Viku síðar áttust 8 pör við og þá
kom, sá og sigraði Hornfirðingur
ásamt Akureyringi:
Steinarr Guðm. – Ragnar formaður 54,2
Frímann Stefánss. – Reynir Helgas. 53,6
Jón Sverriss. – Una Sveinsd. 51,8
Gríðarlega jöfn barátta er um hver
verður bronsstigameistari sumarsins
en hér eru þeir fimm efstu hingað til:
Björn Þorláksson 114
Reynir Helgason 114
Frímann Stefánsson 101
Stefán Stefánsson 87
Pétur Guðjónsson 83
Sumarbrids er spilað á þriðjudög-
um í Hamri, félagsheimili Þórs, kl.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í
Glæsibæ mánud. 21. júlí sl. Spilað var
á 10 borðum. Meðalskor 216 stig.
Árangur N-S:
Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 263
Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðason 253
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 242
Árangur A-V:
Eysteinn Einarsson – Magnús Oddss. 275
Ólafur Ingvarsson – Birgir Sigurðsson 267
Magnús Halldórsson – Kristján Ólafss. 255
Tvímenningskeppni spiluð mánud.
28. júlí. Spilað var á 8 borðum. Með-
alskor 168 stig.
Árangur N-S:
Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 199
Alda Hansen – Jón Lárusson 197
Oddur Jónsson – Ægir Ferdinandss. 190
Árangur A-V:
Ásta Erlingsdóttir – Magnús Halldórss. 219
Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 205
Kristján Samúelss. – Gunnar Péturss. 173
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
FRÉTTIR
BYGGINGARNEFND Byggða-
safns Vestfjarða og Múrkraft ehf.
hafa undirritað með sér verksamn-
ing um fyrsta áfanga sýningar- og
geymsluhúss fyrir byggðasafnið.
Björgmundur Örn Guðmundsson,
formaður byggingarnefndar, segir
fyrsta áfangann felast í gerð sökkuls
fyrir húsið en það mun standa á lóð á
móts við húsaþyrpinguna í Neðsta-
kaupstað.
Gert er ráð fyrir að ljúka verkinu í
október og stefnt er að áframhald-
andi framkvæmdum á næsta ári.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Frá undirritun samningsins milli Múrkrafts ehf. og byggingarnefndar.
Byrjað á byggingu fyrir
Byggðasafn Vestfjarða
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi ályktun sem sam-
þykkt var á fundi stjórnar Full-
trúaráðs sjálfstæðisfélagana í
Snæfellsbæ:
„Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Snæfellsbæ ítrekar
að á framboðsfundi sem haldinn
var nú í vor kom fram að allir
frambjóðendur Sjálfstæðisflokks-
ins í NV-kjördæmi sem þar voru
staddir voru sammála um að
taka upp línuívilnun í stað
byggðakvóta. Sömu skoðunar var
Davíð Oddsson forsætisráðherra
er hann hélt framboðsfund í fé-
lagsheimilinu á Klifi, þar sem
hann sagði einnig að sú 30 þús.
tonna aukning í þorski sem sagt
var að kæmi til framkvæmda
skyldi fara til þeirra sem orðið
hafa fyrir skerðingum undanfar-
inna ára.
Einnig vill stjórn fulltrúaráðs-
ins minna á að þegar tillögu Guð-
mundar Halldórssonar var unnið
fylgi á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins var það gert með þeim
formerkjum að byggðakvótinn
yrði notaður í þá framkvæmd en
byggðakvótinn hefur ávallt valdið
miklum deilum.“
Segja þingmenn
fylgjandi línuívilnun