Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.09.2003, Blaðsíða 19
Brákarkast á Miðbæjarleikum Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Ingimundur Grétarsson kastar dekki með tilþrifum. Hugmyndina að Miðbæjarleikun- um átti Gísli Einarsson ritstjóri og var hann jafnframt mótsstjóri. Gísli sagði að undirbúningur hefði gengið vel enda fékk hann með sér þau Ingi- björgu Hargrave, Finnboga Rögn- valdsson og Einar Pálsson í nefnd til að skipuleggja leikana vel og vand- lega. Styrktaraðilar voru Borgarnes kjötvörur, Kaupfélag Borgfirðinga, Hótel Borgarnes og Borgarbyggð sem lánaði skemmu í Englendingavík til afnota. Að sögn Gísla verða Mið- bæjarleikarnir haldnir aftur að ári og óskað verður eftir að fá skemmuna fyrir samkomuhús Miðbæinga. Unnið verði að því að fá viðurkenningu innan ÍSÍ og vonandi einhverja alþjóðlega styrki í kjölfarið. Árni Sigfússon vandaði sig við stultuhlaupið. MIÐBÆJARLEIKARNIR voru haldnir um síðustu helgi í fyrsta sinn í Borgarnesi. Íbúar við sex götur í gamla miðbænum hittust í Englend- ingavík og tóku þátt í keppni í ýmsum óhefðbundnum íþróttagreinum s.s. stígvélakasti, dekkjakasti, rólustökki, stultuhlaupi, sjókapphlaupi, mysu- drykkju o.fl. Þátttakendur, um eitt hundrað manns, voru á öllum aldri og sýndu leikunum mikinn áhuga. Sér- staka athygli vakti keppni í brákar- kasti sem að fornum sið fólst í því að henda grjóti á milli herðablaða í kerl- ingu eina sem svamlaði yfir Brákar- sund. Að sögn manna hér eru liðin um 1000 ár frá því að síðast var keppt í þessari íþróttagrein. Bæjarstjórarnir gerðu skurk í íþróttunum Öllum að óvörum komu bæjarstjór- arnir Páll S. Brynjarsson og Árni Sig- fússon til leikanna og reyndu með sér í kringlukasti og stultuhlaupi. Árni hafði betur, og að sögn mótshaldara verður Páll settur í strangar æfinga- búðir fyrir næsta ár. Það voru að lok- um íbúar við Skúlagötu sem unnu naumlega með 39 stigum og fengu að launum grjót úr gamla miðbænum til varðveislu en íbúar við Gunnlaugs- götu töpuðu og fengu geitungabú í skammarverðlaun. Ingimundur Grét- arsson var tilnefndur íþróttamaður leikanna fyrir geysileg tilþrif í flest- um greinum. Miðbæjarleikarnir end- uðu á að þátttakendur snæddu grillað lambakjöt og sungu saman brekku- söng af hjartans lyst. Borgarnes LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2003 19 1. flokki 1989 – 52. útdráttur 1. flokki 1990 – 49. útdráttur 2. flokki 1990 – 48. útdráttur 2. flokki 1991 – 46. útdráttur 3. flokki 1992 – 41. útdráttur 2. flokki 1993 – 37. útdráttur 2. flokki 1994 – 34. útdráttur 3. flokki 1994 – 33. útdráttur H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 2003. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Fréttablaðinu, þriðjudaginn 16. september. Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 RAINBOW Warrior, skip Grænfrið- unga, kom til hafnar á Húsavíkur á föstudagsmorgun á ferð sinni um Ísland. Samferða skipinu síðasta spölinn voru nokkrir hvalaskoð- unarbátar sem siglt höfðu til móts við það út á Skjálfanda. Rainbow Warrior lagðist við Norðurgarð og tók bæjarstjóri á móti skipinu. Bauð hann skipverja velkomna og færði skipstjóranum flagg Húsavíkurbæjar. Lýstu skip- verjar yfir ánægju með móttökurn- ar, en þeir hugðust dvelja hér næt- urlangt. Talsmenn Grænfriðunga fóru um bæinn, m.a. í framhalds- skólann þar sem rætt var við nem- endur og starfsfólk. Rætt var við bæjaryfirvöld auk þess sem haldinn var fundur með ferðaþjónustuað- ilum í Hvalamiðstöðinni. Þá var bæjarbúum boðið að skoða skipið. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Rainbow Warrior kemur til hafnar á Húsavík í fylgd hvalaskoðunarbáta sem siglt höfðu til móts við það út á Skjálfanda. Rainbow Warrior á Húsavík Húsavík Á DÖGUNUM var haldin sam- koma á Hólasandi til að fagna góð- um árangri við uppgræðslu auðn- arinnar sem áður var þar og jafnframt til að kynna framtíðar- áform Húsgulls, Landgræðslunnar og skógræktarinnar á svæðinu. Fólk safnaðist saman á útsýnisstað á neðri Sandvatnsbrekku. Þaðan var svo farin skoðunarferð í rútu um hluta svæðisins. Þeir Stefán Skaftason og Andrés Arnalds fræddu gesti um ástand og horfur. Í ár eru 10 ár síðan uppgræðsla hófst á Hólasandi og árangurinn hefur orðið langt umfram björt- ustu vonir sagði Sigurjón Bene- diktsson, einn af forkólfum Hús- gulls. Verkefnið hefur frá upphafi not- ið afar mikilvægs stuðnings frá pokasjóði verslunarinnar og lýsti Bjarni Finnsson, sem fór fyrir hópi verslunarmanna á samkom- unni, ánægju sjóðstjórnarinnar með hversu vel hefur til tekist. Var þó ekki sérlega álitlegt um að litast sagði Bjarni, þegar hann kom á sandinn á fyrstu árum verk- efnisins. Í sandinn hefur mest verið sáð lúpínu. Hún þekur nú stór svæði og er sem óðast að breyta þessari áður gráu auðn í fagran blágrænan akur. Það mun því brátt heyra sögunni til að bílar komi sand- barðir af sandinum í haraveðrum. Frá upphafi hefur áhersla verið lögð á plöntun birkis og lerkis með lúpínunni og mynda þannig eins- konar fræbanka sem hjálpa munu til þess að við taki smám saman skógur og kjarr af lúpínunni þegar hún hefur undirbúið og bætt jarð- veginn. Einmitt þennan hátíðisdag voru hjónin á Jódísarstöðum í Aðaldal, skógabændurnir Gunnhildur Ing- ólfsdóttir og Árni Njálsson, að setja niður lerkiplöntur með sán- ingarvél sem Gunnhildur hefur hannað. Þessi vél afkastar um 200 plöntum á klst. og flýtir þannig mikið fyrir við útplöntun. Tækið er einfalt að gerð og hægt er að tengja það öllum venjulegum dráttarvélum. Á næsta ári er áformað að planta 70 þúsund trjáplöntum í svæðið og er þá ekki verra að hafa vélina Gunnhildar til hjálpar. Árangri í upp- græðslu fagnað Morgunblaðið/Birkir Fanndal Það rigndi mikið á Hólasandi en Gunnhildur og Árni á Jódísarstöðum létu regnið ekki trufla sig og héldu ótrauð áfram landbótastarfi sínu. Mývatnssveit UNGMENNAFÉLAGIÐ Æskan stóð að göngudegi fyrir skemmstu. Ferðinni var heitið inn Haukadalinn, gengið frá túnjaðr- inum á Giljalandi og áfram inn dalinn fram að Skarðsrétt, sem er gömul hlaðin rétt og liggur fyrir neðan veginn upp Haukadals- skarð. Góð mæting var eða alls um fimmtíu manns og sú yngsta að- eins tveggja ára. Leiðsögumaður var Kristmundur Jóhannesson, fyrrverandi bóndi á Giljalandi. Um kvöldið var svo slegið á létta strengi og hittust menn í fé- lagsheimilinu Árbliki þar sem kveikt var upp í grillinu og menn mættu með heimatilbúin skemmti- atriði. Göngudag- ur í Hauka- dalnum Búðardalur Morgunblaðið/Helga Á. Ágústsdóttir alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.