Morgunblaðið - 14.08.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 14.08.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 217. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Á réttan kjöl á ný Ólafur Jóhann vinnur að tiltekt hjá AOL Time Warner B4 Markamúr- inn rofinn Olga Færseth skoraði 200. markið í gærkvöld Íþróttir 42 Berjadagar á Ólafsfirði Leikrit fyrir einn leikara og pí- anóleikara á dagskrá Listir 31 CONDOLEEZZA Rice, þjóðar- öryggisráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, skýrði Davíð Oddssyni forsætisráðherra frá því í gær að engin fyrirmæli væru lengur í gildi um að F-15-þotur varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli skyldu kallaðar burt. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um framtíð þotnanna en Bandaríkjastjórn hyggst skoða málið í tengslum við heildarendurskoðun á herafla sínum í Evrópu. Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið að Rice hefði hringt í sig og sagt að hún hefði þá um morguninn rætt við Bandaríkjafor- seta á búgarði hans í Crawford í Tex- as um stöðu varnarmála hér á landi og þær umræður sem átt hefðu sér stað milli þjóðanna. Hugmynd Bush að lausn „Hún tjáði mér að Bush Banda- ríkjaforseti legði til að það yrði breytt um kúrs í málinu og ekki fjallað leng- ur einangrað um Ísland einvörðungu heldur varnarmálin skoðuð í víðara samhengi og í tengslum við þá heild- arendurskoðun á herafla Bandaríkj- anna, ekki síst í Evrópu, sem nú á sér stað. Sú endurskoðun myndi taka all- marga mánuði og í framhaldinu væri hægt að ræða um Ísland. Engin fyr- irmæli væru lengur í gildi um að þot- urnar færu. Á hinn bóginn er ekki hægt að segja, og ég legg áherslu á það, að Bandaríkin hafi endanlega fallið frá því að þoturnar kunni ein- hvern tímann að fara. En það verður ekki á næstunni.“ Forsætisráðherra sagði þetta afar mikilvægt og það væri gjörbreyting á stöðunni, sem þarna væri komin upp. „Ég sagði að við værum afar þakklát forseta Bandaríkjanna fyrir að taka þessa afstöðu og að hafa leitt málið í þennan farveg. Bað ég hana um að skila þakklæti til forsetans. Hún sagði forsetann meta íslensk yfirvöld mikils sem og varnarsamninginn og hafa sett sig vel inn í þessi mál. Þetta hefði verið hans hugmynd að lausn. Í fram- haldinu hringdi Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, í Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og til- kynnti honum formlega að búið væri að afturkalla að þoturnar færu.“ Davíð sagðist undirstrika að þótt þetta væri ekki endir málsins væri þetta gríðarlega þýðingarmikil niður- staða og sýndi að Bandaríkin mætu það góða samstarf sem verið hefði á milli ríkjanna að undanförnu og vildu skoða málið í ljósi sameiginlegra hagsmuna þjóðanna. „Þetta er afar þýðingarmikið. Mál- ið er komið í mjög farsælan farveg og við erum ekki undir þeirri pressu sem við höfum verið síðan 2. maí [er sendi- herra Bandaríkjanna tilkynnti ís- lenskum stjórnvöldum að þoturnar færu]. Það eru afskipti forsetans sjálfs, vinsemd í garð okkar og góð samskipti sem við höfum átt á undan- förnum misserum sem gera að verk- um að skipt hefur verið um stefnu. Við erum afar ánægð.“ Á meðan heildarendurskoðun Bandaríkjanna á heraflanum stendur yfir segir Davíð að ekki verði sama áherslan á málefni Íslendinga. Þau mál verði ekki rædd sérstaklega en þó verði áfram samráð milli þjóðanna um kosti og möguleika. „Ég er ekki að segja að endanlega hafi verið fallið frá því að F-15-þot- urnar muni fara en það verður ekki í bráð. Þetta er mikill léttir og mikill léttir á þeirri pressu sem verið hefur. Umræðurnar geta nú farið fram með eðlilegum hætti. Ég tel að Bandaríkjaforseti hafi svarað mínu bréfi með mjög jákvæðum hætti og hann á miklar þakkir skyldar,“ sagði Davíð. Málið komið í eðlilegan farveg Halldór Ásgrímsson segist hafa átt samtal við Colin Powell síðdegis í gær. „Hann tilkynnti mér að það hefði verið ákveðið að draga til baka fyrirætlanir um að flytja þoturnar á brott. Við það skap- aðist svigrúm til að endurmeta málið í ljósi þeirra breytinga sem ættu sér stað núna í Evrópu og innan NATO. Það ætti að gefa okkur nægilegan tíma til að skoða málið í rólegheitum. Spurður um tíma sagði Powell að við værum að tala um einhverja mánuði en ekki daga. Þetta yrði ekki aðkall- andi mál. Við erum afskaplega ánægðir með þessa framvindu. Ég tel að málið hafi fengið mjög góða um- fjöllun í Washington. Þótt að samtal sem ég átti við Powell 6. maí þar sem málinu var þá frestað hafi verið ágætt fór það síðan aftur í svipaðan farveg. Nú virðist málið vera komið í farveg sem við getum afskaplega vel við un- að. Viðræður milli þjóðanna um fram- haldið hafa ekki verið ákveðnar. Það mun líða einhver tími þangað til það liggur fyrir. Málið er komið á ný í eðli- legan farveg,“ sagði Halldór. Viðræður um varnarmál komnar í nýjan farveg eftir samtal Davíðs Oddssonar og Condoleezzu Rice þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta í gær Fyrirmælin ekki lengur í gildi um að þoturnar fari Endanleg ákvörðun um framtíð F-15-þotnanna liggur ekki enn fyrir George W. Bush Condoleezza RiceDavíð Oddsson Colin PowellHalldór Ásgrímsson ÍRASKUR drengur lét lífið og að minnsta kosti fjórir særðust í skot- bardaga milli bandarískra hermanna og hóps sjía-múslima í Bagdad í gær. Þetta eru fyrstu átökin sem orðið hafa á milli sjíta og Bandaríkja- manna síðan stríðið hófst en sjítarnir höfðu safnast saman til að mótmæla hernum. Hingað til hafa sjítar í land- inu verið heldur jákvæðari í garð hersins en súnnítar, en Saddam Hussein tilheyrði síðarnefnda hópn- um. Vitni sögðu að átökin í Bagdad hefðu hafist þegar bandaríski herinn reyndi að fjarlægja svartan fána með íslömskum slagorðum sem mótmæl- endur höfðu hengt upp í fjarskipta- turn á svæðinu. Hermenn reyndu að ná fánanum niður úr þyrlu en þá snerust Írakar, sem höfðu klifrað upp í turninn, til varnar og braust þá bardaginn út. Nokkur þúsund manns sáust mótmæla á svæðinu um eftirmiðdaginn í gær og búið var að hengja fimm svarta fána niður úr turninum. Saddam hvetur sjíta í heilagt stríð gegn hernum Handskrifuð skilaboð sem sögð eru vera frá Saddam Hussein voru birt á Al-Jazeera-sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi en þar eru sjítar hvattir til að taka þátt í heilögu stríði gegn herjum bandamanna í Írak. Athygli vekur að þar er æðsti leiðtogi sjíta, Ayatollah Ali Sistani ávarpaður en hann er hófsamur klerkur sem Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á að eiga samstarf við. Skæruliðar felldu tvo bandaríska hermenn norðan við Bagdad í gær auk þess sem bandarískur hermaður féll fyrir hendi skæruliða sunnan við Tíkrit. Talsmenn bandaríska hersins sögðu að tveir háttsettir meðlimir í Lýðsveldisverðinum, úrvalssveitum íraska hersins, hefðu verið hand- teknir í gær en auk þess gjaldkeri Fedayeen sveitanna sem voru sér- sveitir Saddams Hussein. Þá sagðist stjórn Bandarískjahers hafa sent 25 milljónir lítra af bensíni til suðurhluta Íraks þar sem skortur á eldsneyti hefur verið mikill. Fyrstu átök sjíta og banda- ríska hersins AP Hópur Íraka hrópar slagorð gegn Bandaríkjunum í Al-Sadr-hverfinu í Bagdad eftir átökin í gær, en íraskur drengur beið þar bana. Bagdad, Tíkrit, Dubai. AP, AFP. ÞAÐ er gott að eiga sér góða fyrirmynd í lífinu en mikill áhugi á ríka og fræga fólkinu getur hæglega breyst í sjúk- lega fíkn. Kemur þetta fram í grein tveggja sálfræðinga í vís- indatímaritinu New Scientist, sem út kemur á laugardag. Þeir ræddu við meira en 600 karla og konur og kynntu sér áhuga þeirra á frægu fólki. Komust þeir að því, að aðdáun- in er ekki annaðhvort meinlaus eða sjúkleg, heldur er oft um að ræða þróun, sem fer hægt af stað en endar í sjúklegri ástríðu. Segja þeir, að aðdáun af þessu tagi geri fólk áhyggju- fullt og niðurdregið og oft eigi það erfiðara með félagsleg samskipti en aðrir. Þeir benda á að um 10% „aðdáendanna“ telji sér trú um, að eitthvað alveg sérstakt tengi þau og stjörnuna þeirra og þá sé um að ræða sjúklegt ástand. Hættuleg aðdáun París. AFP. TALIÐ er, að menn, sem sádi-arab- íska lögreglan handtók í vikunni eftir skotbardaga, hafi verið að ráðgera árás á farþegaflugvél á helsta flug- vellinum í Riyadh, höfuðborg Sádi- Arabíu. Var þetta haft eftir bandarískum embættismanni, en hann sagði, að lögreglan í Sádi-Arabíu, hefði fundið gögn í fórum mannanna, sem bentu til þessa og tengdu þá einnig við al- Qaeda, hryðjuverkasamtök Osamas bin Ladens. Breska flugfélagið Brit- ish Airways aflýsti í gær ferðum til Riyadh af öryggisástæðum og bandarísk yfirvöld vöruðu fólk við að ferðast til Sádi-Arabíu. Í fyrradag var bresk-indverskur vopnasali handtekinn í Bandaríkjun- um fyrir að reyna að selja flugskeyti og hefur það enn aukið á ótta við, að farþegaþotur séu líklegt skotmark hryðjuverkamanna. Hugðust granda far- þegaþotu Washington. AFP.  Þrír/12 STÁLHEPPINN íbúi þorps rétt ut- an við Mílanó varð tæplega 6 millj- örðum króna ríkari í gærkvöldi er hann hlaut fyrsta vinning í ítalska lottóinu. Vinningurinn er stærsti lottóvinningur í sögu Evrópu en ítalski potturinn hafði ekki gengið út í sex mánuði. Svo mikill var spenningurinn að fólk frá Frakklandi, Sviss, Slóveníu og Austurríki hafði hópast yfir landamærin til að ná sér í miða. Vann sex milljarða Róm. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.