Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 23 ✝ Lárus GuðjónLúðvígsson fæddist í Reykjavík 30. mars 1914. Hann lést á Elli- heimilinu Grund 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- gerður Ágústa Eyj- ólfsdóttir, f. 18. ágúst 1892, d. 9. september 1977, og Lúðvíg Lárusson, f. 11. janúar 1881, d. 30. júní 1940, kaup- maður í Reykjavík. Systkini Lárusar eru Guðrún, f. 1910, d. 1978, og Sigurður Hauk- ur, f. 1921. Lárus kvæntist 12. júlí 1941 Daisy Sögu Jósefsson, f. í Lodz í Póllandi 25. október 1912, d. 25. janúar 1988. Daisy var dóttir hjónanna Karólínu Amalíu Guð- Percival framkvæmdastjóra, f. 17. apríl 1943. Þau skildu. Börn þeirra eru Stephen listmálari, f. 26. mars 1968, kvæntur Louise Harrison listmálara, f. 2. júní 1968, og er sonur þeirra Boyd, f. 28. febrúar 2003, og Samantha listfræðingur, f. 21. júní 1970. Karólína er búsett í Englandi. 3) Lúðvíg sálfræðingur, f. 22. apríl 1947. Maki Margrét Guðmunds- dóttir framkvæmdastjóri, f. 16. janúar 1954. Börn þeirra eru Edda Lára nemi, f. 2. mars 1984, og Lárus Guðjón nemi, f. 17. apr- íl 1986. Lárus og Daisy skildu. Lárus var stúdent úr stærðfræði- deild Menntaskólans í Reykjavík og hélt að því loknu til verslunar- náms í Þýskalandi og Bretlandi. Hann stofnaði og rak verslunina Feldinn í samvinnu við frænda sinn Arnbjörn Óskarsson. Lárus kom víða við í rekstri fyrirtækja og var mikill athafnamaður. Hann dvaldi á Elliheimilinu Grund síðustu tvær vikurnar fyr- ir andlát sitt. Útför Lárusar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. laugsdóttur, f. 14. desember 1882, d. 11. ágúst 1969, og Jó- hannesar Jósefsson- ar, f. 28. júlí 1883, d. 5. október 1968, eig- anda Hótel Borgar. Börn Lárusar og Daisy eru: 1) Hildur tækniteiknari, f. 6. ágúst 1942. Maki Peter von Schilling hagfræðingur, f. 7. mars 1943, og er dóttir þeirra Henri- ette Carolina ferða- fræðingur, f. 24. mars 1977. Hildur og Peter eru búsett á Spáni. Hildur var áður gift Guðna Gíslasyni (látinn). Þau skildu. 2) Karólína listmálari, f. 12. mars 1944. Maki Frederick Henry Roberts sálfræðingur, f. 15. ágúst 1922, d. 2. júní 2002. Karólína var áður gift Clive Látinn er í Reykjavík tengdafaðir minn, Lárus G. Lúðvígsson, 89 ára að aldri, eftir langt og viðburðaríkt líf. Lárus var borinn og barnfæddur Reykvíkingur og að honum stóðu sterkar ættir og má segja að föð- urfjölskylda hans hafi sett mikinn svip á viðskiptalíf í Reykjavík enda muna margir Íslendingar eftir Skó- verslun Lárusar G. Lúðvígssonar, nafna og afa Lárusar, sem lengst af var til húsa í Bankastræti í Reykja- vík. Að loknu stúdentsprófi úr Menntaskólanum í Reykjavík hélt Lárus utan til náms bæði í Þýska- landi og Bretlandi og nam þar versl- unarfræði og tungumál. Þegar heim var komið stofnaði Lárus fyrirtæki í fataframleiðslu og verslun. Hann var mikill athafnamaður og óhrædd- ur við að fara ótroðnar slóðir. Hug- myndaauðgin var mikil og hafði hann mjög gott auga fyrir fallegri hönnun. Hann stundaði laxeldi í frí- tíma sínum löngu áður en það varð þekkt á Íslandi og svo mætti lengi telja. Hann var mikill húmoristi, elskaði að segja sögur og var því oft hrókur alls fagnaðar á mannamót- um. Lárus kvæntist Daisy Sögu Jós- efsson, en hún var dóttir Jóhannes- ar á Borg og eignuðust þau þrjú börn. Fjölskyldan bjó við mikla vel- megun á þeirra tíma mælikvarða og tengslin við Hótel Borg höfðu mikil áhrif á allt fjölskyldulífið. Lárus var fjölskyldumaður og elskaði að ferðast um Ísland með konu og börn með sér. Var þá ýmist ekið í bifreið eins langt og hægt var eða siglt með- fram ströndinni og höfð viðdvöl í hinum ýmsu sjávarplássum. Í þessu eins og svo mörgu öðru var hann langt á undan sinni samtíð. Þau Daisy ferðuðust einnig mikið er- lendis og voru sannkallaðir heims- borgarar enda hafði Daisy alist upp í stórborgum vestanhafs fyrstu 14 ár ævi sinnar. Upp úr 1960 þegar viðskiptaum- hverfi á Íslandi tók stakkaskiptum fór að halla undan fæti fyrir íslensk- um iðnaði. Lárus var ekki nógu fljót- ur að aðlaga sig þeim breytingum og fyrirtæki hans urðu undir í barátt- unni. Þau Daisy skildu og dæturnar, Hildur og Karólína, settust að er- lendis, auk þess sem Lúðvíg sonur hans dvaldi langdvölum í Danmörku við nám og störf. Ævikvöld Lárusar varð hins vegar gott. Síðustu 10 árin bjó hann í íbúð í hjarta Reykjavíkur. Hann naut þess að ganga Laugaveg- inn og Skólavörðustíginn, skoða í glugga verslana og fylgjast með tískunni. Oft gekk hann upp á Hlemm, tók strætisvagn í einhver úthverfin til að fylgjast með upp- byggingu borgarinnar og gekk síðan heim aftur. Einnig var hann dugleg- ur að fara í Sundhöll Reykjavíkur og gekk þá alltaf þangað og heim aftur. Á þessum árum naut hann dyggrar vináttu Kristínar Zoëga og Geirs Sigurðssonar. Þau sinntu honum á ótrúlega óeigingjarnan hátt og skulu þau hafa bestu þakkir fjöl- skyldunnar fyrir það. Lárus skilur eftir sig fjölskyldu þar sem listrænir hæfileikar og húmor eru einkenn- andi og erum við þakklát fyrir það. Far í friði. Þín tengdadóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Föstudagurinn 22. ágúst sl. var einn af þessum fallegu sumardög- um, logn og blíða. Þann dag kvaddi Lárus G. Lúðvígsson, vinur okkar, þennan heim og verður hann jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í dag, 1. september. Minningarnar hrannast upp í huga okkar. Þú varst hluti af lífi okkar í svo mörg ár. Lárus var sann- ur vinur, honum þótti vænt um börnin okkar og hann fylgdist ætíð með þeim, sérstaklega Sigurði Geir, enda töluðu þeir ætíð saman sem jafningjar og veit ég að Lárus pass- ar nú vel litla Sigurð Geir sem Sig- urður og Ásta misstu í júní. Hann var mikil barnagæla. Hann sá sitt fyrsta langafabarn, Boyd litla, nokkrum dögum áður en hann dó. Við töluðum saman í síma svo tím- unum skipti á hverjum degi og eig- um við eftir að sakna þess að hringja ekki í hann. Einnig eigum við eftir að sakna allra bíltúranna. Þetta var partur af öllu. Það kemur til með að vanta mikið þegar Lárus situr ekki lengur til borðs með okkur á hátíðis- og tyllidögum. Lárus hafði sérstaklega skemmti- lega kímnigáfu og frásagnarhæfi- leika. Hann sá alltaf spaugilegu hlið- arnar á málum. Séntilmaður var hann af Guðs náð og hann fylgdist vel með öllum heimsmálum. Tísku fylgdist hann vel með enda smekk- maður mikill. Það var oft gott að leita til hans. Hann var heimsmaður og hafði ferðast mikið til að kynna sér alls kyns nýjungar vegna at- vinnu sinnar, til Bandaríkjanna, Parísar, London og víðar. Að leiðarlokum þökkum við þér samfylgdina í öll þessi ár, elsku Lár- us. Þakka þér fyrir að vera vinur okkar. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Aðstandendum hans vottum við virðingu okkar og samúð og biðjum þess að minningin um Lárus megi verða þeim að leiðarljósi um ókomin ár. Við máttum vissulega margt af honum læra. Leyf mér að hvílast mér líður svo vel. Ljósið það dofnar, nú svefni ég stel. Samt er svo margt sem þarf að gera, margt sem þarf að sjá. Leyf mér að leggjast og hvíldina löngu að fá. (Eyjólfur Kristjánsson.) Góðu minningarnar gleymast ekki. Kristín og Geir. LÁRUS GUÐJÓN LÚÐVÍGSSON Kristján Þorvalds- son, faðir góðs vinar, er látinn. Mig langar, með nokkrum orðum, að minnast á þær góðu stundir sem við félagarnir, vinir Eyfa, áttum á heimili þeirra hjóna Kristjáns og Guðnýjar í Sigluvogi. Þar vorum við alltaf velkomnir hvort sem við komum drulluskítugir eftir fótboltaleik á þúfuvellinum eða vantaði sama- stað fyrir skólaböll. Þá var al- gengt að okkur væri boðið upp á Sæmund í sparifötunum, (frónkex með kremi), sem ávallt var nóg af á heimilinu. Einnig eru eftir- minnilegar jólanæturnar þar sem við spiluðum fram undir morgun í eldhúsinu og kláruðum allt Toffee Crisp súkkulaðið og Sinalcoið úr búrinu. Mikil skíðabaktería hrjáði fjöl- skylduna sem smitaði okkur strákana. Bræður Eyfa höfðu unnið við skíðakennslu í Kerling- arfjöllum á sumrin og við Eyfi hófum seinna að vinna þar saman. Það var sannkölluð veisla fyrir okkur þegar Kristján og Guðný komu í heimsókn í fjöllin klyfjuð KRISTJÁN BJÖRN ÞORVALDSSON ✝ Kristján BjörnÞorvaldsson fæddist í Hafnarfirði 30. maí 1921. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni í Reykjavík 11. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 22. ágúst. af varningi sem ófá- anlegur var í fjöllun- um. Eyfi starfaði síðan í fleiri ár í Kerlingar- fjöllum og oftsinnis fengum við strákarnir að sitja í með þeim hjónum í fjöllin. Það kom fyrir að við ákváðum að fram- lengja ferðina um einn eða fleiri daga, ef veður var gott. Þá fór Kristján í bæinn en Guðný tók rútuna með okkur strákun- um í bæinn. Sat hún þá aftast með okkur krökkunum og hélt uppi stuðinu með ærslagangi og söng. Mér er afar minnistæð helgi ein í júlí þar sem ákveðin hafði verið ferð í Kerlingarfjöll með þeim hjónum til að skíða og heimsækja Eyfa. Á síðustu stundu breyttust áform Kristjáns svo hann átti ekki heimangengt. Þegar hann sá vonbrigði okkar yfir að komast ekki í fjöllin rétti hann okkur bíl- lyklana, að splunkunýjum Range Rover, og sagði: „takið þið bara bílinn strákar mínir og skilið hon- um eftir helgi,“ Þá var ég sautján ára, nýkominn með bílpróf. Þegar ég hugsa til baka þá held ég að mér hafi aldrei verið sýnt eins mikið traust, hvorki fyrr né síðar en þennan sumarmorgun. En traustinu brugðumst við ekki. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til Eyfa og allrar fjöl- skyldu hans. Viktor Urbancic. Það voru mikil for- réttindi að fá að kynn- ast og starfa með Guttormi Sigur- björnssyni, fyrrv. forstjóra Fasteignamats ríkisins. Þau kynni má rekja allt til ársins 1974, er hann var skipaður forstöðumaður FMR. Farsælu starfi Guttorms fyrir FMR hafa verið gerð skil á öðrum vett- vangi, en mig langar að minnast hans í örfáum orðum vegna sameiginlegs áhugamáls okkar, sem var Mats- mannafélag Íslands. Matsmannafélag Íslands var stofn- að 24.11. 1987 og voru stofnendur 27 sem komu úr ýmsum starfsstéttum og höfðu mismunandi menntun og starfsreynslu að bakgrunni. Driffjöð- urin að stofnun félagsins var Gutt- ormur og var hann sjálfkjörinn for- maður okkar allt fram til vorsins 1993, er hann baðst undan endur- kjöri. Það var eins og sjálfsagður hlutur að aðsetur félagsins var hjá GUTTORMUR SIGURBJÖRNSSON ✝ Guttormur Sig-urbjörnsson fæddist á Ormsstöð- um í Skógum í Valla- hreppi í Suður-Múla- sýslu 27. september árið 1918. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 11. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 22. ágúst. FMR og þar voru stjórnarfundir haldnir á annan áratug. „Ég á mér draum,“ sagði Martin Luther King. Á svipaðan hátt átti Guttormur sér þann draum að bæta stöðu matsmála á Ís- landi og auka menntun starfandi matsmanna. Stofnun Matsmanna- félags Íslands og allt það fræðslu- og skipu- lagsstarf, sem þar fór fram, var liður í því að láta þann draum ræt- ast. Guttormur var hugmyndasmið- urinn og dreif okkur, meðstjórnar- menn sína, með í starfi og gerði um leið sinn draum að okkar. Undir for- mennsku hans stóð MFÍ að mörgum fræðslufundum og ráðstefnum um matsmál, þar sem innlendir og er- lendir fyrirlesarar komu og fræddu íslenska matsmenn og aðra áhuga- sama. Stórt skref í menntamálum mats- manna var stigið við stofnun Mats- mannafræðslunnar 1991. Hér var um að ræða fjögurra anna nám, sem var skipulagt af MFÍ í samvinnu við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands. Matsmannafræðslan starfaði undir verndarvæng Endurmenntun- ar Háskóla Íslands og útskrifuðust þaðan alls 44 matstæknar í þremur árgöngum. Guttormur beitti sér mik- ið fyrir réttindamálum matsmanna og þá sérstaklega hinna nýju mats- tækna. Framhald starfs hans á þessu sviði bíður nýrra hugsjónamanna. Það var erfitt að fylla það skarð, sem Guttormur skildi eftir, er hann lét af störfum sem formaður MFÍ, en um leið má segja að starfið hafi verið léttara vegna þeirra varða, sem hann hafði reist allt frá stofnun félagsins og nýir stjórnarmenn gátu fetað sig eftir. Guttormur var í mínum huga um- fram allt leiðtogi og hugsjónamaður í störfum sínum að matsmálum. Hann var hæglátur og ljúfur í umgengni, en einstaklega tillögugóður og lipur fræðari. Hann átti gott með að fá menn til að vinna með sér að góðum málum og ég hef þá trú að hann hafi ekki unnið nema að góðum málum. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Guttorm Sigurbjörnsson að sam- starfsmanni og góðum félaga. Blessuð sé minning hans. Gunnar Torfason, fyrrv. form. MFÍ. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN PÁLMASON, Ölduslóð 34, Hafnarfirði, lést aðfaranótt sunnudagsins 31. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Aðalbjarnardóttir, Þorgerður Jónsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Viðar Hrafn Steingrímsson, Lena Karen Sveinsdóttir, Sigrún Steingrímsdóttir, Nikulás Árni Sigfússon, Hrefna Margrét Viðarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.