Morgunblaðið - 01.09.2003, Side 6

Morgunblaðið - 01.09.2003, Side 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐBEINENDUM í framhalds- skólum hefur farið fækkandi á und- anförnum árum eftir því sem fram kemur á heimasíðu Kennarasam- bands Íslands. Leiðbeinendur eru þeir kennarar sem ekki hafa lokið prófi í uppeldis- og kennslufræði þótt í mjög mörgum tilfellum hafi þeir prófgráðu í þeirri grein sem þeir kenna. „Undanþágunefnd framhalds- skóla samþykkti 256 umsóknir um undanþágu vegna ráðningar leið- beinenda skólaárið 2000–2001 og 248 umsóknir skólaárið 2001–2002. Á síð- asta skólaári voru samþykktar um- sóknir um undanþágu færri en árið á undan og horfur eru á að umsóknir vegna skólaárins sem nú er að hefj- ast geti orðið allt að fjórðungi færri en í fyrra,“ segir í fréttinni. Þar segir einnig að áberandi sé hversu mikið sé um kennara án kennsluréttinda í stærðfræði, raun- greinum og viðskipta- og tölvugrein- um. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að leið- rétting á starfskjörum kennara sé að skila sér í þessari þróun. Þetta sé spurning um framboð og eftirspurn og nú um stundir séu kennslustörf mun samkeppnishæfari kostur en fyrir nokkrum árum. Upplýsingar um fjölda leið- beinenda í grunnskólum liggja ekki ljósar fyrir fyrr en eftir nokkrar vik- ur. Leiðbein- endum fækkar í framhalds- skólum EMBÆTTI ríkissáttasemjara var auglýst laust til umsóknar í Morg- unblaðinu í gær. Þórir Einarsson, núverandi ríkissáttasemjari, lætur af störfum 1. nóvember vegna ald- urs. Embættið er veitt til fimm ára. Í auglýsingunni kemur fram að lögð er áhersla á forystuhæfileika, hæfni í mannlegum samskiptum og að afstaða umsækjanda sé slík að telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda. Margir kjarasamningar atvinnu- rekenda og launafólks eru lausir um næstu áramót og mun því annasamt ár bíða nýs ríkissáttasemjara. Umsóknum skal skilað til félags- málaráðuneytisins og skipar félags- málaráðherra í stöðuna. Auglýst eftir ríkissátta- semjara PERSÓNUVERND fer fram á það við Lyfjastofnun í nýjum úr- skurði sínum að gagnagrunni sem inniheldur upplýsingar um lyfjaneyslu einstaklinga verði eytt eigi síðar en 1. janúar árið 2005. Telur Persónuvernd að vinnsla á persónuupplýsingum um neyslu eftirritunarskyldra lyfja sé og hafi verið óheimil. Þá er Lyfjastofnun gert að tryggja viðhlítandi öryggi við vinnslu persónuupplýsinga um sölu og neyslu eftirritunarskyldra lyfja, eigi síðar en 1. febrúar á næsta ári. Ákvörðun Persónuverndar kemur í kjölfarið á úttekt á per- sónuvinnslu Lyfjastofnunar sem hófst haustið 2001. Ákvörðunin lýtur einnig að lögmæti vinnslu Lyfjastofnunar á persónuupp- lýsingum um lyfjaneyslu og skráningu þeirra í gagnagrunn. Tilefni þess máls er m.a. atvik sem átti sér stað í maí árið 2002 þegar listi yfir lyfjaávísanir vegna margs konar lyfja, sem Lyfjastofnun hafði kallað eftir, var símsendur frá Lyfju í Lág- múla fyrir mistök til óviðkom- andi aðila. Á þessum lista voru ítarlegar persónuupplýsingar, m.a. um tilteknar lyfjaávísanir nafngreinds læknis, bæði á eftir- ritunarskyld lyf og lyf sem ekki eru eftirritunarskyld, og hverjir höfðu fengið hvaða lyf. Bar list- inn þannig með sér upplýsingar um lyfjaneyslu stórs hóps manna. Telur Persónuvernd ennfremur að Lyfjastofnun hafi skort heimild til að óska yfirleitt eftir símsendingu sem þessari. Viðkvæmar persónuupplýsingar Í ákvörðun Persónuverndar segir að upplýsingar um lyfja- notkun séu viðkvæmar persónu- upplýsingar í skilningi laga um persónuvernd. Fellst Persónu- vernd ekki á það með Lyfja- stofnun að eingöngu persónu- upplýsingar um eftir- ritunarskyld lyf falli undir gildissvið laganna. Telur Per- sónuvernd að öryggisstefna Lyfjastofnunar sé ekki nógu ít- arleg og fullnægi ekki þeim kröfum sem gera verði til slíks skjals. Þá telur Persónuvernd að eldra áhættumat Lyfjastofn- unar hafi ekki verið fullnægj- andi. „Þar sem öryggisráðstafanir hafa samkvæmt þessu ekki verið skráðar á grundvelli fullnægj- andi áhættumats, og þar sem ekki liggur fyrir að þær hafi verið endurskoðaðar í kjölfar hins nýja áhættumats, telur Persónuvernd að endurmeta verði öryggisráðstafanir og skrá þær að nýju þannig að þær mæti þeim hættum sem greind- ar hafa verið,“ segir m.a. í úr- skurði Persónuverndar, sem nálgast má á vefsíðu stofnunar- innar. Vinnsla óheimil á neyslu eftirritunar- skyldra lyfja að mati Persónuverndar Lyfjastofnun eyði gagnagrunni um um lyfjaneyslu ARI og Jóhannes Páll Gunnarssynir voru fljótir að synda Viðeyjarsund á laugardaginn og komu að landi í smábátahöfnina við Ægisgarð fyrr en ætlað var. Syntu þeir þessa rúma fjóra km á 67 mínútum. Með sund- inu vildu þeir minnast bróður síns sem féll fyrir eigin hendi í fyrra og um leið safna áheitum til styrktar Geðhjálp. Jóhannes segir að síðustu tíu mínúturnar hafi verið verstar. Þá hafi kuldinn náð inn að beini og þeir varla vitað hvað sneri fram og hvað aftur. Bátur fylgdi þeim eftir með lækni innanborðs og var þeim skipað í snarheitum í heita sturtu þegar komið var í land. Margt fólk tók á móti þeim í landi og segir Jóhannes leiðinlegt að hafa ekki getað þakkað því fyrir stuðninginn. Þeir hafi báðir verið mjög kaldir og þreyttir að sundi loknu. Bræðurnir vilja vekja athygli á alvarleika þunglyndis og eru for- varnir mikilvægur þáttur í starfi geðhjálpar. Í undirbúningi er út- gáfa kynningarbæklings, sem dreift verður í alla framhaldsskóla, þar sem heldstu einkennum þung- lyndis verður lýst og tekið fram hvert er hægt að leita eftir aðstoð. Ætlunin er að vekja ungt fólk til vitundar um að þunglyndi er sjúk- dómur sem hægt er að lækna. Enn hægt að styðja verkefnið Jóhannes segir að ekki liggi enn fyrir hve mikið af áheitum safn- aðist vegna sundsins. Það komi í ljós í vikunni. Enn er hægt að leggja sitt af mörkum með því að hringja í símanúmerið 907 2070 og skuldfærist þá sjálfvirkt þúsund krónur af símreikningnum til styrktar Geðhjálp. Frjáls framlög er hægt að leggja beint inn á reikn- ing Geðhjálpar í Búnaðarbank- anum á reikning nr. 0313-26- 123456, kt. 531180-0469. Jóhannes segir þá bræður ætla að láta þetta gott heita í bili. „Mað- ur á aldrei að segja aldrei. Það get- ur vel verið að við tökum upp á ein- hverju öðru.“ Ari og Jóhannes Páll Gunnarssynir voru 67 mínútur að synda úr Viðey. Kaldir og þreyttir að sundi loknu PÉTUR Gunn- arsson hefur ver- ið ráðinn skrif- stofustjóri þingflokks framsóknar- manna og for- stöðumaður kynningarmála. Pétur tekur við af Birni Inga Hrafnssyni, sem hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra. Pétur Gunnarsson hefur undan- farið starfað að almannatengslum og kynningarmálum og hefur unnið að verkefnum á því sviði fyrir Framsóknarflokkinn frá því í vet- ur. Áður starfaði hann um 15 ára skeið við blaða- og fréttamennsku. Pétur tekur til starfa í dag, 1. sept- ember. Nýr skrifstofu- stjóri þing- flokks fram- sóknarmanna Pétur Gunnarsson ÞRJÁTÍU og sjö franskir koníaksbændur heimsóttu áfengisframleiðslu Ölgerðarinnar Egils Skallagríms- sonar í Borgarnesi í gær. Þeir höfðu ferðast um land- ið á viku og voru á suðurleið. Kristmar Ólafsson, framkvæmdastjóri og eigandi Víngerðarinnar ehf. sem er verktaki framleiðslunnar, tók á móti gest- unum. Hann sýndi þeim verksmiðjuna og sagði frá framleiðslunni. Helga Þórsdóttir fararstjóri túlkaði jafnóðum. Kristmar lét þess getið að allt að 75% af fram- leiðslunni væru framleidd til útflutnings. Fram- leiðslan hefur aukist um 50–60% á milli ára. Alls eru framleiddar 15 vörutegundir en þekktust eru vöru- merkin Íslenskt brennivín, Eldur ís, Tindavodki og Jöklakrap auk Pölstar-vodka sem verksmiðjan fram- leiðir fyrir William Grants, viskíframleiðanda í Skot- landi. Pölstar-vodkinn selst vel því viðskiptavinir velja íslenskan Pölstar-vodka vegna þess að þeir tengja hann við hreinleika, náttúrufegurð og langa hefð fyrir vodkaneyslu. Svarti liturinn tákn um gæði Gestirnir voru áhugasamir og spurðu margs, bæði um framleiðsluna og íslenska vínmenningu. Sér- staklega sýndu þeir Íslenska brennivíninu áhuga og sagði Kristmar þeim frá tilraunum bindindismanna til að hafa brennivínsflöskur fráhrindandi með því að hafa svartan miða á þeim. Það hefði hins vegar snúist upp í andhverfu sína því að nú stæði svarti liturinn sem tákn um gæði brennivínsins. Það vakti undrun og kátínu meðal frönsku gestanna að heyra að Ís- lendingar hefðu ekki fengið að framleiða, kaupa og drekka eigin bjór fyrr en 1. mars 1989. Gestunum var að lokum boðið að smakka fram- leiðsluna og var ekki annað að sjá en að þeir kynnu vel að meta veigarnar. Koníaksbændur í Borgarnesi Morgunblaðið/Guðrún Vala Kristmar Ólafsson segir frá Íslenska brennivíninu. ÍSLENSKT fyrirtæki hefur verið að þróa hugbúnað til að auka áreiðanleika sætabókana hjá flug- félögum. Fyrirtækið er að auka starfsemi sína vegna þess að verið er að ljúka samningum um sölu á hugbúnaðinum til fleiri flugfélaga. Fyrirtækið Calidris ehf. og for- veri þess hefur unnið að þróun hugbúnaðarins síðustu fjögur ár, aðallega í samvinnu við finnska flugfélagið Finnair. Búnaðurinn er einnig í notkun hjá Icelandair. Bókanirnar fara í gagnagrunn þar sem þær eru bornar saman til þess að starfsfólkið geti betur áttað sig á því hvort líkur séu á tvíbókunum eða gervibókunum. Tilgangurinn er að flugfélagið geti selt sætið sem fyrst aftur og aukið tekjur sínar með því. Að sögn Örnu Harðardóttur framkvæmdastjóra hefur sam- starfið við Finnair gengið vel og það leitt til þess að búið er að bæta miklu við hugbúnaðinn. Nú segir hún útlit fyrir aukin verkefni meðal annars vegna nýrra við- skiptavina. Segir hún að samn- ingaviðræður standi yfir um sölu á hugbúnaðinum til þriggja annarra flugfélaga og séu tvær þeirra á lokastigi. Meðal annars vegna þess hefur verið ákveðið að fjölga starfsfólkinu sem nú er fjórtán manns. Auglýst hefur verið eftir markaðsfulltrúa og tveimur forrit- urum en Arna segir alveg eins lík- legt að ráðnir verði fimm nýir starfsmenn. Þróa hugbúnað fyrir flugfélög Útlit fyrir aukin verkefni ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.