Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 35 BJÖRN Þorfinnsson (2.349) sigr- aði verðskuldað í úrslitakeppni um titilinn skákmeistari Reykjavíkur sem lauk á sunnudag. Hann var í for- ystu allt frá upp- hafi, fyrst ásamt alþjóðlega meistaranum Stefáni Krist- jánssyni (2.404), en í þriðju um- ferð náði hann vinningsforskoti þegar hann sigr- aði Stefán. Í fjórðu umferð sigraði Björn síðan al- þjóðlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson (2.411) og jafntefli gegn FIDE-meistaranum Sigurbirni Björnssyni (2.302) í lokaumferðinni tryggði honum titilinn þar sem öllum skákum lokaumferðarinnar lauk með jafntefli. Lokastaðan varð þessi: 1. Björn Þorfinnsson 4 v. 2. Bragi Þorfinnsson 3 v. (7,0 st.) 3. Stefán Kristjánsson 3 v. (5,5) 4. Jón Viktor Gunnarsson 2 v. (4,5) 5. Sigurbjörn Björnsson 2 v. (4,0) 6. Bergsteinn Einarsson 1 v. Björn hefur verið sigursæll að und- anförnu, en þetta var þriðji mótasigur hans á árinu og e.t.v. sá sætasti enda keppinautarnir öflugir og virkir skák- menn og titillinn eftirsóknarverður. Áður hafði hann sigrað á Meistara- móti Hellis og á Stigamóti Hellis. Skákstíll hans þykir allævintýralegur á köflum, en hefur skilað honum góð- um árangri. Björn hefur hækkað tölu- vert á stigalista FIDE undanfarin tvö ár og er nú yfir 200 stigum hærri en hann var fyrir rúmum tveimur árum, í apríl 2001. Verðlaunaafhending fer fram á fimmtudagskvöld, að loknu Atskák- móti Reykjavíkur. Helgi í þriðja sæti á NM í skák Stórmeistarinn Helgi Ólafsson (2.498) er í þriðja sæti á Norðurlanda- mótinu í skák þegar þrjár umferðir eru eftir. Hann hefur fengið 5 vinn- inga og er einum vinningi á eftir efsta manni, danska stórmeistaranum Curt Hansen (2.618). Hannes Hlífar Stef- ánsson (2.560) er í 4.–6. sæti með 4½ vinning: 1. Curt Hansen 6 v. 2. Evgenij Agrest 5½ v. 3. Helgi Ólafsson 5 v. 4.–6. Hannes Hlífar Stefánsson, Heikki Leht- inen, Jonny Hector 4½ v. 7.–8. Davor Palo, Einar Gausel 4 v. 9. Lars Schandorff 3½ 10.–11. Heikki Kallio, Kjetil A. Lie 3 v. 12. Flóvin Þór Næs ½ v. Eftir að hafa verið mjög sigursælir á mótinu, töpuðu báðir Íslendingarnir sínum fyrstu skákum, Hannes í sjöttu umferð og Helgi í sjöundu umferð. Báðir töpuðu þeir gegn sama and- stæðingi, sænska stórmeistaranum Evgenij Agrest (2.605). Í sjöttu umferð sigraði Helgi Ólafs- son sænska stórmeistarann Jonny Hector (2.538). Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Jonny Hector Slavnesk vörn 1.d4 d5 2.c4 c6 3.Rf3 Rf6 4.Rc3 dxc4 5.a4 Bf5 6.e3 e6 7.Bxc4 Bb4 8.0–0 Rbd7 9.De2 Bg4 10.h3 Bxf3 11.Dxf3 0–0 12.Hd1 Hc8 13.e4 e5 14.dxe5 Rxe5 15.Df5 Da5 16.Bf1 Hce8 (Nýjung. Þekkt er 16...Hfe8 17.Be3 He6 18.Bd4 Rfd7 19.Bxe5 Rxe5 20.f4 Db6+ 21.Kh1 Rg6 22.Bc4 Re7 23.Dg4 Hg6 24.Dd7 Hf8 25.f5 Hg5 26.Hd2 De3 27.Hf1 Bxc3 28.bxc3 Dxe4 29.Dd8 Rd5 30.Dxg5 Dxc4 31.Hf3 h6 32.Dg3 og skákinni lauk með jafntefli 12 leikjum síðar (Åkes- son-Hector, Gentofte 1999).) 17.Bg5?! -- 17...Rh5? (Eftir 17...Rf3+! 18.Dxf3 (18.gxf3 He5) 18.-- Dxg5 nær svartur betra tafli.) 18.Be3 g6 19.Dg5 Be7 20.Dh6 Hd8 21.Be2 Rg7 22.Df4 f5? (Svartur hefði betur leikið 22...Re6, t.d. 23.Dg3 Rd7 24.Bc4 Bc5 25.Bh6 (vafasamt er 25.Bd2 Bd6 26.Dxd6 Re5 27.Rd5!? Hxd6 28.Bxa5 Rxc4 29.b3 Rxa5 30.Re7+ Kg7 31.Hxd6 Rxb3 o.s.frv.) 25.-- Hfe8 26.b3 og hvít- ur hefur eitthvað þægilegra tafl.) 23.Rd5! cxd5 24.Dxe5 Bf6 25.Hxd5 Db4 (Eftir 25...Bxe5 26.Hxa5 Bb8 27.Bxa7 stendur hvítur betur, vegna sterkrar stöðu á drottningarvæng.). 26.Hb5 Bxe5 27.Hxb4 b6 28.Hd1 (Eða 28.a5 fxe4 29.axb6 axb6 30.Hxb6 og hvítur stendur betur.) 28...fxe4 29.Hxd8 Hxd8 30.g4 Kf7 31.b3 He8 32.Bc4+ -- (Auðvitað ekki 32.Hxe4? Bh2+ 33.Kxh2 Hxe4 o.s.frv.) 32...Kf6 33.Bd5 Re6 34.Hxe4 Rc5 35.g5+ Kf5 36.Hh4 Hd8 (Eftir 36...He7 37.Kf1 Bd6 38.Ke2 Re6 39.Bxe6+ Kxe6 40.f3 Hc7 41.He4+ Kf5 42.Kd3 á hvítur gott peð yfir.) 37.Bf3 h5 (Eða 37...Bc3 38.Bg4+ Ke4 39.Be2+ Ke5 40.Hxh7 Rxb3 41.He7+ Kd6 42.Hxa7 o.s.frv.) 38.gxh6 g5 (Eftir 38...Rxb3 39.Be4+ Ke6 40.Bxg6 á hvítur mun betra tafl.) 39.Hg4 Bf4 (Eða 39...Bf6 40.h4 gxh4 41.h7 Hh8 42.Hf4 Ke5 43.Hxf6! Kxf6 44.Bc3+ Kg6 45.Bxh8 o.s.frv.) 40.Bxf4 gxf4 41.h7 Hh8 42.Bd1 (og svartur gafst upp, því að eftir 42.-- Ke5 43.Bc2 Rxb3 44.Hg8 Hxh7 45.Bxh7 á hann enga von um björg- un.) Skáknámskeið fyrir almenning í FG Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Taflfélag Garðabæjar hafa tekið höndum saman um skáknámskeið fyrir almenning. Þjálfari verður skák- meistarinn Sigurður Daði Sigfússon, en hann er jafnframt unglingaþjálfari Taflfélags Garðabæjar. Námskeiðið byrjar 6. október kl. 18–20 í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ, en nám- skeiðið er hluti af símenntunarnám- skeiðum skólans. Námskeiðið stendur yfir í tíu vikur og þátttökugjald er kr. 15.000. Kennd verða öll helstu byrjanakerfi í skák og áhersla verður lögð á taktíska þjálfun. Námskeiðið heitir skákbyrjanir og taktík. Innritun er á skrifstofu Fjölbrauta- skólans í Garðabæ í síma 520 1600 eða á netfanginu brynjab@fg.is. Björn Þorfinnsson skákmeistari Reykjavíkur SKÁK Taflfélag Reykjavíkur ÚRSLIT SKÁKÞINGS REYKJAVÍKUR 2003 11.–14.9. 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is Björn Þorfinnsson Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunn- ar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lok- inni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Allir velkomnir. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Laugarneskirkja. TTT-starfið kl. 16.15. (5.-7. bekkur). Umsjón Þorkell Sigurbjörns- son, Sigurbjörn Þorkelsson og Andri Bjarna- son. Fullorðinsfræðsla Laugarneskirkju kl. 19.30. (Athugið breyttan fundartíma!) Í kvöld fáum við að heyra frásögn sr. Helga Hróbjartssonar kristniboða á því merka starfi sem hann hefur unnið í Eþíópíu og víðar. Samræður og fyrirspurnir. Gengið er inn um dyr, bakatil, á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 20.30. Þor- valdur Halldórsson leiðir lofgjörðina við undirleik Gunnars Gunnarssonar á flygilinn og Hannesar Guðrúnarsonar sem leikur á klassískan gítar. Gengið er inn um aðaldyr kirkju eða komið beint inn úr Fullorðins- fræðslunni. Neskirkja: Fermingarfræðsla kl. 15.00. Vetrarnámskeið. Uppl. og skráning í síma 511 1560. Litli kórinn -kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Alfa- námskeið kl. 20.00. Alfa er námskeið sem fjallar á athyglisverðan hátt um grundvall- aratriði kristinnar trúar. Umsjón hefur sr. Örn Bárður Jónsson. Skráning í síma 511 1560 eða neskirkja@neskirkja.is Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10-12. Kirkjuprakkarar kl. 16.00. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.30. Digraneskirkja: Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Léttur hádegisverður, helgistund, samveru- stund og kaffi. KFUM&K fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.15. Húsið opnað kl. 16.30. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17 til kl. 18. Alfa kynning kl. 20. (Sjá nánar www.digra- neskirkja.is) Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8-9 ára í dag kl. 15.30-16.30. Dagskrá fyrir 10-12 ára (TTT) í dag kl. 17-18. Skemmtilegar stundir fyrir hressa krakka. Æskulýðsfélagið (Meg- as) heldur vikulegan fund kl. 19.30-21 í kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Einarsdóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30-18 er op- ið hús fyrir 7-9 ára krakka. Kl. 20-22 er opið hús fyrir unglinga 13-15 ára. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13-16. Spilað og spjallað. Nanna Guðrún mætt aftur eftir frí galvösk að vanda. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10-12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30- 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 kirkjuprakkarar, 6-8 ára börn í kirkjunni. Leikir, sögur, helgistund. Sr. Fjölnir Ás- björnsson og leiðtogarnir. Kl. 16 og 17. Barnakórinn Litlir lærisveinar Landakirkju. Skráning og kynning á starfi vetrarins. Nýr kórstjóri barnakórsins, Joanna Wlaszczyk, og umsjónarmaður kórsins, Sigurlína Guð- jónsdóttir, taka við skráningu og kynna starf vetrarins. Allir sem hafa áhuga eru vel- komnir og er fyrsta kóræfing að viku liðinni. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 18.30 Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk. Safnaðarstarf Fræðslufundur um íslenskt sam- félag verður í kvöld, kl. 20 í Alþjóða- húsi, Hverfisgötu 18. Fjallað verður um atvinnu- og dvalarleyfi. Sérfræð- ingur frá Útlendingastofnun flytur fyrirlestur og svarar spurningum þátttakenda. Fundurinn fer fram á ensku og þáttaka er ókeypis. Almenningi boðið að reynsluaka metanbílum í dag Sorpa, Metan hf. og Olíufélagið ESSO kynna almenn- ingi íslenska orkugjafann metan, metanbíla og nýjan hraðafgreiðslu- búnað fyrir metan á þjónustustöð ESSO á Bíldshöfða í Reykjavík í dag, þriðjudag, 16. september, kl. 13–16. Gestum á Bíldshöfða verður m.a. boðið að reynsluaka bílum sem knúðir eru metani. Kynningin er í tilefni evrópskrar samgönguviku. Skógræktarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu verða með opið hús í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 í dag, þriðjudaginn 16. september kl. 20. Geir Waage flytur pistil um skógrækt og Sigurður Þorkelsson og Hólmfríður Sigurðardóttir flytja fyrirlestur í máli og myndum sem þau nefna; „Ævintýrið á Garðaholti í Garðabæ“. Allir velkomnir á meðan húsrými leyfir, boðið verður upp á kaffi. Í DAG Málstofa á vegum Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands verður haldin á morgun, miðvikudaginn 17. september kl. 16.15 að Aragötu 14. Erindi heldur Jón Þór Sturluson. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hagfræðilega tilraun á sviði sam- keppnismála. Á MORGUN Íslandsmeistaramót í Svarta Pétri verður haldið sunnudaginn, 20. september kl. 14–17, á Sól- heimum í Grímsnesi. Stjórnandi mótsins er Edda Björgvinsdóttir leikkona. Keppt er um farandbikar og eignabikar, auk þess sem allir fá verðlaun. Mótið er opið öllum sem áhuga hafa og mun aðstoðarfólk vera við hvert spilaborð. Settir eru saman tveir stokkar af spilum, þannig að eins spil parast saman. Allir eiga að hafa tækifæri á að vera með. Boðið verður upp á pylsur og gos. Þátttaka tilkynnist í síma eða á tölvupósti: anna@solheimar.is Rekstur alþjóðlegrar arkitekta- stofu Föstudaginn 19. september munu bandarísku arkitektarnir Carlos Zapata og Benjamin T. Wood halda námskeið um rekstur alþjóð- legrar arkitektastofu og íslenska verkefnaöflun í austurlöndum. Gerð verður grein fyrir rekstr- arumhverfi alþjóðlegrar teiknistofu; hvernig verkefni myndast og hvern- ig menn nálgast þau, víxlverkun menningar og byggingarlistar o.fl. Megináhersla verður lögð á hvernig íslenskar teiknistofur geti orðið sér úti um verkefni í hinu alþjóðlega um- hverfi og þá sérstaklega í Kína og praktísk ráð gefin þeim íslensku hönnuðum, skipulagsfræðingum, verkfræðingum og öðrum í bygging- ariðnaði er vilja hasla sér völl í er- lendu starfsumhverfi. Frekari upplýsingar um námskeiðið og skráningu er að finna á vef End- urmenntunar www.endurmennt- un.is. Á NÆSTUNNI HELGIN var róleg á löggæslusvæði lögregl- unnar í Reykjavík um helgina. Fámennt var í miðborginni á föstudags- og laug- ardagskvöld enda gekk á með skúr- um og hvassviðri. Tilkynningar um innbrot og þjófnaði voru margar, einna mest var um innbrot í bíla, fyr- irtæki og stofnanir. Umferðaróhöpp voru einnig með mesta móti um helgina. Tilkynnt var um 58 umferð- aróhöpp með eignatjóni. Einhver meiðsl urðu á fólki en ekki er vitað til þess að þau hafi verið alvarleg. Fjórir ökumenn voru teknir grun- aðir um ölvun við akstur um helgina og 10 voru stöðvaðir vegna hrað- akstursbrota. Sá sem hraðast fór var mældur á 139 km hraða á Kringlu- mýrarbraut við göngubrúna í Foss- vogi þar sem leyfilegur hraði er 70 km/klst. Á föstudagskvöld voru fjórir að- ilar handteknir í Breiðholti, grun- aðir um fíkniefnamisferli. Í bifreið þeirra fundust ætlaðar e-töflur og tveir bútar af hassi. Í framhaldi af þessu var farið í húsleit hjá tveimur hinna handteknu þar sem lagt var hald á skotfæri og bjór. Með reykeitrun eftir húsbruna Lögregla og slökkvilið var kallað til vegna bruna við Dalaland kl. 2.35 aðfaranótt laugardags. Slökkvilið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Eigendur íbúðarinnar voru fluttir á slysadeild með reykeitrun og einnig var karlmaðurinn með brunasár á fæti eftir að hafa reynt að slökkva eldinn. Ekki er vitað um eldsupptök. Lögreglumenn á vettvangi fóru einnig á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Á laugardagskvöld þurfti að hafa töluverð afskipti af unglingum í Grafarvogi eftir að dagskrá Graf- arvogsdagsins lauk. Erfiðlega gekk að koma unglingunum til síns heima eftir flugeldasýninguna og voru 200– 300 unglingar og börn allt niður í 12 ára aldur á svæðinu. Lítið var af full- orðnu fólki á staðnum og nokkur ölv- un var meðal unglinganna. Af þessu tilefni vill lögregla minna foreldra á ábyrgð sína á börnum allt til 18 ára aldurs. Útivistarreglur eru í fullu gildi og hvetur lögreglan foreldra til að framfylgja þeim. Börn fædd árið 1991 eða síðar eiga ekki að vera úti eftir kl. 20 á veturna og börn fædd 1988–1990 mega ekki vera á ferli eft- ir kl. 22 nema í fylgd fullorðinna eða þeir séu á heimleið frá viðurkenndri skemmtun á vegum skóla, íþrótta- félaga eða æskulýðssamtaka. Brotist var inn í bíla við Há- skólabíó á sunnudagskvöld og m.a. stolið hljómflutningstækjum og geisladiskum. Ætluð fíkniefni fundust við leit í bíl á Gullinbrúnni í morgunsárið, amfetamín, hass og e-töflur. Öku- maður og farþegar voru handteknir og færðir á stöð. Þá var tilkynnt um konu í mið- borginni sem gengi á milli húsa og væri að reyna að opna dyr. Þegar betur var að gáð reyndist þar vera blaðberi á ferð. Úr dagbók lögreglu 12. til 15. september Óhöpp með mesta móti AFGANGSMYNTIN úr sumarfríinu getur nýst til að mæta þörfum þús- unda manna sem árlega hringja í Hjálparsíma Rauða krossins. Þessa dagana fá landsmenn sérhannað um- slag inn um bréfalúguna sem hægt er að nota undir erlenda mynt og seðla og skila í pósthús eða sparisjóð. Einnig er hægt að setja íslenska peninga í umslögin, til dæmis aura sem verða felldir niður um næstu mánaðamót. Sparisjóðurinn, Íslands- póstur og Flugleiðir-frakt styðja Rauða krossinn við þessa fjáröflun. Síðast þegar Rauði krossinn safn- aði erlendri mynt söfnuðust rúmlega 16 milljónir króna, en þá voru lönd Evrópusambandsins að skipta yfir í Evru. Þó að ekki sé gert ráð fyrir að jafn mikið safnist í þetta sinn vonast Rauði krossinn eftir góðum viðbrögð- um landsmanna. Afrakstur söfnunar- innar rennur til Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Síðan hann var stofn- aður í nóvember í fyrra hafa starfs- menn og sjálfboðaliðar svarað um 6.400 símtölum. Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er opinn allan sólar- hringinn. Ástæður fyrir símtölum eru einkum andlegir sjúkdómar, sjálfs- vígshugsanir (eigin og annarra), of- beldi (andlegt, líkamlegt og kynferð- islegt), samskiptaörðugleikar, mis- sætti, vímuefnaneysla og vanlíðan af ýmsu tagi. Landssíminn er aðal- styrktaraðili Hjálparsímans. Afgangs- myntin kemur í góðar þarfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.