Morgunblaðið - 14.08.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 27. ágúst. Nú getur
þú notið skemmtilegasta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað
Íslendinga í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna, og
tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig
og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að
sjálfsögðu nýtur þú traustrar
þjónustu fararstjóra Heimsferða
allan tímann.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Costa del Sol
27. ágúst
frá kr. 39.962
Verð kr. 39.962
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 27. ágúst, 7 nætur
Almennt verð, kr. 41.960.
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í herbergi/stúdíó, 27. ágúst, 7
nætur. Almennt verð, kr. 52.447.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800.
Val um 1 eða 2 vikur.
FJÁRHAGSLEG endurskipu-
lagning stendur nú yfir á rekstri út-
gáfufélags DV. Að sögn Óla Björns
Kárasonar, aðalritstjóra og eins eig-
enda blaðsins, er unnið að henni í
samráði og samvinnu við lánar-
drottna félagsins. Endurfjármögn-
un hefur þegar verið tryggð miðað
við að samningar takist við helstu
lánardrottna.
Morgunblaðinu barst í gær enn-
fremur eftirfarandi yfirlýsing frá
Halldóri J. Kristjánssyni, banka-
stjóra Landsbankans:
„Vegna fréttar Útvarpsins í há-
deginu í dag, 13. ágúst, um afskriftir
lána DV í Landsbankanum, er rétt
að fram komi að vegna bankaleynd-
ar tjá forsvarsmenn Landsbankans
sig alls ekki um málefni einstakra
viðskiptavina. Rétt er að taka fram
að Landsbankinn hefur verið einn
viðskiptabanka útgefanda DV um
árabil, þ.m.t. frá því að nýir eig-
endur komu að því árið 2001. Að
hálfu eigenda er nú unnið að endur-
fjármögnun félagsins. Sú endurfjár-
mögnun hefur enn ekki verið til
lykta leidd og er því umræða um af-
skriftir ótímabær. Jafnframt er rétt
að árétta að Landsbankinn leggur
metnað sinn í faglega úrlausn verk-
efna og að bankinn leitast við að
finna þær lausnir sem eru honum
hagfelldastar þegar til langs tíma er
litið.
Af gefnu tilefni er rétt að taka
það fram að í alla staði er óeðlilegt
að ræða málefni eins viðskiptavinar
bankans í tengslum við heildaraf-
skriftir bankans á fyrri hluta þessa
árs, en þær voru kynntar í afkomu-
tilkynningu bankans í síðustu viku.“
Í frétt Ríkisútvarpsins var stað-
hæft að Landsbankinn hefði afskrif-
að um 700 milljónir króna vegna DV
eða sem samsvarar þeirri fjárhæð
sem samið var um milli eignarhalds-
félagsins Samsonar, aðaleiganda
Landsbankans, og einkavæðingar-
nefndar að yrði hámark þess af-
sláttar sem Samson gæti fengið eft-
ir gagnrýnið endurmat á útlánasafni
bankans. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur ekkert enn
verið afskrifað vegna DV af hálfu
Landsbankans en á síðastliðnum
misserum hefur allnokkurt fé verið
lagt til hliðar á afskriftareikning
bankans vegna stöðu útgáfufélags
blaðsins. Er sú heildarfjárhæð þó
mun lægri en sagði í frétt RÚV.
DV í fjárhags-
lega endur-
skipulagningu
VEIÐIHUNDADEILD Hunda-
ræktarfélags Íslands stóð fyrir
kynningu á notkun veiðihunda við
rjúpnaveiðar á Mosfellsheiðinni í
gær. Umhverfisnefnd Alþingis var
boðið að vera á kynningunni en
aðeins einn nefndarmaður, Kol-
brún Halldórsdóttir frá vinstri
grænum, þekktist boðið.
Hundaeigendurnir létu hundana
hlaupa yfir veiðisvæði og sýndu
Kolbrúnu hvernig hundarnir
vinna og hvaða kröfur gerðar eru
til þeirra við veiðarnar en veiði-
hundar verða að standast ströng
próf til að þá megi nota við veið-
ar.
Ástæða þess að boðið var upp á
kynninguna var sú að veiðihunda-
eigendur töldu að þeir hefðu ver-
ið ranglega sakaðir um lögbrot af
umhverfisnefnd síðastliðinn vetur
með því að nota veiðihunda við
rjúpnaveiðar og vildu sýna fram á
að notkun hundanna við veið-
arnar væri eðlileg og lögum sam-
kvæmt. Nota má hunda til að
finna bráð en ekki til að hlaupa
hana uppi en tilgangur þjálfunar
veiðihunda er að kenna þeim að
hlaupa ekki uppi fugla sem þeir
finna heldur stoppa og halda
kyrru fyrir.
Vilhjálmur Ólafsson, í Veiði-
hundadeild Hundaræktarfélags-
ins, segir að veiðum með hundi
fylgi viss spenna sem komi ekki
þegar veiðimaðurinn er einn á
ferð.
Ákvörðun umhverfisráðherra
um að banna rjúpnaveiðar kom til
umræðu í gær en veiðahunda-
menn, líkt og aðrir skotveiði-
menn, eru ekki sammála því að
nauðsynlegt hafi verið að banna
veiðar á rjúpu.
Á myndinni má sjá veiðitíkina
Kátu og Kolbrúnu Halldórsdóttur,
þingkonu, fylgjast með veiðihund-
unum leita fugla á heiðinni í gær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kynning á aðferð-
um veiðihunda
ÞORLÁKUR Björnsson, formaður
leikskólaráðs Reykjavíkur, segir
ekki rétt að loka eigi gæsluvellinum
við Frostaskjól alfarið eins og skilja
hafi mátt af fréttaflutningi í fjölmiðl-
um heldur verði hann áfram starf-
ræktur á sumrin. Mikil óánægja er
meðal foreldra í hverfinu með fyrir-
hugaða lokun vallarins í vetur og er
stefnt að því að afhenda borgaryfir-
völdum undirskriftalista með um
1.000 undirskriftum síðar í vikunni
þar sem lokunni er mótmælt.
Búið að lofa Grandaskóla lóð-
inni fyrir frístundaheimili
Í síðustu viku samþykkti hverfis-
ráð Vesturbæjar að beina þeim til-
mælum til leikskólaráðs að endur-
skoða þá ákvörðun sína að hætta
rekstri gæsluvallarins í núverandi
mynd. Formaður leikskólaráðs segir
hins vegar að stefnt hafi verið að því
að Grandaskóli fengi afnot af lóð
gæsluvallarins og húsnæðinu sem
þar er strax í haust undir frístunda-
heimili fyrir 90 börn á aldrinum 6–9
ára. Viðbúið sé að ekki verði hægt að
koma þeirri þjónustu fyrir annars
staðar. Að hans sögn sækja þrjú til
fjögur börn daglega gæsluvöllinn við
Frostaskjól frá september fram í
maí og þar starfa þrír starfsmenn.
„Við getum ekki gengið fram hjá
því að það eru 1.000 foreldrar sem
hafa ritað nafn sitt á undirskrifta-
listana og ég er tilbúinn að taka mál-
ið upp til skoðunar, að við höldum
honum opnum næsta vetur og sjáum
hvort tíðnin eykst,“ segir Þorlákur.
Hann segir að borgin standi frammi
fyrir þeirri ákvörðun hvort halda eigi
úti gæsluvallastarfsemi fyrir þrjú til
fjögur börn eða frístundaheimili fyr-
ir 90 börn.
Gæsluvöllurinn verður opinn í dag
í síðasta sinn í sumar. Leikskólaráð
tekur málið fyrir 22. ágúst nk.
Formaður leikskólaráðs um vetrar-
lokun gæsluvallar við Frostaskjól
3–4 börn á
gæsluvellinum
yfir veturinn
GRÆNLENSKA flugfélagið Air
Greenland hefur ákveðið að halda
áfram flugi á flugleiðinni milli Kaup-
mannahafnar og Akureyrar en félag-
ið hefur fengið leyfi til flugsins fram í
október 2004.
Stjórn Air Greenland kom saman
til fundar sl. mánudag og ákvað að
halda fluginu áfram. Flugleyfið, sem
veitt var nýverið, er með þeim fyr-
irvara um að samningaviðræður Ís-
lendinga og Dana um nýjan loft-
ferðasamning, sem fram fara í haust,
beri árangur fyrir 1. maí 2004.
Áfram flogið
til Grænlands
VINNUSLYS varð við höfnina á
Stöðvarfirði í gær er maður féll ofan
af pallbifreið niður á steypt plan og
rotaðist. Komst hann fljótlega til
meðvitundar en mikið blæddi úr
stórum skurði á hnakka. Var gert að
sárum mannsins á heilsugæslustöð-
inni á Fáskrúðsfirði.
Vinnuslys á
Stöðvarfirði
GAMLAR líkkistur hafa fundist við
uppgröft á kirkjulóðinni við Hóls-
kirkju í Bolungarvík en ekki var
vitað af kistunum áður en fram-
kvæmdir hófust. Kisturnar hafa
ekki verið aldursgreindar en bæði
hafa fundist barna- og fullorðins-
kistur og verða þær sendar til
Reykjavíkur til nánari rannsókna
en nú þegar hefur allur beinaupp-
gröftur verið sendur suður. Forn-
leifavernd Íslands var látin vita um
leið og kisturnar fundust og Garðar
Guðmundsson, fornleifafræðingur
frá Fornleifastofnun Íslands, kom á
staðinn fljótlega eftir að fram-
kvæmdir hófust síðari hluta júlí-
mánaðar og sá um fornleifaupp-
gröftinn.
Framkvæmdir við Hólskirkju
munu standa fram í desember en
styrkja á bæði undirstöður kirkj-
unnar, sem farin er að síga, sem og
gólf hennar, að sögn Halldórs Ey-
dal kirkjuvarðar. Framkvæmdum á
að vera lokið í desember. Á mynd-
inni er Guðmundur Óli Kristj-
ánsson, smiður, með eina af þremur
heilum barnalíkkistum sem fundist
hafa við kirkjuna.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Gamlar lík-
kistur finn-
ast við upp-
gröft hjá
Hólskirkju
♦ ♦ ♦