Morgunblaðið - 14.08.2003, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG þykist hafa veitt því athygli að
ýmsir aldraðir útvarpshlustendur
hafi áhyggjur af þætti Ríkisút-
varpsins í dagskrá þeirri sem út-
varpað er á rásum stofnunarinnar.
Rás 1 hefir dagskrárþátt hvern
virkan dag sem nefndur er Víðsjá. Í
Víðsjárþáttum má oft heyra snarpa
pistla, sem beinast að heimsvalda-
stefnu Bandaríkjanna. Jafnframt
eru flestir starfsmenn Rásar 1 svo
handgengnir hljómlist Kanans að
naumast heyrast söngvar á móður-
máli eða feðratungu í fyrrnefndum
þáttum. Í samtalsþáttum er slett
engilsaxneskum orðskrípum í nær
annarri hverri setningu. Breyting á
ævafornum orðum ryður sér til
rúms, án þess að málfarsráðunaut-
ar láti sig það nokkru skifta. Mar-
grét Pála, sem er harðdugleg for-
ystukona í uppeldismálum, hefir
lagt nýjan skilning í orðið ástríða. Í
orðabók Háskóla Íslands og Menn-
ingarsjóðs er orðið ritað á|stríða og
vísar til þess sem stríðir á hugann.
Nú hefir Margrét Pála með harð-
fylgi stallsystra sinna lagt þennan
forna skilning að velli. Nú er fram-
burðurinn breyttur og skifting
orðsins lýtur nýjum lögmálum.
Ást-ríða segja þær stöllur, sem er
allt önnur merking og varðar ástar-
atlot. Svo langt gengur þessi
hringavitleysa að Niðursuðuverk-
smiðjan ORA hefir tekið þennan
framburð upp í sjónvarpsauglýs-
ingu. Ég hringdi í auglýsingastofu
Ríkissjónvarpsins og gerði athuga-
semd. Svarið sem ég fékk var: „Þeir
vilja hafa þetta svona.“ Sem sagt.
Ef þú vilt breyta þjóðtungunni eftir
þínu höfði og breyta gömlum orða-
tiltækjum og merkingu þeirra þá er
bara að greiða nokkur þúsund
krónur einhverri auglýsingastofu.
Þá er málið leyst og þú getur lagt
allt annan skilning í orðið en áður
var almennt viðurkennt.
PÉTUR PÉTURSSON,
þulur.
Um
framburð á orð-
inu ástríða
Frá Pétri Péturssyni:
HÖFUM verið á Íslandi í 10 daga og
ekið kringum landið í bíl.
Þið eigið stórkostlega náttúru og
fuglalíf sem ég, sem þó kem frá
Norður Noregi, varð mjög hrifinn af.
Gætið náttúrunnar.
Ég óska þess einlæglega: Berið
virðingu fyrir náttúrunni og gætið
þess að aka ekki utan vega.
Að auki: Þökk fyrir að hafa gætt
tungunnar og menningarinnar fyrir
okkur Norðmenn. Þið hafið á marg-
víslegan hátt orðið til þess að hafa
áhrif á okkur.
Veðrið var gott. Við höfum með
okkur ullarflíkur og vindjakka, en
þegar hitinn var á bilinu 15 til 20
gráður, klæddumst við aðeins léttum
fatnaði.
Við munum koma aftur til Íslands.
Með kveðju.
SNORRE PETERSEN,
frá Helgeland í Norður-Noregi.
Sumardvöl á Íslandi
Frá Snorre Petersen, Noregi:
Í ÁGÆTRI grein er Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra skrifar í
Morgunblaðið nefnir hann sem
dæmi að innanlandsflugið eigi allt
undir því að það verði áfram á
Reykjavíkurflugvelli. Þar vinna
um 4.000 manns, þar er glæsilegt
hótel, þar byrjar maður utanlands-
ferðina er maður fer með rútu suð-
ur á Keflavíkurflugvöll og þangað
komum við er við komum heim og
þar fara í gegn hundruð þúsunda
manna allt árið. Þar hefur Land-
helgisgæslan sínar bækistöðvar,
þar er flugskóli, flugskýli og margt
annað. Völlurinn er öryggisflug-
völlur bæði fyrir sjúkraflug og allt
annað flug. Völlinn fengum við
gefins frá Bretum, hann er ómet-
anlegur. Það fólk sem segir: völl-
inn burt ætti að skammast sín og
láta ekki heyra í sér aftur. Ef
arkitekta sem vilja völlinn burt
vantar byggingarland þá vil ég
benda þeim á risastóra golfvelli
sem mætti fækka um helming. Í
sumum löndum væri þetta fólk,
sem hrópar „völlinn burt“ sett á
hæli fyrir vangefna en í öðrum
löndum sett í fangelsi sem hryðju-
verkamenn. Vinna þúsunda skiptir
þetta fólk engu máli og ég spyr:
Vill nokkur Íslendingur leggja í
rúst nýbyggingu Flugmálastjórn-
ar, að ég tali ekki um flugturninn.
Ég skora á stjórnvöld að setja lög
um öryggisflugvelli, en Reykjavík-
urflugvöllur er geysiþýðingarmik-
ill öryggisflugvöllur. Gleymið því
aldrei.
VILHJÁLMUR SIGURÐSSON,
Njálsgötu 48a, Reykjavík.
Reykjavíkurflugvöllur
er lífæð þjóðarinnar
Frá Vilhjálmi Sigurðssyni: