Morgunblaðið - 22.08.2003, Side 16

Morgunblaðið - 22.08.2003, Side 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVID Kelly, efnavopnasérfræðing- ur brezku stjórnarinnar sem fannst látinn skammt frá heimili sínu, ótt- aðist að hann myndi „enda dauður úti í skógi“ ef bandamenn gerðu innrás í Írak. Kom þetta fram í gær í vitni- burði brezks stjórnarerindreka fyrir hinni sérskipuðu nefnd sem rannsak- ar tildrög dauða dr. Kellys. Í byrjun júlí var gert opinbert af hálfu brezka varnarmálaráðuneytis- ins að sennilega væri Kelly aðalheim- ildin fyrir frétt í brezka ríkisútvarp- inu BBC þar sem ráðamenn voru sakaðir um að hafa ýkt hættuna sem stafaði af Íraksstjórn til að telja brezkan almenning á stuðning við innrás. Þann 18. júlí, í kjölfar þess að hann var yfirheyrður af tveimur þing- nefndum, fannst Kelly látinn í útjaðri skógar í grennd við heimili sitt við Ox- ford. Hann er talinn hafa svipt sig lífi. Dómarinn sem stýrir vitnaleiðslun- um, Hutton lávarður, tilkynnti í gær að Tony Blair forsætisráðherra myndi bera vitni fyrir rannsóknar- nefndinni næstkomandi fimmtudag, daginn eftir vitnisburð Geoffs Hoon varnarmálaráðherra. Aðstandendur Kellys koma fyrir nefndina 1. sept- ember. Óttaðist dr. Kelly útsendara Saddams? David Broucher, fulltrúi Bretlands á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um afvopnun í Genf, bar fyrir nefndinni í gær að hann hefði hitt Kelly í Sviss 27. febrúar sl. eftir að hafa beðið um nán- ari upplýsingar um ástandið í Írak og efna- og sýklavopn Íraka. Sagði Bro- ucher Kelly hafa tjáð sér að hann hefði hvatt tengiliði sína í Írak til að reyna ekkert til að hamla vopnaeft- irliti til að bægja frá hættunni á inn- rás, en Írakarnir hefðu hins vegar óttazt að með því að láta of mikið uppi um vígbúnað sinn myndu þeir veikja varnir landsins óhóflega. „Mér virtist þetta valda honum ein- hverjum persónulegum vanda eða klípu vegna þess að hann hafði á til- finningunni að gerð yrði innrás hvort sem er og einhvern veginn setti þetta hann í siðferðislega klemmu,“ sagði Broucher. „Þegar David Kelly var á förum, sagði ég við hann: „Hvað heldurðu að gerist ef ráðizt verður inn í Írak?“ Svar hans var, sem ég áleit þá vera markleysu, þetta: „Ég mun sennilega finnast dauður úti í skógi.“ Sagðist Broucher ekki hafa gefið skýrslu um samtal þeirra Kellys til yf- irboðara sinna í utanríkisráðuneytinu þar sem hann hafði metið það létt- vægt. „Ég hélt að hann kynni að hafa átt við að hann væri að taka þá áhættu að Írakarnir næðu sér einhvern veg- inn niður á honum,“ tjáði hann nefnd- inni. Nick Rufford, blaðamaður hjá Sunday Times, sem Kelly hitti að máli skömmu eftir að bent hafði verið á hann sem heimildarmann BBC-frétt- arinnar, sagði í sínum vitnisburði fyr- ir nefndinni í gær að Kelly hefði sagzt hafa verið „algerlega undinn“ í yfir- heyrslunum. Aðstandendur Kellys hafa sagt að álagið sem hinn hlédrægi vísindamaður varð að þola eftir að bent var á hann hafi gert líf hans óbærilegt. Hoon bað um að Kelly yrði hlíft við vissum spurningum Donald Anderson, sem stýrði þing- nefnd sem rannsakaði rökstuðning ríkisstjórnarinnar fyrir innrásinni í Írak, sagði að hann hefði ekki orðið var við að Kelly sýndi nein merki þess að vera undir óbærilegu álagi er hann bar vitni fyrir nefndinni hinn 15. júlí. Í sínum vitnisburði fyrir Hutton- nefndinni í gær sagði Anderson ann- ars að Geoff Hoon varnarmálaráð- herra hefði ekki viljað að í hinum op- inberu vitnaleiðslum þingnefndar- innar yrði Kelly spurður út í gereyðingarvopnaeign Íraka. Anderson sagði að í bréfi frá Hoon hefði verið farið fram á að Kelly yrði ekki yfirheyrður um „gereyðingar- vopnaeign Íraka né undirbúning skýrslunnar,“ þ.e. hinnar umdeildu skýrslu sem gefin var út á vegum brezku stjórnarinnar í lok september 2002 og BBC-fréttin, sem fréttamað- urinn Andrew Gilligan vann í lok maí sl, snerist um. Í fréttinni var það haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan stjórnkerfisins – sem svo reyndist vera Kelly – að stjórnendur á skrifstofu forsætisráðherrans hefðu átt við skýrsluna fyrir útgáfu hennar í því skyni að ýkja hættuna sem stafaði af Saddam Hussein og vopnabúri hans. Hoon kvað ennfremur hafa farið þess á leit við Anderson, að Kelly yrði ekki yfirheyrður í meira en 45 mín- útur. Anderson, sem situr á þingi fyr- ir Verkamannaflokkinn, sagðist hafa verið sammála varnarmálaráðherran- um um það hvers konar spurningum Kelly skyldi hlíft við og æskilegan yf- irheyrslutíma. Vitnisburður Kellys varði í 50 mínútur. Vitnaleiðslur halda áfram í Kelly-rannsókninni í Bretlandi Óttaðist að „enda dauður úti í skógi“ Reuters Lögreglumenn standa vörð nálægt staðnum þar sem Kelly fannst látinn. Lundúnum. AP, AFP. ÞÝSKALAND ætti að taka við af Bandaríkjunum sem nánasti sam- starfsaðili Noregs í hermálum. Kem- ur þetta fram hjá Sverre Jervell, ein- um af æðstu embættismönnum norska utanríkisráðuneytisins, sem nefnir um leið, að það, sem helst standi í veginum, séu minningar Norðmanna frá stríðsárunum. Hrun Sovétríkjanna, endalok Kalda stríðsins og ágreiningur milli Bandaríkjanna annars vegar og sumr Evrópulanda vegna Írakstríðsins hafi haft veruleg áhrif á forsendur norskr- ar utanríkisstefnu. Norðmenn eigi því að taka hana til endurskoðunar. Segir svo í áliti, sem Jervell lagði fram á fundi í norska Atlantshafsráðinu í vik- unni, og sagt var frá í Aftenposten. Þykir óvenjulegt, að embættismenn utanríkisráðuneytisins opinberi skoð- anir á utanríkismálum, sem ganga þvert á ríkjandi stefnu. Jervell segir, að veruleikinn, sem blasti við er Norðmenn mótuðu utan- ríkisstefnu sína á árunum 1948/49, hafi breyst mikið. Með hruni Sovét- ríkjanna hafi leiðir skilið með Banda- ríkjunum og Evrópu að ýmsu leyti og Íraksstríðið sýni hve mikil gjá sé nú milli Bandaríkjanna og Þýskalands og Frakklands. Tími NATO liðinn? Jervell heldur því fram, að tími Atl- antshafsbandalagsins, NATO, sem varnarbandalags sé endanlega liðinn. Bandalagið muni að vísu lifa áfram en þá annaðhvort sem vopnaður armur ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, eða sem eins konar verk- færakassi fyrir Bandaríkjamenn. Í hann muni þeir leita eftir hentugleik- um. Bandaríkjamenn þurfi ekki leng- ur bandamenn, aðeins aðstoðarmenn. Að mati Jervells munu Bandaríkin áfram verða mikilvæg Noregi sem eina ofurveldið en samt muni fjar- lægðin milli þeirra halda áfram að aukast. Heimssýn þeirra afla, sem nú ráða mestu í Bandaríkjunum, gangi þvert á norskan hugsunarhátt. Umræða um varnarmál í Noregi Þýskaland komi í stað Banda- ríkjanna BANDARÍKJASTJÓRN mun reyna að fá öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna til að samþykkja ályktun þar sem ríki heims verða hvött til að taka þátt í aðgerðum í Írak. Þó hyggst hún ekki gefa eftir stjórn mála í Írak að neinu leyti og hinar erlendu hersveit- ir myndu lúta stjórn Bandaríkjanna. Vonast hún til að með slíkri álykt- un verði þjóðir heims fúsar að senda her til Írak. Frakkland, Þýskaland og Indland neituðu beiðni Bandaríkja- manna um liðsafla í Írak í júní og sögðu það ekki koma til greina nema í umboði SÞ. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði eftir fund með Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, í gær að embættismenn frá SÞ og Bandaríkjastjórn ynnu nú að nýrri ályktun þar sem „ef til vill verður skorað á aðrar aðildarþjóðir að gera meira“. Þrátt fyrir að Bandaríkja- stjórn leitist eftir meiri þátttöku SÞ í Írak segir Powell ekki koma til greina að Bandaríkin færi meira vald á hendur stofnunarinnar. Sumir telja hins vegar að ólíklegt að stuðningur verði við að senda alþjóðlegar her- sveitir til Írak nema SÞ fái meiri ábyrgð. Donald H. Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í við- tali við New York Times gær að þrátt fyrir sprengjuárásir í Írak sæi hann ekki ástæðu til að fjölga hermönnum þar, a.m.k. ekki í bili. Aðrir embætt- ismenn í stjórninni, telja að meiri herafla sé þörf, en nú eru um 139.000 bandarískir hermenn í Írak. James F. Dobbins, sérfræðingur í friðargæsluaðgerðum, sagði í gær að 300–500 þúsund manna herliðs væri þörf til að koma á stöðugu ástandi í landinu. Bandaríkin vilja nýja ályktun SÞ Reuters Annan og Powell, eftir fund í gær. Vilja að SÞ hvetji þjóðir til þátttöku í aðgerðum í Írak Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. BRÁÐABIRGÐASTJÓRN Líberíu og leiðtogar uppreisnarmanna tilnefndu í gær lítt þekktan kaupsýslumann til að leiða stjórn landsins. Kom mörgum í opna skjöldu að kaupsýslumaðurinn Gyude Bryant skyldi valinn í embættið, en flest- ir höfðu búist við að annað hvort Ellen Johnson- Sirleaf, fyrrverandi hermaður og embætt- ismaður Sameinuðu þjóðanna, eða Rudolph Sherman, sem tilheyrir flokki sem stjórnaði landinu í meira en hundrað ár, yrði fyrir valinu. Líklegast hafði verið talið að Johnson-Sirleaf yrði ofan á vegna tengsla hennar við SÞ, en stofnunin skoðar nú hvort senda skuli frið- argæslusveitir til landsins. Bryant mun taka við embætti í október og halda um stjórnartaum- ana til ársins 2006. Hann sagði skipun sína ekki hafa komið sér á óvart þar sem hann væri hlut- laus í stjórnmálum. Hann samsinnti því á blaða- mannafundi að vandamálin framundan væru yf- irþyrmandi. 450 þúsund manns hafast við án heimilis í höfuðborginni Monróvíu; matur, vatn og lyf eru af skornum skammti; atvinnuleysi er á að giska 85% og afvopna þarf þúsundir ungra manna sem hafa barist í borgarastríðinu. Óþekktur kaupsýslumaður verður leiðtogi Líberíu OPIÐ 11-20 ALLA DAGA 14900- REIÐHJÓL 2 LITIR: SILFUR & SVART, 26“ hjól - 2 demparar, fullkominn fjöðrunarbúnaður aftan og framan. Bretti aftan og framan. Shimano - gírar 21. V - bremsukerfi. Ódýrt fyrir alla!Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2 LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! Ný sending komin í verslanir okkar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.