Morgunblaðið - 14.08.2003, Qupperneq 21
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 21
SÍÐUSTU vikunni í vinnuskólanum í Grindavík er að
ljúka og af því tilefni var efnt til veislu í gær.
Hlaðinn var bálköstur með hluta af rekavið og
drasli sem ungmennin hafa hreinsað úr fjörunum í
sumar og kveikt í honum. Þá var boðið upp á grillaðar
pylsur og kók.
Tæplega 90 krakkar úr 8., 9. og 10. bekk grunn-
skóla Grindavíkur tók þátt í starfi vinnuskólans í sum-
ar, að sögn Jóns Guðmundssonar starfsmanns Grinda-
víkurbæjar. Að auki vann hópur eldri ungmenna að
sérstökum verkefnum þannig að hátt í 100 manns
voru við störfum á vegum vinnuskólans í sumar.
Mest var unnið að fegrun bæjarins, svo sem gróður-
setningu, slætti, hreinsun og málun.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ágætt er að fá að slappa af eina dagstund í síðustu vinnuvikunni.Grillaðar pylsur og kók eru ómissandi í vinnuskólaveislum.
Lokaveisla hjá
vinnuskólanum
Grindavík
STARFSMENN Reykjanesbæjar
eru með áætlanir um að veita
meira vatni í tjarnirnar á Njarð-
víkurfitjum til að fuglar sjáist þar
meira. Þá verða settar gerviendur
á flot til að prýða tjarnirnar þang-
að til þeir fiðruðu koma til baka.
Lítið vatn hefur verið í tjörn-
unum á Fitjum að undanförnu og
hafa fuglarnir nánast horfið vegna
þess, eins og fram kom í frétt í
blaðinu í gær. Lesandi vakti þó at-
hygli á því að töluvert fuglalíf væri
með ströndinni, í fjörum Njarðvík-
urinnar, en þá þarf fólk að ganga
heldur lengra til að sjá það en að
tjörnunum.
Vatnsrennsli virðist hafa minnk-
að í gegn um tjarnirnar vegna
framkvæmda þarna í kring. Meðal
annars hafa verið gerðar úrbætur í
holræsamálum. Viðar Már Aðal-
steinsson, framkvæmdastjóri um-
hverfis- og tæknisviðs Reykjanes-
bæjar, segir að svo virðist sem
þetta jarðrask hafi orðið til þess
að vatnið fari nú eftir öðrum leið-
um til sjávar. Þá hafi verið miklir
þurrkar að undanförnu og óvenju
lítið sé því í tjörnunum, minna en
oftast áður. Framkvæmdum við að
laga umhverfið á Fitjunum er nú
að ljúka.
Viðar segir að verið sé að leita
leiða til að veita vatni eftir öðrum
leiðum í tjarnirnar og leysa þetta
mál varanlega með því. Vonast
hann til að fuglarnir komi aftur.
Þangað til verða gerviendur á
tjörnunum til að gleðja augað.
Setja gervi-
endur á flot
í stað
þeirra sem
stungu af
Njarðvík
Fimmta skoðunarferð Upplýsinga-
miðstöðvar Reykjaness verður í
kvöld, fimmtudag. Gengið verður
með Reyni Sveinssyni um Sand-
gerði. Mæting er á veitingastaðnum
Vitanum klukkan 20.
Í næstu viku verða þrjár síðustu
skoðunarferðirnar en þá verður
gengið um Hafnir og Voga á mánu-
dag og þriðjudag auk þess sem úti-
listaverk Reykjanesbæjar verða
skoðuð á fimmtudag.
Í DAG