Morgunblaðið - 14.08.2003, Side 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Svona hættu nú þessu káfi Ási minn, nú má ég.
Fjármál heimilanna
Ástandið
víða dapurt
FYRIRTÆKIÐ Fjár-mál heimilanna ehf.býður upp á nám-
skeið fyrir ungt fólk og full-
orðna um ný viðhorf í heim-
ilisrekstri í vetur. Hvert
námskeið tekur átta tíma
og mæta þátttakendur
tvisvar sinnum. Aðstand-
endur námskeiðsins eru
hjónin Ingólfur Hrafnkell
Ingólfsson félagsfræðingur
og Bärbel Schmid fé-
lagsráðgjafi. Námskeiðin
eru kynnt ítarlega á heima-
síðunni www.fjarmala-
frelsi.is.
Ingólfur sagði í samtali
við Morgunblaðið að nám-
skeiðið ætti rætur í per-
sónulegri reynslu
hjónanna. „Rætur nám-
skeiðsins liggja í reynslu
okkar hjónanna frá því fyrir nokkr-
um árum. Við vöknuðum einfald-
lega upp við að þrátt fyrir að við
værum komin á miðjan aldur,
börnin væru flogin úr hreiðrinu og
tekjurnar færu sífellt hækkandi
virtust fjárráðin lítið hafa skánað.
Eftir að hafa greitt skatta og
skyldur voru frjálsar ráðstöfunar-
tekjur okkar í hreinskilni sagt
óeðlilega litlar. Við tókum okkur
því til og fórum að lesa okkur til um
hvernig hægt væri að ráða bót á
vandanum.“
– Að hverju komust þið?
„Við komumst að raun um að
tvennt ylli vandanum, þ.e. skuldir
og óvissa varðandi útgjöldin. Eftir
að hafa komist að því fórum við að
velta því fyrir okkur hvað væri til
ráða. Við héldum áfram að leita
okkur upplýsinga og fundum að
lokum skynsamlega aðferð til að
greiða niður skuldir. Upp úr því
þróuðum við svokallað veltukerfi.
Veltukerfið gengur út á að raða
lánum í ákveðna röð og greiða svo
af þeim miðað við sömu greiðslu-
byrði frá upphafi til síðasta gjald-
daga. Með því móti er hægt að
greiða niður lán á a.m.k. helmingi
skemmri tíma en annars. Sumum
getur jafnvel hentað að bæta að-
eins við greiðslubyrðina til að
hraða þessari niðurgreiðslu enn
frekar. Oft er hægt að greiða niður
öll lán, þótt verið sé að greiða af 20
til 30 ára lánum, á 4 til 7 árum. Eft-
ir að því er lokið verður mánaðar-
leg greiðslubyrði að mánaðarleg-
um aukatekjum til frjálsrar
ráðstöfunar ...“
– Farið þið líka út í útgjöldin?
„Já, við köllum fjármálavanda
oft hegðunarvanda. Á námskeiðun-
um förum við ítarlega ofan í hvern-
ig hægt er að uppræta þennan
vanda.
Ef útgjöldum er ekki stýrt er
hætt við að fljótlega falli í
gleymsku og dá hvað gert er við
peningana. Ef útgjöldunum er
stýrt með meðvituðum hætti blasir
við allt önnur mynd. Fólk kaupir
aðeins nauðsynlega hluti og hefur
meiri ánægju af því sem það kaup-
ir.
Mikilvægt er að greiða reikn-
ingana sína sjálfur. Ekki láta þjón-
ustufulltrúann í bank-
anum sjá um að greiða
þá fyrir sig. Greiðslu-
dreifingarfyrirkomu-
lagið er eitt snjallasta
sölubragð bankanna í
seinni tíð. Þú greiðir
einfaldlega bankanum
sömu upphæðina í hverjum mánuði
og þarft ekki að hafa áhyggjur af
reikningunum. Gallinn er bara sá
að alltof fáir átta sig á því að þegar
þeir eru komnir yfir á þjónustu-
reikningnum þurfa þeir að borga
bankanum 12–15% útlánsvexti af
yfirdrættinum en fá aðeins rétt
rúmlega 0,1% innlánsvexti ef þeir
eru í plús. Ekkert er auðveldara en
að setjast niður við tölvuna, stofna
reikning þar sem kjörin eru hag-
stæðust og sjá sjálfur um sína eigin
greiðsludreifingu heiman að frá
sér og fylgjast svo með eyðslunni
með því að halda heimilisbókhald.“
– Hvenær ákváðuð þið hjónin
að fara að miðla af reynslu ykkar?
„Skömmu eftir að við fórum að
vinna í okkar eigin málum fór að
fréttast hvað við værum að gera.
Konan mín var beðin um að halda
námskeið um aðferðir okkar og í
framhaldi af því héldum við hjónin
eitt námskeið um fjármál heimil-
anna á vegum Endurmenntunar
HÍ í desember sl. Námskeiðið var
ekki lengi að fyllast og svipaða
sögu var að segja um þrjú nám-
skeið á vegum Endurmenntunar
eftir jól undir yfirskriftinni „Úr
mínus í plús“.
Með þessa reynslu í farteskinu
stofnuðum við hjónin fyrirtækið
Fjármál heimilanna ehf. í vor.
Námskeið á vegum þess eru eink-
um ætluð tveimur hópum, þ.e.
ungu fólki á aldrinum 16 til 22 ára
og svo fólki eins og okkur, þ.e. í
millistétt. Svo verðum við líka með
styttri námskeið fyrir hópa og fyr-
irtæki og konan mín með einkaráð-
gjöf.“
– Hvernig metur þú ástandið
hjá fólki almennt miðað við reynsl-
una af námskeiðunum?
„Rétt eins og var hjá okkur hjón-
unum á sínum tíma er ástandið
víða frekar dapurlegt og virðast
tekjur fólks þar litlu
máli skipta. Almenning-
ur er því miður alltof
skuldsettur – alltof
miklir peningar fara í
vexti og verðbætur.
Skýringarnar eru ef-
laust margar. Ein af
þeim er að ekki er langt síðan minn
aldurshópur gekk á milli banka til
að merja út lán. Á síðustu árum
hafa svo orðið algjör umskipti í
fjármálageiranum. Nú neyta bank-
arnir allra bragða til að fá okkur til
að taka lán. Mörg hver erum við
enn að misstíga okkur og læra á
þennan breytta heim.“
Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson
Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson
er fæddur 8. janúar árið 1950 á
Akureyri. Hann lauk Dipl. Soz.-
gráðu í félagsfræði við háskól-
ann í Bremen í Þýskalandi og
kenndi þar í nokkur ár. Hann rak
fyrirtæki með umhverfisvænar
byggingarvörur, starfaði lengi
að málefnum fatlaðra og var
framkvæmdastjóri Geðhjálpar
um tíma. Nú er hann rekstrar-
stjóri hjá Tryggingastofnun rík-
isins og leiðbeinandi á nám-
skeiðum um fjármál heimilanna
ásamt eiginkonu sinni, Bärbel
Schmid félagsráðgjafa. Eiga þau
þrjú uppkomin börn.
„Við köllum
fjármála-
vanda oft
hegðunar-
vanda“
MENGUN í vatnsbólinu í sumarbú-
staðabyggðinni í Munaðarnesi kom í
ljós við reglubundna sýnatöku heil-
brigðisyfirvalda á Vesturlandi um
miðjan júlímánuð. Fyrst var talið að
um saurmengun væri að ræða en
við nánari athugun kom í ljós að
kamfílóbakter hafði komist út í
vatnið en bakterían getur valdið
fólki sýkingu ef mengað vatn er
drukkið.
Heilbrigðisyfirvöld vöruðu sum-
arbústaðaeigendur við í kjölfarið og
bentu þeim á að nota ekki vatn til
drykkjar nema sjóða það fyrst, en
bakterían drepst við 60–65° hita.
Ekki er vitað til þess að sumarbú-
staðagestir hafi veikst af völdum
hins mengaða vatns.
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja, BSRB, er eigandi vatnsbóls-
ins en félagið á 86 sumarbústaði á
svæðinu og leigir þá út til fé-
lagsmanna sinna.
Helgi Helgason, heilbrigðis-
fulltrúi Vesturlands, segir að orsak-
ar mengunarinnar sé nú leitað en
ákvörðun hefur ekki verið tekin um
hvað gert verður í framhaldinu.
Hann telur sennilegast að yfirborðs-
vatn hafi náð að leka inn í brunninn,
sem vatnið var tekið úr, en ekki hafi
verið nægilega vel frá honum geng-
ið. Hann segir að sía verði vatnið
sem fer inn í vatnsbólið betur og að
svo gæti farið að gera verði nýjan
brunn. Helgi bendir á að uppákom-
ur sem þessar sýni mikilvægi þess
að ganga vel frá vatnsbólum.
Kamfílóbakter í vatnsbóli
sumarhúsa í Munaðarnesi
ÖKUMAÐUR velti bifreið á þjóð-
veginum upp úr Öxarfirði um klukk-
an 22 á þriðjudagskvöld, nálægt
Bjarmalandsvegi.
Um var að ræða lítinn fólksbíll
með tveimur erlendum ferðamönn-
um sem lenti út af veginum og valt
heilan hring.
Ferðalangana sakaði ekki og að-
vífandi bíll flutti þá heilu og höldnu
til byggða. Bíllinn var hins vegar
mjög illa farinn eftir veltuna.
Vegurinn er varasamur á þeim
slóðum sem óhappið hátti sér stað,
enda ekki malbikaður.
Bílvelta
í lausamöl
ÞRÍR menn voru handteknir af lög-
reglunni í Reykjavík grunaðir um
innbrotstilraun í Austurbænum á
sjötta tímanum í gærmorgun. Menn-
irnir voru handteknir eftir að kona
sem hafði vaknað við umgang á
heimili sínu hafði samband við lög-
reglu. En þjófarnir lögðu á flótta er
þeir urðu hennar varir.
Mennirnir þrír, sem allir hafa
komið við sögu lögreglunnar áður,
voru handteknir skömmu síðar,
grunaðir um að hafa verið þar á ferð.
Þrír hand-
teknir eftir
innbrot
♦ ♦ ♦