Morgunblaðið - 14.08.2003, Side 32
UMRÆÐAN
32 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÝSKRÁÐUM nemendum í tölv-
unarfræðideildum háskóla landsins
fækkaði verulega síðasta vetur og
enn frekari fækkun
er fyrirsjáanleg í ár.
Þetta er verulega
slæm þróun bæði
fyrir þjóðfélagið í
heild og fyrir þá ein-
staklinga sem eru að
missa af góðum at-
vinnutækifærum. Í þessari grein
ætla ég að gefa hugsanlegum nem-
endum þrjár góðar ástæður fyrir því
að velja tölvunarfræði.
Námið er skemmtilegt
og fjölbreytt
Námið er sambland margra þátta,
bæði fræðilegra og hagnýtra. Meðal
annars má nefna forritun og hönnun
hugbúnaðar, verkefnastjórnun,
virkni kerfishugbúnaðar og stærð-
fræði. Kjarninn í tölvunarfræðinám-
inu er undirbúningur fyrir þá mann-
virkjagerð sem smíði stórra
tölvukerfa er. Við erum reyndar svo
vön því að mannvirki séu byggingar
sem hægt er að snerta á og skoða, að
okkur bregður við að kalla hugbúnað
mannvirki. En auðvitað er hann ekk-
ert annað og tölvunarfræðinámið
snýst um læra þær verkfræðilegu
aðferðir sem þarf til að smíða þessi
mannvirki. „Burðarþol“ hugbúnaðar
fer til dæmis mikið eftir útfærslu
neðri laga hans og hönnun viðmóts
er á margan hátt sambærileg við
innanhússarkitektúr. Allt þetta er
hægt að læra innan tölvunarfræð-
innar, en ekki annars staðar.
Góð atvinnutækifæri
að loknu námi
Upplýsingatæknigeirinn hefur
verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Þetta mætti auðveldlega túlka sem
slæmt atvinnuástand hjá tölvunar-
fræðingum, en það er þó alls ekki til-
fellið. Í hinni miklu uppsveiflu sem
varð í lok síðasta áratugar var gríð-
arlegur skortur á starfsfólki með
viðeigandi menntun. Til að sinna
starfseminni varð í mörgum til-
fellum að ráða fólk með stutta hag-
nýta menntun eða jafnvel enga
formlega menntun. Þegar harðnaði
á dalnum var það þetta starfsfólk
sem í flestum tilfellum varð að gefa
eftir. Flestir tölvunarfræðingar hafa
haldið sinni vinnu og þeir sem hafa
misst vinnuna hafa fengið aðra mjög
fljótlega. Samtök íslenskra hugbún-
aðarfyrirtækja telja að nú sé aðeins
spurning um tíma hvenær önnur
uppsveifla hefjist í hugbúnaðargerð,
og þá mun hagur tölvunarfræðinga
vænkast enn frekar.
Það er auðvitað af sem áður var
þegar nýútskrifuðum tölvunarfræð-
ingum var boðið gull og grænir
skógar frá fyrsta degi óháð frammi-
stöðu í námi. Það er hins vegar mjög
góð þróun og ósköp eðlilegt að fólk
þurfi að sanna sig í starfi. En laun
tölvunarfræðinga eru undantekning-
arlítið góð og ættu ein sér að duga til
að lokka marga nemendur úr öðrum
fögum í tölvunarfræðina.
Margir tölvunarfræðingar vinna
utan hugbúnaðargeirans, hjá fyrir-
tækjum á ýmsum öðrum sviðum.
Það getur til dæmis verið ómetan-
legt fyrir fyrirtæki sem kaupa stór
verkefni af hugbúnaðarfyrirtækjum
að hafa tölvunarfræðinga innanhúss
til að fylgja verkefnunum eftir.
Margir tölvunarfræðingar sinna
stjórnunarstörfum og hafa sumir
farið í framhaldsnám á sviði stjórn-
unar eða viðskipta. Þannig er námið
góður almennur undirbúningur fyrir
atvinnulífið.
Þjóðfélagið þarf á tölv-
unarfræðingum að halda
Ég tel líklegt að skortur á vel
menntuðu starfsafli sé hluti ástæð-
unnar fyrir hinni miklu niðursveiflu
núna. Í mörgum tilfellum þurfti
starfsfólk að takast á við verkefni
sem það hafði ekki bakgrunn til að
takast á við, með tilheyrandi áföllum
og aukaverkunum. Þannig tóku
verkefni of langan tíma, of marga
starfsmenn og of mikla aukavinnu.
Þegar viðskiptavinirnir og fjárfest-
arnir áttuðu sig á þessu, kipptu þeir
að sér höndunum allt of harkalega,
með þeim afleiðingum að fallið varð
hátt og sveiflan mikil.
Ég tel því að mun fleira vel
menntað starfsfólk þurfi til að ná
stöðugleika og framþróun á mark-
aðnum, bæði tölvunarfræðinga með
BS gráðu og með framhalds-
menntun – meistaragráðu og dokt-
orsgráðu. Erlendis dettur fáum í
hug að stofna nýtt og framsækið
upplýsingatæknifyrirtæki nema
hafa innan borðs einhverja doktora í
tölvunarfræði. Hér á landi eru rétt á
annan tug slíkra manna, sem vinna
flestir við að mennta tölvunarfræð-
inga, þannig að mikill skortur er á
fólki með framhaldsmenntun.
Niðurstaða
Af framantöldu má ljóst vera að
nám í tölvunarfræði er góður val-
kostur, bæði fyrir einstaklinga og
fyrir þjóðfélagið. Ef litið er til sög-
unnar hafa alltaf verið upp- og nið-
ursveiflur í tölvubransanum. Þeir
nemendur sem eru nýútskrifaðir
núna, komu inn í uppsveiflunni en
hafa því miður útskrifast í niður-
sveiflunni. Til að vera tilbúinn í
næstu uppsveiflu gæti rétti tíminn
til að hefja námið einmitt verið
núna!
Það er hægt að læra tölvunar-
fræði við Háskólann í Reykjavík,
Háskóla Íslands og Háskólann á
Akureyri. Ég hvet nemendur til að
kynna sér þessa valkosti. Það þarf
þó ekki að koma á óvart að ég mæli
sérstaklega með Háskólanum í
Reykjavík, enda tel ég okkur hafa
byggt upp mjög gott nám, bæði á
BS-stigi og meistarastigi. Til að gefa
fleiri nemendum kost á því að skrá
sig í námið, höfum við framlengt
umsóknarfrest okkar eins mikið og
mögulegt er, eða til 15. ágúst. Ég
hvet ykkur til að skoða vefinn okkar
www.ru.is/td eða hringja í 510 6200
til að leita upplýsinga.
Þrjár ástæður til
að velja nám í
tölvunarfræði
Eftir Björn Þór Jónsson
Höfundur er dósent í tölv-
unarfræði við Háskólann í
Reykjavík.
ÞEGAR Bill Clinton komst til
valda í Bandríkunum var það eitt af
hans fyrstu verkum að koma á há-
tekjuskatti. And-
stæðingar skattsins
héldu því fram að
hann myndi letja há-
tekjumenn svo til
vinnu að laun þeirra
myndu lækka svo
mikið að heildar-
skattgreiðslur þeirra myndu einnig
lækka. Raunin varð allt önnur og
jókst vinnuframlag þeirra sem urðu
fyrir skattinum. Þannig lagði þessi
skattur mikið af mörkum við að rétta
af fjárlagahallann í Bandaríkjunum.
Nú beita sjálfstæðis-framsókn-
armenn sömu rökum. Þeir ætla nú
að lækka skatt mest á þá hæstlaun-
uðu, sem munu þannig vinna miklu
meira, fá hærri laun, borga hærri
skatta og bæta þannig lífskjör allra.
Reynslan frá Bandaríkjunum sýnir
að það mun ekki ganga eftir.
Skattalækkunin mun ekki auka
vinnuframlag þeirra hæst launuðu
og hefur því ekkert með almenna
hagsæld að gera heldur aðeins gild-
ismat flokksmanna. Þeim finnst ein-
faldlega að þeir hæst launuðu eigi
að fá meiri skattalækkun en aðrir,
meðan t.d. Frjálslyndum og Sam-
fylkingunni finnst að allir eigi að fá
sömu skattalækkun, og Vinstri
grænum að enginn eigi að fá skatta-
lækkun.
Tekjuskattur
og leti
Eftir Guðmund Örn Jónsson
Höfundur er verkfræðingur MBA.
MARGAR feg-
urstu borgir heims
státa af tignarlegu
fjalli innan borg-
armarkanna eða í
næsta nágrenni.
Má þar til dæmis
nefna Höfðaborg í
Suður-Afríku, Bergen í Noregi og
Vancouver í Kanada. Þessar borg-
ir eiga það einnig sameiginlegt að
borgarbúar eru ákflega stoltir af
fjöllunum sínum og sjá til þess að
aðgangur að þeim og upp á þau sé
greiður fyrir hvern sem er, jafnt
klifurgarpa sem fatlaða ein-
staklinga og alla þar á milli.
Oftast er aðgengi tryggt með
ýmiss konar lyftum eða sporvögn-
um og svo akvegi, þannig að bíl-
fært sé fyrir hvern og einn. Fyrir
þá sem vilja spreyta sig í fjalla-
klifri er að sjálfsögðu einnig að-
staða og merktar klifurleiðir.
En það var þetta með Esjuna.
Flestir eru sammála um að Esjan
sé ægifögur og víst er um það hún
gefur höfuðborginni okkar tign-
arlegan bakgrunn. Fyrir lang-
flesta borgarbúa hefur aðdáun á
Esjunni þó takmarkast við að líta
hana augum og tiltölulega fáir
hafa gengið á Esjuna, þótt ekki sé
nema eitthvað áleiðis upp í brekk-
ur hennar.
Ég var kominn yfir miðjan ald-
ur þegar eiginkonan dreif mig í
það að ganga með sér á Esjuna
fyrsta sinni og ég gleymi aldrei
þeirri upplifun að standa í sól og
blíðu uppi á sjálfri Esjunni og
berja augum þá undurfögru sjón
sem gaf að líta. Bókstaflega óend-
anlegt útsýni í allar áttir, höfuð-
borgarsvæðið, Suðurlandið, Snæ-
fellsnesið, hvert sem litið var. Þótt
Esjan sé ekki nema um 900 metra
há þá sést óskaplega víða, svo vítt
og breitt að vart er hægt að trúa
fyrr en maður upplifir það í
reynd.
Þegar ég kom heim aftur endur-
nærður eftir tiltölulega auðvelda
fjallgöngu á Esjuna mátti ég til
með breiða út fagnaðarerindið og
segja öllum frá því hversu dýrð-
legt það væri að ganga á Esjuna
og njóta útsýnisins þegar upp
væri komið. Hversu margir frels-
uðust veit ég ekki, en foreldrar
mínir frelsuðust alla vega af frá-
sögnum mínum, þótt þau gætu
ekki, sökum aldurs og fötlunar,
gengið sjálf á fjallið. Þau urðu að
láta sér nægja hástemmdar lýs-
ingar mínar, því að á þeim tíma
hafði ég ekki aðgang að þyrlu til
þess að skreppa með þau á fjallið,
jafnvel þótt ég hefði haft efni á
því að leigja eina slíka.
En þar með er ég kominn að
kjarna málsins. Af hverju gerum
við ekki öllum kleift að njóta þess-
arar dýrmætu perlu sem við eig-
um, Esjunnar? Eftir hverju erum
við að bíða með að taka okkur til
fyrirmyndar margar fegurstu
borgir heims, sem búa svo vel að
eiga fjöll innan seilingar, og leggja
allt undir til þess að allir fái að
njóta?
Aðstaða til þess að ganga á Esj-
una er til fyrirmyndar. Góð að-
koma, bílastæði og merktar
gönguleiðir. En aldraðir, fatlaðir,
allur almenningur og hinn almenni
ferðamaður (eða „túrhestur“)
ganga ekki á Esjuna. Fyrir þá
þarf að grípa til annarra ráða og
einfaldasta og ódýrasta leiðin í
fyrstu atrennu er að legga veg
upp á Esjuna og slíkur vegur þarf
ekki að vera malbikaður eða með
mörgum akreinum. Einfaldur veg-
arslóði, eins og svo víða er á finna
á landi voru, nægir fullkomlega.
Ég sé fyrir mér útlenska ferða-
menn sem eru að koma til baka
eftir dagsferð til Gullfoss, Geysis
og Þingvalla að skjótast upp á
Esjuna og berja augum höfuð-
borgina og allt nágrennið í „nótt-
lausri voraldarveröld“. Slíkt er
eitthvað sem aldrei gleymist.
Það var þetta
með Esjuna
Eftir Grétar Óskarsson
Höfundur er flugvélaverkfræð-
ingur, Kosovo.
Á hádegistónleikunum í Hall-
grímskirkju í dag koma fram
þær Natalía Chow sópransöng-
kona og Katal-
in Lörincz org-
elleikari.
Efnisskrá
þeirra saman-
stendur bæði
af söng- og
orgelverkum.
Orgelverkin
eru Hátíðar-
mars eftir Juli-
an Michael
Hewlett, konsert í h-moll eftir
Johann Gottfried Walther,
sálmforleikurinn Liebster
Jesu, wir sind hier eftir J.S.
Bach og tokkata eftir Frigyes
Hidas. Inn á milli syngur Nat-
alía Domine Deus eftir Vivaldi,
Bist du bei mir eftir
Bach/Stölzel, Óttast þú eigi eft-
ir Katalin Lörincz og 23. Dav-
íðssálm eftir David Yeung, en
hann syngur Natalía á kín-
versku.
Natalía Chow, sem er fædd í
Kína, og Katalin Lörincz frá
Ungverjalandi komu báðar til
Íslands í byrjun síðasta áratug-
ar. Þær hlutu tónlistarmenntun
sína í heimalandi sínu en þær
hafa starfað sem tónlistarmenn
hér á Íslandi undanfarin ár.
Hallgrímskirkja
Kína og
Ungverja-
land mætast
Natalía Chow
AUKASÝNING á einleiknum „Ellý,
alltaf góð“ eftir Þorvald Þor-
steinsson í flutningi Ævars Þórs
Benediktssonar verður í kvöld,
fimmtudagskvöldið 14. ágúst, kl.
21 í Litla-Garði innan Akureyrar,
gegnt flugvellinum. Þetta er síð-
asta sýning á Akureyri en svo
leggur sýningin Castor Media í
ferðalag suður á bóginn; á morgun
föstudag verða tvær sýningar á
Kaffi Króki á Sauðárkróki kl. 12
og 21.
Á Menningarnótt í Reykjavík er
svo sýning á Kaffi Reykjavík kl. 21
og ferðinni lýkur á sunnudag
með sýningu í Félagsheimilinu
Óðali, Borgarnesi kl. 21. Eftir sýn-
inguna heldur sigurvegari Söng-
keppni FF 2002, söngkonan Eva
Karlotta, tónleika.
Morgunblaðið/Kristján
Ævar Þór í hlutverki sínu.
Ellý alltaf góð
á ferðalagi
LISTIR
TÓNLISTARVEISLA hefst annað
kvöld á Hólmavík og stendur fram
yfir helgi. Veislan samanstendur af
fernum tónleikum af ýmsum toga,
allt frá poppi til klassíkur. „Ríó
tríóinu verður með konsert í
Bragganum á föstudagskvöld kl.
21, en á miðnætti hefst dansleikur
með Hljómum á sama stað og mun-
um við spila langt fram eftir nóttu.
Á laugardag kl. 21 spila KK og
Magnús Eiríksson í Bragganum og
seinna um kvöldið mun Halli Reyn-
is vera með ekta trúbadúrastemn-
ingu á Café Riis. Síðustu tónleikar
helgarinnar fara fram í Hólmavík-
urkirkju kl. 14, þar sem Ólafur
Kjartan Sigurðarson baritón og
Jónas Ingimundarson píanóleikari
koma fram,“ segir Gunnar Þórð-
arson einn skipuleggjandi veisl-
unnar. Aðspurður hvað Hljómar
munu bjóða upp á svarar Gunnar
því til að flutt verði nýtt efni, af
væntanlegu plötunni, í bland við
gömlu góðu lögin.
Að sögn Magnúsar Magnússonar,
er rekur Braggann og Café Riis
sem stendur fyrir tónlistarveisl-
unni, er þetta í fyrsta sinn sem far-
ið er af stað með svona stóra tón-
listarhátíð á Hólmavík.
„Hugmyndin að tónlistarveislunni
er tilkomin annars vegar sökum
tónlistaráhuga fólks á staðnum auk
þess sem reynt er að búa eitthvað
til handa ferðamanninum. Dag-
skráin er mjög fjölbreytt þannig að
allir ættu að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi. Gunnar hefur reynst
okkur einstaklega hjálplegur við
alla skipulagningu og sá t.d. um að
velja tónlistarfólkið og fá það til að
koma,“ segir Magnús og bætir við:
„Síðan þykir okkur auðvitað frá-
bært að Hljómar skuli spila hér, en
svo skemmtilega vill til að þetta er í
fyrsta skiptið sem þeir spila í
Strandasýslu.“
Að sögn Magnúsar var Bragginn
félagsheimili Hólmvíkinga til
margra ára, eða allt þar til fyrir um
fimmtán árum. „Fyrir fjórum árum
keyptum við hann, gerðum upp og
opnuðum aftur með pompi og prakt
í fyrra. Þetta er gamall hermanna-
braggi sem kom til Hólmavíkur
1946 frá Reykjum, en hér var
steypt viðbygging við braggann,“
segir Magnús ánægður með að aft-
ur sé komið líf í Braggann. „Það er
einstakur hljómburður í þessu húsi.
Menn sem vit hafa á tónlist og
hljómburði hafa haft sérstaklega á
orði hversu góður hljómburður er í
Bragganum. Hann er einmitt í
þessum gamla góða anda sem
mönnum virðist falla vel í geð.“
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Hljómar verða með dansleik í Bragganum.
Hljómar á Hólmavík