Morgunblaðið - 11.09.2003, Page 31

Morgunblaðið - 11.09.2003, Page 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2003 31 ömmu alltaf kellinguna sína með ómældri hlýju í rómnum. Á móti var hann elsku kallinn hennar. Teigagerðið – paradís bernsk- unnar, húsið þar sem afi og amma bjuggu og okkur fannst alltaf jafn- gaman að koma til. Við minnumst afa í stólnum sín- um, enginn skyldi setjast í stólinn hans afa, því þá hefði afi ekkert annað sæti! Því fastheldnari var hann en flestir. Við minnumst afa í gula skód- anum með ömmu sér við hlið, hossandi á malarþjóðvegunum með okkur aftur í, segjandi okkur þjóð- sögur sem enn lifa með okkur og börnin okkar njóta nú góðs af. Draugasögurnar sem hann sagði okkur líka í ferðalögunum lifa einnig enn, svo lifandi frásagnir að honum stóð sjálfum ekki á sama þegar upp var staðið. Hann per- sónugerði fjöllin með tilheyrandi sögupersónum, álfum, tröllum og forynjum ýmiss konar. Við minnumst afa í fyrstu veiði- ferðinni okkar með honum á Kirkjubæjarklaustri. Mikill veiði- maður, afi! Eftir lengri tíma bið veiddist loks fiskur, en afi ákvað að honum skyldi sleppt þar sem enginn hafði hjarta í sér til að deyða greyið. Við minnumst afa og kattarins Bollu. Afi gangandi niður Teiga- gerðið og Bolla stolt á eftir með rófuna upp í loftið. Það var ótrú- legt hvað afa tókst að fá köttinn til að gera, og kann það að vera dæmi um endalausa þolinmæði hans. Við minnumst afa og dálætis hans á bíómyndum og sjónvarps- efni ýmiss konar. Þegar maður var á leið í bíó gat maður hringt í afa til að fá hans álit. Afi átti alla þættina með Derrick og marga aðra góða sem hann safnaði. Við minnumst afa og allra bók- anna í kringum hann. Bækur veittu honum ómælda ánægju, bæði til aflestrar og að binda þær inn. Allavega bækur áttu hug hans allan, hvort sem það voru ástar- sögur, sakamálasögur, fræðibækur eða ævisögur. Í seinni tíð minnumst við afa sem Lionsmanns; hann var virkur meðlimur í Lionsklúbbnum Vála. Hann lærði einnig á tölvu og nýtti sér þá kunnáttu við skriftir og áhugamál. Nú er komið að kveðjustund og stóllinn hans afa er tómur. Við þökkum af alhug kynni okk- ar af yndislegum afa. Anna María, Raggi og Sigvaldi. Það var bjart og fallegt veður daginn sem ég kvaddi afa. En þrátt fyrir fegurðina var sorgin í loftinu þar sem ég vissi að þetta var í síðasta sinn sem myndi halda í hönd hans. Þetta var á laug- ardagseftirmiðdegi sem ég mun aldrei gleyma því að aldrei hef ég upplifað aðra eins sorg. Andlát hans á sunnudeginum er nokkuð sem ég trúi ekki enn að hafi átt sér stað en ég mun ávallt minnast afa míns með söknuð í hjarta. Varla fyrirfinnast betri menn en hann Búi afi og án efa geta allir sem fengu þann heiður að kynnast þessu ljúfmenni tekið undir það. Mörg voru árin sem hann þrauk- aði veikindi sín en alltaf átti hann til bros þegar við heimsóttum hann. Það var ótrúlegt hvernig hann náði sér alltaf á strik eftir hverja dýfu niður á við, þar til einn daginn var komið að því að kveðja. Ég vildi að það væri eitthvað sem ég gæti gert til þess að gera ömmu sorgina léttbærari og ég votta henni mína dýpstu samúð. Linda Björk Kristinsdóttir. Elsku Búi afi. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja þig í síðasta sinn og þakka þér um leið allar góðu stundirnar sem við áttum saman og alla þá ástúð sem þú veittir okkur. Minningin um þig er dýr- mætur fjársjóður sem við munum varðveita alla tíð. Bjarki, Hjalti, Linda Björk og Eyrún Arna. ✝ Salóme JónaJónsdóttir fædd- ist á Flateyri 24. nóv- ember 1940. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jarþrúður Sigurrós Guðmundsdóttir, f. 24.8. 1913, d. 16.7. 1990, og Jón Salómon Jónsson, f. 24.2. 1913. Salóme var fimmta í röð tíu systkina. Þau eru: Hjálmar Ingi, f. 2.7. 1934, d. 2.6. 2001; Guðbjörg Svandís, f. 26.8. 1935; Guðmundur Jónas, f. 5.11. 1936, hann dó í frumbernsku; Guðmunda Valborg, f. 10.11. 1937; Guðrún Rósborg, f. 6.1. 1942; Ingibjörg Birna, f. 8.4. 1943; Magnfríður Kristín, f. 12.6. 1945, Ólafur Ragnar, f. 19.4. 1951, og Björn Ágúst, f. 5.8. 1957. Eftirlifandi eigin- maður Salóme er Grétar Arnbergsson frá Borgarfirði eystra, f. 4.12. 1942. Barn þeirra er Ásdís Erla, f. 8.9. 1963. Foreldrar Grétars voru: Arnbergur Gíslason, f. 25.1. 1905, d. 30.4. 1997, og Jóna Stefanía Ágústsdóttir, f. 24.11. 1915, d. 25.6. 1986. Salóme bjó á Flateyri allt sitt líf og starfaði þar við fiskvinnslu. Útför Salóme fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Og þó að í vindinum visni á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar með hörðum og deyðandi róm, og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó, hún lifir í hug mér sú Lilja og líf hennar veitir mér ró. Þessi Lilja er mín lifandi trú. Þessi Lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi Lilja er mín lifandi trú. (Höf. ók.) Elsku Salla systir. Í dag ert þú borin til grafar, aðeins tæpum þrem- ur mánuðum eftir að þú greindist með hið illvíga krabbamein. Við fjölskyldan erum harmi slegin yfir örlögum þínum en fáum engu um þau breytt. Ég er mjög sár og reiður og spyr Guð minn hvers vegna hann hafi hrifið þig á brott frá okkur með svo skömmum fyrirvara, en enn fæ ég engin svör. Það er undarlegt til þess að hugsa að það hafi ekki liðið nema vika frá því Anna María sótti ykkur Erlu út á flugvöll þar til þú varst öll. Þegar þú komst suður ólum við öll þá von í brjósti að enn mætti snúa vörn í sókn og sigra en okkur varð ekki að ósk okkar, þrátt fyrir að þú berðist hetjulegri baráttu til síðustu stundar og neitaðir að gefast upp. Það gerir mér sorgina léttbærari að rifja upp margar góðar minningar sem ég á frá uppvexti mínum á Flat- eyri, í návist þinni og undir þínum verndarvæng. Ég hafði meira samneyti við þig á mínum uppvaxtarárum en flest hinna systkina okkar, þar sem þið Grétar hófuð ykkar búskap á neðri hæðinni á Öldugötunni, hjá mömmu og pabba, og bjugguð þar þar til þið fluttst á Ránargötuna, þar sem þú bjóst til dauðadags. Heimili ykkar Grétars var því nán- ast eins og mitt annað heimili og þú hugsaðir um litla bróður nánast eins og son þinn. Ef mig langaði í ný föt þá fór ég til þín og þú lést yfirleitt eftir mér það sem ég fór fram á. Ef mér mislíkaði maturinn hjá mömmu þá leitaði ég á náðir þínar eða Fríðu systur, sem bjó í næsta húsi. Þegar ég fór yfir strikið í prakk- arastrikum og uppátækjum átti ég alltaf skjól hjá þér. Þú tókst alltaf málstað minn en leiddir mér samt fyrir sjónir að maður ætti alltaf að standa sína plikt. En það var einmitt það sem þú hafðir allt þitt líf að leið- arljósi. Þú stundaðir öll þín störf og skyld- ur af mikilli trúmennsku og heilind- um allt til síðasta dags. Í hartnær hálfa öld starfaðir þú við fiskvinnslustörf og oftar en ekki vannst þú langan vinnudag. Þú hafð- ir mikla námshæfileika og varst skarpgreind, vandvirk og samvisku- söm með afbrigðum. Ég fann alla tíð að þú sást mikið eftir því að mennta þig ekki meira. Það sá ég síðast þeg- ar ég heimsótti þig til Flateyrar í sumar og sagði þér að ég væri að hefja nám við Háskólann í Reykjavík í haust. Þú gladdist mikið yfir að heyra þetta og hvattir mig til að tak- ast á við námið af fullri einurð, sagðir að þetta gæti átt eftir að reynast mikið gæfuspor fyrir mig. Eitt það síðasta sem þú sagðir við mig þar sem þú lást rænulítil á dánarbeði var: „Ertu búinn að læra heima, litli bróðir?“ Mér er það einnig minnisstætt frá árunum okkar saman á Öldugötunni að þú tókst að þér fjölda skólabarna í aukatíma heim í eldhús til þín. Þá gilti einu hvort það þyrfti að kenna þeim erlend tungumál eða íslenskt mál. Þú hafðir þetta allt á valdi þínu og þér fórst kennslan afar vel úr hendi. Þú hafðir ýmis ráð til að fá krakk- ana til að læra og man ég að aðferðin sem þú beittir við Óla bróður okkar var sú að þú gafst honum alltaf í bíó ef hann kláraði heimanámið. Þú hafðir góð tök á börnum og oft hefur verið hlegið dátt í fjölskyldu- boðum, þegar þú sagðir sögur af uppátækjum okkar Selmu frænku, þegar þú varst að passa okkur. Þú áttir mjög gott með að umgangast unglinga og náðir auðveldlega að vinna traust þeirra. Nokkrir úr fjöl- skyldunni nutu þess að fá að búa á heimili ykkar Grétars og njóta stuðnings ykkar út í lífið. Haustið 1962, þegar þú varst 22 ára, kynntist þú ungum og myndar- legum sjómanni frá Borgarfirði eystri, sem Grétar Arnbergsson heitir. Grétar var síðan þinn lífsföru- nautur allt til dauðadags. Hinn 8. september 1963 eignuðust þið Grét- ar dóttur, hana Ásdísi Erlu. Það var afar kært með ykkur Erlu alla tíð og er mér næst að halda að hún hafi ekki bara verið dóttir þín heldur líka besta vinkona þín. Vináttan ykkar á milli var gagnkvæm og er sorg Erlu því afar mikil og þungbær. Það hefur verið frábært að fylgj- ast með því hvernig Erla hefur helg- að þér allan sinn tíma og krafta og umvafið þig allri sinni ást og um- hyggju allt frá því að þú komst fár- sjúk til Reykjavíkur í byrjun júní sl. Hún var hjá þér öllum stundum á sjúkrahúsinu og fylgdi þér í allar þín- ar ferðir þar til yfir lauk. Það leyndi sér ekki heldur sú mikla ást sem ríkti á milli ykkar Grétars. Natni hans og umhyggja fyrir þér einkenndi allar hans gjörð- ir. Baráttan sem þú háðir var afar snörp og hörð og hafa þau Erla og Grétar vakað yfir þér jafnt á nóttu sem degi allan þennan tíma. Allir sem vettlingi gátu valdið lögðust á eitt með ykkur við að gera þennan tíma sem bærilegastan og eiga allir hlutaðeigandi miklar þakk- ir skilið fyrir. Ég bið góðan Guð að varðveita ykkur, Grétar og Erla, í ykkar miklu sorg. Ykkar missir er mikill en lífið heldur áfrm og nýir tímar taka við. Elsku pabbi minn, systkini og aðr- ir þeir sem eiga um sárt að binda. Við Anna María, Sigurrós og Agnes vott- um ykkur dýpstu samúð okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi ykkur öll. Björn Ágúst. Elsku mágkona mín og vinkona. Nú þegar þú ert farin yfir móðuna miklu streyma í gegnum hugann ljúfar minningar um þær samveru- stundir og fjölmörgu símtöl sem við áttum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja þig og vera hjá þér síðustu stundirnar. Ég man, þegar ég sá ykkur Grétar fyrst fyrir hartnær fjörutíu árum, hvað þið voruð glæsilegt par, þá kom ég í fyrsta skipti til Flateyrar með Óla bróður þínum. Þið Grétar bjugg- uð ásamt Ásdísi Erlu dóttur ykkar á neðri hæðinni hjá foreldrum þínum á Öldugötu 7. Óli hafði mikið dálæti á stóru systur sinni enda ekki að furða eins gjafmild og eftirlát og þú varst við hann. Þegar við Óli eignuðumst son okk- ar, Jón Sævar, þá naut hann þess hve barngóð þið Grétar voruð, en hann dvaldi oft á sumrin hjá ykkur á Flat- eyri og minnist hann með hlýhug þess tíma. Það var því okkur Óla sönn ánægja þegar Erla dóttir ykkar var hjá okkur um tíma er hún leitaði sér lækninga í Reykjavík. Elsku Salla, fyrir um það bil ári hringdir þú í mig og sagðir mér að þú héldir að nú værir þú að verða gömul kona þar sem þú þyrftir að leggja þig þegar þú kæmir heim úr vinnunni á daginn því þú værir oft svo þreytt. Ekki varst þú vön að kvarta heldur varstu þekkt fyrir að bíta á jaxlinn þegar eitthvað bjátaði á. Ekki þótti mér þó undarlegt að þú værir þreytt því vinnudagurinn var oft langur hjá þér og stundum unnið á laugardög- um. Hvorugri okkar datt þá í hug að sá sjúkdómur sem sigraði þig að lok- um væri ef til vill kominn á kreik. Salla mín, margar ógleymanlegar og dýrmætar minningar á ég um þig, þú varst sem stóra systir mín. Manstu þegar við Óli, þú, Grétar og mamma fórum í Evrópuferð 1989, það var nú meira ævintýrið. Þetta var ykkar Grétars fyrsta utanlands- ferð. Við flugum á Lúxemborg og ók- um í gegnum Frakkland niður að St. Malo við Ermarsund og fórum yfir til Jersey þar sem við dvöldum í fimm daga hjá „Clemmu“. Síðan fórum við aftur yfir til Frakklands og upp í Alpana og þaðan til Þýskalands. Þessi ferð er okkur Óla ógleymanleg. Eftir þetta fóruð þið Grétar á hverj- um vetri að tveimur undanskildum til Kanaríeyja og dvölduð þar ýmist þrjár eða fjórar vikur. Úr þessum ferðalögum komuð þið ánægð, brún og sælleg til baka. Oftast komuð þið Grétar til okkar Óla þegar þið voruð að fara til Kanaríeyja og eins þegar þið komuð heim. Ég vil einnig minnast og þakka hvítasunnuhelgi í sumarbústaðnum okkar fyrir nokkrum árum. Þið kom- uð keyrandi suður í Borgarfjörð til að dvelja með okkur yfir helgina í sumarbústaðnum – þá var nú gaman. Nokkrum vikum seinna hringdi Grétar í mig og sagði að stöngin væri á leiðinni. Hann var þá búinn að smíða fánastöng og senda hana með flutningabíl suður. Síðan var ekki rætt meira um það. Þetta atvik lýsir ykkur hjónunum báðum. Ekki má ég gleyma öllum símtöl- unum sem við áttum í gegnum árin. Við skiptumst á að hringja hvor í aðra og var margt skrafað sem okkur einum var ætlað að heyra. En ég var ekki sú eina sem þú hringdir í, því á hverjum laugardegi hringdir þú í föður þinn til að fá fréttir af gamla manninum sem kominn er á tíræð- isaldur. Þá sagðir þú honum fréttir m.a. af aflabrögðum og lífinu á Flat- eyri sem hann þekkir svo vel. Ég veit að hann mun sakna þessara símtala eins og ég mun einnig gera. Þá hefur það verið föst venja hjá ykkur Grét- ari að hringja í okkur fjölskylduna á gamlárskvöld. Þegar þú komst suður nú í sumar og vissir hvers kyns veikindi þín voru sagðir þú mér hve gott þér þætti sér- hvert faðmlag sem þú fyndir fyrir. Nú þegar þú ert farin héðan úr þess- um heimi er ég þess fullviss að bæði móðir þín sem er látin og bróðir þinn sem lést fyrir rúmum tveimur árum faðma þig að sér. Elsku Salla, hafðu þökk fyrir allt sem þú varst okkur Óla. Elsku Grétar, Ásdís Erla og tengdapabbi, Guð styrki ykkur í sorginni. Sólveig mágkona. Hinn 3. september sl. barst mér sú fregn að Salla frænka væri látin. Ég vil minnast hennar í nokkrum orð- um. Salla var einstaklega hlý mann- eskja og hjálpfús. Ég man vel eftir þeim tíma á sumrin sem ég dvaldi hjá Söllu og Grétari á Flateyri. Sá tími mun seint gleymast. Salla og Grétar voru einkar barn- góð og var ég ekki sá eini sem fékk að njóta þess. Þau vildu allt fyrir mig gera. Ég man t.d. eftir einu atviki þegar ég missti veiðistöngina mína í höfnina og Grétar keypti aðra veiði- stöng handa mér. Ég minnist þess líka hve góður maturinn var hjá Söllu frænku, einkum sunnudags- steikin hennar og bláberin sem ég fékk út á skyrið, en þau þótti mér best. Salla frænka var mikil húsmóð- ir og vildi hafa allt hreint og fágað á sínu heimili. Kökurnar sem hún bak- aði voru hið mesta lostæti. Einu sinni skammaði Salla mig en þá hafði ég læst mig úti og þurfti að skríða inn um gluggann á gestaherberginu. Það líkaði henni ekki. Þegar við Monique giftum okkur mat ég það mjög mikils að Salla, Grétar og Erla skyldu sýna okkur þann heiður að vera viðstödd brúð- kaupið. Ég minnist þess að þegar Salla frænka sá Sigga son minn sagði hún að hann væri alveg eins og ég þegar ég var lítill. Oft gátum við Salla og Grétar setið saman inni í stofu og talað saman um lífsins gagn og nauðsynjar. Elsku Salla, ég á eftir að sakna þín mikið. Að lokum bið ég góðan Guð að styrkja Grétar og Erlu í þeirra miklu sorg. Jón Sævar. Elsku systir. Mig langar til að kveðja þig og þakka þér fyrir okkar ánægjulegu stundir sem voru því miður alltof fáar, en þér hefur örugg- lega verið ætlað annað hlutverk. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Minning um góða systur og mág- konu mun ylja okkur um ókomin ár. Hvíl þú í friði, mín kæra systir. Þín systir Ingibjörg Birna og Garðar. SALÓME JÓNA JÓNSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.