Morgunblaðið - 14.08.2003, Síða 52

Morgunblaðið - 14.08.2003, Síða 52
ÞESS eru dæmi að mikil umferð um Flug- vallarveg til ylstrandarinnar í Nauthólsvík á góðviðrisdögum hafi valdið töluverðum töfum fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á leið í útköll. Þetta staðfestir Benóný Ásgrímsson, yfirflugstjóri Gæslunnar, í samtali við Morg- unblaðið en sveitin hefur sem kunnugt er haft næg verkefni síðustu daga. Var hún á einni viku kölluð út níu sinnum vegna slysa víða um land þar sem oftast hefur verið um líf og dauða að tefla. Viðbragðstími sveitarinnar skiptir því miklu máli, ekki síst um helgar eða á kvöldin þegar flugmenn eru kallaðir út heiman frá sér. Bent á blá ljós í skýrslu um Svanborgarslysið Með endurbættri ylströnd í Nauthólsvík og stærri bílastæðum hefur aðkoman í flugskýli Landhelgisgæslunnar breyst og þrengst frá því sem áður var. Benóný segir að nýlega hafi fengist samþykki Flugmálastjórnar fyrir því að meðlimir þyrluáhafna geti farið inn á flug- völlinn um hjáleið skammt frá flugturninum og Hótel Loftleiðum. Það sé skárri kostur en ekki algóður þar sem tafir verði t.d. af því að fá hliðið inn á völlinn opnað og aka þurfi með- fram flugbraut. Þyrluáhafnir hafa ekki blá forgangsljós til að setja á þak einkabifreiða sinna í útköllum Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar ekki með blá forgangsljós í útköllum Mikil umferð í Nauthóls- vík hefur valdið töfum Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir þessum vegi við ylströndina þarf þyrluáhöfnin að aka, oft í flýti, er útkall verður. en beiðni um slíkan búnað hefur legið fyrir í nokkur ár, að sögn Benónýs. Vonast hann til að lausn finnist á þessu en Landhelgisgæslan hefur farið formlega fram á það við dóms- málaráðuneytið að fá slík ljós. Í skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa frá vordögum 2002 um slysið er Svanborg SH fórst við Snæfellsnes í desember 2001 er það meðal til- lagna í öryggisátt að þyrlusveit Landhelgis- gæslunnar fái blá forgangsljós til að nota í út- köllum. „Það hefur einnig komið fyrir að lögreglan hafi stöðvað okkur í útköllum vegna hrað- aksturs en þegar hún hefur fengið að vita til- efnið hefur okkur verið fylgt með forgangi á flugvöllinn. Síðan eru margir lögreglumenn farnir að þekkja okkur og hafa þá ekið á und- an okkur að flugskýlinu,“ segir Benóný. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði fyrra mark Chelsea þegar liðið vann MSK Zilina 2:0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikið var í Slóvakíu í gærkvöldi. Eiður Smári átti einnig hlut að máli í síðara markinu sem var sjálfsmark. Á myndinni fagnar Juan Sebastian Veron Eiði Smára eftir að hann kom Chelsea yfir skömmu fyrir leikhlé með glæsilegu marki./42 AP Eiður Smári á skotskónum VIÐBÚNAÐUR lögreglu verður mikill í miðbæn- um á menningarnótt. Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn sagði á blaðamannafundi í gær að sam- vinna lögreglu og skipuleggjenda hátíðarhaldanna hefði gengið vel og að 40-45 lögregluþjónar yrðu á vakt í miðbæ Reykjavíkur auk þess sem fjölmargir aðrir aðilar, m.a. frá borginni, kæmu að öryggis- málum á hátíðinni. Á menningarnótt verður í fyrsta skipti notast við nýja fjarskiptamiðstöð í Skógarhlíð, sem er ætlað að vera miðstöð almannavarnaaðgerða ef til nátt- úruhamfara kemur. Aðstaðan nýtist einnig vel þeg- ar margir aðilar þurfa að vinna saman; eins og verður á menningarnótt. „Þetta er í fyrsta skipti sem við notum aðstöðuna í Skógarhlíð. Þetta er orðið samtengt; neyðarlínan og fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Við nýtum okkur myndavél- arnar í miðborginni og öll fjarskipti,“ segir Geir Jón. Hann segir fleiri koma á menningarnótt en t.d. 17. júní og reiknar með 80-100 þúsund gestum. Dagur B. Eggertsson, stjórnarformaður Höfuð- borgarstofu, segir að til að draga úr líkum á ólátum hafi skipulögð dagskrá verið stytt þannig að henni ljúki kl. 23. Dagur segir að sérstök áhersla verði lögð á að framfylgja útivistarreglum ungmenna. „Þessar aðgerðir koma þó aldrei í staðinn fyrir það að fólk beri ábyrgð á sér og sínum,“ segir hann. Mikill undirbúningur lögreglu vegna menningarnætur Fjarskipta- miðstöð notuð í fyrsta sinn  Vegmerkingar/6 VÍÐA um land er sumar- slátrun hafin, og að sögn Gísla Garðarssonar, slát- urhússtjóra Sölufélags Austur-Húnvetninga, hef- ur hún gengið vel það sem af er. Slátrun í sláturhúsi félagsins á Blönduósi hófst 31. júlí, og hefur verið slátrað vikulega. Fyrsta daginn var slátrað um 170 lömbum og var meðalvigt rétt tæp 15 kíló. Gísli á von á lömbum til slátrunar í dag, og þá því mesta hingað til í sumar, um 700 lömbum. „Þetta hefur gengið mjög vel, og lömbin eru væn,“ segir Gísli. „Mér sýnast dilkarnir vera jafn- vel vænni en í fyrra, en það mun koma enn frekar í ljós eftir slátrunina á morgun,“ bætti Gísli við. Hann á von á að annríkið aukist á næstunni, og muni alls um 3.000 fjár verða slátrað. „Það hefur flokkast ágætlega úr því sem komið hefur, og kjötið hefur selst vel.“ Sumarslátrun á sauðfé hafin Vænir dilkar í ár ♦ ♦ ♦ SÉRFRÆÐINGAR verða að vera á varð- bergi gagnvart heimasíðum þar sem ungar stúlkur eru beinlínis hvattar til að grenna sig sem aftur getur í sumum tilvikum leitt til lyst- arstols. Á síðunum eru m.a. gefnar ráðlegg- ingar um hvernig eigi að blekkja sérfræðinga með því að halda niðri einkennum sjúkdóms- ins. Þar er gjarnan að finna myndir af tág- grönnum stúlkum auk ýmissa ráðlegginga, svo sem að drekka mikið vatn áður en stigið er á vigtina og klæðast þykkum fatnaði. Margar slíkar heimasíður eru vistaðar í Bandaríkjun- um og þótt yfirvöldum hafi tekist að loka mörgum þeirra spretta þær jafnharðan upp aftur. Þetta segir dr. Janet Treasure, prófess- or í geðlæknisfræði við Guy’s, King’s and Saint Thomas læknaháskólann í Lundúnum, sem stödd er hér á landi í tengslum við nor- rænt geðlæknaþing í Reykjavík. Hvatt til lystar- stols á Netinu  Heimasíður/10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.