Morgunblaðið - 11.09.2003, Síða 21
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 21
NORSKI rithöfundurinnIngvar Ambjörnsen segirmargt hafa komið sérskemmtilega á óvart þeg-
ar hann kom til Íslands. Í fyrsta lagi
stóð fyrir dyrum frumsýning á leikriti
hans Elling, sem hér á landi hefur
hlotið heitið Erling; í öðru lagi var
þýðing á fyrstu bók hans um Elling
komin í búðir – en hann átti ekki von
á henni fyrr en síðar í haust. Þótt
Ingvar sé afkastamikill höfundur og
hafi skrifað bækur jafnt fyrir börn og
fullorðna er hann þekktastur fyrir
verk sitt um Elling – en samnefnd
kvikmynd var tilnefnd til Óskars-
verðlauna sem besta erlenda kvik-
myndin árið 2002.
Ingvar hefur búið í Hamborg í
Þýskalandi í sextán ár og þegar hann
er spurður hvers vegna hann hafi val-
ið þann stað segir hann það vegna
þess að hann hafi hitt konu sína,
Gabriellu, sem er þýsk og starfar sem
þýðandi; hefur meðal annars þýtt
verk Ingvars á þýsku. „Hamborg er
mjög þægileg borg og hentar mér
vel,“ segir Ingvar. „Mér finnst gott að
skrifa þar vegna þess að borgin er
kyrrlát og þegar ég þarf að skreppa
til Osló er stutt að fara.“
Leikritið gleymdist
Ætlarðu að sjá uppfærsluna á Ell-
ing hér?
„Ég veit ekki hvort ég næ því.
Verkið er frumsýnt á Akureyri í
kvöld og hér í Reykjavík á laugardag-
inn – en það kvöld er hátíðarkvöld-
verður Bókmenntahátíðarinnar og ég
er ekki góður í að vera á tveimur
stöðum í einu. En hver veit, ég á eftir
að athuga hvernig hægt er að raða
kvöldinu upp.
Þetta leikrit á sér dálítið sérstaka
sögu. Við byrjuðum á því fyrir þrem-
ur árum í Osló – og það var undanfari
kvikmyndarinnar. Síðan var hún
frumsýnd og náði þvílíkum vinsæld-
um að við gleymdum leikritinu, þar til
Þjóðverjar fóru að minna okkur á að
þetta væri leikrit og báðu um handrit.
Gabriella þýddi þá verkið og nú hefur
það verið selt til þrjátíu leikhúsa á
hinu þýskumælandi svæði – og um
allan heim. Það var frumsýnt sama
daginn í Hamborg og Sydney og sýn-
ingarrétturinn hefur verið seldur til
London þar sem leikritið verður sýnt
í West End.“
Hefurðu séð allar sviðsuppfærsl-
urnar?
„Nei, nei, það er af og frá, en ég sá
uppfærsluna í Hamborg og eina í
Noregi – sem komu mér á óvart. Á
báðum stöðunum var verkið sett upp
þannig að gestir sátu við borð og gátu
fengið sér vínglas og það er eins og
slík uppsetning laði allt aðra áhorf-
endur í leikhúsið en venjulega sækja
það. Annars hefur leiksýningin um
Elling notið mestra vinsælda meðal
eldra fólks og barna í Noregi. Það
þykir mér afar vænt um, því það er
ánægjulegt að hafa skrifað verk sem
tengir þessar kynslóðir saman.“
Ágeng sögupersóna
Hvers vegna fórstu að skrifa sög-
una um Elling?
„Ég byrjaði ekki á því að skrifa
hana. Ég byrjaði á allt annarri sögu,
sem var mjög myrk. Hún fjallaði um
mann sem er „sýkópati“ en svo allt í
einu, einn daginn, birtist þessi ein-
kennilegi maður, Elling – og hann var
svo ágengur að ég heyrði rödd hans.
Ég hugsaði með mér: Allt í lagi, ég
læt Stephen King eftir að skrifa um
geðsjúklingana og skrifa um þennan
mann. Rödd hans var svo sterk í höfð-
inu á mér að ég gat ekki losnað við
hann. Ég ákvað að skrifa svona sextíu
síður og sjá hvort ég gæti ekki komið
honum í burtu – en nú hef ég skrifað
um hann fjórar bækur sem spanna
alls sjö hundruð síður.
Ég var mjög glaður yfir því að ís-
lenski útgefandinn skyldi byrja á því
að gefa út fyrstu bókina. Í mörgum
öðrum löndum eru menn að sleppa
fyrstu og fjórðu bókinni vegna þess
að þær eru þyngri. En það er ekki
nóg að taka bara björtu hliðarnar á
Elling. Þá nær lesandinn aldrei að
skilja karakterinn.“
Hver er skýringin á því að Elling
hefur náð svona miklum vinsældum
um allan heim?
„Hann hefur ekki náð vinsældum
um alveg allan heim. Við reyndum að
flytja Elling til Japans og annarra
Austurlanda en það var útilokað.
Þeim líkaði ekki bókin og fannst hún
ekki fyndin. Þeim fannst hún sorgleg
og fóru að gráta. En vinsældir sög-
unnar, þar fyrir utan, held ég að stafi
af því að þú getur fundið karaktera
eins og Elling um allan heim, hvort
heldur er í svörtustu Afríku, í Banda-
ríkjunum eða Evrópu.“
Sagan of norsk
Áttirðu von á þessum vinsældum?
„Nei. Ég lauk bókinni í Hamborg
og sendi hana strax til Osló. Næsta
dag fór ég til Berlínar til þess að hitta
vin minn Roy Jacobsen sem þar var
staddur. Það sem ég vissi ekki var að
hann hafði tekið með sér útgefanda,
Per, sem er útgefandinn minn í Nor-
egi í dag. Ég sagði honum að ég hefði
sent honum handrit daginn áður og
bætti við: Ég held að handritið sé allt
í lagi en þú átt ekki eftir að græða
neitt á því. Síðan hafa margir grætt á
þessari sögu – ekki bara ég. Og þegar
Gabriella hafði þýtt bókina og sýndi
útgefandanum hana sagði hann: „Nei,
þessi saga getur ekki gengið hér.
Hún er alltof norsk.“ Síðan hafa selst
fimm hundruð þúsund eintök í Þýska-
landi.
Ég held að engan hafi órað fyrir
því að Elling myndi ganga svona vel.
En það sem er skrítnast af öllu er að
hann er raunverulegur í huga fjölda
fólks. Menn stoppa mig á götu til þess
að spyrja hvernig honum líði, biðja að
heilsa honum og allt hvað heitir og er.
Mér finnst mjög skemmtilegt að per-
sóna sem verður til í höfðinu á mér
skuli vera álitin „til“ hjá öðrum.“
Hverju svararðu þegar þú ert
spurður hvernig honum líði?
„Ég segi að honum líði bara vel.
Þetta er auðvitað mjög veikur maður
og þótt ýmislegt fyndið gerist í sög-
unni er hún myrk.“
Um hvað fjallar næsta bók þín?
„Í næsta mánuði kemur út eftir
mig smásagnasafn.“
Eru það myrkar sögur?
„Já, það eru þær …
Mig langar mikið til þess að skrifa
húmorískar sögur og ég byrja flestar
mínar sögur með það fyrir augum.
En það er svo einkennilegt að þær
hafa tilhneigingu til að myrkvast.“
Elling birtist bara
Ingvar Ambjörnsen,
höfundur sögunnar um
Elling, segir engan hafa
órað fyrir velgengninni
sem hún nýtur. Leikrit
hans, Erling, verður
frumsýnt í Freyvangi í
Eyjafirði í kvöld.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ingvar Ambjörnsen: Ég byrjaði á allt annarri sögu …
Eftir: Ingvar Ambjörnsen.
Leikstjóri: Benedikt Erlings-
son.
Með aðalhlutverkin tvö fara
Stefán Jónsson og Jón Gnarr.
Önnur hlutverk: Hildigunnur
Þráinsdóttir, Gísli Pétur Hin-
riksson og Skúli Gautason sem
leika sama hlutverkið; Gísli
Pétur í Loftkastalanum og
Skúli í Freyvangi.
Leikmynd: Axel Hallkell.
Lýsing: Björn Bergsteinn Guð-
mundsson.
Erling er samstarfsverkefni
Leikfélags Akureyrar og
Sagnar ehf. og verður sýnt
jöfnum höndum í Loftkast-
alanum og Freyvangi.
Erling
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Hákon, sími 898 9396.
LANDAKOT OG
NÁGRENNI
Mér hefur verið falið að leita eftir
400-600 fm 2ja íbúða húsi. Æskilegt að
minni íbúðin sé 50-100 fm og í góðu
ástandi. Um er að ræða fjársterkan aðila
sem getur veitt allt að 12 mánaða
afhendingartíma. Áhugasamir
vinsamlega hafið samband og ég mun
fúslega veita nánari upplýsingar.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú
einstakt tækifæri til borgarinnar eilífu, í beinu flugi þann 1. október frá Íslandi til
Rómar. Nú getur þú kynnst þessari einstöku borg sem á engan sinn líka í fylgd
fararstjóra Heimsferða og upplifað árþúsundamenningu og andrúmsloft sem er
einstakt í heiminum. Péturstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku þrepin,
katakomburnar, Kóloseum, Circus Max-
imus eða ferð til Tívolí, þar sem fræg-
ustu rómversku höllina er að finna, Villa
Adriana. Eða einfaldlega að rölta um
þessa stórkostlegu borg, drekka í sig
mannlífið, njóta frægra veitinga- og
skemmtistaða og upplifa hvers vegna
allar leiðir liggja til Rómar.
Aðalfararstjóri: Ólafur Gíslason
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 39.950
Flugsæti með flugvallarsköttum.
Verð kr. 59.950
Verð m.v. 2 í herbergi, flug, gisting á
Hotel Center, skattar, íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið: Forfallagjald, kr. 1.800,
valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli, kr.
1.800.
Kynnisferðir með fararstjórum
Heimsferða
· Borgarferð – hálfur dagur
· Keisaraborgin – hálfur dagur
· Tívolí – hálfur dagur
Beint morgunflug - Síðustu 18 sætin
Róm
helgarferð - 1. október
frá kr. 39.950