Morgunblaðið - 11.09.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 11.09.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 245. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Úr fornmálum í hagfræði Guðrún Johnsen er hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins Viðskipti 6 Íslendingar of stilltir Allt þarf að smella á Laugardals- velli Höfuðborgarsvæðið 15 Elling verð- ur Erling Höfundurinn byrjaði á allt ann- arri sögu Listir 21 GEOFF Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, er sakaður um að hafa gefið þingnefnd, sem kannað hefur aðdraganda Íraksstríðsins, rangar upplýsingar. Að sögn blaðsins The Evening Standard kemur þetta fram í skýrslu nefndarinnar, sem birt verður í dag. Í skýrslu leyniþjónustu- og örygg- ismálanefndar breska þingsins, sem er óháð rannsókn Hutton-nefndar- innar á dauða vísindamannsins Dav- ids Kellys, segir, að sögn blaðsins, að Hoon hafi komið fyrir nefndina í júlí og neitað þá, að nokkrir leyniþjón- ustustarfsmenn í varnarmálaráðu- neytinu hafi haft efasemdir um innihald Íraks- skýrslu bresku stjórnarinnar, sem kynnt var í september á síð- asta ári. Það hafi hins vegar komið fram síðar hjá Hutton-nefndinni, að tveir starfsmenn varnarmálaráðu- neytisins kvörtuðu yfir því við yfir- menn sína hvernig leyniþjónustu- upplýsingar hafi verið notaðar í Íraksskýrslunni. Campbell sýknaður Í skýrslunni segir einnig að sögn The Evening Standard, að fullyrð- ingin um, að Írakar gætu beitt efna- og lífefnavopnum með 45 mínútna fyrirvara hefði ekki átt að vera í skýrslunni en Alastair Campbell, fyrrverandi blaðafulltrúi Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, er hins vegar sýknaður af því að hafa gert Íraksskýrsluna meira krassandi en efni stóðu til. Þingnefnd sakar Geoff Hoon um rangfærslur London. AFP. Geoff Hoon TRÚARLÖGREGLAN í Sádi- Arabíu hefur hafið herferð gegn Barbídúkkum, lýst því yf- ir að þær séu ógnun við sið- gæði stúlkna og ósiðleg klæði brúðanna séu móðgun við ísl- am. Trúarlögreglan hefur birt myndir af dúkkunum á Netinu til að vara við þeim. „Gyðinglegar Barbídúkkur, með ósiðlegum klæðum þeirra og skammarlegum stellingum, aukabúnaði og áhöldum, eru tákn um úrkynjun hinna spilltu Vesturlanda. Gjalda ber var- hug við þeim hættum sem af brúðunni stafa,“ segir á vefsíðu lög- reglunnar. Þar stendur undir mynd- um af Barbí í stuttum pils- um og þröng- um buxum: „Undarleg beiðni. Telpa segir við móður sína: mamma, ég vil gallabuxur, stuttpils og sundföt eins og Barbí.“ Barbí sögð ógnun við siðgæði stúlkna Barbí á tísku- sýningu. Riyadh. AP. KOSNINGABARÁTTUNNI í Svíþjóð um hvort taka eigi upp evruna, hina sameiginlegu mynt Evrópusambandsins, var frestað tímabundið í gær eftir ráðist var á Önnu Lindh utanríkisráðherra með hnífi í Stokkhólmi. Árásin var gerð í versluninni NK, helstu stór- verslun Stokkhólms, klukkan 20 mínútur yfir fjögur að staðartíma. Lindh var í einkaerindum að skoða fatnað ásamt vinkonu sinni er maður réðst á hana og stakk ítrek- að í maga, brjóst og handlegg. Lindh var þegar í stað flutt á var greinilega í miklu uppnámi. Bað hann ljósmyndara að hætta myndatökum er hann settist: „Þetta er nóg.“ Hann sagði árás- ina á Lindh vera árás á hið opna samfélag Svíþjóðar. Hann væri miður sín og reiður. „Þetta er gíf- urlegur harmleikur,“ sagði Pers- son. Er hann var beðinn að lýsa fyrstu viðbrögðum sínum sagði hann: „Þetta virðist óraunveru- legt, svona lagað getur ekki og má ekki gerast.“ Árásarmaðurinn komst undan en hann er sagður vera um 180 cm á hæð og klæddur í jakka í felulit- um. Hann skildi vopnið eftir á staðnum og sagði lögreglan í gær- kvöldi að flíkur hans hefðu fundist í grennd við verslunina. Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, var á leið í flugi frá baráttufundi í Karlstad er hon- um var greint frá árásinni. Fór hann þegar í lögreglufylgd í stjórnarráðið Rosenbad í Stokk- hólmi. Persson hélt blaðamanna- fund í Rosenbad síðdegis í gær og Karolinska sjúkrahúsið. Læknar greindu frá því seint í gærkvöldi að búist væri við því að aðgerðin á Lindh myndi standa fram á nótt. Ein stungan er sögð hafa farið í lif- ur og þurfti að stöðva miklar innri blæðingar, sem síðan hófust aftur. Var ástand hennar sagt „alvar- legt“. Ein sjónvarpsstöð hafði eftir sjónarvottum að maðurinn væri „sænskur“ í útliti. Einnig var haft eftir vitnum að hann hefði fyrst slegið Lindh í gólfið og í kjölfarið stungið hana með hnífi. Utanríkisráðherra Sví- þjóðar sýnt banatilræði AP Lögreglumenn loka svæðinu þar sem ráðist var á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í gær.  Anna Lindh hlaut „alvarleg“ stungusár og var í aðgerð fram á nótt  Göran Persson segir tilræðið árás á hið opna samfélag Svíþjóðar Stokkhólmi. Morgunblaðið.  Svíar slegnir/27 ANNA Lindh varð utanríkisráðherra Sví- þjóðar árið 1998 og margir hafa spáð því að hún verði næsti forsætisráðherra landsins á eftir Göran Persson. Hún hefur verið náinn samstarfsmaður Perssons og var áður um- hverfisráðherra. Anna Lindh hefur verið á meðal þeirra stuðningsmanna evrunnar sem hafa látið mest að sér kveða í umræðunni fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna á sunnudaginn kemur um hvort Svíar eigi að taka upp gjaldmið- ilinn. Lindh er fjórða dáðasta kona Svíþjóðar samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Hún er 46 ára og lögfræðingur að mennt. Spáð embætti forsætisráðherra AP „ÞETTA er hræðilegur atburður,“ segir Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra um árásina á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sem var stungin með hnífi í gær, þegar hún var stödd í verslun í miðborg Stokkhólms. „Ég þekki Önnu Lindh vel,“ segir Halldór. „Hún er einstaklega ljúf og góð manneskja og það er með ólíkindum að einhver skuli hafa getað framið slíkan verknað.“ Halldór segir að erfitt sé að segja til um hvað þessi árás þýði varðandi öryggi ráðherra á Norðurlöndunum. Morðið á Olof Palme, þá- verandi forsætisráðherra Svíþjóðar, í Stokk- hólmi 1986 hafi komið sem reiðarslag og það hafi orðið til þess að öryggisreglur varðandi forsætisráðherra landanna hafi verið hertar. Hins vegar sé mjög erfitt fyrir svona lítil lönd að tryggja öryggi manna með fullnægjandi hætti. „Hræðilegur atburður“ ♦ ♦ ♦ BAUGUR Group hefur ákveðið að selja eða hætta rekstri allra verslana dótt- urfyrirtækis síns í Banda- ríkjunum. Ætlun Baugs hafði verið að Bonus Stores ræki áfram 97 verslanir, en að 214 verslanir yrðu seldar eða þeim lokað. Nú hefur borist tilboð í þessar 97 verslanir og verða þær seld- ar ásamt ríflega helmingi þeirra verslana sem þegar var fyrirhugað að selja. Þeim verslunum sem ekki seljast nú verður lokað. Jón Scheving Thorsteins- son hjá Baugi segir fagnað- arefni að betur hafi gengið að selja verslanirnar en menn hafi þorað að vona. Rekstri Bonus Stores hætt  Baugur/B12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.