Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 37 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú tekst á við lífið af hug- rekki. Ekkert bugar þig því að andi þinn er sterkur. Láttu skynsemina ráða. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Peningamálin geta valdið þér vandræðum í dag. Farðu yfir stöðuna áður en þú ferð að heiman og vertu viss um að gleyma ekki veskinu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samtal við yfirmanninn fyrir hádegi getur ýtt undir óþol- inmæði. Besta ráðið er að bregðast ekki við og þú munt jafna þig fljótt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Óvænt tækifæri í sambandi við útgáfumál, ferðalög eða menntun gætu komið fram snemma í dag. Reyndu að nýta þér þau eins og hægt er. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef þú þarft að eiga við vin eða hóp í dag er eins gott að vera viss um að allir leggi sitt af mörkum, hvort sem er í pen- ingum eða stuðningi. Fylgj- ast þarf vel með til að forðast vandræði síðar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Forðastu að lenda á milli í deilu félaga eða vinar og for- eldris eða yfirmanns. Best er að vera hlutlaus því að tvær hliðar eru á hverju máli. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Glundroði og smávægileg mistök í vinnunni gætu haft í för með sér tafir í sambandi við ferðalög, útgáfu eða skóla. Sem betur fer mun allt skýr- ast innan viku. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sérstaka þolinmæði þarf að sýna börnum og unglingum í dag, einkum fyrir hádegið. Mundu að þú ert eldri og hef- ur því betri yfirsýn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Upphaf dagsins hefur úr- slitaáhrif á hvernig hann mun þróast. Sýndu fjölskyldunni þolinmæði. Skilningur þinn og umburðarlyndi mun koma þér og öðrum til góða. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Farðu sérstaklega varlega við akstur eða á göngu í dag. Smáatriði virðast oft litlu skipta, en lítið getur þurft til að valda slysi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Varastu tilhneiginguna til að eyða peningum til að skemmta þér. Það er í lagi að nota peningana, en það verð- ur að búa hugsun að baki. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Best er að bíða með mikilvæg innkaup þar til liðið er á dag- inn. Gjöf eða aðstoð gæti hjálpað þér að taka ákvarð- anir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt þú gætir verið óþol- inmóður framan af degi munt þú eiga sérstaklega auðvelt með að eiga við aðra eftir því sem líður á daginn. Reyndu að slá ákvörðunum á frest. Þú munt ekki sjá eftir því. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KRÓKÓTT LEIÐ Hví stynur lækjar buna blá og byltir sér, túnin dreifist og engið á og yfir fer, keppir svo áfram krókótt skeið og kvíslar brýr, bregður svo óðar út af leið og aftur snýr? Eins tímans straumur burt mig ber. Til baka samt á krókótta lífsins leið er mér að líta tamt. Á reyk, sem í loftið leggur fjær, ég löngun finn að horfa, föðurhúsin kær og hólinn minn. Páll Ólafsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,16. september, er sextug Brynja Hlíðar, hjúkrunarfræðingur, Njáls- götu 59, Reykjavík. Hún tekur á móti fjölskyldu og vinum í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10, 1. hæð, klukkan 16–19 í dag. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júlí sl. þau Alex- ander Kristjánsson og Lembi Seia Sangla af sr. Rein Uuemóis í Oleviste- kirkju í Tallin. ER hægt að fá betri spil en þessi? Norður ♠ Á ♥ KD7 ♦ ÁKDG10932 ♣Á Það er hægt, en erfitt. Alla vega gera flestir sér slík spil að góðu og þegar við bætist að makker opnar virðist leiðin liggja beint í sjö grönd – hann þarf ekkert að eiga nema hjartaásinn. En það var nú aldeilis ekki: Norður ♠ Á ♥ KD7 ♦ ÁKDG10932 ♣Á Vestur Austur ♠ 43 ♠ G95 ♥ Á109843 ♥ G62 ♦ 64 ♦ 875 ♣G108 ♣9432 Suður ♠ KD108762 ♥ 5 ♦ -- ♣KD765 Þetta var næst síðasta spilið í úrslitaleik Ítala og Dana í HM ungmenna (núm- er 95). Danir höfðu betur í þessu spili, en Ítalir voru komnir með hátt í 100 stiga forskot þegar hér var komið sögu og úrslitin því löngu ráðin. Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður J. Houm. F. di Bello B. Houm. S. di Bello -- -- Pass 1 spaði Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 5 lauf Pass 6 spaðar Pass 7 grönd Pass Pass Dobl Pass Pass Stelio di Bello taldi sig eiga prýðilega opnun á ein- um spaða með 7-5 skiptingu í svörtu litunum og vel stað- setta punkta. En þegar til kom gat makker hans og bróðir, Furio di Bello, ekki notað eitt einasta spil á hendinni! Ekki þarf að taka það fram að bræðurnir lentu í misskilningi, sem eitthvað tengist því að erfitt er að spyrja um ásana FJÓRA eftir að trompkóngurinn var tekinn inn í svörin. Furio fór úthugsaða fjallabaksleið til að leita að hjartaásnum. Fyrst samþykkti hann spað- ann með tveimur gröndum og stökk svo í fjóra tígla til að reyna að kreista fram fyrirstöðusögn í hjarta. Stelio var með fyrirstöðu í hjarta og sagði frá henni! En því miður fyrir Ítalina var fyrirstaðan einspil, en ekki ásinn. Jonas Houmöller átti ekki út, en doblaði þó til að vekja athygli makkers á því að eitthvað væri bogið við sagn- ir. Systir hans, Björg Houmöller, hitti ekki á hjarta út, en það breytti litlu því blindur var gjörsamlega dauður – le mort, eins og Frakkar segja. Sagnhafi gaf tvo slagi á hjarta og sjö grönd fóru tvo niður. Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Lo Presti Gjeldbaek Mazzadi Schaltz -- -- Pass 1 spaði Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Það er sami vandinn á ferðinni hjá Gjeldbaek og Schaltz – ekki er hægt að spyrja um ásana fjóra. Gjeldbaek ákvað samt að spyrja (makker gat átt tvö lykilspil) og tók svo hæverska ákvörðun í fram- haldinu. Sex tíglar eru reyndar vonlaus slemma, nema með hjartaásnum út. Og viti menn – Lo Presti ákvað að kíkja á blindan og lagði niður hjartaásinn. Tólf slagir og 15 IMPar til Dana. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. júní sl. í Kópavogskirkju af sr. Ægi Sigurgeirssyni þau Tanya Dimitrova og Halldór Svavarsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Mynd, ljósmyndastofa Hafnarf. 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 d5 4. d4 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. a3 dxc4 9. Bxc4 a6 10. Dc2 b5 11. Ba2 Rbd7 12. Hd1 Db6 13. Rg5 g6 14. Rce4 Be7 15. Bd6 Bxd6 16. Rxd6 b4 Staðan kom upp á Skákþingi Norð- urlanda sem fer senn að ljúka í Ár- ósum í Danmörku. Helgi Ólafsson (2498) hafði hvítt gegn Flóvin Þór Næs (2330). 17. Rgxf7! b3 18. Bxb3 Rc5 19. Ba2 Hxf7 20. b4! Hc7 21. bxc5 Hxc5 22. Dd2 Dc6 23. O-O Bd7 24. Dd4 Hf8 25. e4 Kg7 26. f4 Hc3 27. Rc4 Hxc4 28. Bxc4 Hc8 29. e5 Rd5 30. Bxd5 exd5 31. e6+ og svartur gafst upp. Þegar þessar línur eru ritaðar þá er Helgi á meðal efstu manna á Skákþinginu og hefur m.a. borið sig- urorð á Curt Hansen. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. FRÉTTIR www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. HEIÐARGERÐI - HVASSALEITI Mér hefur verið falið að leita eftir 200-250 fm sérbýli. Æskilegt að eignin sé með fjórum eða fleiri svefnherbergjum, í góðu ástandi utan sem innan. Afhendingartími getur verið ríflegur. Verðhugmynd 25-30 millj. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. RAÐHÚS - PARHÚS - AUSTURBÆR Mér hefur verið falið að leita eftir sérbýli með þremur svefnherbergjum auk bílskúrs. Æskilegt að eignin sé á einni hæð, má vera á tveimur hæðum. Um er að ræða fjársterkan aðila, sem getur veitt ríflegan afhendingartíma sé þess óskað. Verðhugmynd 23-25 millj. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hómópatanám Um er að ræða 4ra ára nám sem byrjar 4. og 5. okt. á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Kennarar með mikla reynslu Upplýsingar gefur Martin í símum 5674991 og gsm 897 8190. Hómópataskólinn CPH stofnuð 1993 www.homoeopathytraining.co.uk Til sölu 3-4 herb. á Rekagranda Til sölu mjög góð 95 fermetra íbúð á Rekagranda 2, Reykjavík, ásamt stæði í bílskýli. Íbúðin er með stofu og sjónvarpsholi, auk tveggja svefnherbergja með góðum skápum. Eikarparket á öllum gólf- um og baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, með tengingu f. þvottavél. Tvennar suðursvalir. Stutt í alla þjónustu, leikskóli og grunnskóli í nág- renninu. Mjög vel um gengin og snyrtileg íbúð. Ástand hússins gott. Verð 14,5 milljónir. Nánari uppl. veitir Viggó Jörgensson, lögg. fasteignasali, í síma 895 5600. Söluturninn í Glæsibæ er til sölu Opnunartími frá kl. 9-19. Hraðbanki, lottó og spila- kassar á staðnum. Besti tíminn framundan. Nánari upplýsingar gefur Fyrirtækjasalan Suðurveri s. 581 2040. Í GREIN minni um liðssafnaðinn gegn hreppsnefnd Skeiða- og Gnúp- verjahrepps (Mbl. 15. sept.) ruglaði ég því miður saman orðum talsmanns Norðuráls og orðum sveitarstjórnar- manna á Vesturlandi. Hið rétta er að ákallið til stjórnvalda um að „höggva á hnútinn“ er að finna í ályktun stjórnar Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi (Mbl. 9. sept.). Á forsíðu Mbl 30. ágúst sl. var hins vegar haft eftir Ragnari Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs Norður- áls, um afstöðu meirihluta Skeiða- og Gnúpverjahrepps, að henni verði væntanlega vísað til annars stjórn- sýslustigs. Ég biðst afsökunar á því að hafa eignað Ragnari hin fleygu orð. Álfheiður Ingadóttir, fulltrúi borgarinnar í stjórn Landsvirkjunar. Samtök ferðaþjónustunnar Rangt var farið með starfsheiti Ernu Hauksdóttur, framkvæmda- stjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í Mbl. á laugardag. Er beðist velvirð- ingar. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.