Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Skúli Már Níels-son fæddist í Reykjavík 13. október 1978. Hann lést af slysförum 4. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans eru Jón- ína Skúladóttir, f. 1.6. 1955, og Níels Ívars- son, f. 18.1. 1954. For- eldrar Jónínu eru Árný Kristófersdótt- ir, f. 15.7. 1932, og Skúli Axelsson, f. 14.4. 1926. Þau eru búsett á Laugar- bakka. Foreldrar Níelsar eru Guðrún Sigfúsdóttir, f. 18.5. 1924, búsett á Hvammstanga, og Ívar Níelsson, f. 29.12. 1912, d. 23.4. 1999. Systkini Skúla eru Sig- rún Eva Þórisdóttir, f. 3.11. 1974, Friðbjörn Ívar, f. 10.11. 1975, Guð- rún Ósk, f. 23.7. 1982, og Helga Rós, f. 17.1. 1987. Unnusta Skúla er Brynja Ósk Víð- isdóttir, f. 16.8. 1980. Foreldrar Brynju eru Regína Ólína Þórarinsdóttir, f. 5.11. 1954, og Víðir Gissurarson, f. 29.7. 1958. Skúli og Brynja bjuggu á Laugar- bakka. Skúli lauk grunn- skólanámi frá Laug- arbakkaskóla árið 1994. Árið 1998 út- skrifaðist hann sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Að loknu námi starf- aði Skúli hjá Ísprjóni og Ferskum afurðum á Hvammstanga. Útför Skúla Más verður gerð frá Melstaðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku Skúli minn. Það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig svona í síðasta sinn. Það er svo margt sem mig lang- ar að segja. Við áttum þrjú yndisleg ár saman og þeim mun ég aldrei gleyma. Ég hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman og líka þær slæmu. En sem betur fer voru þær góðu í miklum meirihluta. Þetta var hörmulegt slys sem endaði með þessum hætti. En ég veit að þú þurftir ekki að þjást neitt. Þú fékkst að fara við að gera það sem þér fannst skemmtilegast að gera og varst í góðra vina hópi. Þér fannst alltaf gaman að fara með strákunum að leika ykkur einhvers staðar á hjól- unum. Ég gleymi því aldrei þegar þú varst að fara í göngurnar. Þá varstu búinn að hafa þig til mörgum dögum fyrr og varst búinn að vera í margar vikur að gera fjórhjólið tilbúið svo það kæmist nú örugglega bæði fram og til baka. Þú varst svo spenntur og ánægður með lífið. Ég man ekki eftir þér svona ánægðum, eins og eftir að ég varð ólétt. Þegar það loksins tókst ljómaðir þú allur og varðst svo glað- ur og hamingjusamur. Og þú skildir eftir það yndislegasta sem nokkur getur hugsað sér. Það er mikil guðs- gjöf að fá að ganga með og eiga barn- ið þitt, en það er leiðinlegt að þú skulir ekki geta verið hér og tekið þátt í öllu því góða og skemmtilega sem framundan er. Það er nú vitað mál að þú ert nú samt hérna hjá okk- ur og verður það alltaf. Það voru bara fjórir dagar í nítján vikna són- arskoðunina. Þetta varð fyrst raun- verulegt þegar ég sá litla kraftaverk- ið okkar á skjánum. Ég ætlaði að fá að sjá hvort þetta væri strákur eða stelpa en krílið hreyfði sig svo mikið að það var ekki hægt. Það er leið- inlegt að barnið fái aldrei að kynnast svona yndislegri manneskju eins og þér. Ég náði ekki að kveðja þig al- mennilega, enda veit maður ekki hvenær síðasta skiptið er, en við átt- um góða kvöldstund saman kvöldið áður en allt þetta gerðist. Það var líka þá sem þú fannst fyrst fyrir bumbunni minni þegar þú þorðir að ýta nógu fast. Það eru erfiðir tímar framundan án þín en ég á yndislegt fólk í kring- um mig og þú áttir bestu og hlýjustu fjölskyldu sem nokkur hefði getað hugsað sér. Við stöndum þétt saman og minnumst þín og allra góðu stundanna með þér. Það fylgdi þér ávallt bros og ánægja öllum stund- um. Ég elska þig svo mikið og sakna þín sárt. Kisa og Pjakkur sakna þín líka og finna að þú ert hérna hjá okk- ur og munt hjálpa okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Lofaðu að láta þér líða vel og hugsa vel um okkur sem eftir erum. Hvíldu í friði, elsku Skúli minn. Þín að eilífu Brynja Ósk. Í blúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Ekki hafði okkur dottið í hug að hann færi á undan okkur, svona hraustur og glaður sem hann alltaf var. Við getum ekki skilið hvernig svona voðaslys gat átt sér stað. Þetta er svo óraunverulegt og sárt. Það er erfitt að kyngja þessu en því miður er þetta staðreynd sem við verðum að reyna að lifa með. Hann var alltaf duglegur að taka til hendinni við það sem þurfti að gera, en nú fáum við ekki notið krafta hans meir. Hans er saknað svo sárt að engin orð fá lýst. Að hann skyldi hverfa frá okkur, sinni heittelskuðu unnustu og þeirra ófædda barni er nokkuð sem enginn á skilið. Við minnumst þess hve gam- an var þegar við fórum fram að Arn- arvatni með Svani, það var dásamleg ferð. Einnig minnumst við þess hvað það var mikil tilhlökkun hjá honum að komast upp til heiða og fjalla því að allar slíkar ferðir voru í miklu uppáhaldi hjá honum. Skúli var mik- ið náttúrubarn og hafði gaman af að takast á við erfiða hluti, hvort sem það var í stórhríð uppi á Holtavörðu- heiði eða í erfiðum smalamennskum sem hann var alveg ómissandi í, svona duglegur og athugull eins og hann var. Við munum minnast hans með söknuði og varðveita allar þær góðu minningar sem við eigum um hann. Guð geymi okkar ástkæra son. Mamma og pabbi. Elsku Skúli, leiðir okkar hafa nú skilið fyrr en nokkur átti von á. Þú munt alla tíð búa í hjörtum okkar og við vitum að þú munt alla tíð fylgja okkur. Það sem eftir situr eru dýrmætar minningar sem aldrei gleymast. Þú varst annar í röðinni af okkar barna- börnum. Gleðin var mikil þegar þú komst í heiminn, og mikið var afi þinn montinn þegar hann fékk nafna. Þessi hörmulegu slys gera ekki boð á undan sér. Okkur finnst þetta hljóti að vera draumur en ekki veru- leiki. Ég setti mynd af þér litlum á náttborðið okkar, svo við áttuðum okkur á þessum hörmungum og að þetta væri veruleiki. Skúli hafði fundið ástina sína hana Brynju Ósk og svo er lítill ljósgeisli á leiðinni. Í spor Skúla munu vaxa gullnar rósir minninganna sem hann skilur eftir. Þær eru dýrmætar í þeirri miklu sorg sem nú grúfir yfir. Megi góður guð geyma hann og vernda. Næst þegar við horfum til himins mun stærsta og bjartasta stjarnan verða tileinkuð Skúla Má. Við biðjum guð að styrkja ástina þína, foreldra, systkini og alla sem eiga um sárt að binda. Ég veit að Tryggvi frændi okkar sem verður 100 ára tveimur dögum eftir útför þína saknar þín mikið og biðjum við guð að blessa hann. Megi guð og englar hans geyma þig, elsku Skúli. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði, – líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pét.) Amma og afi. SKÚLI MÁR NÍELSSON  Fleiri minningargreinar um Skúla Má Níelsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.isSími 562 0200 Erfisdrykkjur Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæru móður, MARGRÉTAR SIGRÚNAR BJARNADÓTTUR, sem lést á heimili sínu föstudaginn 8. ágúst sl. Nanna Mjöll, Gyða Björk, Edda Hrönn og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, mágur, frændi og afi, ÞÓRARINN SVEINBJÖRNSSON, Birkihlíð, Stokkseyri, lést á Sjúkrahúsi Selfoss að morgni fimmtu- dagsins 11. september. Útför hans verður gerð frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 20. september. Athöfnin hefst kl. 14.00. Jarðsett verður á Stokkseyri. Þórgunnur Jónsdóttir, Matthías Þórarinsson, Stefán Þórarinsson, Linda Þórarinsdóttir, Þórður Sveinbjörnsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Gríma Sveinbjörnsdóttir, Stefnir Helgason, Vilborg Sveinbjarnardóttir, Ken Wilson, Stefanía Þórdís Sveinbjarnardóttir, Ray Dignum, Ársæll Jónsson, Gyða Magnúsdóttir, Svava Kristín Valfells, Sveinn Valfells, frændsystkin og barnabörn. Lokað verður í dag, þriðjudaginn 16. september, frá klukkan 14.00 vegna útfarar GUÐRÚNAR ÖSSURARDÓTTUR. Álfaborg ehf., Skútuvogi 6. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÞORBJÖRG HALLMANNSDÓTTIR frá Króki, Ölfusi, lést á Kumbaravogi sunnudaginn 14. septem- ber. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og bróðir. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELSA ÁRNADÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki fimmtudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 20. september kl. 14.00. Björn Jónsson, Guðbjörg M. Björnsdóttir, Andri Eiríksson, Jón Björnsson, Nadia Nielsen og barnabörn. Elsku móðir okkar, SOFFÍA GÍSLADÓTTIR frá Deild í Fljótshlíð, síðast til heimilis í Litlagerði 12, Hvolsvelli, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, að morgni sunnudagsins 14. sept- ember. Fyrir hönd aðstandenda, Þröstur Jónsson, Hrefna Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.