Morgunblaðið - 14.08.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.08.2003, Qupperneq 24
NEYTENDUR 24 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÓNUS Gildir 14.–17. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð Frosið súpukjöt, 1 fl. ............................ 299 399 299 kr. kg Nýmjólk .............................................. 67 76 67 kr. ltr. Léttmjólk ............................................. 67 76 67 kr. ltr. Fetaostur í kryddbl., 240 g.................... 209 279 870 kr. kg Ferskar svínakótel. m/beini .................. 499 599 499 kr. kg Nýtt ísl. sumarkál................................. 99 189 99 kr. kg Nýtt ísl. blómkál................................... 119 179 119 kr. kg Nýtt ísl. kínakál.................................... 159 194 159 kr. kg ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 27. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð Freyju lakkrísdraumur, stór.................... 99 115 1.980 kr. kg Freyju djúpur, 100 g............................. 129 149 1.290 kr. kg Haribo stjernemix hlauppoki ................. 119 139 1.082 kr. kg Göteb. Remi kex .................................. 149 175 1.192 kr. kg 11–11 Gildir 14.–20. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð Eldbakaðar Fyrirtaks pitsur, 3 teg. ......... 399 589 399 kr. st. Fyrirtaks brauðstangir........................... 299 479 299 kr. pk. Prima hvítlauksolía .............................. 249 359 249 kr. st. Campbells súpur, 3 teg. ....................... 99 159 99 kr. st. LU prince súkkulaðikex, 2 pk................. 198 279 99 kr. st. Lipton te, 5 teg. ................................... 189 269 189 kr. pk. Beauvais gúrkur, 550 g ........................ 179 228 325 kr. kg LU Domino kex .................................... 119 159 119 kr. pk. FJARÐARKAUP Gildir 14.–16. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð Lambahjörtu........................................ 298 498 298 kr. kg Kindahakk........................................... 598 798 598 kr. kg Fylltar svínasíður.................................. 498 898 498 kr. kg Londonlamb........................................ 898 1.198 898 kr. kg Reykt folaldakjöt.................................. 398 698 398 kr. kg Blómkál .............................................. 195 259 195 kr. kg Spergilkál............................................ 195 438 195 kr. kg HAGKAUP Gildir 14.–17. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð ½ skrokkar pokar, bestu kaupin ............ 449 648 449 kr. kg Goodfellas pitsur ................................. 229 449 229 kr. st. Un. hakk ............................................. 699 999 699 kr. kg Holta kjúklingabringur, úrb., magn- pakkn. ................................................ 1.499 1.798 1.499 kr. kg KRÓNAN Gildir 14.–20. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð SS Mexico svínakótil., kryddlegnar......... 909 1.298 909 kr. kg SS Mexico helgarsteik .......................... 979 1.398 979 kr. kg SS koníaksl. grísahn.sneiðar úrb. .......... 839 1.198 839 kr. kg SS koníaksl. grísabógssneiðar............... 559 798 559 kr. kg Hatting frönsk smábrauð, fín, 12 st. ...... 199 279 17 kr. st. Knorr SOW súpur, 8 teg. ....................... 119 149 119 kr. pk Ota havre fras...................................... 219 239 584 kr. kg Mónu rommý/kókosbar ........................ 298 369 298 kr. pk. NÓATÚN Gildir 14.–20. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð Lambalæri, frosið................................. 598 799 598 kr. kg Lambasúpukjöt ................................... 349 599 349 kr. kg KS ½ skrokkur grillsagaður ................... 398 499 398 kr. kg Rauðsprettuflök ................................... 599 899 599 kr. kg Rófur .................................................. 99 239 99 kr. kg Gulrætur ............................................. 139 199 139 kr. kg Náttúru súpujurtir ................................ 89 129 89 kr. pk. SELECT Gildir til 27. ágúst nú kr. áður mælie.verð Trópí í flösku, 330 ml ........................... 99 125 300 kr. ltr Kit kat venjulegt, 48 g .......................... 65 85 Maryland kex, allar teg. ........................ 99 130 Appollo fylltar reimar............................ 99 140 Pringles, 200 g.................................... 189 238 950 kr. kg Pringles, 50 g ...................................... 89 109 1.780 kr. kg Sírius, 100 g rjómasúkkulaði ................ 129 180 1.290 kr. kg Smarties pop-up ís .............................. 119 145 Premier Pirulo ís .................................. 99 135 Maxibon roll ís ..................................... 129 149 SPAR Bæjarlind Gildir til 18. ágúst nú kr. áður mælie.verð Svínabógur.......................................... 198 448 198 kr. kg Svínabógssneiðar ................................ 248 498 248 kr. kg K M formkaka, vanillu, 500 g ................ 198 245 198 kr. st. K M formkaka, marmara, 500 g ............ 198 245 198 kr. st. Móna buffaló bitar, 170 g..................... 198 226 198 kr. st. Móna rex bitar, 200 g........................... 185 210 185 kr. st. Vatnsmelónur ...................................... 98 168 98 kr. kg Bláber USA, stórt box ........................... 198 238 198 kr. kg UPPGRIP – Verslanir OLÍS Ágústtilboð nú kr. áður kr. mælie.verð Leo Go................................................ 79 90 Gajol gulur, hvítur, rauður ..................... 39 50 Homeblest, blátt.................................. 139 169 Homeblest, rautt.................................. 139 159 Samlokur, kaldar ................................. 199 235 ÞÍN VERSLUN Gildir 14.–20. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð Hvítlauks lambagrillsteik....................... 1.079 1.349 1.079 kr. kg Sítrónu lambagrillsteik ......................... 1.079 1.349 1.079 kr. kg La Baguette smábrauð, 10 st. í pk......... 249 299 25 kr. st. Heinz tómatsósa, 680 g ....................... 129 167 180 kr. kg Vanillu mjúkís, 2 ltr............................... 529 728 264 kr. ltr Vilkó vöffluduft, 500 g .......................... 289 329 578 kr. kg Mömmu ávaxtasulta, 400 g .................. 189 226 472 kr. kg Orville popkökur, 85 g .......................... 159 Nýtt 1.860 kr. kg Frissi fríski, 250 ml .............................. 49 59 196 kr. ltr Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Víða tilboð á lamba- og svínakjöti um helgina MATVÖRUVERSLANIR og stór- markaðir reiða sig í sífellt meira mæli á markaðsrannsóknir til að segja þeim hvernig skuli raða vörum í versluninni til að viðskiptavinir kaupi sem mest og eyði sem mestu. „Þetta snýst allt um það að fá kúnnann til að versla sem mest,“ seg- ir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta eru úthugsaðar aðferðir, sérfræðingar eru búnir að finna út hvernig er best að raða í þessar verslanir svo að kúnninn versli sem allra mest.“ Gerðar hafa verið fjölmargar rannsóknir á þessari markaðshegð- un viðskiptavina stórmarkaða er- lendis, en ekki hefur heyrst af slíkum rannsóknum hér á landi. Íslenskar verslanir eru þó duglegar við að nota sér niðurstöður erlendu rannsókn- anna. Nokkrar aðferðir kaupmanna eru reifaðar í grein á bandarísku síðunni www.bankrate.com. Til dæmis reyna kaupmenn oft að hafa dýrustu vör- urnar af hverri tegund í augnhæð viðskiptavina, en hafa ódýrari vörur neðst. Vörur fyrir börn, svo sem leik- föng og sælgæti, eru hins vegar helst haft í augnhæð barna, eða í það minnsta í seilingarfæri. Svokallaðar dagvörur eru oftast hafðar innst í versluninni til að við- skiptavinir þurfi að fara um alla búð- ina til að fá mjólk og brauð, og freist- ast þá kannski til að kaupa eitthvað annað sem þeir þurfa að fara framhjá í leiðinni. Auk þess eru alltaf ýmsar smávörur við kassana til að freista fólks meðan það bíður eftir af- greiðslu, svo sem sælgæti, tímarit og ýmislegt annað smálegt. Kaupmenn og framleiðendur reyna oft að höfða til bragðlaukanna með því að bjóða upp á smakk. Lykt er líka áhrifarík, þannig sýna rann- sóknir að lykt af nýbökuðu brauði eykur matarlyst og fær fólk til að kaupa meira matarkyns. Forritið raðar í hillurnar Nokkur fyrirtæki hér á landi nýta sér sérstakan hugbúnað sem kallast Spaceman, og byggir á hugmyndum um svokallaðar rýmisráðstafanir. Hugbúnaðurinn er mataður með upplýsingum um ákveðið hillupláss og ýmiss konar fjárhagsupplýsing- um um vöruna, svo sem hversu mikið hún selst og hver kostnaður við hana er, og ráðleggur svo kaupmönnum hvernig sé best að raða í hillurnar. „Spaceman-hugbúnaðurinn bygg- ist upp á því að neytandinn stýrir kaupmanninum,“ segir Einar Ein- arsson, framkvæmdastjóri hjá IMG, sem er með umboð fyrir hugbúnað- inn hér á landi. „Tekinn er hver vöru- flokkur fyrir sig og framlegð og markaðshlutdeild hverrar vöru ræð- ur síðan plássinu sem það fær.“ Einar segir tvennt skipta kaup- manninn mestu máli, veltuhraðann og framlegð. „Plássið er fjárfesting sem kaupmaðurinn vill hámarka arð- semi út úr.“ Þær vörur sem seljast mjög hratt og skapa miklar tekjur vilji kaupmenn augljóslega hafa á besta staðnum. Aðrar vörur hafa aðra eiginleika, t.d. er ekki mikill gróði af mjólkursölu en fólk kemur sérstaklega í búðina til að kaupa hana og kaupir þá gjarnan annað til viðbótar. „Almenna reglan í þessum fræð- um sem Spaceman-hugbúnaðurinn gengur út á er að setja þær vörur sem eru vinsælar á góða staði,“ segir Einar. Hann segir að í því samhengi skipti markhópur vörunnar miklu máli, t.d. er augnhæð konu og karla oft ekki sú sama, og sérstaklega ekki barna. Einar segir mjög misjafnt hvernig fólk kaupir mismunandi vörur. Sum- ar vörur eru oftar keyptar vegna skyndiákvörðunar, og þá skiptir upp- stilling vörunnar kaupmanninn miklu máli. Vörurnar sem stillt er upp við kassana eru nær undantekn- ingalaust vörur sem eru oft keyptar eftir skyndiákvörðun, ólíkt t.d. mjólk og brauði sem fólk fer í búðina til að kaupa. „Framstilling getur ráðið miklu um hvaða vörumerki neytendur kaupa,“ segir Einar. Ef búið er að ákveða að kaupa pasta en ekki hvaða tegund skiptir framsetning á vöru- merkjunum miklu máli, þau sem eru á bestu stöðunum seljast meira en þau sem eru illa staðsett. „En auðvit- að skiptir máli hversu tryggur við- skiptavinurinn er viðkomandi vöru- merki hversu mikið hann leggur á sig til að finna rétta vörumerkið.“ Tilboð sem eru ekki tilboð Þótt vara sé á tilboði þýðir það ekki að neytandinn spari með því að kaupa hana, sér í lagi ef hann hafði ekki hugsað sér að kaupa hana til að byrja með, segir Jóhannes frá Neyt- endasamtökunum. Einnig er eitt- hvað um að vara líti út fyrir að vera á tilboði, og án þess að það sé tekið fram að um tilboð sé að ræða álykta neytendur oft að um tilboð sé að ræða. Dæmi um þetta eru vörur sem er komið fyrir á vinsælum tilboðs- stöðum í verslunum, en kosta svo það sama og varan hefur alltaf gert. „Það er mikið atriði að fólk upplifi það þannig að það sé að fá meira fyrir peningana en venjulega,“ segir Ein- ar frá IMG. „Það er komin viss hefð á það að ef maður sér rekka úti á miðju gólfi haldi maður að það sé tilboð, en varan er kannski bara á fullu verði.“ Jóhannes segir fulla ástæðu til að skoða mjög vandlega þessi svoköll- uðu tilboð og bera til dæmis saman sömu vöru frá öðrum framleiðanda. Jafnvel þótt það sé sannarlega tilboð á tiltekinni vöru þá getur verið að sambærileg vara frá öðrum framleið- anda sé jafnvel ódýrari. „Það er ekk- ert sjálfgefið þó um sé að ræða tilboð að menn séu að spara stórfé.“ Hann segir neytendur verða að skoða hvort þeir hagnist í raun af tilboðunum eða hvort þeir séu bara að kaupa vöruna vegna þess að hún er svo ódýr. Hægt er að gera varúðarráðstaf- anir til að kaupa ekki óþarfa, alveg sama hversu mikla vinnu er búið að leggja í að setja verslanirnar upp. Til dæmis er góð regla að líta neðarlega í hillurnar til að athuga hvort ódýrari vara leynist þar. Jóhannes segir að besta ráðið til að forðast að kaupa óþarfa sé að gera minnismiða yfir það sem vantar áður en lagt er af stað og kaupa ekkert sem ekki er á miðanum í versluninni. Annað ráð er að fara ekki svangur að versla, og ef börnin eru mjög rellin að reyna að fara án þeirra. Markaðsrannsóknir á viðskiptavinum stórmarkaða Neytendur kortlagðir í stórmarkaðinum Gerðar hafa verið rannsóknir á hegðun neytenda í stórmörkuðum. Hegðun neytenda í stórmörkuðum er þekkt og raða margir kaupmenn vörum sínum með þessa hegðun í huga, stilla dýrum vörum í augnhæð en ódýrum neðarlega, og hafa sælgæti og tímarit við kassana þar sem þetta er gripið á meðan beðið er. brjann@mbl.is GSM-símnotendur sem nota fyrirfram greidd símkort, Frelsi, frá Símanum geta nú notað síma sína á ferðalögum í yfir 90 löndum, en slíkt hefur ekki verið hægt til þessa. Til að hægt sé að nota síma með Frelsi erlendis þarf að skrá númerin hjá Símanum. Áfram er greitt fyrirfram fyrir símtöl innanlands, en þegar síminn er notaður erlendis er sendur reikningur fyrir notk- uninni til notandans fyrir þeim kostnaði, segir í fréttatilkynn- ingu frá Símanum. Notendur geta fylgst með notkun er- lendis með því að fá SMS- textaskilaboð eða tölvupóst daglega með upplýsingum um notkun erlendis, um leið og Síminn fær upplýsingar um notkunina frá erlendum far- símafyrirtækjum. Til að notendur yngri en 18 ára geti nýtt sér þessa þjón- ustu þurfa þeir að fá einhvern 18 ára eða eldri til að gangast í ábyrgð fyrir símnotkuninni erlendis. Ábygðarmenn geta þá fylgst með notkun erlendis í gegnum SMS og tölvupóst og geta látið loka fyrir þjón- ustuna hvenær sem er. Skipta yfir í áskrift Í fyrirframgreiddri þjónustu Og Vodafone, Málfrelsi, geta þeir sem eru að fara til út- landa skipt yfir í eftirágreidda áskrift á meðan á ferðinni stendur, segir Pétur Péturs- son, forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála hjá Og Vodafone. Kostnaður sem var við að skipta frá einu kerfi í annað hefur nú verið felldur niður. Notendur þurfa að koma í einhverja af verslunum fyrirtækisins og skrifa undir samning, og þurfa notendur undir 18 ára aldri ábyrgðar- mann. Hægt að nota GSM- Frelsi í útlöndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.