Morgunblaðið - 01.09.2003, Síða 16
UMRÆÐAN
16 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HVAÐ gefur maður afmælisbarni
sem á allt? Það skyldi þó ekki vera
blómvöndur? Og eftir því sem af-
mælisbarnið á merkara afmæli er
vöndurinn veglegri, oft byggður upp
í uppáhaldslitum afmælisbarnsins,
með uppáhaldsblómum þess eða þá
með jafnmörgum blómum af einni
tegund, gjarnan rósum, eins og árin
eru mörg.
Ég hef eitt ákveðið afmælisbarn í
huga núna. Það er sjálft Blóm vik-
unnar, sem á í raun tvöfalt afmæli í
dag. Þessi grein er númer 500, en
gæti líka talist númer 800.
Þetta þarf ákveðinnar skýringar
við og nú hverfum við langt aftur í
tímann. Þegar Hið íslenska garð-
yrkjufélag, sem nú heitir Garð-
yrkjufélag Íslands, var stofnað árið
1885 var eitt helsta markmið þess að
útbreiða þekkingu á ræktun meðal
almennings. Þetta hefur stjórn fé-
lagsins haft í heiðri, nær allar götur
frá stofnun þess hefur verið gefið út
ársrit, Garðyrkjuritið, einnig hafa
verið gefnar út nokkrar bækur, svo
sem Matjurtabókin, Skrúðgarða-
bókin og bókin Garðurinn, sem
fjallar um skipulag og efnisval í
görðum. Eins hefur lítið fréttablað,
Garðurinn, komið út í allmarga ára-
tugi. En það skyldu þó ekki vera
litlu pistlarnir um blóm vikunnar,
sem hafa verið einna drýgstir við að
boða fagnaðarerindið?
Fyrsta Blóm vikunnar leit dags-
ins ljós vorið 1975. Ritstjórn Morg-
unblaðsins tók því ljúflega þegar
þáverandi stjórn Garðyrkjufélags
Íslands reifaði þá hugmynd að birta
pistla um gróður á síðum blaðsins,
sem Garðyrkjufélagið bæri ábyrgð
á. Þessir pistlar hafa birst allar göt-
ur síðan og eru orðnir 800 talsins.
Eins og dyggir lesendur pistlanna
vita, birtast þeir ekki reglulega í
hverri viku, í svartasta skammdeg-
inu verður alltaf hlé á skrifunum og
þegar mikið berst blaðinu af inn-
sendum greinum verður stundum
örlítill dráttur á birtingu blómsins
okkar. En hvers vegna er þessi
grein þá númer 500 en ekki 800?
Ástæðan er sú að hér varð stóra
stopp um 5 ára skeið og þegar við
fengum aftur rými í Morgunblaðinu
varð að samkomulagi að byrja núm-
eringar upp á nýtt.
Umsjónarmenn þáttanna allan
þennan tíma hafa aðeins verið tveir,
Ágústa Björnsdóttir og Sigríður
Hjartar. Ef samlíkingunni um blóm-
vöndinn er haldið áfram er Blóm
vikunnar vöndur sem er settur sam-
an af 800 blómum, greinahöfundar
eru 55 talsins, þannig að blómateg-
undirnar eru þá 55, en fegursta
blóm vandarins hlýtur að vera
Ágústa Björnsdóttir, sem sýndi það
afrek, að hafa umsjón með þátt-
unum frá 1975 uns hún lést 1999,
þótt Sigríður hafi verið henni til að-
stoðar frá 1986. Ágústa
Björnsdóttir var mjög
vel að sér um ræktun
þótt hún væri ekki
skólagengin á því sviði.
Hún rak um skeið litla
garðyrkjustöð á heimili
sínu í Kópavogi, sem
hún nefndi Rein. Þessi
garðyrkjustöð og
Ágústa sjálf var mikil
lyftistöng fyrir ræktun
í Kópavogi. Ágústa átti
einstaklega gott með
að miðla öðrum fróð-
leik um ræktun. Hún
var í stjórn Garðyrkju-
félags Íslands um nær
10 ára skeið og hélt
fjölmarga fyrirlestra um ræktun
bæði innan félags og utan og skrif-
aði um hugðarefni sitt í ýmis tímarit
auk þess að hafa umsjón með Blómi
vikunnar og skrifa þar fjölmargar
greinar eða alls um 115 talsins.
Ágústa hafði einstaklega gott lag á
að umgangast fólk og fá það til liðs
við sig, eins og sést á því hve margir
hafa lagt hönd á plóginn með
greinaskrifum. Þeir 55 greinahöf-
undar, sem hér hafa komið við sögu,
eru ágætt þversnið af félögum í GÍ,
en félagið starfar sem áhugamanna-
félag, þótt félagar séu bæði leikir og
lærðir. Sú blanda hefur reynst fé-
laginu vel, hinn almenni félagi, sem
ekki hefur formlega menntun á sviði
ræktunar eða í grasafræði, hefur
áhugann og smám saman hafa
margir viðað að sér fróðleik, sem er
síst minni en hjá mörgum lang-
skólagengnum í faginu, þótt öðruvísi
sé. Þessi stóri hópur höfunda hefur
því bæði fagþekkingu og áhugann
að vopni þegar hann mundar ritstíl-
inn. Ógeregt er að gera öllum skil
en þó verð ég að nefna fáein nöfn.
Drjúgir við pennann hafa verið rit-
stjórar Garðyrkjuritsins, þeir Ing-
ólfur Davíðsson grasafræðingur og
Ólafur Björn Guðmundsson lyfja-
fræðingur. Fast á hæla þeirra koma
Óli Valur Hansson fv. garð-
yrkjuráðunautur og Hermann
Lundholm fv. garðyrkjustjóri Kópa-
vogsbæjar. Ekki má gleyma Sig-
urlaugu Árnadóttur húsmóður í
Hraunkoti í Lóni, sem hafði brenn-
andi áhuga á ræktun og viðaði að
sér ótrúlegri þekkingu
á langri ævi, eins og
sést á fjölbreyttum
greinum hennar um
Blóm vikunnar, sem
eru meira en 50 tals-
ins. Hér læt ég staðar
numið þótt marga
fleiri megi nefna þar
sem um 20 höfundar
hafa skrifað meira en
10 greinar hver.
Efnið í Blómi vik-
unnar er líka fjölbreytt
og skrifað hefur verið
um allt frá hinu
minnsta til hins
stærsta, frá fræsöfnun
til risaeika. Matjurtir,
blómjurtir, tré og runnar, íslensk
blóm, erlend blóm, inniblóm, gróð-
urhúsablóm, ekkert er Blómi vik-
unnar óviðkomandi. Og við erum
bara rétt að byrja. Við höldum
áfram greinaskrifum meðan Morg-
unblaðið tekur við blómunum okkar
og þökkum gott samstarf við tengi-
liði okkar þar.
Myndin sem fylgir þessum skrif-
um, er af einkennistré Garðyrkju-
félags Íslands. Það á sér merka
sögu eins og félagið sjálft. Þetta tré
er silfurreynir, sem stendur í garð-
inum á horni Aðalstrætis og Kirkju-
strætis. Þessi garður hefur gengið
undir mörgum nöfnum, en hann var
elsti kirkjugarður Reykjavíkur, Vík-
urkirkjugarður stundum kallaður.
Kirkjugarðurinn var aflagður 1838
en síðast mun hafa verið grafið í
hann 1882, og Schierbeck land-
læknir fékk garðinn til ræktunar
1883. Þar var hann með ótrúlega
fjölbreytta ræktun og tilraunastarf-
semi eins og á jörð sinni Rauðará og
um það ber silfurreynirinn fagurt
vitni . Í garðinum er minnismerki
um Schierbeck, sem Garðyrkju-
félaginu var gefið á aldarafmæli
þess. Schierbeck landlæknir og 17
aðrir borgarar í Reykjavík stofnuðu
Garðyrkjufélag Íslands árið 1885.
Félagið lifir alls ekki eingöngu í for-
tíðinni, þótt við hana hafi verið dval-
ist í þessari grein, það fylgist vel
með og hefur verið í fararbroddi alla
tíð. Vefslóð þess er http://www.gar-
durinn.is og veffang gardur-
inn@gardurinn.is.
Morgunblaðið/Ómar
Afmæl-
isblóm
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
500. þáttur
MIKIL breyting hefur orðið á Sjálfstæðisflokknum á því tímabili sem
flokkurinn hefur starfað. Um tíma var flokkurinn mjög frjálslyndur og
gat fallist á ýmis mikilvæg umbótamál launafólks en á síðari árum hefur
flokkurinn orðið öfgafullur frjálshyggjuflokkur og hefur
færst verulega til hægri.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið í gegnum nokkur
skeið. Í fyrstu var flokkurinn harður íhaldsflokkur, sem
hélt ákveðið fram einkarekstri og gróðasjónarmiðum í at-
vinnurekstri. Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi var það
kallað á pappírnum. Á því tímabili barðist Sjálfstæð-
isflokkurinn hatrammlega gegn öllum umbótamálum Al-
þýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar, eins og al-
þýðutryggingum, togaravökulögum og byggingu verkamannabústaða.
Alþýðuflokkurinn kom fyrstu alþýðutryggingunum (almannatrygg-
ingum) á í samvinnu við Framsóknarflokkinn. Þáttaskil urðu í stefnu
Sjálfstæðisflokksins við myndun „nýsköpunarstjórnarinnar“. Þá tók við
tímabil aukins frjálslyndis og umbótavilja í sögu Sjálfstæðisflokksins.
Undir forustu Ólafs Thors samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn við myndun
ríkisstjórnar árið 1944 tillögur Alþýðuflokksins um almannatryggingar,
sem var eitt af helstu málum „nýsköpunarstjórnarinnar“. Fleiri umbóta-
mál launafólks samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn í tíð þeirrar rík-
isstjórnar en auk Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sat Sósíal-
istaflokkurinn í þeirri stjórn. Stærsta mál stjórnarinnar var endurnýjun
atvinnutækja þjóðarinnar, þ. á m. kaup stjórnarinnar á 32 togurum fyrir
stríðsgróðann. Talið var nauðsynlegt, að opinberir aðilar, svo sem bæj-
arfélög, tækju við hluta hinna nýju atvinnutækja. Ólafur Thors sýndi
mikið frjálslyndi og umbótavilja í tíð „nýsköpunarstjórnarinnar“. Hann
sveigði stefnu Sjálfstæðisflokksins nær stefnu verkalýðsflokkanna. Hið
sama má segja um Bjarna Benediktsson. Hann samþykkti tillögur Al-
þýðuflokksins um stofnun Bæjarútgerðar Reykjavíkur í borgarstjórn
Reykjavíkur og sýndi með því mikið frjálslyndi og framsýni. Báðir þessir
forustumenn og formenn Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors og Bjarni
Benediktsson, sýndu einnig mikinn umbótavilja í tíð viðreisnarstjórn-
arinnar, er almannatryggingar voru stórefldar samkvæmt tillögum Al-
þýðuflokksins og fleiri umbótamál launafólks og almennings náðu fram
að ganga.
Á síðustu áratugum hefur Sjálfstæðisflokkurinn færst á ný í íhaldsátt
og flokkurinn hefur tekið upp algera frjálshyggju og gróðahyggju. Á
þessu tímabili hefur aðaláherslan verið lögð á einkavæðingu og einka-
rekstur en minna hugsað um að efla velferðarstofnanir þjóðfélagsins
eins og almannatryggingar. Það er jafnvel farið að tala um að einka-
væða vissa þætti innan heilbrigðisgeirans, í menntakerfinu og á sviði fé-
lagsmála! Á þessu tímabili frjálshyggju og gróðahyggju hefur misskipt-
ing í þjóðfélaginu stóraukist. Mörg fyrirtæki hafa blindast af
gróðahyggju og hafa tekið upp ómanneskjulega stjórnarhætti. Markmið
þeirra hefur verið það eitt að græða sem mest. Íslenskt þjóðfélag hefur
verið að breytast úr fyrirmyndar velferðarþjóðfélagi, þar sem fólk hefur
tekið tillit hvað til annars, í algert gróðaþjóðfélag, þar sem menn níða
skóinn hver af öðrum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur villst af braut. Hann er ekki lengur flokk-
ur allra stétta eins og hann vildi vera. Hann er nú flokkur auðmagns og
gróðahyggju. Hann dregur taum fyrirtækja á kostnað launafólks. Ýmsir
fyrrverandi forustumenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt þessa
stefnubreytingu flokksins. Má þar nefna Matthías Bjarnason, fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra og Sverri Hermannsson, fyrrverandi mennta-
málaráðherra. Þeir hafa gagnrýnt taumlausa frjálshyggju Sjálfstæð-
isflokksins. Matthías Bjarnason hefur harðlega gagnrýnt öfgafulla einka-
væðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Vonandi finnur
Sjálfstæðisflokkurinn á ný þann veg, sem þeir Ólafur Thors og Bjarni
Benediktsson leiddu hann inn á.
Framsóknarflokkurinn hefur sl. 8 ár hjálpað Sjálfstæðisflokknum til
þess að framkvæma ómengaða íhaldsstefnu. Það er eins og þessir tveir
flokkar framkalli það versta hvor hjá öðrum, gróðahyggju og helminga-
skiptastefnu.
Flokkur frjálshyggju og
gróðasjónarmiða
Eftir Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 sími 551 3930
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
DILBERT mbl.is