Morgunblaðið - 14.08.2003, Síða 35
Mildi og nákvæmni koma mér
fyrst í hug í fari tengdamóður
minnar. Mildin kom fram í sam-
skiptunum við barnabörnin sem
hún gat ekki neitað um nokkurn
skapaðan hlut. Það skemmtileg-
asta sem þau vissu var að „plata“
ömmu, því hún mótmælti aldrei og
samþykkti ævinlega allar tillögur
þeirra. Bestu stundirnar voru uppi
í bústað, þar sem amma og afi
ræktuðu kartöflur, jarðarber og
gulrætur. Í þeirra umsjá hafði
landið breyst úr örfoka mel í skjól-
góðan sælureit með kofa, trjárækt
og fótboltavelli. Elín skráði sán-
ingardaga og uppskeru svo hægt
væri að læra af reynslunni síðar.
Hún vissi upp á hár hvenær best
var að sá og hvernig átti að búa
um gulræturnar í sérstökum gler-
kössum sem afi smíðaði. Það var
ævinlega tilhlökkun á sumrin að fá
að smakka fyrstu uppskeruna af
heimsins bestu gulrótum úr garð-
inum hjá ömmu og afa.
Fjölskyldan var ömmu allt og
hún hélt henni saman með fjöl-
skylduboðum á hverju einasta
laugardagskvöldi þótt hópurinn
væri kominn yfir annan tuginn. Og
yfir ljúffengu lambalæri voru þjóð-
málin krufin með börnum, tengda-
börnum og barnabörnum.
Á hverju ári var farið í fjöl-
skylduferðalag og af einhverjum
ástæðum varð venjulega fyrir val-
inu einn helsti rigningardagur
sumarsins. Stundum var ekki viðlit
að borða nestið úti, svo bílunum
var lagt í röð og borðað inni með
allar hliðarrúður opnar. Og rign-
ingin og rokið gerði ferðalagið
bara enn þá eftirminnilegra.
Mig langar til að þakka fyrir
ógleymanlegar stundir, sem við
fjölskyldan höfum átt með ömmu í
Unubæ og á Fjölnisveginum.
Þorsteinn Jónsson.
Kvöld eitt eftir gleðiríkan dag á
ströndinni lá ég í rúminu og heyrði
símann hringja. Mamma svaraði
og síðan þaut hún út. Amma hafði
átt erfitt um tímabil svo mér datt í
hug að það væri neyðarástand hjá
henni, en það vissi ég ekki fyrr en
um morguninn. Mamma kallaði á
mig og sagði fréttirnar. Amma var
dáin. Eftir morgunmat fórum við
að hitta afa. Ég sá ömmu liggja í
rúminu eins og hún væri sofandi,
bara enginn andardráttur. Þegar
ég horfði á hana ömmu mína
minntist ég stundanna sem ég átti
með henni lifandi. Ég man þegar
við tvær lágum í þessu sama rúmi
og skoðuðum orðabókina. Ég man
þegar við fórum niður að Tjörn, ég
man þegar við fórum upp í sveit og
þegar við fórum á Akranes og á
róló. Hún var falleg, góð og blíð.
Og hún skrifaði mikið. Enda vann
hún á skrifstofu. Hún amma hafði
búið í fimmtán leigðum húsum en
hún átti hús númer sextán, sem
hún dó í. Hún hafði fengið hættu-
lega krabbameinið. Þetta var mikil
sorg fyrir alla. En ég á ömmu enn
þá, hún er bara ósýnileg.
Elísabet Rún
Þorsteinsdóttir.
Okkur mæðgur langar til að
minnast vinkonu okkar Dúu.
Dúa og við áttum sama frænd-
fólk – Sissu og Skúla, sem fluttust
búferlum til Bandaríkjanna 1958.
Þá tóku fjölskyldur okkar að
mynda náin tengsl.
Minnisstæðust eru okkur ára-
mótin, þegar fjölskyldurnar sam-
einuðust. Þá var farið á brennu á
Klambratúni, horft á áramóta-
skaupið heima hjá okkur í Barma-
hlíðinni og síðan var rölt yfir í
Mávahlíðina, þar sem Dúa og Ósk-
ar bjuggu. Flugeldum var skotið,
kaffi drukkið og síðan var farið í
leiki, sem Dúa hafði undirbúið, öll-
um til mikillar gleði. Aðrar hefðir,
sem fjölskyldurnar áttu sameig-
inlegar, voru laufabrauðsbakstur
og jólaboð. Héldust þessar hefðir
þar til börnin stofnuðu sínar eigin
fjölskyldur. Oft var komið saman á
sumrin í sumarbústöðunum í
Grafningnum og við Úlfarsfell.
Einnig var farið í ferðalög. Minn-
isstæðust er ferðin í kringum land-
ið með viðkomu í Vestmannaeyj-
um.
Dúa var alltaf hress og kát og
tók alltaf brosandi á móti okkur.
Söknuðum við þess að hafa hana
með okkur þegar frænka okkar
fermdist sl. vor.
Við og fjölskyldur okkar munum
sakna Dúu, við þökkum góðar
samverustundir á liðnum árum og
vottum Óskari, Auði, Eygló, Erlu
og fjölskyldum þeirra dýpstu sam-
úð.
Doris og Edda.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 35
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur
undir stjórn Kára Þormar, organista. Kaffi
og með því eftir sönginn. Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12.
Natalie Chow, sópran og Katalin Lörincz
orgel.
Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20.
Landspítali – háskólasjúkrahús: Arnar-
holt: Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Sigfinnur
Þorleifsson.
Laugarneskirkja: Kyrrðarstundir í hádegi
hefja nú göngu sína á nýju starfsári. Gunn-
ar Gunnarsson leikur á orgelið frá kl. 12.
Þjónustu annast sr. Bjarni Karlsson. Kl.
12.30 er léttur málsverður í boði í safn-
aðarheimilinu.
Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgi-
stund í Gerðubergi kl. 10.30–12.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum
og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og
bera þar fram áhyggjur sínar og gleði.
Bænarefni eru skrá í bænabók kirkjunnar
af prestum og djákna. Boðið er upp á
molasopa og djús að lokinni stundinni í
kirkjunni.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið
hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10
Mömmumorgun í safnaðarheimilinu. Kaffi
á könnunni og djús fyrir
yngri kynslóðina.
Kl. 14.30 Helgistund á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu
verði í safnaðarheimili eftir stundina.
Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur
hádegisverður á vægu verði í safnaðar-
heimili eftir stundina.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Ómar
AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R
40 ára og eldri
— konur og karlar
Viljum ráða sölufólk til ýmiss konar verk-
efna við símasölu, bæði á daginn og kvöld-
in. Nokkur störf eru laus strax en önnur inn-
an skamms. Söluvertíðin er hafin og því
gott tækifæri til að afla góðra tekna.
Árangurstengd launþegakjör. Aðstoð, leið-
beiningar og góður starfsandi.
Nánari upplýsingar í síma 590 8000 á milli
kl. 13.00 og 15.00 alla virka daga.
BM-ráðgjöf er upplýsingafyrirtæki sem veitir sérhæfða þjónustu
í markaðs-, upplýsinga- og innheimtumálum. Markmið fyrirtæk-
isins er að aðstoða fyrirtæki og félagasamtök við að ná settu
marki í upplýsinga-, markaðs- og innheimtustarfi. Með sér-
þjálfuðu starfsfólki og öflugum tæknibúnaði beitum við hnit-
miðuðum vinnubrögðum til að auka gæði þjónustu og auka
árangurinn af innheimtu- og markaðsstarfi viðskiptavinarins.
BM ráðgjöf ehf.,
Ármúla 36, Reykjavík,
sími 590 8000, netfang bm@bm.is
„Au pair"
í nágrenni Washington, Bandaríkjunum
Ábyrg 18—26 ára „au pair“ óskast til að gæta
5 og 8 ára drengja í eitt ár, frá byrjun septem-
ber. Núverandi „au pair“ er íslensk og getur
aðstoðað við aðlögun. Hafið samband við
Mary Palmer, netfang mpalm@aol.com, svo
ákveða megi hvenær símaviðtal getur farið
fram.
Kvöldvinna
— góðar tekjur
Söluvertíðin er hafin og nú vantar okkur
duglegt símasölufólk á kvöldin. Aldurstak-
mark 20 ára og uppúr. Við bjóðum hentuga
aukavinnu með góðum tekjumöguleikum
eitt til 5 kvöld í viku. Árangurstengd laun-
þegakjör. Aðstoð, leiðbeiningar og góður
starfsandi.
Nánari upplýsingar í síma 590 8000 á milli
kl. 13.00 og 15.00 alla virka daga.
BM ráðgjöf ehf.,
Ármúla 36, Reykjavík,
sími 590 8000, netfang bm@bm.is
Starfsmaður í
byggingavöruverslun
Sérhæfð byggingavöruverslun óskar eftir
að ráða starfsmann. Leitað er eftir duglegum
og reglusömum starfsmanni með góða
þjónustulund.
Umsóknum skal skilað á augldeild Mbl. og/eða
senda á box@mbl.is, merktum: „B — 14024“.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Fimmtudagur 14. ágúst 2003
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Predikun Erling Magnússon.
Föstudagur 15. ágúst
Opinn AA-fundur kl. 20:00.
Mánudagur 18. ágúst
UNGSAM kl.19:00
Uppbyggileg þjálfun fyrir ungt
fólk í bata.
www.samhjalp.is
Jórunn Oddsdóttir miðill
Verð á landinu í örfáa daga.
Ef þú hefur áhuga á að panta
tíma, þá getur þú hringt í síma
0047 980 60578 fyrir 17. ágúst.
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Bænastund kl. 19:30. Samkoma
kl. 20:00 lofgjörð og fyrirbænir,
Högni Valsson predikar.
Athugið ný sending af „The
Heavenly man“ í bókabúðinni.
FRÉTTIR
HIÐ árlega norðurlandamót í öku-
leikni á strætisvögnum fór fram í
Södertälje í Svíþjóð 9. ágúst sl.
Þrjátíu vagnstjórar, frá höf-
uðborgunum fimm, tóku þátt. Ís-
lenska liðið hafði Gull að verja frá
því í fyrra og tókst að sigra aftur
eftir harða baráttu við finnska lið-
ið sem hafnaði í öðru sæti, en 800
sek. skildu liðin að. Norðmenn
höfnuðu í þriðja sæti, Danir í
fjórða og heimamenn frá Svíþjóð
hlutu Júmbó-sætið að þessu sinni.
Íslenska liðið hlaut farandbikar að
launum, til varðveislu í eitt ár, en
bikarinn var gefinn af Strætó b.s. í
fyrra. Einnig hlaut íslenska liðið
verðlaun fyrir jafnasta liðið og
villuminnsta liðið.
Í einstaklingskeppninni sigraði
Per Petersen frá Danmörku, Timo
Kettunen frá Finnlandi varð annar
og okkar maður, Þórarinn
Söebech,hlaut bronsverðlaun.
Íslenskir vagnstjórar kepptu í
ökuleikni í Svíþjóð
Sigurlið Strætó í Norðurlandamóti vagnstjóra 2003. Efri röð frá vinstri:
Markús Sigurðsson, Kjartan Pálmarsson, Steindór Steinþórsson, Þórarinn
Söebech, Hallgrímur Jónsson og Rögnvaldur Jónatansson. Neðri röð frá
vinstri: Kristján Kjartansson, Hörður Tómasson og Jóhann Gunnarsson.
Sigruðu á norðurlanda-
móti vagnstjóra
EFTIRFARANDI ályktun hefur
borist frá stjórn Blaðamannafélags
Íslands.
„Stjórn Blaðamannafélags Ís-
lands gagnrýnir tilraunir eigenda
Norðurljósa til að hafa áhrif á
fréttaflutning fréttastofu Stöðvar 2.
Sjálfstæði ritstjórna er grundvall-
aratriði í óháðri, hlutlausri og fag-
legri blaðamennsku. Stjórn Blaða-
mannafélagsins brýnir fyrir
íslenskum blaðamönnum að standa
vörð um sjálfstæði sinna rit-
stjórna.“
Ályktun frá Blaðamanna-
félagi Íslands