Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 47
VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 47                                                                        ! "#$ %  #" & #'  !" #$ ! ) ) ) %& (  ! #$   ( (  ! %&     ( ! %$'( ) %*+)' ,- % ( .(/- (&      (  (  (  ( ( #$$ !  ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )        *+" " ##  " ,,-#"  !" #'" ."   #/   . 0 (& 0##,,-#"   !" #') -#"!"   (       )0122*,$-                    !  "       #$%    &   !           0122*-3$&**!$ 12"",,-#" + !& #'( 45 &( 45 &( 45 &( 60#$7*0 89(/-$7*0 0(6 -$& 0#("3#$ $/:$6/ ;((0 ;$$($< =%+> 8-/ ? $( !$//$+    03-  03-  03-  3.  /' /' 3-  3-  "#(.(3( 3-  3-  900+%!( @/0 (" $-9A 9/,9/ $* !,$! $/0 @$!"9 8*/ */ -$7 3-  3-  / 3! ." ##' 03-  03-  03-  3-  3-  3.  :$$-$ $$!$ 8$B9/$ :$9B$ %! /6#$ C// - :9/$ @$$D ;A 5+B$-9 $/,9  03-   03-  3-  3.  03-  3-  3-  3-  4!3 >(,$-(9-$(-$,$-( 5#" .  #6!"  # "##")#/ 3!.#!  # #'( *-# #' (          :&70(,$-( + 7 #'#!   # "##")  6%.'")#3- !" 4  # #'(* "( !!(,$-( 8!  # 6%!"2''0 8!  6!"9  #')# ##  $  (: " .'"!"0  #!  #  #'#( ;# #' )  " .'")3 ' #!  #( $''' (#%            RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Fyrir farartæki VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Talstö›var sem flola nánast allt Fjarskipti eru okkar fag w w w .d es ig n. is © 20 03 Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: 11-18 mánudag-föstudags 12-16 laugardag Full búð af fallegum fatnaði ÉG er alltaf á leiðinni að draga úr sjónvarpsglápi en það gengur hvorki né rekur. Um helgina var ég meira að segja orðinn afar sannfærður um að betri afþreying væri einfaldlega ekki til og yrði aldrei til. Að liggja flatur í sófa, slaka á og glápa. Það verður bara að viðurkennast að það getur verið gersamlega yndislegt. Og samt … geri ég þetta oftar með samviskubiti en ekki. Finnst þetta vera hrikaleg tímasóun. Og ég lýg að sjálfum mér, segi við mig í huganum að ég sé nú djúphugulli á meðan ég eyði tugum tíma í viku hverri að horfa á þætti sem ég myndi, undir einhverjum öðrum kringumstæðum, aldrei horfa á. Verandi með Ríkis- sjónvarpið, Skjá einn, PoppTíví og Omega eru það nærfellt alltaf þessar tvær fyrstu sem verða fyrir barðinu á mér. Einkanlega Skjár einn. Þar lep ég upp þætti eins og Amy dómara (Judging Amy), Víkverja (King of Queens) og meira að segja Lög og reglu (Law and Order) sem mér finnst þó fáránlega lélegur þátt- ur. Þrátt fyrir þetta stend ég sjálfan mig að því að horfa á sömu þættina aftur og aftur, suma er ég farinn að kunna ágætlega vel utan að. Amy dómara þoldi ég ekki í fyrstu, fannst þetta vera barnalegir þættir, væmnir og tilgerðarlegir. Sérstak- lega fór mamma hennar Amy í taug- arnar á mér. En viti menn, með reglulegu áhorfi fór ég að verða æ hrifnari af þáttunum. Og þegar ég las um það á dögunum að Skjár einn væri að fara að endursýna þættina frá upphafi stökk ég hæð mína í loft eða því sem næst af gleði. Og þá strax hófst eins og venjulega þessi andans togstreita. Er ég svona ein- faldur og er ég að forheimskast? Eða eru þættirnir kannski svona góðir? Þið verðið að athuga að ég er ekki að reyna að setja mig á háan hest eða þykjast vera eitthvað merkilegur. Ég vil bara fá skýringar á þessu. Af hverju rölti ég ekki frekar inn í svefnherbergi og fletti bók frekar en að hlamma mér í stofusófann? Skipt- ir þetta kannski engu máli lengur? Innan fjölmiðlafræði er til hugtak sem hefur verið íslenskað sem sófa- sekkur (e. couch potato) og á við fólk sem liggur fyrir framan sjónvarpið, gagnrýnislaust og bara horfir á það sem í boði er. Sama hvernig gæðin eru. Ég get ekki varist því að halda að ég sé kominn með snert af sófa- sekkjar-veikinni. Ég man þegar ég var tólf ára gam- all og Stöð 2 hóf innreið sína. Þetta var árið 1986. Þá voru tímarnir ein- faldari. Ég er alinn upp í fremur hefðbundinni úthverfisfjölskyldu þar sem sjónvarpsneysla var í ágætis magni. Pabbi var fyrir Tom Bereng- er og Jackie Chan og ekkert gladdi mömmu meira en safarík mynd um konu sem var að deyja úr krabba- meini. Ég lapti þá upp alla fram- haldsþættina sem Stöð 2 sýndi. Hunter, The Equalizer, Miami Vice, Magnum P.I. og fleiri. Ég get nánast fullyrt að ég missti ekki af þætti, sér- staklega var ég mikill aðdáandi Hunter. Og í mínum huga voru þetta og eru enn miklir snilldarþættir, allir sem einn. Mig grunar þó að ég myndi líta þá öðrum augum í dag, ef ég yrði svo (ó)heppinn að geta nálgast þá aftur. Lítið virðist því hafa breyst í dag hjá mér. Enn horfi ég – samt horfi ég. En í gamla daga, þegar allt var einfaldara, þá var ég ekki með neitt samviskubit. Ég horfði á þættina af einurð og sjálfsögðum áhuga. Kannski ætti ég því bara að slaka að- eins á og njóta ferðarinnar. Hætta þessu væli og þessum orkufreku, sið- ferðislegu vangaveltum. Annað væri tímasóun! LJÓSVAKINN Samt horfi ég Arnar Eggert Thoroddsen Ljósvaki á í „ástar/haturs“-sam- bandi við Amy dómara og fjöl- skyldu. ÞAÐ sem kallað er hliðrænt (analouge) hvað fjölmiðla varðar er t.d. segulband, vínylplata og hefðbundin myndbandsspóla. Semsagt gamla kerfið. Eins og flestir þekkja eru stafrænir miðlar að verða æ plássfrekari þ.e. geisla- og mynddiskar eða allt það sem lýtur lögmálum tölvutækninnar. Breska ríkissjónvarpið, BBC, er nú að leggja í enn frekari útvíkkun á þessari tækni og varðar það sjálfa framleiðsluna á efninu. Í haust verður gerð til- raun með „einsýnis“-fram- leiðslu (Onevision) í gerð náttúrulífsþáttar. Tekið verður mið af þróun dagblaða, sem vinna í dag t.d. í gegnum Netið og farsíma (WAP). Tilraunin felst í því að veita þeim er sýna þáttinn aukið svigrúm og frelsi í því hvernig þeir haga útsend- ingu og munu þeir geta sveigt hana og beygt eftir hentugleika. Efni sem tekið verður upp verður sett í staf- ræn geymsluhólf sem hægt er að nýta eftir þörfum. Með þessu móti eiga klippingar og segulbandabox brátt eftir að heyra sögunni til, að mati innanbúðarmanna hjá BBC. Möguleikarnir eru margir hvað þetta varðar; hægt yrði að nálgast gamalt efni t.a.m. í gegnum Netið ef það yrði fært yfir á stafrænt form. Michele Romaine, yfirmaður fram- leiðsluþróunar hjá BBC, segir að segulbönd verði horfin árið 2010. „Þetta mun breyta öllu vinnulagi í sjónvarpi til frambúðar,“ segir hún. Breytingar á sjónvarpsútsendingum Úr hliðrænu í stafrænt Sjónvarpsáhorfendur verða virkari neyt- endur í framtíðinni ef að líkum lætur. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ÚTVARP/SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.