Morgunblaðið - 14.08.2003, Side 37
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 37
Hrygningastofn/nýliðun
Í skýringu á korti fjögur í grein-
inni Endurreisn þorskstofnsins, bls.
23 í gær, víxluðust tölur. Rétt er hún
svona:
Sjö ára nýliðun fundin eftir hita og
5 ára meðaltali hrygningastofns. Ef
hrygningarstofn er 200 þúsund tonn
og hiti 4 stig verður nýliðun 250
milljónir fiska við 3ja ára aldur.
Fylgni 0,89.
Vinnueftirlitið sá
um rannsóknina
Í grein um ráðstefnuna Hugur og
hönd í blaðinu í gær var greint frá
verðlaunum sem Ágústa Guðmunds-
dóttir hlaut. Rétt er að taka fram að
Ágústa vann skipulagsbreytingar á
vinnuumhverfi á vegum Leikskóla
Reykjavíkur en rannsókna- og heil-
brigðisdeild Vinnueftirlitsins sá um
rannsóknarvinnuna.
LEIÐRÉTT
VIKUNA 18.–22. ágúst stendur Ís-
land á iði fyrir heiluseflingarverk-
efninu ,,Hjólað í vinnuna“. Megin-
markmið þess er að vekja athygli á
hjólreiðum sem heilsusamlegum,
umhverfisvænum og hagkvæmum
samgöngumáta. ,,Hjólað í vinnuna“
er keppni á milli fyrirtækja þar sem
starfsfólk er hvatt til að hvíla bílinn
en hjóla þess í stað til og frá vinnu.
Keppnisgreinarnar eru 3:
1) flestir hjólaðir dagar 2) flestir
km hjólaðir og 3) glæsilegustu liðin.
Keppt er í 3 flokkum: 1) 10 starfs-
menn eða færri, 2) 11–30 starfs-
menn, 3) 31 eða fleiri starfsmenn.
Hvert lið má innihalda 1–10 liðs-
menn. Ef fleiri hjóla á sama vinnu-
stað er einfalt að stofna lið númer
tvö, þrjú undir kennitölu fyrirtæk-
isins. Það er tilvalið að skipta vinnu-
staðnum upp, t.d. miða við deildir á
sjúkrahúsi eða útibú í bönkum.
Í hverju liði er liðsstjóri sem sér
um að skrá lið sitt til þátttöku og
hann heldur einnig utan um daglega
skráningu á Netinu. Allar nánari
upplýsingar og skráning eru á
heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusam-
bands Íslands á www.isisport.is.
Ísland á iði er fræðslu- og hvatn-
ingarverkefni á vegum ÍSÍ. Megin-
markmið þess er að hvetja lands-
menn til aukinnar hreyfingar og
heilsueflingar.
Ísland á iði
ÁRLEG Hólahátíð verður haldin
á Hólum í Hjaltadal sunnudag-
inn 17. ágúst og hefst með hátíð-
armessu í dómkirkjunni kl. 14.
Nývígður Hólabiskup, Jón Að-
alsteinn Baldvinsson, prédikar
en altarisþjónustu annast séra
Ragnheiður Jónsdóttir, Dalla
Þórðardóttir prófastur, biskup
Íslands Karl Sigurbjörnsson og
vígslubiskup Hólastiftis Jón Að-
alsteinn Baldvinsson. Lesari er
Sigríður Gunnarsdóttir og með-
hjálpari Eyrún Guðmundsdóttir.
Kammerkór Akureyrarkirkju
syngur en organisti er Eyþór
Ingi Jónsson. Að messu lokinni
verða kaffiveitingar í boði Hóla-
nefndar.
Hátíðarsamkoma hefst síðan í
dómkirkjunni kl. 16.30 en þar
flytur hátíðarræðuna Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra.
Þorsteinn frá Hamri flytur ljóð
og Skúli Skúlason skólameistari
flytur ávarp. Milli atriða verður
flutt tónlist í umsjá Eyþórs Inga
Jónssonar og Kammerkórs Ak-
ureyrarkirkju, einsöngvarar eru
þær Sigrún Arna Arngríms-
dóttir og Þórhildur Örvars-
dóttir.
Morgunblaðið/Guðbjörg
Hólahátíð
á sunnudag
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111