Morgunblaðið - 14.08.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.08.2003, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁHUGI Á fiskeldi á Íslandihefur aukist á undanförn-um árum. Nokkur öflugsjávarútvegsfyrirtæki hafa verið að fjárfesta í greininni og greinilegt er að stjórnendur fyrir- tækjanna hafa trú á þeim möguleik- um sem liggja í fiskeldinu. Sæsilfur á Mjóafirði hóf starfsemi vorið 2001 og byrjaði að slátra eldis- laxi í október á síðasta ári. Fyrir- tækið áætlar að farga á þessu ári um 2.700 tonnum af laxi og áætlun fyrir næsta ár gerir ráð fyrir um 6.000 tonna framleiðslu. Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri Sæsilfurs, sagði að reksturinn á Mjóafirði hefði gengið vonum framar það sem af væri. Það hefðu vissulega komið upp erfiðleikar eins og við mætti búast, en þegar á heildina væri litið hefði þetta gengið mjög vel. „Þörfin fyrir fiskmeti í heiminum vex á hverju ári. Framboð frá veið- um í hafinu vex hins vegar ekki. Í besta falli skila veiðarnar óbreyttum afla. Munurinn á framboði og eftir- spurn, sem er gríðarlega mikill, verður að koma frá fiskeldi. Þar að auki gerir markaðurinn aukna kröfu um vandaðri fiskmetisvöru, prótein- ríka og holla.“ Enginn lax veiðist í Mjóafirði Guðmundur Valur sagðist ekki hafa áhyggjur af mengun frá fiskeld- inu. „Mjóifjörður varð m.a. fyrir val- inu vegna þess að hann er gríðarlega djúpur og straummikill. Við gerum þetta þannig að við prófum okkur áfram og pössum okkur á að ofbjóða ekki umhverfinu. Það viljum við ekki gera vegna þess að þá lendum við sjálfir í vandræðum með okkar framleiðslu. Við förum því ekki yfir þau mörk sem umhverfið býður okk- ur.“ Áhyggjur manna af fiskeldi eru ekki síður þær að menn óttast að fiskur sleppi og hafi áhrif á náttúru- lega laxastofna. Ekki síst þess vegna hefur fiskeldi í sjó verið bannað við strendur þar sem stærstu laxveiði- árnar renna í sjó fram. Guðmundur Valur sagði að engar vísbendingar væru um að lax hefði sloppið úr kví- um Sæsilfurs. „Ég get nefnt til gamans að það er búið að koma mikið af ferðamönnum til Mjóa- fjarðar í sumar og flestir hafa veiði- stöngina með sér. Þeir veiða hins vegar ekkert nema marhnút sem þeir geta allt eins veitt á bryggju í Reykjavík. Það virðist ekki vera neinn lax að hafa í nágrenni við kví- arnar.“ Guðmundur Valur sagðist hins vegar gera sér vel grein fyrir því að þessi hætta væri fyrir hendi, að lax slyppi úr kvíum. „Það sem við get- um gert er að vanda til búnaðarins og eftirlits. Menn þurfa að vera flinkir við þetta en á það hefur skort víða um heim. Við höfum tek- ið mjög fast á þessu og ætlum okk- ur að gera það áfram.“ Sæsilfur er með leyfi til þorsk- eldis. Guðmundur Valur sagði að þorskeldi væri mjög áhugavert, en hann sagðist ekki eiga von á að fyr- irtækið færi út í það fyrr en upp- bygging á laxeldinu væri komin vel á veg og búið að ná góðum tökum á öllum þáttum framleiðslunnar. Þurfum að fara varlega Gísli Jónsson fisksjúkdómalækn- ir sagði að það væri engin spurning að fiskeldi væri til frambúðar. Í greininni væru miklir framtíðar- möguleikar og það væri bara spurning um hvort við næðum að nýta þá. Það skipti líka miklu máli að finna út hvað hentaði okkar að- stæðum. Það væri ekki sjálfgefið að það sem aðrar þjóðir væru að gera í fiskeldi hentaði íslenskum aðstæð- um. „Það hefur lengi verið mín skoð- un að menn þurfi að fara óskaplega varlega í fiskeldinu. Það er eins með þetta og allt annað, að það þarf að stíga varlega til jarðar og gera þetta af skynsemi,“ sagði Gísli og bætti við að hann teldi að íslensk fyrirtæki væru almennt að fara í fiskeldi af skynsemi. Gísli sagði að hætta á að sjúk- dómar kæmu upp í fiskeldi á Ís- landi vofði alltaf yfir. Hættan ykist samhliða auknum umsvifum í greininni. „Við höfum verið stál- heppnir hingað til. Sjúk eru í mjög góðum farveg verðum á hverjum tíma okkur og sérstaklega gag sem er af villtum upprun sjúkdómar eru alls staða um okkur. Við hlúum bes dómunum við eldisaðst Þar sem við erum búnir saman fiskum eiga b veirur og sníkjudýr mest að blómstra. Kveikjan að er allt í kring um okku stofnunum. Þarna þarf þv jafnvægislist og gífurleg vægt að halda rétt á spöðu Fram að þessu hefur hluti fiskeldis á Ísland strandeldi. Notast hefur hreinan borholusjó eða vatn. Gísli sagði að í b væri lítið um bakteríur. umfang fiskeldis í sjó y vegar sjúkdómahættan. „ ið hér hjálpar okkur hi talsvert. Hér er kaldari sj eru umhverfisskilyrðin e takanlega hagstæð örve eru að vinna skaða. Við erum líka með mjö eftirlit með öllum foreldra ur fiskur sem er kreistur aður af. Stefnan hjá okku það komist aldrei á legg er smitað. Við tökum fisk til unda einum 50 laxveiðiám hausti og hann er tékkað það er minnsti grunur hrognin gætu borið einhv dóm er þeim fargað. Þe Aukinn áhugi er á fiskeldi á Íslandi og ver Vaxtarmögulei samlega er sta Vöxtur er í fiskeldi á Íslandi og menn virðast almennt vera sammála um að vaxtarmöguleikar liggi í greininni. Gísli Jónsson fisksjúkdóma- læknir leggur hins vegar áherslu á að menn fari varlega og segir sjúkdómahættu aukast í takt við aukin umsvif. Sæsilfur á Mjóafirði hóf s EF menn væru að uppgötva nútíma-landbúnað í dag yrði hann líklegabannaður. Hann spillir umhverf-inu með meindýraeitri, áburði og næringarefnum sem kemur frá fæðu og úr- gangi dýra. Landbúnaður raskar óspilltri náttúru og dýralífi. Og búfénaður býr við þröngar aðstæður og er fylltur af hormónum og fúkkalyfjum sem leiðir til þess að afurð- irnar eru oftar en ekki óeðlilega feitar í sam- anburði við dýr sem lifa í náttúrunni. Nú er fólk að segja það sama um fiskeldi. En það yrði ógæfa ef ágreiningur um umhverfisleg áhrif fiskeldis kæmu í veg fyrir þróun í nýrri atvinnugrein sem á möguleika á að anna eft- irspurn heimsins eftir fiski.“ Þannig hefst leiðari í The Economist þar sem fjallað er um fiskeldi. Leiðarinn ber yfir- skriftina „Ný leið til að brauðfæða heiminn. Fiskeldi er gott og heillavænlegt þrátt fyrir áhyggjur af umhverfislegum áhrifum grein- arinnar.“ Í leiðaranum er bent á að allur landbúnaður breyti og oft á tíðum spilli umhverfinu. Fisk- eldi hafi komið til sögunnar á tímum þegar áhyggjur manna af umhverfislegum áhrifum greinarinnar hafi aldrei verið meiri og þekk- ing manna á umhverfi sínu hafi aldrei verið meiri. Greinin þurfi að keppa við ferðaþjón- ustu og landeigendur sem og umhverfissinna um aðgang að ströndum. Hefbundinn land- búnaður hafi hins vegar notið þeirra „forrétt- inda“ að spilla og breyta náttúrunni án þess að þurfa að hugsa um afleiðingarnar fyrr en síð- ar. The Economist bendir á að það sé óeðlilegt að gera kröfu um að fiskeldi komi til sögunnar sem gallalaus atvinnugrein sem falli öllum í geð, jafnt dýraverndunarsinnum og umhverf- issinnum sem þeim sem standa fyrir fiskrækt. Það sem þurfi að gera sé að setja skyn- samlegar og skilvirkar reglur um fiskrækt, ekki aðeins í ríku löndunum heldur einnig þeim fátæku. Í leiðaranum er ekki verið að draga úr því að veruleg mengun hljótist af fiskeldi. Það sé full ástæ sem be móti er einhver aldar. V draga ú laxeldi köfnun og það dag hel ar laxel The E ríkjunu ar reglu tjón sem á umhv Víetnam eldi í þe af fenja slæm á sé hins kunn, a 10% af Leiðari um fiskeldi í The Economist Ný leið til að brauðfæð ÞÁTTASKIL Í VARNARVIÐRÆÐUM Samtöl Davíðs Oddssonar forsætisráð-herra og Condoleezzu Rice, þjóðar-öryggisráðgjafa George W. Bush Bandaríkjaforseta, hafa leitt til þáttaskila í viðræðum íslenskra og bandarískra stjórn- valda um framtíð varnarsamstarfsins. Ekki eru lengur í gildi fyrirmæli um að F-15-þoturnar fjórar á Keflavíkurflugvelli verði fluttar á brott, að því er fram kom í samtali forsætisráðherra og Rice í gær og sagt er frá í Morgunblaðinu í dag. End- anleg ákvörðun um framtíð þeirra hefur ekki verið tekin en til stendur að meta mál- ið í tengslum við heildarendurskoðun á herafla Bandaríkjanna í Evrópu en ekki sem einangrað mál. Óvissa hefur ríkt um framtíð varnarsam- starfs Íslands og Bandaríkjanna frá því að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi gekk á fund forsætisráðherra og utanríkisráð- herra 2. maí síðastliðinn og tilkynnti að ákveðið hefði verið í Washington að orr- ustuþoturnar fjórar yrðu fluttar á brott að mánuði liðnum. Á fundi með blaðamönnum 23. júlí síðastliðinn sagði Davíð Oddsson að fyrstu viðbrögð sín hefðu verið þau að menn yrðu að „halda ró sinni og vinna að málinu með eðlilegum hætti og koma því í eðlilegan farveg“. Greinilegt er að sú af- staða hefur skilað mikilvægum árangri. Á fundi 5. júní afhenti Elizabeth Jones, ráðherra í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu, forsætisráðherra bréf frá Bandaríkja- forseta þar sem greint var frá því að Bandaríkjamenn óskuðu eftir að ræða um nýjar leiðir í varnarsamstarfi ríkjanna. Viku síðar afhenti sendiherra Íslands í Washington svarbréf forsætisráðherra til Bandaríkjaforseta þar sem sjónarmið ís- lenskra stjórnvalda voru reifuð. Með þess- um bréfaskriftum færðust samskipti vegna framtíðar varnarsamstarfsins á æðsta stig í stjórnkerfum ríkjanna tveggja. Þetta var staðfest í samtali forsætisráðherra og þjóð- aröryggisráðgjafa Bandaríkjanna 19. júlí. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna eðlis bandaríska stjórnkerfisins. Varnarmála- ráðuneytið bandaríska hefur tilhneigingu til að meta mál út frá þröngum tæknilegum hagsmunum bandaríska heraflans. Hvíta húsið verður aftur á móti að meta mál út frá heildarhagsmunum Bandaríkjanna á fjöl- mörgum sviðum. Eftir að tryggt var að fjallað yrði um framtíð varnarsamstarfsins á æðstu stöðum breyttust forsendur við- ræðnanna. Það sést best á því að sú nið- urstaða sem nú liggur fyrir byggist á til- lögu Bush Bandaríkjaforseta sjálfs. „Það eru afskipti forsetans sjálfs, vinsemd í garð okkar og góð samskipti sem við höfum átt á undanförnum misserum sem gera að verk- um að skipt hefur verið um stefnu,“ segir Davíð Oddsson í Morgunblaðinu í dag. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur átt náin samskipti við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna varnarmálanna undanfarna mánuði og misseri og síðast í gær þegar þeir ræddu saman í síma. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Halldór Ásgrímsson: „Nú virðist málið vera komið í farveg sem við getum af- skaplega vel við unað. Viðræður milli þjóð- anna um framhaldið hafa ekki verið ákveðnar. Það mun líða einhver tími þang- að til það liggur fyrir. Málið er komið á ný í eðlilegan farveg.“ Forystumenn íslensku ríkisstjórnarinn- ar hafa náð meiri árangri í viðræðum sínum við helstu ráðamenn í Washington en með nokkru móti var hægt að gera ráð fyrir sl. vor. Sú stefna ríkisstjórnarinnar að rækta sambandið við Bandaríkin á sem flestum sviðum hefur skilað árangri. Samstarf Ís- lands og Bandaríkjanna hefur allt frá stofnun lýðveldisins einkennst af náinni vináttu og virðingu fyrir gagnkvæmum hagsmunum. Varnarsamningur ríkjanna er að mörgu leyti einstakur og greinilegt er að vilji er fyrir hendi hjá ríkisstjórnum ríkjanna beggja til að halda þessu farsæla samstarfi áfram með fyrrnefnd gildi að leiðarljósi. Þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa með hyggilegri málsmeð- ferð náð miklum árangri í að tryggja fram- tíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar á sviði öryggismála. SKYLDUR HÖFUÐBORGARINNAR Samþykkt borgarráðs í fyrradag, þessefnis að gerðar verði nauðsynlegar lagabreytingar til þess að Reykjavíkur- borg geti hætt að taka þátt í kostnaði við rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hef- ur vakið nokkra athygli. Enda snýst þessi samþykkt ekki einvörðungu um það hvern- ig fjármunum borgarinnar er varið, heldur einnig um það hvernig menningarstefnu Reykjavíkurborg vill móta. Í blaðinu í gær kom fram að borgarráð vísar í ályktun sinni í skýrslu á vegum menntamálaráðherra þar sem það sjónar- mið kemur fram að stjórn og ábyrgð á Sin- fóníuhljómsveitinni skuli vera á einni hendi. Er það notað sem röksemdafærsla fyrir því að Reykjavíkurborg skuli draga sig út út þátttöku í rekstri hljómsveitarinn- ar. Staðreyndin er þó sú að ekkert er því til fyrirstöðu að stjórn og ábyrgð á starfsemi hljómsveitarinnar sé á einni hendi, þótt fjármagn til starfseminnar komi úr fleiri en einni átt. Í rauninni er það einungis í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti í menningarmálum að hæfir og óháðir fag- aðilar beri ábyrgð á stefnumótun og starf- semi helstu stofnana menningarinnar í landinu, þó ríki og/eða sveitarfélög sjái þeim fyrir því fjármagni sem nauðsynlegt er til að þær standi undir nafni. Það er því full ástæða til að taka undir ummæli Tóm- asar Inga Olrich, menntamálaráðherra, hér í blaðinu í dag, þar sem hann segir um- ræðu um stjórnunarleg markmið ekki tengjast því hvort Reykjavíkurborg komi að rekstrinum eða ekki. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjórnar, segir í blaðinu í gær að ekki sé „eðlilegt að það sé ákveðið í lögum að tvö sveitarfélög af öllum sveitarfélögum lands- ins taki að hluta til þátt í kostnaði við [Sin- fóníuhljómsveitina]“, og er þá að vísa til Seltjarnarness, auk Reykjavíkur. Í því sambandi er vert að minna á þá staðreynd – sem alltof oft er einungis vísað til á hátíð- legum stundum – að Reykjavíkurborg er höfuðborg allra landsmanna og hefur sem slík öðrum og meiri skyldum að gegna en önnur sveitarfélög í landinu. Burt séð frá sérstöðu höfuðborgarinnar má auðvitað einnig færa rök fyrir því að íbúar allra sveitarfélaga í nánasta nágrenni við Reykjavík njóti góðs af starfsemi hljóm- sveitarinnar og þau ættu því að sjá sér hag í því að leggja eitthvað af mörkum til starf- semi hennar, líkt og Seltjarnarnes hefur gert fram að þessu. Hvort þau eru tilbúin til að taka á sig slíka skuldbindingu er þó annað mál, enda skyldur þeirra gagnvart menningarlífi þjóðarinnar aðrar en höfuð- borgarinnar. Reykjavíkurborg leggur sitt af mörkum til leiklistarinnar í landinu, m.a. í gegnum Borgarleikhúsið, og til myndlistar með rekstri Listasafns Reykjavíkur. Það er því undarleg ráðstöfun hvað menningarlega stefnumótun varðar að hún skuli ekki telja mikilvægt að leggja fjármuni í starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Því eins og menntamálaráðherra bendir á er hún „undirstöðustofnun í tónlist á Íslandi“ og jafnframt það flaggskip íslensks tónlistar- lífs sem lagt hefur grunninn að öflugu tón- listarlífi hér á landi um áratugaskeið – tón- listarlífi sem engin höfuðborg getur verið án.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.