Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 17 www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 09 . 2 00 3 Reiðhjólahjálmar Mikið úrval af reiðhjóla- hjálmum, barna og fullorðins, einföld stilling. CE merktir og íslenskur leiðarvísir. Verð frá kr. 1.980 Barnastólar 10-40% afsláttur Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun. 5 % staðgreiðsluafsláttur Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Rocket 24” og 26” 21. gíra fjallahjól með dempara, Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. 24” Tilboð stgr. kr. 18.905 26” Tilboð stgr. kr. 19.855 Frábær fjallahjól frá Scott, Margar gerðir, alls konar útfærslur. Afsláttur 10-35% Pro Track 26” 21 gíra fjallahjól á mjög góðu verði, Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. Tilboð stgr. kr.14.155 Verð áður kr. 24.900 OXIDE 26” Tveggja dempara hjól á frábæru verði. 21. gíra Shimano með Grip-Shift. Tilboð stgr. aðeins kr. 20.947 Verð áður kr. 31.500 QUAKE 26” Vandað demparahjól, með ál stelli og diskabremsum. 24. gíra Shimano Alivio. Frábært tilboð stgr. 37.905 Verð áður kr. 49.900 Windermere Ekta dömuhjól 28” dekk, 3 gírar með fótbremsu. Ál stell breiður dömu hnakkur með dempara. Stillanlegt stýri. Tilboð stgr. kr. 24.581 Verð áður kr. 34.500 REYKJANESBÆ hefur ekki verið heimilt að innheimta gjald til að standa straum af kostnaði við hönnun og byggingu útrása og dælustöðva, samkvæmt úrskurði Úrskurðar- nefndar sem starfar skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Nefndin hefur áður úrskurðað gjald- tökuna heimila en tók málið nú upp að nýju og úrskurðaði hana óheimila, eft- ir að Umboðsmaður Alþingis lýsti því áliti sínu að úrskurðurinn hefði ekki verið í samræmi við lög. Reykjanesbær hefur frá árinu 1997 innheimt 6000 króna gjald af hverri fasteign í bæjarfélaginu til að standa straum af kostnaði við hönnun og byggingu mannvirkja til hreinsunar fráveituvatns. Gjaldið er innheimt samkvæmt reglugerð sem þá var gef- in út og og staðfest af umhverfisráðu- neytinu. Íbúi í Keflavík kærði úrskurðinn, taldi að umrætt gjald væri skatt- heimta sem sveitarfélög gætu ekki innheimt nema með lagaheimild. Fulltrúar Reykjanesbæjar lýstu því að gjaldið rynni í sérstakan sjóð sem ekki yrði notaður til annars en fráveituframkvæmda. Gert væri ráð fyrir að gjaldið félli niður þegar fram- kvæmdum lyki og kostnaður væri að fullu greiddur. Eftir þann tíma væri gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður yrði greiddur af álögðu holræsagjaldi. Úrskurðarnefnd um mengunar- varnir og hollustuhætti úrskurðaði 30. mars 2001 að Reykjanesbær hefði haft lagaheimildir til að haga gjald- töku eins og gert er og engin sjón- armið komið fram sem bentu til að ekki hefði verið gætt réttra sjónar- miða og aðferða við setningu gjald- skrárinnar. Niðurstöðu snúið við Íbúinn leitaði þá álits Umboðs- manns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að bænum hefði ekki verið heimilt að innheimta umrætt gjald, með þeim hætti sem gert var. Fram kom í áliti hans að án sérstakrar og skýrrar lagaheimildar gæti sveitarfé- lag ekki á grundvelli heimildar til töku þjónustugjalda, samkvæmt lög- um um hollustuhætti og mengunar- varnir, ákveðið að innheimta fasta fjárhæð af öllum húsum án tillits til umfangs og eðlis fráveituvatns frá eigninni til að standa eingöngu straum af kostnaði við byggingu mannvirkja fyrir útrásir og dælu- og hreinsistöðvar. Taldi hann að á skorti að bein tengsl stæðu á milli skyldu til að greiða umrætt gjald og fjárhæðar þess annars vegar og hins vegar þeirrar þjónustu sem veitt væri. Beindi umboðsmaður því til úrskurð- arnefndarinnar að hún tæki málið til meðferðar á ný og að afgreiðslu þess yrði hagað í samræmi við þau sjón- armið sem fram kæmu í áliti umboðs- manns. Það hefur úrskurðarnefndin nú gert að kröfu umrædds íbúa með nýj- um úrskurði. Í rökstuðningi fyrir þeim úrskurði að Reykjanesbæ hafi ekki verið heimilt að innheimta gjald- ið er vakin athygli á því að þjónustu- gjöld af þessu tagi megi aldrei vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við að veita þjónustu eða framkvæma eftirlit með einstökum þáttum. Gjaldtaka af því tagi sem hér um ræðir, að eigendum fasteigna sé gert að greiða ákveðna fjárhæð í sjóð sem tengist í engu veittri þjónustu, fái ekki stoð. Gjaldtakan þurfi að vera vegna afhendingar á tiltekinni af- markaðri þjónustu. 150–200 milljónir innheimtar Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að á sínum tíma snerust um- ræður í bæjarstjórninni ekki um það hvort heimilt væri að leggja á gjald vegna holræsaframkvæmda heldur hvernig það skyldi gert. Minnihlut- inn, fulltrúar Samfylkingarinnar, vildi hækka almennt holræsagjald, með svipuðum hætti og gert hefur verið í Reykjavík. Meirihlutinn, fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, taldi sérstakt gjald á fasteignanúmer réttlátara og var það ákveðið Kærandi málsins krafðist þess í málatilbúnaði fyrir nefndinni að Reykjanesbær endurgreiddi alla fjár- hæðina með vöxtum. Reykjanesbær hefur innheimt 25–30 milljónir á ári í umræddan sjóð, samtals 150 til 200 milljónir kr., en hefur á sama tíma framkvæmt fyrir nokkur hundruð milljónir kr. í fráveitumálum. Úr- skurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir telur það ekki heyra undir sig að úrskurða um endur- greiðslur meintra oftekinna gjalda. Úrskurðarnefnd samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir Innheimta sérstaks frá- veitugjalds talin óheimil Reykjanesbær ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, segir eðlilegt að bæjar- stjórn fari yfir niðurstöðu úrskurð- arnefndarinnar og reyni að finna lausn sem ekki sé umdeild sam- kvæmt lögum og kallaði ekki á fleiri og misvísandi úrskurði. Árni rifjar það upp að ráðist hafi verið í dýrar fráveituframkvæmdir. Það hafi verið undirbúið 1997 með tvískiptu gjaldi. Annars vegar 0,13% holræsagjaldi og hins vegar 6.000 kr. gjaldi á hverja íbúð. Rökin fyrir því að tvískipta gjaldinu hafi verið þau að kostnaður við hönnun og byggingu fráveitumannvirkja væri óháður stærð og notkun húsnæðis. Árni vekur athygli á því að önnur sveitarfélög séu að innheimta 0,15 til 0,20% holræsagjald í þessum til- gangi. Ef 6.000 kr. gjaldinu væri slegið saman við holræsagjaldið yrði það um 0,20% að meðaltali, eða held- ur lægra en á Akureyri. Gjaldið væri því innan eðlilegra marka. Spurður að því hvort gjaldið yrði endurgreitt, í framhaldi af úrskurði nefndarinnar, sagði Árni að ekki væri kveðið á um það í úrskurðinum. Jafnframt vakti hann athygli á því að ekki væri um óeðlilega mikla gjaldtöku að ræða að meðaltali. Það væri hins vegar spurning hvort eig- endur minni íbúða hefðu greitt of mikið og eigendur stærra húsnæðis of lítið. Yfir þetta yrði farið. Gjaldtakan innan eðli- legra marka FJÖGUR hús með átta litlum íbúðum hafa risið við sömu göt- una í Garði á rúmu ári. Timbur- einingarnar í húsin eru fluttar inn frá Eistlandi og eru íbúðirnar einkum ætlaðar fyrir yngri Garð- búa sem eru að byrja að búa. Töluvert er byggt af íbúðar- húsnæði í Garðinum. Búmenn hafa byggt þar margar íbúðir og verið er að byggja íbúðir fyrir eldri borgara í nágrenni við hjúkrunarheimilið Garðvang, auk þess sem einstaklingar og bygg- ingameistarar byggja. Vantar minni íbúðir Byggðin í Garði byggist upp á einbýlishúsum og segir Arnar Sigurjónsson, sem flytur húsin inn frá Eistlandi, að tilfinnanlega hafi vantað litlar íbúðir fyrir yngri kynslóðina. Ungt fólk byrji gjarnan að búa í Keflavík eða annars staðar þar sem völ er á hentugu húsnæði og sumir komi síðan aftur þegar fjölskyldan stækki. Arnar, sem hefur rekið fisk- vinnslufyrirtæki með fjölskyldu sinni, segir að þessi hugmynd hafi komið upp fyrir ári og þá verið flutt inn eitt timbureininga- hús frá Eistlandi. Í húsinu eru tvær íbúðir. Mæltist þetta svo vel fyrir að tvö hús með samtals fjór- um íbúðum voru byggð í kjölfarið og eru allar íbúðirnar seldar. Nú er verið að reisa fjórða húsið og sjöunda og áttunda íbúðin nú til sölu. Ungt fólk hefur keypt allar íbúðirnar og er flest úr Garð- inum. Íbúðirnar eru 90 fermetrar að stærð, þriggja herbergja. Arnar segir að húsin séu vönduð. Hann selur íbúðina á 6,5 milljónir á byggingarstigi sem er einhvers staðar á milli þess að vera fok- held og tilbúin undir tréverk. Hann segir misjafnt hvað fólk leggi í þær til viðbótar en segist vita að fólk hafi flutt inn eftir að hafa lagt samtals 8,5 til 9 millj- ónir í íbúðina. Arnar er fiskverkandi, eins og fyrr segir, en hefur fengið Braga Guðmundsson byggingameistara í Garði til að reisa húsin. Það tek- ur raunar aðeins fáeina daga. Húsbyggingarnar hafa gengið svo vel hjá Arnari að hann hefur áhuga á að halda þeim áfram. Hann hefur lóðir fyrir fjögur hús til viðbótar við sömu götuna og einnig lóð fyrir eitt hús í Sand- gerði. Segist hann stefna að því að byggja á þessum lóðum í fram- haldinu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Arnar Sigurjónsson fiskverkandi er kominn á fullt í byggingastarfsemina. Byggja lítil hús fyrir yngri kynslóð þorpsbúa Garður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.