Morgunblaðið - 01.09.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 01.09.2003, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 ÁFENGISVANDINN verður ekki lengur leystur í hverju landi fyrir sig, eins og verið hefur hingað til, er mat Robin Room frá Svíþjóð. Með til- komu fjölda samninga milli þjóða um sölu á framleiðsluvörum landanna, til að mynda innan Evrópusambands- ins, hefur þetta breyst. Í þessum samningum er oft kveðið á um óheft frelsi til að selja ýmsar vörur og bendir Room á að þessir samningar hafi haft áhrif á heilbrigðisstefnu þjóða. Robin Room heldur fyrir- lestur í dag á norrænu vímuvarn- arráðstefnunni sem hófst í Reykjavík í gær. Room mun fjalla um áhrif hnatt- væðingar á verslun með áfengi en hann starfar við áfengisrannsóknir við Háskólann í Stokkhólmi og á í samstarfi við fólk um allan heim. „Áfengisvandinn verður ekki lengur leystur í hverju landi fyrir sig eins og verið hefur hingað til. Með tilkomu allra þessara samninga milli þjóða um sölu á framleiðsluvörum land- anna, til að mynda innan Evrópu- sambandsins, hefur þetta breyst.“ Hann leggur áherslu á að fólk þurfi að byrja að hugsa upp leiðir til að bregðast við þeim heilsu- og fé- lagslega vanda sem áfengi er. „Litið er á áfengi í flestum verslunarsamn- ingum sem hverja aðra versl- unarvöru og ekki eru fyrir hendi við- varanir um áhrif þess á heilsu. Dæmi um mótvægisaðgerðir eru alþjóða- samningar þar sem samningsaðilar viðurkenna að verðlagning og álagn- ing skatta geti haft áhrif í þá átt að draga úr neyslu. Þegar er til slíkur samningur um sölu á tóbaki og hafa 47 lönd undirritað hann.“ Room bendir á að sífellt erfiðara sé fyrir þjóðir að halda uppi háum sköttum á áfengi þegar verslunar- samningar eru í gildi. Til að mynda ætli Finnland og Danmörk að lækka skatta á áfengi á næstunni vegna áhrifa Evrópusamninga í nágranna- löndum þeirra. Í nágrannalöndunum sé verðlag á áfengi lægra og lands- menn versli þar. Fjögurra eyja verkefnið er sam- vinnuverkefni milli Íslands, Fær- eyja, Grænlands og Álandseyja og var kynnt á ráðstefnunni í gær. Að sögn Þorgerðar Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Áfengis- og vímuvarnarráðs og verkefnisstjóra íslenska verkefnisins, fékk hópur fólks sem vinnur að vímuvörnum styrk frá Norrænu ráðherranefnd- inni árið 2001 til að búa til einhvers konar uppbyggilegt forvarnarverk- efni. Uppbygging verkefnisins er mis- munandi eftir löndunum fjórum en markhópurinn er alls staðar sá sami, ungt fólk sem flytur að heiman til þess að hefja nám í framhaldsskóla og verður að fara að sjá um sig sjálft. Norræna vímuvarnarráðstefnan í Reykjavík Samningar hafa áhrif á heilbrigðisstefnu FEÐGARNIR Eyþór Sigmundsson og Sig- mundur Eyþórsson drógu risalax að landi í Laxá í Aðaldal eftir hádegi á föstu- daginn. Reyndist það vera hængur, 26 pund og 108 sentimetra langur. Tók hann rauða og gula Snældu í svokölluðum Presthyl. „Ég hefði aldrei landað þessum fiski. Pabbi er snillingur í veiði, búinn að landa fleiri hundruð löxum, og með reynslu sinni, kunnáttu og snilld landaði hann þessum laxi með minni aðstoð,“ segir Sig- mundur. Það tók þá um 40 mínútur og tók hængurinn tvær 100 metra rokur út í á áður en hann náðist í land. Nokkrum mínútum síðar veiddi Sig- mundur fyrsta lax sinn á flugu, 16 punda hrygnu sem einnig tók Snældu. Og auð- vitað beit hann Maríuuggann af laxinum að veiðimannasið. Alls fengu feðgarnir níu fiska á eina stöng þessa þrjá daga sem þeir dvöldu við ána. Þar af veiddust fjórir á þremur tímum á föstudaginn. Tók 26 punda hæng í Laxá í Aðaldal EKIÐ var á karlmann um sjötugt á Hringbraut í Reykjavík á níunda tímanum í gærkvöld, á móts við Meistaravelli. Var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og samkvæmt upplýsingum læknis voru meiðslin talin alvarleg. Tildrög slyssins eru óljós og málið var í rannsókn lögreglunnar í gærkvöld. Eins og myndin af vett- vangi ber með sér urðu nokkrar skemmdir á fólks- bílnum sem maðurinn varð fyrir á göngu sinni yfir Hringbraut. Ökumaður hlaut ekki teljandi meiðsl. Morgunblaðið/Júlíus Ekið á gangandi mann OLÍUFÉLAGIÐ, ESSO, hefur ákveðið að hækka verð á eldsneyti frá og með deginum í dag. Lítrinn af 95 oktana bensíni hækkar um 2,50 krónur, lítri af dísil- og flotaolíu hækkar um krónu en hins vegar lækkar svartolíu- lítrinn um eina krónu. Skeljungur ákveður í dag hvað félagið tekur til bragðs en ekki náð- ist í talsmann Olís í gærkvöldi. Síðast hækk- uðu olíufélögin eldsneytið 1. júlí er bensín- lítrinn fór upp um 2,30 krónur. Frá og með deginum í dag mun lítrinn af 95 oktana bensíni hjá Olíufélaginu kosta 96,10 kr. í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu, 94,90 krónur á ESSO- bílum innanlands. Svo virtist sem þeir ferð- uðust meira á bílum en í flugi vegna ótta við hryðjuverk. Magnús sagðist telja að miðað við þróun mála síðustu ár ætti bensínverð að lækka með haustinu vegna minnkandi eftir- spurnar. Hækkun „í loftinu“ hjá Skeljungi Reynir Guðlaugsson hjá Skeljungi sagði í gærkvöldi að hækkun væri „í loftinu“ en ákvarðanir um mögulegar verðbreytingar yrðu teknar í dag. Ólga hefði verið á heims- markaðnum og dollarinn hækkað gagnvart krónunni. Express stöðvunum en fullt þjónustuverð 100,10 krónur. Bensínstöðvar á lands- byggðinni gefa svo mismikinn staðgreiðslu- afslátt, auk afsláttar Safnkortshafa. Spurður um ástæðu fyrir hækkuninni nú sagði Magnús Ásgeirsson hjá Olíufélaginu hana aðallega vera vegna hækkunar elds- neytis á heimsmarkaði undanfarnar vikur og hækkunar á gengi dollars gagnvart íslensku krónunni. Hækkunin á heimsmarkaði er að sögn Magnúsar einkum vegna mikillar og óvæntrar eftirspurnar í Bandaríkjunum eftir bensíni. Magnús sagði að óvenju mikið hefði verið um ferðalög Bandaríkjamanna á einka- Bensín hækkar um 2,50 kr. ÁÆTLAÐ er að um fimm til sex þús- und lítrar af terpentínu hafi lekið úr olíuflutningabíl með tengivagni sem valt á hliðina í Bitrufirði á Ströndum í gærmorgun og þar af hafi um tvö þúsund lítrar farið út í umhverfið. Olíuflutningabíllinn sem er frá Ol- íudreifingu var að flytja um 40 þús- und lítra af terpentínuefni frá Reykjavík til Ísafjarðar. Óhappið varð á mjóum vegi norðan við Óspakseyri. Að sögn lögreglumanns gaf vegkantur sig þegar bíllinn mætti öðru ökutæki. Lögreglan frá Hólma- vík og slökkvilið á staðnum var þegar kallað á staðinn og sömuleiðis meng- unarteymi frá Olíudreifingu í Reykjavík. Í gærkvöldi var unnið að því að koma bílnum í burtu og verður jarðvegur síðan hreinsaður. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Slökkviliðsmenn frá Hólmavík reyndu að koma í veg fyrir mengun frá olíubílnum sem valt í Bitrufirði. Tvö þúsund lítrar láku út í umhverfið SKÓLASTJÓRI Klébergsskóla, Sigþór Magnússon, ætlar að reyna að hefja skólastarf í dag þrátt fyrir að framkvæmdum á skólahúsnæðinu sé ekki að fullu lokið. Það er viku seinna en áætlað var. Þetta er fjórða haustið sem skólastarf raskast að hausti vegna framkvæmda við skóla- húsnæðið. „Það hafa ýmsir samverkandi þættir valdið því að framkvæmdum hefur seinkað svo. Það hefur gert okkur erfiðara fyrir að öll byggingin hefur verið undirlögð vegna fram- kvæmda, og hvergi hægt að byrja. Nú sér fyrir endann á þessu, en betra hefði að sjálfsögðu verið að framkvæmdum hefði verið lokið hinn 15. ágúst,“ segir Sigþór. Enn sér ekki fyrir endann á fram- kvæmdum því tveir áfangar eru eftir sem báðir lúta að breytingum innan- húss. Þá er ónefndur frágangur á lóð skólans. Sigþór segir starfsfólkið hins vegar gott og foreldra og nemendur jákvæða. Sé litið fram á veginn séu allir sammála um að verið sé að leggja grunn að farsælu skólastarfi. Skólastarf raskast í fjórða sinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.