Morgunblaðið - 22.08.2003, Page 45

Morgunblaðið - 22.08.2003, Page 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2003 45 FJÖGUR ný met voru sett á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 12–14 ára, á Vilhjálms- velli á Egilsstöðum sl. helgi.  Aðalsteinn Halldórsson, USVH, bætti piltametið í spjót- kasti – kastaði 53.10 m. Gamla metið var 51.38 m frá 1998.  Kristjana Ósk Kristjánsdóttir, ÍR, bætti telpnametið í 80 m grindahlaupi telpna, 11,96 sek. Gamla metið var 12.82 sek. frá síðasta ári.  Helga Margrét Þorsteinsdóttir, USVH, bætti metið í kúluvarpi stelpna – kastaði 11,60 m. Gamla metið var 11,35 m frá 2001.  Reynir Jónasson, FH, bætti metið í kúluvarpi stráka, en hann kastaði 13,28 m. Gamla metið var 13,11 m frá síðasta ári.  Þá jafnaði Ragnheiður Anna Þórsdóttir, Breiðabliki, telpna- metið í kúluvarpi, en hún kastaði 11,96 m. Hérðassambandið Skarphéð- inn, HSK, bar sigur úr býtum í heildarstigakeppni mótsins fékk samtals 434,5 stig, í öðru sæti varð lið ÍR með 336,5 stig og lið Fjölnis varð í þriðja sæti með samtals 269,5 stig. Mótið sem var í umsjón Ung- menna- og íþróttasambands Aust- urlands tókst mjög vel. Aðstæður á Vilhjálmsvelli voru mjög góðar og veður til keppni mjög gott báða keppnisdaga. Fjögur ný met á Vilhjálmsvelli MAGDEBURG frá Þýskalandi og Com- bault frá Frakklandi verða á meðal þátttökuliða í opna Reykjavíkurmótinu í handknattleik sem hefst fimmtudag- inn 28. ágúst og verður allt leikið í Austurbergi. Riðlakeppninni lýkur á laugardeginum og leikið er til úrslita sunnudaginn 31. ágúst. Dregið hefur verið í riðla og Magde- burg, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar og með Sigfús Sigurðsson innanborðs, er í C-riðli ásamt HK, KA og Víkingi. Franska liðið Combault er í B-riðli ásamt Val, Fram, Aftureldingu og Sel- fossi en A-riðillinn er alíslenskur og í honum leika Haukar, ÍBV, Stjarnan og Breiðablik. Magdeburg mætir HK, KA og Víkingi BRESKI þrístökkvarinn Jon- athan Edwards, heimsmethafi í greininni, hefur enn ekki tek- ið ákvörðun um hvort hann keppir á heimsmeistara- mótinu,sem hefst í París um helgina. Edwards meiddist á ökkla á Grand Prix-móti í London fyrr í þessum mánuði og hefur enn ekki jafnað sig. Hann segist ætla að bíða með fram á síðustu stundu að ákveða hvort hann keppir. Edwards ekki með á HM í París? Forsaga málsins er sú að Patrekurvar dæmdur í sex mánaða bann eftir síðasta leik hans með Essen í vor. Patrekur höfðaði mál fyrir þýska vinnuréttardómstólnum og vann það – hálfs árs banninu var af- létt. Málsaðilar höfðu mánuð til að áfrýja niðurstöðunni en það var ekki gert en síðan neitar þýska sam- bandið að skrifa undir félagsskiptin. „Ég reyni að hugsa sem minnst um þetta enda ekkert sem ég get gert. Fyrsti leikur hjá okkur er 13. september og þetta hlýtur að vera komið á hreint fyrir þann tíma. Á meðan held ég áfram að æfa af krafti með Bidasoa og forráðamenn félags- ins eru ekki að æsa sig yfir þessu og telja að málið muni leysast farsæl- lega. Ég veit hins vegar ekki hvað gerist ef Þjóðverjarnir neita að skrifa undir og trúi því í rauninni ekki að þeir geti hangið á þessu fram eftir vetri. Andreas Thiel, lögfræðingur minn, fór til Vínarborgar á dögunum en ég hef ekki heyrt frá honum og veit ekki hvað kom út úr viðræðum hans við forráðamenn evrópska handknatt- leikssambandsins,“ sagði Patrekur. Hann sagðist kunna vel við sig á Spáni. „Við æfum alveg rosalega mikið, sex klukkustundir á dag núna á undirbúningstímabilinu. Það fer talsvert meiri tími í æfingar hér en í Þýskalandi og mest munar um að það er lyft svo mikið hérna. Ég veit í raun lítið um spænsku deildina þann- ig að ég veit ekki hvar við stöndum en það voru keyptir sjö nýir leik- menn fyrir þetta tímabil og nýr þjálf- ari sem er mjög skipulagður og góð- ur. Það er dálítið annað andrúmsloft hér en í Essen. Spánverjar eru svo rólegir í tíðinni og allt er svo rólegt og þægilegt, enda búum við í litlum bæ rétt utan við Irum og kunnum al- veg rosalega vel við okkur hér,“ sagði Patrekur. Patrekur Jóhannesson hefur enn ekki fengið félagsskipti frá Essen Get ekkert gert nema beðið og vonað „ÉG get í rauninni ekkert gert nema bíða og vona að málið fái far- sælan endi. Ég hugsa ekkert um þetta, læt lögfræðinginn og um- boðsmanninn um það, en einbeiti mér þess í stað að æfingunum hjá félaginu,“ sagði Patrekur Jóhannesson í samtali við Morg- unblaðið í gær, en þýska handknattleikssambandið neitar að skrifa undir félagagaskipti Patreks frá Essen til Bidasoa á Spáni. Patrekur Jóhannesson STAÐAN er þessi í 5. riðli Evrópu- keppni landsliða – efsta liðið kemst beint í lokakeppni EM í Portúgal 2004, lið í öðru sæti leikur um farseð- il á EM. Ísland 6 4 0 2 11:6 12 Þýskaland 5 3 2 0 8:3 11 Skotland 5 2 2 1 7:5 8 Litháen 6 2 1 3 4:9 7 Færeyjar 6 0 1 5 5:12 1 Leikir sem eftgir eru: Laugardagur 6. september Glasgow: Skotland – Færeyjar Reykjavík: Ísland – Þýskaland Miðvikudagur 10. september Dortmund: Þýskaland – Skotland Þórshöfn: Færeyjar – Litháen Laugardagur 11. október Hamborg: Þýskaland – Ísland Glasgow: Skotland – Litháen STAÐAN BERTI Vogts, þjálfari Skotlands, sagði að hann hafi alltaf verið fullviss um að Ísland myndi fagna sigri í Færeyjum. „Staðan er nú orðin afar spennandi í riðlinum og allt getur gerst í knattspyrnu. Íslendingar eiga eftir að leika tvo leiki við Þýskaland og geta unnið heimaleikinn. Við eigum eftir að leika heima við Færeyjar og Litháen – leiki sem við verðum að vinna. Ef það tekst og við náum jafntefli í Þýskalandi og Þjóðverjar leggja Íslendinga að velli í Hamborg verður loka- staðan þannig að þjóðirnar þrjár verða með 15 stig og þá ræður markatalan,“ sagði Vogts. Það er ljóst að leikur Íslend- inga og Þjóðverja á Laugardals- vellinum 6. september á eftir að vekja geysilega athygli í knatt- spyrnuheiminum, þar sem marg- faldir heims- og Evrópumeistarar Þjóðverja mæta til Reykjavíkur til að reyna að velta „litla Ís- landi“ af efsta stalli. Spennan komin í hámark

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.